13.7.2006 | 14:30
Tante Helga
13. júlí Ég er orðin föðursystir!!! Til hamingju elsku Gunnar og Úlla! Gunnar bróðir og Úlla hans eignuðust litla stelpu í gær eftirmiðdag. Ég vildi bara að ég gæti séð hana og fengið að knúsa en vonandi fáum við fljótlega myndir.Annars ætlaði ég bara að láta vita að við erum að fara til Awasa á morgun og verðum í tvær vikur. Það verður gott að komast úr rigningunni. Nú er sko regntíminn hafinn fyrir alvöru orlofsstaður NLM í Awasa er líka alveg frábær og við getum alveg slakað á þar með krakkana. Annars bara allt gott að frétta. Búin að koma okkur vel fyrir í nýja húsinu og ætlum því að njóta því sem eftir er sumarfrísins.Bara smá gullkorn í lokin: HVS: Hvar er pabbi? Jóel: Hann er inni í bílskúr í fýlukast (hann átti við Pílukast!)Eigið áfram góðan júlí á Íslandi, það rignir kanski líka heima?
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha! Kostulegt gullkorn!
Bestu kveðjur!
Sindri brósi og frændi (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.