Nebbi litli

Ég er búin að vera voða löt að skrifa undanfarið en það er líka vegna þessa að ég er ekki búin að vera alveg frísk eins og gkemur fram í þessari færslu. Það er líka búið að vera erfitt að komast á netið undanfarið en hér kemur svona eitthvað smá sem ég er búin að vera að skrifa upp á síðkastið:

8.sept Þá er Trítill kominn með tönnslu númer tvö, hún skaut upp kollinum í gær.  Stóra systir er hins vegar af og til farin af hafa orð á því að hún eigi kanski ekkert eftir að missa tennurnar en ég hef sagt henni að það komi að því. Pabbi henner missti víst líka seint tennurnar þótt hann hafi fengið þær snemma eins og hún (3. Mán) En þær virðast allavega endast. Ég er allavega búin að missa röddina eina ferðina enn hvað sem öllum tönnum líður. Á fimmtudagskvöldið var lofgjörðarkvöld hér heima og ég spilaði að sjálfsögðu og ætlaði að leiða sönginn. Ég fann bara við kvöldmatarborðið að röddin var að fara og ég komin með einhverja sýkingu í lungun. Ég var líka búin að undirbúa að syngja en það var alveg á mörkunum að ég gæti það. Þetta slapp samt með því að drekka hunang og engifer en daginn eftir var lítið eftir af röddinni og nú er hún alveg farin og ég get hvorki talað né sungið. Þetta er svipað og í vor nema að nú er ég ekki svona veik. Reyndar slöpp og drusluleg enda greinilega einhver padda í mér því ég hósta og hósta upp grefti. Ég veit ekki hvað þetta er, ég er náttúrulega með astma sem hjálpar ekki til og svo er bara svo kalt í regntímanum og húsið er eins og votur svampur, það er svo mikill raki hérna, svo er mengunin í umferðinni stundum alveg að kæfa mann og þegar þornar fýkur upp ryk af götunum sem enn eru sundurgrafnar. Ætli þetta leggist ekki bara allt á eitt. Þið megið gjarnan biðja fyrir heilsunni því þetta er frekar þreytandi og ”slitsomt” eins og norðmennirnir segja, að vera aldrei almennilega frísk.17. sept 2007 (6. Meskerem 2000) Gleðilegt nýtt ár!

Þá er komin ný öld samkvæt tímatali Eþíópa- þe. Svona almennt talað. Það eru eflaust einhverjir spjátrungar hér eins og í hinum vestræna heimi sem segja að aldamótin séu ekki fyrr en eftir eitt ár og er ég svo sem alveg sammála þeim, en það er óneitanlega flottara að fagna árinu 2000 sem aldamótum en árinu 2001.

20.sept.Nú er öll fjölskyldan, nema kanski Kristján, komin með kvef. Ég var að hugsa á sunnudaginn hvað ég var fegin að Davíð Ómar væri loksins laus við kvefið en þá vaknaði hann alveg stíflaður morguninn eftir. Vonandi fer nú að stytta upp bráðum því þá hlýnar aðeins í húsinu. Joel fékk smá hita um daginn er er nú orðinn alveg frískur. Ég er enn að berjast við þetta kvef og hósta en mér finnst ég nú eitthvað örlítið skárri  þótt úthaldið sé ekki mikið.Annars er nú bara gott af okkur að frétta. Við fögnuðum nýju ári ásamt hinum kirstniboðunum á Mekanissa. Okkur hafði verið ráðlagt að fara ekkert í bæinn þar sem það er alltaf einhver hætta á látum þar sem margir safnast saman – svo telur amk. Ríkisstjórnin. Þannig að við hérldum  okkur bara hér á Mekanissa.Jóel heldur áfram að reyna að veiða sér gæludýr. Undanfarið er hann búinn að vera að reyna að ná í fugl en það hefur ekki gengið en svo tókst honum í gær að með hjálp vinkonu sinnar sem heitir Eden að ná í´frosk. Þvílik gleði og hamingja! En greyið litla þegar hann vaknaði í morgun o fór út að gá að Nebba litla (froskurinn fékk það nafn) Þá var hann horfinn. Það var mikil sorg svo nú er hann aftur farinn í leiðangur að leita  að froski og ætlar að hafa búrið aðeins rammgerðara og kanski reyna að ná í allavega tvo froska svo þeir hafi félagsskap.Jæja nú er ég búin að vera svo lengi að koma þessu á netið. Því er bæði um að kenna andleysi mínu og netsambandsleysi að undanförnu. En ætli ég reyni ekki að koma þessu á síðunanúna.Vonandi förum við líka að geta bætt við myndum. Davíð Ómar hefur stækkað svo mikið og breyst og þroskast svo þið verðirð eignlega fljótlega að fá að sjá myndir af honum    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hææ fjölskylda !!
Endilega setið myndir af Davíð Ómari
Sakna ykkar rosa mikið
Kveðja
Kristín Helga

Kristín Helga (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Áttuð þið ekki að kaupa ykkur ofn? Eða gerir hann lítið gagn?
Annars er gaman að fylgjast með ykkur.
Hafið það sem best, Ragnar frændi Gunnarsson

Ragnar Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 10:45

3 identicon

Við erum með einn ofn frá gestahúsinu sem hjálpar aðeins en allt annað var uppselt í bænum þegar við komum út!! En nú fer þetta að skána- allvega aðeins farið að hlýna og kvefið að skána!

Helga Vilborg (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:14

4 identicon

Gott er að fá að fylgjast með ykkur og vita að þið eruð í Drottins hendi.

Það er styrkjandi að hafa í huga Jes. 12. kafla þegar maður biður og þakkar fyrir starfið á akri Drottins. Við vitum að það er svo ótal margt og ólíkt sem mætir kristniboðum í lífi starfi.

Blessunaróskir frá Ingibjörgu og Sigursteini. 

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband