20.3.2007 | 13:53
Lítið ljós
19. mars Nú er Davíð Ómar orðinn viku gamall og í fullri vinnu við að sofa drekka, stækka og dafna og að vera krútt! Ég er óðum að ná fyrri kröftum en geri lítið annað en að gefa brjóst og pela og hvíla mig. Við förum líka í göngutúr á hverjum degi mæðginin og bætum við ferðalagið á hverjum degi. Þetta gengur bara alveg ótrúlega vel. Þetta eru mestu viðbrygðin fyrir Dagbjart Elí en hann er ósköp góður. Maður þarf bara að passa að hann sé ekki of harðhentur við litla bróður. Hann verður líka af og til pirraður á að mamma skuli hafa þennan litla hnoðra í fanginu einmitt þegar hann vill hafa mömmu í friði en það er nú ekki nema eðlilegt. Við tökum okkur alltaf góðan tíma eftir hádegi til að lesa og kúra okkur saman áður en hann fær sér hádegislúrinn og svo kemur hann stundum með í göngutúr eða við förum bara tvö saman. Margrét Helga og Jóel eru orðin svo sjóuð í að eignast systkini að þetta er lítið mál fyrir þau og þau eru voðalega dugleg að hjálpa. Í morgun þegar við komum fram var búið að leggja á borð og setja morgunmatinn fram. Þetta var svo krúttlegt hjá þeim. Þau buðu upp á jógúrt en Jóel sagði að næst ætluðu þau að reyna að búa til hafragraut. Ég sagði að það væri nú best að mamma og pabbi sæju um það! En þau eru svo dugleg! Annað er nú lítið að frétta. Litli regntíminn er byrjaður en það hefur nú svo sem ekkert verið venjulegt þegar kemur að veðurfari síðastliðið árið hér. Það er reyndar ágætt núna að fá smá rigningu því það er svo mikið ryk allsstaðar. Það er verið að breikka vegi um allan bæ og ekkert nema malarvegir allsstaðar. Það er varla farandi fótgangandi hér út fyrir lóð á miðjum degi vegna ryks. Fólk er líka meira eða minna hóstandi og með kvef því þetta er svo ertandi. Það er líka skárra þegar rignir núna heldur en á aðalregntímanum því nú er ekki eins kalt. Það er heitara á næturnar núna en í fyrra en það hefur líka í för með sér annan ófögnuð- moskítóflugur. Þær bera ekki malaríu hér í Addis en eru alveg skelfilega pirrandi, halda fyrir okkur vöku á nóttunni og éta okkur upp til agna. Við erum öll útbitin. Krakkarnir eru síðan öll í flóabitum að auki. Ekki mjög skemmtilegt. Það er á hérna rétt við húsið okkar sem gerir það að verkum að hér er mikið af moskító. Ég held við verðum að fara að fá okkur net þetta er frekar hvimleitt. Ég held ég sé ekkert að blaðara meira því ég hef svo sem ekkert að segja. Vildi bara láta vita að allt gengur vel og litla ljósið dafnar. Það koma vonandi fljótlega nýjar myndir af honum. Hann hefur breyst svo og þroskast ótrúlega mikið á þessari einu viku, farinn að opna augun og skoða sig heilmikið um. En hann er ósköp smár finnst mér, fötin sem bróðir han notaði frá fyrsta degi poka öll utan á honum! En hann er alveg yndislegur, svo ljúfur og góður!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ kæra fjölskylda. Gott að heyra að allt gengur vel með litla Davíð Ómar. Það mætti halda að regntíminn væri byrjaður hér á Fróni líka, rignir þessi ósköp núna og mjög hvasst í leiðinni.
Gangi ykkur sem allra best og Guð veri með ykkur.
Kv. Nanna og Siggi.
Nanna Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:22
gratulerer så mye fra Oslo!! Jeg har fremdeles ingen mail adresse til dere. Stort ønske om det:) mass til lykke i tiden fremover. Gud velsigne dere alle!!
Kjerst (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:10
Halló kæra fjölskylda!
Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Þetta eru svo myndarleg börn sem þið eigið. Ég kíki alltaf öðru hverju á bloggið ykkar. Gangi ykkur sem allra best.
Bestu kveðjur, Greta (úr Álftó.. en samt ekki lengur)
Greta Jessen (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 11:40
Kæra fyrrverandi skólasystir úr KHÍ! Innilega til hamingju með hann Davíð Ómar. Mig langar að fá hjá þér tölvupóstfangið þitt svo ég geti skrifað þér línu, er sjálf með lítinn strák (Gunnar, fæddur 16. nóv. ´06) til viðbótar við Ásu stóru systur (nýorðin átta ára).
Minn póstur er sigurlaugg@egilsstadir.is
Með kærri kveðju og guð blessi ykkur öll, Silla.
Sigurlaug Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.