Ævintýri á 20 ára gömlum Landcruiser!

Kanski ég skelli inn smá færslu áður en við förum til Awasa. Við ætlum að fara á morgun og kanski stoppa á tveimur stöðum á leiðinni, bara taka því rólega. við erum reyndar vön að keyra þetta í einum strekk og krakkarnir orðin vel þjálfuð í löngum keyrslum (keyrðum td  í einum rikk  frá Arba Minch til Ómó Rate, c.a. 8 tíma!) Þetta leit nú ekki vel út á tímabili því gamli jálkurinn bíllinn sem við höfum gaf upp öndina á þriðjudaginn. Hann var´búinn að vera slappur í síðustu viku svo það var búið að setja í hann nýjan rafgeymi. á þriðjudagskvöldið þurfti ég síðan að fara inn á casa inces (norska skólann) og drap bíllinn á sér þrisvar á leiðinni en ég komst á leiðarenda við talsvert illan leik, klukkutíma of seint!  Fyrst soppaði ég í búð á leiðinni og kom honum ekki í gang þar eftir dálitla bið fékk ég nokkra vaska menn til að íta mér niður brekkuna, á móti umferð NB! og gat rennt honum í gang (ég man þetta vel eftir að hafa keyrt lödu í nokkur ár!). Svo þegar ég var alveg að koma að Casa inces drap hann á sér á gatnamótum en sem betur fer við brekku svo ég sá fyrir mér að það yrði ekkert mál að íta honum aftur í gang. Málið var bara að það var komin úrhellis rigning (það rignir óvenju mikið um þessar mundir, enn og aftur). að þeim sökum var erfitt að fá fólk til að íta, þau vildu bíða eftir að rigningin minnkaði. Það bara virtist aldrei ætla að gerast. ég var orðin svo sein og farin að hfa áhyggjur af að fólkið sem væri að bíða eftir mér væri farið að hafa áhyggjur (sem reyndist síðan rétt reyndar! Kasólétt kona ein að keyra að kvöldi til í afrískri stórborg og orðin klukkutíma of sein sem er ekki mér líkt!) Ég reyndi því að hringja heim en það var á tali, Kristján á netinu en ég mundi engin númar á casa inces svo ég ákvað blara að fara út og reyna sjálf að ýta bílnum. Þá komu nokkrir hlaupandi til að hjálpa og á endanu komst bíllinn í gang. á lóð kristniboðsins drap hann svo aftur á sér svo ég lét þar við sitja og reyndi ekki að koma honum aftur í gang. Ég fékk sem betur fer far heim svo allt fór vel.  Þið megið ekki halda að ég hafi verið í einhverri hættu stödd því Addis er mjög friðsamleg borg og fólk upp til hópa mjög hjálplegt. En bíllinn kemast  allavega ekki á konferansinn!.Það er eitthvað meira að en bara rafgeymirinn og tekur lengri tíma að gera við. Við fáum annan bíl í dag svo þetta verður í góðu lagi.

Annars hefur bæst í hóp Íslendinganna. Það var óvænt ánægja að hitta sigríði Ingólfsdóttur (dóttir Ingólfs og Karinar) hér í gær. Hún er hér með hópi nemenda frá Fjellhag sem eiga að sjá um barnadagskránna í Awasa.  Jakop Hjálmarsson hélt hinsvegar til Keníu í morgun. Þannig að það er alltaf eitthvað rennerí af Íslendingum hér þótt þetta sé nú ekki beint í alfaraleið.

Við erum núna komin með atvinnuleyfi og er það mikill léttir. Nú er verið að vinna í að endurnýja ID kortin okkar. Það hefði verið dáldið mikið vesen fyrir mig að þurfa að fara að flækjast fram og til baka úr landi þar sem ég get bráðum ekki flogið lengur. Nú á ég uþb 6 vikur eftir, á að eiga um miðjan mars ( en ætla samt ekkert að fara að bíða fyrr en í lok mars!) Það er þýsk ljósmóðir sem ætlar að taka á móti hjá mér hér heima en ef ég þarf að fara á spítala þá vinnur hún á einkaspitala´hér þar sem allt lítur vel út þannig að þetta lítur allt saman mjög vel út.

Ætli ég segi það ekki í bili, leit í mér heyra aftur eftir konferansinn. Takk fyrir kveðjur á síðuna, endilega verið dugleg að kvitta!

(Kristín Helga það var rosa gaman að fá kveðjur frá þér! Bið að heilsa mömmu og pabba og strákunum!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæra fjölskylda.

Kem reglulega hér inn til að lesa um ævintýrin ykkar. Svakalega gaman að sjá myndirnar af börnunum. Guðs blessun.

Kv. Nanna Guðný.

Nanna Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:13

2 identicon

Gott er að heyra að allt gengur vel jafnvel þótt bílskrjóður bili. Ánægjulegt að heyra að atvinnuleyfið er fengið. Drottinn veri með ykkur

Kær æveðja Ingibjörg og Sigursteinn 

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 18:29

3 identicon

Hæ hæ

Gott að allt gangi vel hjá ykkur. Hér er bara snjór og búið að fara í nokkrar snjóþotuferðir.

Kv. Nína

Nína (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 09:54

4 identicon

Hæ Hæ

Ég skila kveðjunni til mömmu og pabba og bræðra minna.En það er rosa gaman að heyra í ykkur.Ég var að fá páfagauk 10.02.2007 sem er algjört krútt.Hann heitir Skari.En pabbi átti afmæli 11.febrúar 2007 hann varð 49 ára.En annars allt gott að frétta.

Kær kveðja,

Kristín Helga

Ps.Sakna ykkar !!

Kristín Helga (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband