Dýrin út´í Afríku....

23. marsÞá erum við komin með nýtt gæludýr sem býr í vatnsleiðsluröri í garðinum hjá okkur. Og haldið ykkur nú, það er nefnilega risastór hýena! Ég get sagt ykkur það að það var ekki vegna þess að við hefðum sérstakan áhuga á að eignast hýenu heldur hefur hún kosið að dvelja í rörinu á daginn en þar sem hýenur eru næturdýr fer hún á stjá á milli kl. 6 og 7 á kvöldin. Nágranni okkar var búinn að sjá hana þrisvar sinnum koma úr holunni og varaði okkur við að láta krakkana vera eina úti á þessum tíma. Þau eru reyndar aldrei úti svona seint en það er gott að vera á varðbergi. Kristján sá svo skepnuna í gær þegar hún skreið úr holunni, hljóp á milli húsanna og út í skóginn sem er hér á bakvið hús. Ég verð nú að segja að mér er ekki beint vel við að hafa hýenu sofandi í svo gott sem í garðinum með fjögur lítil börn í húsinu. En þær eru víst ekki mjög hættulegar á daginn (þar sem þær sofa þá) og auk þess sem ein hýena er ekki líkleg til stórræða þar sem þær eru vanar að ferðast um í hópum. Meret- ab nágranni okkar var búin að ræða við vaktirnar að það þyrfti nú kanski að koma skepnunni fyrir kattarnef en það má víst ekki drepa þær. Hvers vegna nákvæmlega veit ég nú ekki , það er nú ekki eins og þær séu í útrýmingarhættu, en Kristján giskaði á að það væri vegna þess að þær hreinsuðu upp hræ og villihunda. Eitthvað verður samt að gera, spurning hvort það sé hægt að setja net fyrir rörið (það verður að komast vatn þarna í gegn á regntímanum) þannig að hýenan fari og finni sér annan dvalarstað. Hún er nú líklega búin að búa þarna einhern tíma núna svo ég held að okkur stafi ekki mikil hætta af henni en allur er varinn nú samt góður og ekki læt ég litlu drengina mína sofa úti á fremri veröndinni a.m.k! í kvöld ætluðum við að reyna að sjá hana koma út og Kristján var tilbúinn uppi á þaki á bílnum til að taka vídeo en þá bara lét hún ekki sjá sig, hefur verið eitthvað seinna á ferðinni í kvöld. Kanski við náum henni á morgun. En þetta er engin smá skepna allvega, á stærð við asna! 26. marsHýenan er enn á sínum stað en það verður eitthvað gert í þessu. Gengur ekki að hafa villidýr í garðinum eða hvað finnst ykkur????Davíð Ómar er búinn að fara tvær bílferðir. Kristján bauð mér út að borða í hádeginu á föstudaginn þar sem ég var ekkert búin að fara út af lóðinni eftir að drengurinn fæddist. Davíð Ómar fékk að koma með og steinsvaf allan tímann. Í gær fór hann svo í skólaguðsþjónustu á norska skólanum og hlustaði á stóru systkini sín syngja í barnakórnum. Jóel var alveg yndislegur söng með miklum tilþrifum eins og honum er einum lagið.Davíð Ómar dafnar bara vel þótt hann mætti kanski þyngjast aðeins meira. Hann léttist um allvega 400 g eftir fæðinguna og á enn eftir 300 g til að ná aftur fæðingarþyngdinni. Regina, ljósmóðir kom aukaferð í dag til að vikta hann og ætlar að koma aftur eftir viku. Hann verður þá vonandi búinn að ná fæðingarþyngdinni. Hann ætlar kanski bara að verða hár og grannur eins og mamman!(ha, ha, ha!!) Hvað sem öllum tölum líður er hann frískur og virðist vera í góðu lagi. Hann er vel vakandi og athugull þannig að ég held maður þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann er líka duglegur að drekka, fær megnið úr pela en ennþá nokkra dropa frá mér. Ég ætla að reyna að halda út þar til hanner allavega 6 vikna. Það verður líka bara að koma í ljós hversu lengi hann nennir þessu. En það er víst sagt að þótt þau fái ekki mikla móðurmjólk sé það betra en ekkert, sérstaklega í byrjun. En annars sýnist mér hann bara verða að gera sér þurrmjólk að góðu eins og systkini hans, ég er víst engin Búkolla!Í gær fengum við dáldið af barnadóti frá fjölskyldu sem er að fara að flytja til Noregs. M.a. svona grind með hangandi leikföngum og leikdýnu. Davíð Ómar fékk að prófa græjurnar í dag en fékk nú ekki mikinn frið fyrir systikinum sínum sem fannst nýja dótið líka mjög spennandi. Þeim fannst litli bróðir heldur ekki alveg nógu aktívur við leikinn og voru að reyna að kenna honum að slá í dótið! Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hann væri enn of lítill til að leika sé markvisst en þetta kæmi nú allt saman. Það er reyndar spurning hvort hann fái einhverntíma frið til þess að prófa þetta upp á eigin spítur! Verðum bara að leyfa honum að leika sér á kvöldin þegar hin eru sofnuð. Hann er voðalega visnæll hjá sytkinunum. Þau nánast slást um að fá að halda á honum og knúsa hann. Hann á eflaust eftir að verða harður af sér en virkar nú samt hinn mesti ljúflingur. Mér finnst hann eiginlega alveg ný útgáfa, eiginlega ekkert líkur hinum nema kanski helst þá Jóel. Margrét Helga og Dagbjartur Elí eru svo lík, bæði í útliti og hegðun þannig að það var kanski ágætt að einhver líkist Jóel. Hann verður allavega voðalega glaður þegar ég ség segi að mér finnist Davíð Ómar líkur honum.Ætli þetta verði ekki látið duga í bili. Takk fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar á síðunni. Þið megið endilega halda áfram að vera dugleg að kvitta, það hvetur mann áfram við skriftirnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta fyrir innlitið. Í öllum bænum reynið að losa ykkur við þessa hýenu!!! Kveðja amma Magga

Margrét Erna Baldursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:50

2 identicon

Við fáum reglulega dádýr í garðinn sem borða túlipanana okkar, finnst það frekar saklaust á miðað við hýenu. Endilega reynið að losna við hana. Bestu kveðjur og knús. Magga m/fam

maggasalla (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:12

3 identicon

Hæ kæra fjölskylda.

Ósköp að heyra með hýenuna, vona að þið finnið lausn á vandanum. Nú hætti ég að kvarta yfir látnu músunum sem kisurnar mínar bera inn um gluggann. Það er saklaust miðað við heila lifandi og hrausta hýenu!

Jæja, bið að heilsa í bili héðan úr Hafnarfirðinum.

Kv. Nanna Guðný.

Nanna Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:19

4 identicon

Hæ,

takk fyrir spjallið á msn í gær. Gangi ykkur rosalega vel með þetta hýenu-mál. Vonandi losnið þið við hana sem fyrst.

kveðja, Agla Marta, Maggi og Erna Lilja.

Agla Marta Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:30

5 identicon

Takk fyrir fréttirnar frá ykkur. Við lesum þær alltaf af miklum áhuga. Gott er að heyra að börnunum öllum líður vel. Guð varðveiti ykkur öll og blessi. Við biðjum daglega fyrir ykkur og starfinu úti á akrinum.

Bestu kveðjur Ingibjörg og Sigursteinn 

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:36

6 identicon

hæ, takk fyrir kveðjuna til mín á síðunni hennar Ernu Lilju. Þar talar þú, Helga, um tölvupóst sem þú hafir sent mér. Ég hef því miður ekki fengið hann:(. Gangi ykkur allt í haginn og Guð leiði ykkur og blessi. kveðja, Agla Marta

Agla Marta Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband