Det er Norge i rødt, hvidt og blått!!

18. maí Þá erum við búin að halda upp á afmælið hans Bjarna frænda með pompi og pragt! Það vill nú svo til að það er líka þjóðhátíðardagur Norðmanna (1. maí)svo hér er alltaf mikil hátíð. Þar sem við erum vön miklum hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn okkar finnst okkur þetta ekkert óeðlilegt. Danirnir og Finnarnir eru þessu hinsvegar ekki vanir og finnst þess vegna Norðmennirnir stórskrítnir! Finnarnir taka ekki einu sinni þátt í þessu en Danirnir eru með og ég held þeim finnist bara gaman! Dagskráin er alltaf svipað upp byggð (er allavega líkt því sem var fyrir 11 árum) Það er byrjað með fánahyllingu. Þar á eftir er dagskrá þar sem einhver er fenginn til að flytja ræðu dagsins og svo er sendiherrann norski með ræðu líka. Skólabörnin flytja svo söng og dans og hljóðfæraleik og svo eru sungnir norskir ættjarðarsöngvar. Eftir þá dagskrá er svo skrúðganga á skólalóðinni með fánaborg og þá fá börnin ásláttarhljóðfæri til að slá með taktinn.( Fyrir 12 árum síðan var reyndar heil ”lúðrasveit” Ég, Ingunn Bjarnadóttir og Elísabet mamma hennar spiluðum á þverflautur, Britta, sem þá var kennari á skólanum og einn nemandi hennar á trompet og restin af skólabörnunum á blokkflautur!) Eftir skrúðgönguna er svo guðsþjónusta og þar söng m.a. barnakórinn og bæði Margrét Helga og Jóel sungu einsöng með glæsibrag. Þetta var líka í fyrsta skipti sem Dagbjartur Elí söng með kórnum. Ég spilaði og er að verða nokkuð sleip í norsku ættjarðarsálmunum! Svo er hádegismatur, ”lapskaus” sem er þjóðlegur norskur réttur og á eftir er kökuhlaðborð þar sem allir leggja eitthvað til. Við Íslendingarnir erum yfirleitt beðin að koma með rjómpönnsur. Ég átti ss. Að koma með pönnsur en það fór nú ekki svo vel. Mér gekk bara ekkert að baka pönnsurnar, þær pikkfestust allar á pönnunni og ég ætla bara að kenna arabíska smjörlíkinu þar um!! Mér hefur alltaf tekist svo vel að baka pönnsur og geri þær alltaf eins þannig að þetta smörlíki hlýtur að hafa verið eitthvað ekki nógu gott í pönnsur, of magurt eða eitthvað. Betra að kaupa dýra hollenska smörlíkið, allavega ef ég ætla að bakka pönnukökur, hitt má kanski nota í kökur! En 17. maí var haldinn hátíðlegur þrátt fyrir það. Eftir matinn voru svo allskonar leikir og lukkhjól sem krakkarnir gátu tekið þátt í. Það byrjaði auðvitað að hellirigna þegar það átti að hefjast en við létum það ekki á okkur fá. Jóel var alveg í essinu sínu. Þræddi stöðvarnar og vann fullt af smádóti og sælgæti. Svo kom toppurinn, að kasta blautum svömpum í andlitið á einhverjum útvöldum. Í ár var það Frank Ole Thoresen sem fékk þann heiður. Jóel finnst þetta alveg æðislegt enda er hann líka hittinn! Lokaatriðið var svo fótboltaleikur á milli prinsessa og sjóræningja. Nokkru fyrir 17. maí voru nokkrir, karlar konur og eldri börn valin í hvort lið um sig og urðu allir að klæða sig í samræmi við nafn liðsisn. Kristján var einn af sjóræningjunum. Þessi fótbolti er nú meiri fíflalæti en alvöru spialmennska og höfðu allir gaman af, ekki síst þar sem völlurinn var rennandi blautur og eitt drullusvað!!Frá því að norska sendiráðið komst á laggirnar hér hefur verið boðið til móttöku í sendiráðinu á 17. maí en í ár varð nú ekkert af því þar sem þeir sögðust ekki hafa efni á því. Gott og vel en það agalegasta var nú það að sendiherrann notaði hálfa ræðuna til að afsaka það og það var frekar neyðarlegt en ekki meir um það!!Nú er Margrét Helga formlega orðin skólastúlka og er mjög stollt af því! Hún innritaðist í skólann á miðvikudag og svo höfðu þau skóladag og svo aftur í dag. Ég og Davíð Ómar fórum með henni á miðvikudaginn en í dag fór hún alveg ein. Hún er líka búin að eignast nýja vinkonu sem verður með henni í bekk. Hún heitir Ida Marie og verða foreldrar hennar í málaskólanum fram að áramótum og á meðan búa þau hér á Mekanissa. Eftir það fara þau til Jinka þar sem pabbi hennar mun starfa sem læknir. Svona er líf kristniboðabarnanna. Vinir og leikfélagar koma og fara. En þær eiga nú eftir að vera líka saman  í bekk áfram þótt Ida Marie verði ekki alltaf í skólanum þá koma heimaskólabörnin alltaf hingað með reglulegu millibili. Þær náðu strax alveg ótrúlega vel saman sem er bara alveg frábært. Jóel varð dáldið órólegur þegar farið var að tala um að Margrét Hegla ætti að fara í skóla. Þau eru saman allan daginn að leika sér þannig að þetta verða viðbrygði fyrir hann. Daginn áður en Margrét Helga átti að byrja í forskólanum fann hann upp á ýmsu sniðugu eins og að pissa á bak við útidyrahurðina, á veröndina þ.e.a.s. og hella pipar út um allt eldhúsgólf. Hann virðist nú aðeins sáttari núna þegar hann er búinn að sjá að þetta er allt í lagi. Hann og Dagbjartur Elí eru líka bara mjög góðir saman tveir einir og svo hafa þeir auðvitað Asnakú. Jóel fékk líka nákvæma lýsingu á öllu sem gerst hafði skólanum þegar hún kom heim og svo gaf hún honum flóðhest sem hún hafði föndrað.En nú er ég orðin grasekkja og verð næstu vikuna. Frank Ole sem ég minntist á áðan er ráðgjafi fyrir starfið á Sómalísvæðinu og fer af og til í ferðir til að sitja fundi o.fl. Hann bauð Kristjáni og Stig Rassmusen sem er skólastjóri norska skólans að koma með sér í þessa ferð og sjá starfið. Þetta verður heilmikil keyrsla og fyrir þá sem þekkja til get ég nefnt nokkra staði sem þeri fara til. Þeir fara nú fyrst bara til Awasa í dag og fara svo m.a. til Negelli, Filtu og Mojale. Kristján hefur ekki mikið fengið að upplifa kristniboðsstarfið úti á landi þannig að þetta var kjörið tækifæri. Þau fáu skipti sem ég hef verið ein með krakkana svona hefur það gengið mjög vel, þau leggja sig fram um að vera stillt og dugleg þegar mamma er bara ein. Svo hef ég líka mikla hjálp og Asnakú og Fantanesh vinna líka núna til skiptis á laugardögum þangað til við förum heim til Íslands þannig að þetta á eftir að ganga vel. Svona að lokum gullkorn Dagbjartur Elí: Mig langa eggjakæfu!Jóel: Það heitir ekki eggjakæfa heldur eggjahræða!(hér áttu þeir báðir við eggjahræru!) Svo lofaði ég að koma með lausnir frá því síðastJóel:” Þegar maður lebb….. = þegar maður labbarDagbjartur Elí: ”Hvar er stilið mitt, mig langa stela”= Hvar er hljómborðið mitt mig langar að spilaHVS:”Margrét Helga viltu ekki meiri graut”  MH: ”Já”= Þetta merkir ss. Að hún vill ekki meiri graut, þarna á bak við er amharísk hugsun og þau svara oft á þessa leið! Nú ætla ég að setjast aðeins út í sólina- get  ekki verið þekkt fyrir að koma snjóhvít heim frá Afríku!!!    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir

þetta á að sjálfsögðu að vera 17. maí en ekki fyrst! Sjö hefur einhvernvegin þurrkast ú!!

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, 19.5.2007 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband