Ferðasaga III hlutu (og sá síðasti)

Jæja það gengur ekki að slóra svona! Ég verð að fara að klára þessa ”Íslandssögu” og halda áfram að segja frá núinu.En þar sem þessi dagbók er líka fyrir okkur fjölskylduna til að lesa seinna meir verðið þið bara að vera þolinmóð. Já og svona meðan ég man eru komnar nokkrar myndir frá sumrinu í albúmið. Þetta fer nú að styttast í annan endan en ég bara stykla á stóru núna. Við ss. Nutum þess að vera á Íslandi. Það voru matarboð hér og þar, hjá tengdapaba og co og hjá tengdamömmu. Krakkarnir fóru í húsdyragarðinn bæði með afa og ömmu á Karló og Sverri afa og Helenu. Margrét Helga og Jóel gistu líka nokkrum sinnum hjá ömmu Línu og fóru með henni á Kjarvalsstaði og Þjóðminjasafnið svo eitthvað sé nefnt. Ég söng í þremur brúðkaupum í sumar. Fyrst í brúðkaupsveislu í Perlunni með Gospelkórnum sem var BARA frábært. Ég sakna kórsins alltaf jafnmikið og því var alveg frábært fyrir mig að fá aðeins að syngja með þeim. Svo söng ég í brúðkaupi Katýar (Katrínar Guðalugsdóttur Gíslasonar) og Óla hennar og svo var brúðkaup Einars Helga frænda og Hjördísar 21. júlí og söng ég bæði í athöfninni og veislunni hjá þeim. Það var líka gott tækifæri til að hitta stærstan part móðurfjöslkyldunnar minnar.Margrét Helga hafði áður en við komum heim, pantað að fá að halda afmælisveislu á Íslandi áður en við færum aftur út og það var nú aldeilis gert með pompi og pragt! Mamma og pabbi leigðu hoppukastala frá Skógarmönnum og margmenni mætti til að fagna með systkinunum. Margrét Helga varð 6 ára 14. Ágúst en Jóel verður 5 ára 2. September. Þar sem Hnoðralingur- Dagbjartur Elí hefur aldrei fengið að halda upp á afmæli á Íslandi fannst ömmu og afa ekki annað hægt en að þetta væri líka veisla fyrir hann svo þetta varð þrefalt afmæli. Þegar allir krakkarnir voru komnir byrjuðum við á að syngja og fara í leiki. Rúna kom með gítarinn og svo stjórnaði ég söng og leikjum. Margréti Helgu fannst mamma sín eitthvað of sjórnsöm og ætlaði að neita að koma inn að borða því hún vildi ekki að ég stljórnaði öllu. Þetta væri hennar afmæli og hún ætlaði að stjórna sjálf!!! (það byrjar snemma!) Það bættist dáldið við farangurinn þennan dag eins og þið getið ýmindað ykkur!Um Verslunarmannhelgina ákváðum við að vera fjarri fjölmennum útihátíðum og fórum með mömmu og pabba í útilegu í Skaftafell. Ég orkaði allt í einu ekki að hitta fullt af fólki svo það varð ekkert úr að kíkja í Skóginn sem mér finnst annars alltaf mjög gaman og að hitta fólk. En þegar hér var komið sögu þurfti, allavega ég, smá hvíld. Við fengum alveg stórkostlegt veður í Skaftafelli á daginn þ.e.a.s. en næturnar voru ískaldar!!! Davíð Ómar hafði það örugglega best, dúðaður í vagninum. Ég svaf ekkert voða vel, var alltaf að athuga hvort krökkunum væri nógu hlýtt enda var líka svo kalt að seinni nóttina var hrím á tjaldinu!! En við fórum í smá gönguferðir og nutum þess að vera í fallegri náttúru. Nýja tjaldið sem við keyptum okkur reyndist líka bara vel. Við tókum það svo með okkur út.Svo var bara komið að lokum og það var ýmislegt sem þurfti að versla og græja fyrir brottför ásamt því að sjálfsögðu að pakka niður. Við vorum í góðum málum hvað varðar kíló en þegar meður er að ferðast með fjögur börn undir sex ára, þar af eitt ungabarn og einn tveggja ára gorm eru takmörk fyrir því hversu margar töskur maður getur flækst með. Jólahangikjötið og soya mjólkin fyrir Davíð Ómar var látin ganga fyrir en mamma og pabbi ætla að senda það sem ekki komst með!Það er alltaf jafn erfitt að kveðja. Kvöldið áður en við fórum út bauð mamma systkinum mínum og fjölskyldum og ömmu í mat. Systkini hans Kristjáns komu svo seinna um kvöldið til að kveðja okkur. Við kvöddum Sverri og Helenu fyrir versunarmannahelgina þar sem þau voru að fara til útlanda. Mamma og pabbi og Lína keyrðu okkur út á völl þar sem við hittum svo Önnu Lilju frænku sem er hér núna sem sjálfboðaliði m.a. að kenna Margréti Helgu íslensku.Í Leifsstöð lauk frábærri dvöl á Íslandi. Þótt erfitt hafi verið að kveðja var margt sem gerði það auðveldara en síðast. Það er auðveldara að hugsa tvö ár en fjögur (þegar við fórum út síðast gerðum við ekki ráð fyrir að koma heim í fjögur ár), núna eigum við heimili hér úti og þekkjum allt og alla og ekki síst var léttir að Margrét Helga virtist sátt við að fara út þar sem hún hlakkaði til að byrja í skólanum. Það hefur legið dáldið þungt á mér að hún hefur til þessa ekki verið fyllilega sátt við að vera hér en það hefur breyst mikið núna eftir að hún byrjaði í skólanum.Ferðin út gekk vel þrátt fyrir að Dagbjartur Elí hafi verið slappur og með hita á leiðinni. Okkur gekk greiðlega að komast á hótelið í London þar sem við vorum nógu lengi til að ná góðum svefni fyrir næstu törn. Það munaði mjög miklu að Anna Lilja var með okkur þar sem ég þurfti að halda á Dagbjarti Elí nánast alla leiðina og Davíð Ómar getur auðvitað ekki gengið sjálfur svo það þurfti líka að halda á honum og svo sá Kistján um farangurinn sem eru nú ekkert fár töskur fyrir 7 manns! Þetta var líka svo fínt hótel og með baði og sturtu sem ég fór sko tvisvar í á þessum stutta tíma því ég vissi að það yrði langt þar til ég kæmist í svona góða sturtu næst!! Reyndar þurftum við að bíða aðeins á hótlinu þar sem við höfðum óvart verið bókuð í herbergi sem einhverjir voru í fyrir en því var öllu kippt í liðinn. Við fórum svo af stað aftur kl. 9 á laugardagsmorgninum.British Airwais vélin var að þessu sinni full af farþegum sem var sem gerði dáldið erfiðara sérstaklega þar sem Dagbjartur Elí var frekar ómögulegur, neitaði að sitja í beltinu sínu og vildi bara vera í fanginu á mér. Hann þurfti líka að fara margar ferðir á klósettið og þar sem það voru bara tvö klósett í vélinni var alltaf röð. Það var því gott að lenda í Addis. Það var lítið að gera á flugvellinum hér svo við fengum fljótt töskurnar og Stig (skólastjóri norska skólans) kom og sótti okkur. Þ.e.a.s. hann kom með lykilinn að bílnum okkar sem hafði staðið á flugvellinum frá því kvöldið áður. Anna Lilja kom með okkur heim og var hjá okkur yfir helgina en flutti svo í íbúðina sína (gömlu íbúðina mína) á casa inces. Þá hefst nýr kafli: Daglegt líf í Addis sem mun byrja í næstu færslu og halda áfram næstu mánuðina....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband