14.5.2007 | 17:58
Allt og ekkert
11.maíÍ dag er Davíð Ómar tveggja mánaða og það sem hann hefur stækkað! Allir litlu gallarnir sem voru allt of stórir fyrir mánuði síðan eru að verða of litlir! Hann er sko algjört krútt litla skinnið og síbrosandi. Í dag er líka nákvæmlega mánuður þar til við verðum á leið heim til Íslands. Við erum farin að hlakka mikið til. Á miðvikudaginn átti Kristján afmæli og hélt upp á það með því að bjóða körlunum út að borða. Það er svo ódýrt að fara út að borða hér að maður getur verið rausnarlegri með það hér en heima. Þeir skemmtu sér bara vel heyrðist mér. Margréti Helgu fannst nú frekar skítt af pabba að bjóða ekki Jóel með fyrst hann var að bjóða strákunum! Þau voru voða spennt yfir því að pabbi ætti afmæli svo við höfðum smá veislu hér heima með rjómapönnsum því pabba finnst þær svo góðar. En hvað haldiði nú að þessi elska hafi gert. Kristján var eiginlega búinn að banna mér að vera að kaupa afmælisgjöf því hann ætlaði frekar að fá að halda upp á afmælið með því að bjóða strákunum út að borða. En á þriðjudaginn fór hann í bæinn að versla og kemur bara með pakka handa mér í staðinn! Ég var eitthvað búin að tala um að mig vantaði eyrnalokka til að hafa hversdags og var þá bara að hugsa um einfalda hringi eða kúlur en gaf mér þessa líka flottu lokka ú gulli með steinum og allt. Þannig að ég fékk gjöf í staðinn. Ég er nú samt búin að fá leyfi til að kaupa eitthvað handa honum heima í sumar.Nú er Dagbjartur Elí orðinn stóri bróðir svo hann er farinn að fylgja stóru systkinunum meira eftir. Hann er farinn að æfa karate með Jóel (Margrét Helga gafst upp á karatenu) og svo er hann auðvitað byrjaður í barnakórnm. Margrét Helga og Jóel eru líka farin að æfa hlaup tvisvar í viku en það kemur stelpa, líka úr sport prosjektinu, sem er hlaupaþjálfari og kennir þeim. Þau eru mjög hrifin af henni og innst rosa gaman. Hún gerir þetta líka mikið í gegnum leik. Svo er stóra stelpan mín bara að fara að byrja í forskóla í næstu viku. Við héldum fyrst að hún yrði ein í fyrsta bekk hér í Addis en það kemur fjölskylda um helgina sem verður á málaskólanum til jóla sem eiga dóttur sem er líka að byrja í fyrsta bekk og því erum við voða fegin. Nú er heitt hjá okkur en rignir af og til.Maí er líka samkvæmt venjunni heitasti mánuðurinn hér. Í lokinn smá gullgorn.Jóel: Mamma, veistu hvað er stærsta dýrið í heiminum? HV: Ég er ekki viss, kanski hvalur? Jóel: Mamma þú veist það, það er
.. konungurinn (hvíslar) gullfiskurinn!! Hann er með halaspjót!Hér á seminarinu eru oft haldnar brúðkaupsveislur og núna um þessar mundir eru yfirleitt brúðkaup allar helgar bæði laugardaga og sunnudaga. Margét Helga og Jóel voru eitthvað eirðarlaus um daginn svo Kristján stakk upp á að þau færu aog kíktu á brúðkaupsveisluna, sem var úti. Þá sagði Jóel: Margrét Helga viltu koma með mér að skoða grúbaukið, ég hef aldrei séð svona grúbauk(hann var nb. Brúðarsveinn fyrir stuttu!!) MH: Jóel þú veist hvar brúðan situr, brúðan situr í miðjunni hjá manninum sínum.Hér eru svo nokkur orð og setningar sem þið getið giskað á hvað þýða!!:(lausn´í næsta bloggi!)Jóel: Þegar maður lebb
..Dagbjartur Elí: Hvar er stilið mitt, mig langa stelaHVS:Margrét Helga viltu ekki meiri graut MH: Já
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló öllsömul!
Tíminn líður hratt og Davíð Ómar orðinn tveggja mánaða. Ég vona að ferðalagið heim gangi vel hjá ykkur og þið hafið það gott, við reynum svo að hittast :)
Bestu kveðjur frá Köben, Svava María og hinir Kubbarnir.
Svava María (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.