26.- 28. júní: Enn af músum (og mönnum)

27. júní Jæja, ég sem hélt að við værum búin að losna við mýsnar í bili allavega, svo var músaskítur í búrinu í morgun. Í gær var líka ein á tröppunum fyrir framan aðaldyrnar á húsinu. Ég er alveg að verða taugaveikluð á þessu öllu saman. Þið megið sko vita (sem ekki vitið hvað ég er að tala um ) að það er alveg hrikalegt að vera með svona fóbíu. Í morgun gaf ég krökkunum bruð með lifrakæfu í morgunmat í staðin fyrir graut því ég þorði ekki aftur inn í búrið þar sem haframjölið (og músin) er. Kristján fór núna að kaupa gildrur. Við erum líka búin að prófa músalím ( úr Bambis) sem virkaði svosem en ekki mjög mannúðlegt (eða dýrúðlegt öllu heldur, þar sem dýrið bara hálfdrepst. Þá eru nú svona klemmugildrur betri. Ég tek það fram að það bara verður að drepa þær til að losna við þær, ef maður ætlar að vera góður og hleypa þeim út koma þær bara aftur og aftur og það vil ég EKKI!................................................................................................................................................................................................................................................................................................... Við erum enn að koma okkur fyrir. Ég fór á Merkato (stærsta markað í Afríku) um daginn og keypti efni í gardínur og ýmislegt fleira. Ég er búin að sauma fyrir alla glugga nema þvottahúsið. Krakkarnir fengu að taka þátt og fengu að teikna á gardínuefnið sem ég setti upp í leikherberginu. Þeim fannst það voða spennandi fyrst en nenntu svo eiginlega ekki að klára það. Það má bæta við myndum seinna. ....................................................................................................................................................... Það er annars skítkalt inni og við erum öll með kvef, nema Kristján. Sólin skín ekkert á húsið sem er ekki upphitað eins og húsin heima. Þvotturinn er þrjá til fjóra daga að þorna en við kvörtum ekki. Nóg er plássið og börnin eru sátt. Margrét Helga spurði meira að segja hvort við myndum ekki alltaf búa hérna. Hún er líka alltaf að tala um hvað hún sefur vel í nýju kojunni og þar sem hún er stærst og best í ölllu  (að eigin sögn) þá sefur hún sko betur en Jóel sem sefur niðri! Þau leika sér allan daginn og eru uppgefin á kvöldin. Nú eru þau búin að vera að æfa sig í snú snú og bara orðin nokkuð nösk bæði tvö. Margrét Helga segist sko vera miklu flinkari en Jóel en þá reyndi ég að benda henna á að hún hefði nú ekki getað hoppað svona þegar hún var þriggja ára. Hann er þrátt fyrir allt ári yngri. Hann getur samt alveg hoppað þrisvar fjórum sinnum í einu sem mér finnst nú bara nokkuð gott hjá honum. Það er ekki alltaf auðvelt að vera bæði litli bróðir og stóri bróðir með tvö frekar ákveðin sinhvoru megin við sig!........................................................................................................................................................................................................................................................................................................___________________________________________________________________________ 28. júní.....Meira af músum...Í gær fannst dauður músarungi á gólfinu í vinnuherberginu og í kjölfarið nokkrar holur í sama herbergi sem Asnakú fyllti með stálull. Ég er búin að læra af mér eldri og reyndari kristniboðum að það virkar vísk. Mýsnar geta ekki nagað stálullina. Eldhúsbekkurinn er líka laus frá veggnum og hann var dreginn fram í gær. Þar kom í ljós hellingur af músaskít (líklega ekki verið þrifið þar áður en við fluttum inn) en engar holur þannig að líklegast hafa þær, eða eiga öllu heldur, hreiður inni í vinnuherberginu og læðast svo út og inn í eldhús, í gegnum borðstofuna á nóttunni. Kirstján setti svo músalím í búrið og vinnuherbergið og notaði norskan brunost sem beitu. Annaðhvort vilja mýsnar ekki brunost eða þá þær komast ekki lengur út, sem ég vona að sé skýringin. Amk. Var enginn músaskítur í búrinu í morgun..............................................................................................................................................................................Húshjálpirnar fara í frí á föstudaginn og við erum að spá í að fara í stutta útilegu á mánudaginn. (Það er ekki hægt að fara neitt mjög langt þar sem HM í knattspyrnu er í´fullum gangi!) .............................................................................................................................................................................................................................................................................................................Kristján hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Hann hefur aðeins verið að byrja að skoða bækur og kennsluefni fyrir næsta skólaár og svo hefur hann yfirumsjón með “Hope sport project” Það er verkefni sem felst í því að fá börn og unglinga til þátttöku í hinum ýmsu íþróttagreinum og um leið að ná til þeirra með fagnaðarerindið. Kristján heldur utan um fjármálin og reynir að fylgjast með að þjálfararnir vinni vinnuna sína sem virðist nú vera nokkuð misjafnt. Þetta er krefjandi verkefni sem þið gjarnan megið biðja fyrir......................................................................................................................................................................................................................................................................................................Eigum við ekki að segja það í bili............................. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum fyrir að fá að fylgfjast með ykkur. Drottinn gefi ykkur visku og djörfung til þess að boða orð hans og starfa í hans nafni. Biðum fyrir daglega ykkur.
Ingibjörg og Sigursteinn

Sigursteinn H. Hersveinsson (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband