Híena í heimsókn

10. ágústÞá er ég bara lögst í rúmið. Mér leið alvega skelfilega í gær. Alveg eins og ég væri með hita en er samt ekki með hita. Ég ákvað því bara að liggja í rúminu í dag. Rafmagnsofninn er kominn inn í herbergi til okkar svo nú reyni ég bara að hvíla mig og láta mér ekki verða kalt. Þetta hlýtur að ganga yfir, En ég bíð nú samt eftir að þessum regntíma ljúki. Það gætu nú alveg verið tveir mánuðir eftir. Þið megið gjarnan biðja fyrir því að ég hressist. Ég er búin að vera meira eða minna hálfslöpp frá því við fluttum hingað og nú er líkaminn bara að fá nóg af kulda og raka held ég. Annars er markvert að það kom híena í heimsókn til okkar í gær. Já, hún var bara hérna rétt fyrir utan girðinguna! Guði sé lof fyrir girðinguna! Þetta er eini garðurinn sem er girtur. Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum híenu hér í Addis en við höfum nokkrum sinnum heyrt í þeim á nóttunni. Híenan stóð alveg heillengi á sama stað og starði á okkur en þegar Kristján ætlaði að fara nær til að taka mynd, styggðist hún og hljóp inn í skóginn....Nú eru bara fjórir dagar í afmæli heimasætunnar og hún er orðin frekar spennt. Við vorum að fá tilkynningu frá skrifstofunni um að það væri kominn stór pakki, líklega frá ömmu og afa! Það er nú merkilegt að verða fimm ára. En nú verð ég að þjóta.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drottinn Jesús gefi ykkur djörfung og styrk ásamt góðri heilsu og gleði sem fyllir hjartað. 1.Pét.3.-7.
Kveðja Inga og Sigursteinn.

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 20:42

2 identicon

Til hamingju með heimasætuna sem er orðin 5 ára í dag. Vonum að allir séu orðnir hressir og geti notið dagsins. Við biðjum Guð að vera með ykkur og gefa ykkur það sem þið þurfið á að halda.
Kær kveðja, Ragnhildur, Einar, Hilmar og Gunnhildur(Anna Lilja er í Kenýu) :)

Ragnhildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 16:56

3 identicon

Ég bið fyrir þér og ykkur elsku Helga. Þú ert svo yndisleg.
Kær kv
Svala

Svala (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband