29.1.2007 | 07:05
Nýjar myndir
Jæja þá eru komnar nýjar myndir (sjá tengil hér á síðunnu "myndirnar okkar") Það eru myndir frá því í nóvember og desember og núna frá ferðinni. M.a. myndir af karateæfingum krakkanna, jólaguðsþjónustunni og aðfangadagskvöldinu hér heima, myndir af krökkunum frá því um áramótin, brúðkaup og svona eitt og annað.
Annars er lítið nýtt að frétta. Kennslan er að komast af stað hér á seminarinu. Það getur reyndar verið að ég kenni bara einn tíma og morgun og hætti svo því þeir eru búnir að fá nýjan kennara og betra fyrir hann að byrja fyrr en seinna. Það er ágætt ég er smátt og smátt að losa mig út úr öllum þeim verkefnum sem ég hef verið í. Ég er reyndar enn með barnakórinn á casa inces en sú sem er með mér í ´því er svona að taka yfir aðalábyrgðina.
Álla næstu viku verðum við svo í Awasa á kristniboðaráðstefnu. Það er dáldill undirbúningur fyrir það í þessari viku. Ég er að æfa smá kór fyrir lofgjörðarkvöldið sem verður á þrisðjudeginum en það er bara næsta vika og svo búið.
Litli hnoðrinn verður tveggja ára daginn eftir að við komum til Awasa (4. feb.) ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Hann hefur stækkað mikið og þroskast undanfarnar vikur. við höfðum smá afmælisveislu fyrir hann sl. föstudag þaví það verður lítið svigrúm fyrir veisluhöld í Awasa. Tökum samt kanski með köku og hann fær restina af pökkunum. Honum finnst ægilega sniðugt að eiga afmæli og syngur ammælídag- hástöfum. Ef maður spyr hann: "átt þú bráðum afmæli?" Þá svarar hann.:" ammæli" "Hvað verðurðu gamall?" Svar:"gamall"!
Jæja rafmagnið er farið svo ég verð að hætta í bili. (batteríin léleg á tölvunni!)
Bless í bili og endilega kíkið á myndirnar og kvittið í gestabókina!!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bara að kvitta, alltaf gaman að lesa
kv.
Hildur Sveins
hildurs (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.