gleðilega páska!

5. aprílSpurning hvort ekki sé kominn tími á smá blogg.Í fréttum er það helst að Dagbjartur Elí er hættur með bleyju!! Mér finnst hann svooo duglegur . Í ljósi þess að hann er bara nýorðinn tveggja ára og að auki nýbúinn að eignast lítinn bróður sem er engin smá breyting fyrir hann þá finnst mér þetta ótrúlega vel af sér vikið þótt ég segi sjálf frá. Hann er núna búinn að vera bleyjulaus í viku og meira að segja á nóttunni líka og varla nokkurt slys. Hann er líka ægilega stoltur. Fyrstu dagana þurfti hann að pissa á fimm mínútna fresti en nú er aðeins að komast jafnvægi á þetta hjá honum.Davíð Ómar virðist nú vera farinn að þyngjast betur. Á mánudaginn ndi var hann orðinn 3850g, þ.e. búinn að ná fæðingarþyngdinni og 50g betur þannig að þetta er allt í áttina og erum við þakklát fyrir það. Hann er líka eitthvað að róast, ekki alveg eins óvær og hann var. A.m.k. eru næturnar rólegri. Ég þarf reyndar að fara með hann í göngutúr í vagninum á daginn til að hann sofni en þá sefur hann líka yfirleitt vært og í góðan tíma. Það er helst á kvöldin að hann er órólegur en það vonandi gengur yfir. Hann er líklega með vélindabakflæði eins og systir hans var með en hann gubbar reyndar ekki eins mikið og hún gerði. Ég þurfti stundum að skipta um alklæðnað á henni allt að fimm sinnum yfir einn dag! Nú er hann líka búinn að fá sendingu af litlum fötum sem ég átti heima svo hann er ekki lengur eins og einmanna kartafla í strigapoka! Hann er líka duglegur að vera á gólfinu, spriklar á fullu og er líka duglegur á maganum. Ég nota tækifærið meðan stóri bróðir leggur sig eftir hádegið því annars er lítll friður fyrirl litla manninn!Margrét Helga fékk bréf frá skólanum um daginn sem boðaði hana í forskóla og innritun núna í maí. Hún var svo stolt af bréfinu og meira en lítið spennt að byja í skólanum. Hún er sko búin að gera allt tilbúið í tösku. Setja það sem nauðsynlegt er í pennaveskið og allar vinnubækur og stílabók að auki í töskuna. Svo var hún að velta fyrir sér hvaða skór væru bestir fyrir skólann og hvaða buxur. ”Ég verð að finna allt sem er best fyrir skólann” sagði hún. Það verða viðbrigði fyir Jóel þegar hún fer í skólann á hverjum degi í haust. Þau eru svo miklir leikfélagar og alltaf saman að bralla eitthvað allan daginn. Reyndar verður Dagbjartur Elí þá orðinn aðeins stærri og þroskaðri svo ég vona að þeir geti þá farið að leika aðeins saman. Ég er líka búin að lofa Jóel að við höldum áfram að hafa skóla svo hann geti líka lært að lesa. Vonandi bara að það gangi vel allt saman. Líka að Margrét Helga verði ánægð í skólanum .Eins og það lítur út núna verður hún eini nemandinn í 1. bekk hér í Addis og enginn í 2. bekk og tveir í 3. bekk. Skólinn er mjög fámennur. Reyndar er verið að þreifa fyrir sér með samtarf við einhverja af stærri alþjóðlegu skólunum en það er ekkert komið á hreint ennþá.Við erum núna bara í páskafríi. Að þessu sinni eru okkar páskar og þeir eþíópsku á sama tíma en eins og þeir sem fylgst hafa með þessu bloggi í einhvern tíma vita þá er annað tímatal hér en hjá okkur. Venjulega eru eþíópsku páskarnir eini eða tveimur vikum seinna en okkar en með ákveðnu ára millibili lenda þeir á sama tíma. Við vorum eitthvað að spá í hvort við ættum að leggjast upp í ferðalög og fara til Awasa en svo bara orka ég það ekki alveg strax. Maður er enn að átta sig á og venjast lífinu með nýjan fjölskyldumeðlim. Það er líka bara ágætt að vera heima og slappa af. Við ætlum að borða hamborgarhrygg sem við fengum frá mömmu og pabba, á páskadag. Það verður víst ekkert grillað lambalæri eins og í fyrra! Pabbi er er svo búinn að bjóða upp á ís í eftirrétt (ís út úr búð hér er ekki á færi venjulegra kristniboða dagsdaglega!!) og svo eru mamma og pabbi líka búin að sjá til þess að við fáum Nóa og siríus páskaegg! Þannig að ekki líðum við skort hér! En að sjálfsögðu má svo ekki gleyma hvers vegna við höldum þessa hátíð. Páskarnir eru stærsta hátíð kristinna manna. Við minnumst þess að Guð sendi son sinn í heiminn til að deyja og íða fyrir syndir okkar mannanna. En Hann gerði miklu meira en það. Hann reis aftur upp, sigraði dauðann svo við getum eignast fyrirgefningu og eilíft líf með Honum. Það er þess vegna sem við erum hér úti vegna þess að við trúum því að það sé réttur allara manna að fá að heyra þessar gleði fréttir. Við trúum því og treystum að Guð hafi kallað okkur til starfa hér til þess að taka þátt í því að fleiri sem ekki hafa heyrt þessar fréttir fái tækifæri til að eignast hlutdeild í Guðs ríki.Guð gefi ykkur gleðilega og innihaldsríka páskahátíð!”Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf” Jóh. 3.16 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl verið þið og blessuð.

Gott að allt gengur vel. Við sendum ykkur innilegar óskir um gleðilga páska. Ragnar, Hrönn og börnin

Ragnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:42

2 identicon

Þökkum fyrir bloggið og páskakveðjuna. Við óskum ykkur allrar Guðs blessunar og gleðilegrar upprisuhátíðar Frelsaras.

Ingibjörg og Sigursteinn 

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 21:54

3 identicon

Hafið það gott um páskahátíðina, gaman að heyra hversu vel gengur með nýjasta fjölskyldumeðliminn. 

Guðrún Laufey 

Guðrún Laufey (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Gleðilega páska Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Ég kíkti aðeins á myndasíðuna ykkar og mikið eigið þið falleg börn

Kveðja,

Þóra Jenny. 

Þjóðarblómið, 8.4.2007 kl. 12:33

5 Smámynd: Erna

Gleðilega páska kæra Helga Vilborg og fjölskylda. Já, og innilega til hamingju með litla prinsinn ykkar.

Kveðja,

Erna Bjargey

Erna, 8.4.2007 kl. 21:04

6 identicon

Elsku fjölskylda, vonandi hafið þið átt ánægjulega páska. Við hlökkum mikið til að eiga sumar með ykkur hérna heima. Við vonum að afmælis- og fæðingagjafir hafi skilað sér. Það er ómetanlegt að fá að fylgjast með ykkur í gegnum bloggið og myndirnar:)

Knús og kossar til ykkar allra.

Sverrir afi og fjölskylda.

Sverrir afi og fjölskylda (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 19:00

7 identicon

Sæl gaman að sjá nýju myndirnar frá páskunum. Davíð Ómar hefur aldeilis mannast.

Amma og afi á Karló.

Sigurjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:55

8 identicon

Innilega til hamingju með nýja prinsinn!  Það er frábært að heyra að hann dafnar vel og hvað stóru systkinin eru dugleg.  Ég kíki á vefsíðuna ykkar af og til, það er mjög gaman að heyra af ævintýrum ykkar í Afríku.  (Ég er nú samt ósköp fegin að það eru ekki Hýenur í Amerískum borgum!)

Bestu kveðjur frá Ohio, Jenný, Elli, Anna Laufey og Tómas Ingi

Jenný Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband