22.2.2007 | 06:28
Tengd aftur
Jæja, þá er aftur komið símasamband. Vorum ss. síma og þ.a.l. netsambandslaus alla síðustu viku. Þegar síminn fór að virka á mánudaginn var samt ekki hægt að komast á netið en það kom í ljós að við þurftum nýtt aðgangsorð. í gær reyndi ég reyndar að komast á þessa síðu á norska skólanum en komst ekki inn. Ég komst svo að því í gær að búið var að breyta lykilorðinu! Nú er hins vegar allt farið að virka í bili.
Annars erum við hress. Styttist í fjölgun og við erum mjög spennt. Mér finnst´líka spennandi að fá að fæða heima í þetta sinn. Er bara mjög örugg með það. Krakkarnir eru búin að vera meira eða minna slöpp eftir ráðstefnuna í Awasa en eru að hressast. Það urðu flestir eitthvað veikir eða slappir, bæði kvef og magapest og margir lengi að ná fullum kröftum, við fengum öll eitthvað en allt er á réttri leið. Ég læt fylgja´hér með dagbókarbrot sem ég skrifaði í síðustu viku.
Bið að heilsa í bili.
12.febÞá erum við komin til baak frá Awasa eftir velheppnaða ráðstefnu. Við komum reyndar öll hálfslöpp og þreytt til baka en svo er nú það . Dagbjartur Elí er mest lasinn. Hann var með hita í gær og er enn og aftur með alveg hrikalegt kvef svo er hann kominn með pípandi niðurgang að auki. Hann svaf illa í nótt en við mæðginin vorum að vakana núna eftir að hafa sofið í þrjá tíma. Margrét Helga og Jóel eru líka mjög kvefuð og sváfu illa í Awasa vegna hósta, þau virðast nú sofa aðeins betur hér heima. Ég er líka kvefuð og tæp í maganum en ætli kristján sé ekki hressastur þótt hann sé með einhvern smá vott af þessu öllu saman. Það voru margir veikir og slappir í Awasa enda kanski ekki að fyrða þar sem svo margt fólk kemur saman í svo langan tíma. Þetta var mjög góð ráðstefna en mjög mikil dagskrá. Ég skrópaði nú á einhverja fundi þar sem ég var svo illa sofin og átti líka erfitt með að sitja lengi. Það voru ýmis mál rædd og ekki allir sammála um allt en þetta fór allt fram í mesta bróðerni. Dagskráin er venjulega þannig að á morgnana er fyrst samverustund fyrir alla fjölskylduna sem byggir að mestu upp á söng, svo fara börnin á sínar stundir eða til barnafóstrann (þau minnstu) á meðan þeir fullorðnu hlýða á biblíulestur. Svo eru fundir um hin ýmsu mál frá kl. 11- 12:30 og aftur kl. 15- 17:30. Á kvöldin er svo mismunandi dagskrá td. Eins og lofgjörðarkvöld, altarisganga, skemmtikvöld o.fl. Það var gert ráð fyrir tveimur fríkvöldum en annað kvöldið varð síðan að nota undir fundi til að hægt væri að komast yfir öll málin sem voru á dagskrá. Allir kristniboðarnir fá ákveðin verkefni, Kristján fékk það verkefni að vera einn af riturunum og ég fékk það sama og venjulega, spila og sjá um lofgjörðastundina. Ég spilaði á öllum morgunstundum og svo er alltaf einhver söngur á millli sem við skiptumst á að spila við sem það kunnum. Barnakórinn sá að mestu um að leiða sönginn á morgunstundunum þar sem Ingunn sem er með kórinn með mér) s´aum þær það var því þægilegast fyrir þau að ég bara spilaði alltaf.Svo er frítíminn í hádeginu notaður til að sóla sig og kæla í sundlauginni sem var reyndar orðin vel skítug í lok vikunnar. Hreinsibúnaðurinn sem á að vera í henni er ekki alveg kominn í gagnið og þegar svona margir eru á staðnum verður laugin fljótt skítug. En krökkunum fannst þetta auðvitað algjört æði. Margrét Helga og Jóel eiga ekki langt í að verða synd. Vantar bara smá upp á tæknina. Við erum að spá í að reyna að koma þeim á sundnámskeið heima í sumar. Það er stundum dáldið erfitt að láta mömmu og pabba kenna sér! Kanski kemur þetta ef þau fara á námskeið.Það verður nú eitthvað í að þessi færsla komist á netið þar sem nú er algjörlega símasambandslaust! Það er nú ekki hægt að ætlast til þess að hafa bæði rafmagn, vatn OG líka síma!! Síminn datt alveg út í gær og gæti ég best trúað að þeir hafi slitið eitthvað í sundur í vegaframkvæmdunum sem eru í gangi hér úti á götu.
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott var að heyra frá ykkur, að allt hefur gengið vel á ráðstefnunni og að allir eru komnir heilir heim.
Kveðja Ingibjörg og Sigursteinn
Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.