Próflestur og prakkarar

31. maí Þá er fyrra prófinu lokið. Það var munnlegt og gekk bara vel. Munnleg próf eru yfirleitt mín sterka hlið þannig að það versta er eftir enn. Ég geri nú samt ekki ráð fyrir að þetta verði neitt hrikalegt. Kristjáni gekk líka mjög vel, var allavega alsæll eftir prófið. Krakkarnir eru núna í leikskólanum og litli gormurinn hér niðri að leika við Asnakú. Hann er alltaf að bæta við sig orðum. Ég skrifaði niður að gamni öll orðin sem hann notar og ég skil (það getur vel verið að hann segi eitthvað á amharísku sem ég skil ekki). Þau fara að nálgast þriðja tuginn. Hann slær nú ekki út bróður sínum sem talaði í heilum setningum 18 mánaða en það er kanski ekki skrítið sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þau eru nokkuð mörg tungumálin og ólík sem hann er að læra. Meðal þess sem hann segir er “ist” (ostur) ísis (rúsínur) istist (setjast) lila (róla) gogo (gollo sem er eþíópískt snakk sem honm finnst mjög gott) bla (bless) og svo mætti lengi telja. Auðvitað er svo mamma á hreinu og nú heitir Asnakú (sem hann kallaði áður gú) nanna. Hann er líka orðinn duglegur að gera hreyfingar þegar við syngjum hreyfisöngva eins og “Hver hefur skapað blómin björt” og “Jesús er besti vinur barnanna” og svo reynir hann að syngja með. Hann syngur helst rólusönginn hans Lilla úr brúðubílnum og svo lag úr Karíusi og Baktusi sem systkini hans synga mikið þar sem er trallað í endan. Þá tekur hann undir fullum hálsi. Ég verð nú að segja frá dálítið skondnu atviki sem átti sér stað í gær. Margrét Helga er búin að vera dáldið öfugsnúin og á það til að vera hortug undanfarið. Við vorum því búnar að spjalla dálítið saman um þetta og ég sagði henni að hún gæti beðið Jesú að hjálpa sér að vera stillt því það væri ekkert svo auðvelt. Jafnvel fullorðnir ættu stundum erfitt með að tala fallega og hegða sé vel og þá er svo gott að biðja Jesú að hjálpa sér.Í gær var hún mikið að vanda sig við að vera prúð og kurteis en gleymdi sér samt pínulítið. Hún á lítil föndurskæri sem getur stundum verið ótrúlega freistandi að prófa á dúkkunum eða jafnvel sjálfri sér. Í gær klippti hún fyrst smá lokk úr hárinu á sér og fannst líka að Fantanesh, húshjálpin okkar, þyrfti smá klippingu. Hún notaði því tækifærið meðan Fantanesh beygði sig niður við vinnu og klippti smá lokk úr hárinu hennar líka. Þetta gerðist meðan við vorum í skólanum en Fantanesh sagði mér frá því þegar ég kom heim.Ég ræddi við Margréti Helgu og sagði að þetta mætti hún ekki gera. Fyrst vildi hún ekki viðurkenna neitt en sá svo að sér og sagði: “Ég gat ekki stöðvað mig, ég gat ekki stöðvað óþekktina. Guð hjálpaði mér ekkert. Hann hélt bara að ég ætlaði að klippa og það var rétt hjá honum.”Hún er alveg óttaleg skotta stundum. Ég átti mjög erfitt með að halda aftur af hlátrinum. Hún bað nú Fantanesh afsökunar, sem hafði nú bara tekið þessu létt. Það sást nú ekkert að hún hefði verið klippt þannig að þetta var í lagi. Jóel er alltaf jafnmikill knúsukall. Hann er orðinn voða duglegur og þau bæði að leika við litla bróður sinn og líta eftir honum úti í garði. Dagbjarti Elí finnst hann alveg æðislegur og allt sem Jóel gerir er alveg rosalega fyndið. Í gær fékk Jóel norskt ísbox til að leika sér með frá Ragnhild. Hann var búinn að vera að fylla það að vatni og fleira og svo spurði hann hvort við gætum búið til ís. Ég sagði að það væri nú ekki alveg hægt núna en þá sagði hann:” Það á alltaf að búa til ís á mánudögum. Það stendur hér (benti á boxið og þóttist lesa )alltaf að búa til ís á mánudögum. Mamma hvaða dagur er í dag?” “Þriðjudagur” sagði ég. Jóel: “ það stendur hér: það á alltaf að búa til ís á þriðjudögum”. Svona er lífið hér.Regntíminn er byrjaður svo nú eru fimm rigningarmánuðir framundan. Við höfum svosem nóg fyrir stafni og alltaf sýnir sólin sig nú eitthvað á hverjum degi. Við erum ekkert farin að plana sumarfríið en það kemur bara þegar það kemur.Takk fyrir kveðjur í gestabók og athugasemdir. Það verður að vera skráður notandi á blog.is til að geta gert athugasemdir en í gestabókina geta allir skrifað svo endilega ekki hika við að skrifa kveðjur. Alltaf jafn gaman að lesa þær og sjá hverjir lesa þetta.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigursteinn Hersveinsson og Ingibjörg Kolbeinsdóttir Sólheimum 46
Innilegar þakkir fyrir öll þessi góðu bréf sem við fáum að lesa. Þar er svo gott að fá að fylgjast með ykkur. Við eru með hugann hjá ykkur og biðjum daglega fyrir ykkur.

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband