27.2.2007 | 06:05
sól sól skín á mig...
26. feb. 07 Ætli það sé ekki kominn tími á smá fréttir. Það er svo sem ekkert mikið nýtt að frétta. Ég reyndar hélt ég væri að fara af stað fyrir helgi. Ég hélt að vatnið væri byrjað að leka, þannig hafa allar fæðingarnar byrjað hjá mér og svo hefur yfirleitt ekkert gerst. Fyrstu tvö skiptin þurfti ég að fá dripp í æð en Dagbjartur Elí kom sjálfur. Ég fékk veika samdrætti kjölfarið svo ég þorði ekki annað en að hringja í ljósmóðurina til öryggis. Það kom í ljós að þetta var ekki legvatnið og samdrættirnir voru vegna þess að barnið var að færast neðar í grindina. Það hefur bara þrýst svona á blöðruna. Það var ágætt. Við vorum ekki alveg viðbúin því að þetta færi svona fljótt af stað- hefðum þurft að búa um barnið í kommóðuskúffu eða kassa! Það er nú samt vonandi ekki mikið meira en mánuður í þetta. Ég eignaðist litla frænku í gær sem átti að fæðast á sama tíma og okkar kríli. Sigurbjörg frænka átti sem sagt litla stelpu úti í London. Hún er voða sæt með mikið dökkt hár. Það er svo frábært að flestir eru með svona síður þannig að maður getur fylgst með séð myndir af krílunum og svoleiðis. Algjör snilld.Ég var með smá tónleika í gær á casa innces ásamt Ellen og Alf Åge. Þau bjuggu hér í þrjú ár en fluttu í fyrra til London þar sem þau vinna fyrir norska sendiráðið. (unnu áður í norska sendiráðinu hér í Addis) Við vorum með tónleika hér í fyrravor og notuðum hluta af því prógrammi þar sem ekki var mikill tími til æfinga. Þau voru hér bara í viku heimsókn. Það var rosa gaman að syngja með þeim. Þau eru bæði mjög flink að spila og syngja, hann á gítar og hún á píanó. Ellen vann á norska skólanum og kenndi hér á seminarinu þannig að ég tók eiginlega við hennar vinnu þegar hún fór. Þetta var æðislega gaman að fá að syngja almennilega en ég var rosalega lúin eftir það! Bumban tekur í !!! Krakkarnir eru orðin mun hressari, loksins laus við kvefið enda hefur líka verið frekar hlýtt hér undanfarið. Þau eru líka loksins farin að sofa alla nóttina. Það var orðið þannig að þau vöknuðu öll á hverri nóttu sem er frekar lýjandi. Það endaði með því að við ræddum þetta við Margréti Helgu og Jóel og sögðum að þau fengju verðlaun ef þau yrðu dugleg að sofa alla nóttina í sínum rúmum. Það virkaði svona svakalega vel. Þetta var held ég orðinn dáldið mikill ávani að vakna. Þau fengu svo ís í verðlaun á laugardaginn. Ég er því ekki eins þreytt og er orðin miklu betri í grindinni eftir að við fórum að fá heilan nætursvefn aftur. Ekki veitir af að hlaða batteríin áður en næturbröltið byrjar aftur með nýja krílið. Ég samt kvíði því ekki. Þetta gengur allt yfir. Það koma svona tímabil og allt gengur yfir á endanum. Erum annars bara spræk öll og farin að hlakka til að taka á móti litla krílinu. Kanski maður fari að finna fram föt og athuga með rúm og svona!! Við erum svona frekar afslöppuð í þessu núna
Gullkorn í lokin:Það er nokkuð ljóst að verður séð fyrir okkur hjónakornunum í ellinni. Margrét Helga spurði mig eitt kvöldið hvers vegna börn færu frá foreldrum sínum þegar þau yrðu fullorðin, afhverju þau héldu ekki bara áfram að búa hjá mömmu sinni og pabba. Áður en ég gat svarað spurningunni var Jóel farinn að hágráta og sagðist aldrei ætla að fara frá mér:Ég ætla alltaf að vera hjá þér mamma, ég ætla aldrei að fara frá þér! Hann er líka yfirmömmus og ánægður með þann tiltil!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott er að hvíla í trú á Drottin og vera í Orði hans, fela honum alla hluti. Jóh. 15,7.
Með kveðjum og fyrirbæænum, Ingibjörg og Sigursteinn
Sigurstein Hersveinsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.