Komin heim frá Awasa

31 júlí Þá erum við komin heim frá Awasa. Það var mjög afslappandi og gott að komast aðeins burt frá borginni þótt alltaf sé nú gott að kma aftur heim. Fyrri vikuna var sól á hverjum degi og við eyddum stærstum hluta dagsins í og við sundlaugarnar. Seinni vikuna rigndi hinsvegar meira og suma dagana var nú á mörkunum að hægt væri að fara í sund fyrir kulda en við létum okkur nú hafa það og uppskárum kvef fyrir vikið! Ég tek það fram að vatnið í laugunum er ískalt og ef sólin er ekki til staðar til að hita það aðeins eða til að ilja sundköppunum þá er MJÖG kalt! Þetta er ekki alveg eins og heima. Annars bara slöppuðum við af, fórum í gönguferðir, lásum , fórum út að borða (þrisvar sinnum- það kostar mjög lítið meira að segja borið saman við Addis) og gerðum annað sem maður gerir þegar maður er í sumarfríi. Hér í Addis rignir bara og rignir og maður þarf að hafa sig allan við að halda á sér hita. Við erum núna komin með rafmagnsofn í stofuna sem við fengum lánaðan frá gestahúsi NLM og það hjálpar aðeins. Það er allvega ekki alveg eins kalt að koma fram á morgnana. Núna sé ég ferlega eftir að hafa skilið öll vetrarfötin eftir heima. Síðast þegar ég var hér notaði ég þau ekkert, ég notaði ekki einu sinni sokka en þá líka bjó ég í öðru húsi þar sem eru ofnar á göngunum (heimavist norska skólans) og aðeins sólríkara. En þá er bara að klæða sig í fleiri plögg. Núna hefst svo hversdagurinn. Húshjálpirnar koma í dag og við förum smátt og smátt að byrja að vinna. Á laugardaginn kom dönsk fjölskylda sem við erum ábyrg fyrir fyrstu vikuna. Við keyptum inn fyrir þau mat og gerðum íbúðina klára fyrir þau og svo borðuðu þau hjá okkur í gær. Þetta eru hjón með eina 10 mánaða stelpu. Á fimmtudaginn koma svo tvær fjölskyldur til viðbótar sem við höfum nú ekki höfuðábyrgð á en aðstoðum aðeins við að taka á móti þeim.Nú vantar eiginlega bara herslumuninn að Dagbjartur Elí tali þannig að maður skilji! Hann hermir eftir öllu sem maður segir og er alltaf að bæta við orðum sem hann notar reglulega. Í Awasa lærði hann að segja “sund” og “kútar” og nú situr hann við matarborðið og bendir og segir “sona” (svona). Þetta er allt að koma. Nú fer að styttast í afmæli á bænum. Margrét Helga verður 5 ára eftir tvær vikur og Jóel 4 ára eftir mánuð. Ég held það verði bara sameiginlega veisla eins og verið hefur. Þau eiga sömu leikfélagana og þeim finnst heldur ekkert eðlilegra en að halda veilsu saman, það hafa þau alltaf gert. Mér finnst bara ótrúlegt hvað þau eru orðin stór! Það hefur tognað svo úr Jóel og Margrét Helga er orðin svo mikil dama. Mér finnst svo stutt síðan þau fæddust! Þau vildu helst bjóða ömmum og öfum og frændfólkinu og vinunum sem eru heima á Íslandi en það verður eitthvað erfitt. Núna fer skólinn að byrja hér svo þá eru flestir í Addis þannig að það verður eitthvað af börnum. Best er að Friðrik Páll verður í Addis, það er mjög mikilvægt að hann geti komið.Annars er lítið að frétta. Mýsnar eru alfarnar virðist vera en í staðin hafa kakkalakkarnir fjölgað sér til muna. Það voru kakkalakkar í frystinum þegar við komum heim! Þeir voru að vísu dauðir en þeir sem voru í ísskápnum voru bara nokkuð sprækir! Svona er þetta!Annars óska ég Pétri frænda og Guðrúnu Birnu til hamingju með að vera búin að játast hvort öðru og sömuleiðis Nönnu Guðnýju og Sigga. Bæði brúðkaupin voru á laugrdaginn. Það er á svona tímum sem maður fær pínu heimþrá, missa af brúðkaupum og sjá ekki litlu nýfæddu frænku og svoleiðis. Litla frænka mín heitir Sigrún Gunnarsdóttir og er alveg voðalega sæt. Mér finnst hún ekkert ólík mínum börnum af myndunum að dæma. Ætli ég segi þetta ekki gott í bili.Guð blessi ykkur.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband