29.10.2007 | 07:17
Fyrirsögn hvað???
25. okt
Ætli það sé ekki kominn tími á smá lísfsmark. Það er búið að vera mikið að gera og sérstaklega hjá Kristjáni. Það er ekki allt auðvelt og ýmislegt sem tekur á í starfinu. En við erum ekki ein og við vitum að margir biðja fyrir okkur.
Davíð Ómar virðist alveg vera búinn að ná sér eftir veikindin en nún eru fjórar tennur á einu bretti á reyna að brjótast í gegn sem hefur angrað hann mikið og m.a. minnkað matarlistina enn einu sinni. Kristján fann þó graut sem honum finnst rosalega góður svo það er helst hann borði hann og svo drekkur hann pelann, mismikið þó í einu. Hann verður viktaður í dag svo þá sjáum við hvort hann er ekki eitthvað að þyngjast þótt hann borði engin ósköp. Hann lítur allavega vel út og er hress og kátur. Hann er meira að segja farinn að segja "mamma" móður sinni til mikillar gleði!! Honum finnst voða gaman að sitja og leika sér og ekki verra að vera úti. Hann mjög spenntur fyrir þessu grasi sem er hérna um allt og reynir að slíta það upp og setja upp í sig. Það fer reyndar svo gott sem allt upp í hann sem hann kemst í tæri við! Uppáhaldsleikfangið hans þessa dagana er reyndar sleikja sem ég lána honum úr eldhúsinu!
28. okt
Jæja best að halda áfram. Þar sem Kristján var að vinna fórum við ekkert langt í haustfríinu hennar Margrétar Helgu en fórum þó í dagsferð á föstudeginum. Við fórum til staðar sem heitir Soddere. Þar er jarðhiti og hótel með stórri sundlaug. Vatnið í lauginni er svo heitt að það er vonlaust að synda mikið í henni en þetta var voða notalegt. Til marks um vatnshitann þá voru krakkarnir búin að fá nóg eftir hálftíma! Sjaldan sem þau endast svona stutt í sundi! Svo fengum við okkur að borða á Safari Lodge i bæ sem heitir Nasret. Þetta var ágætist tilbreyting, gott að komast aðeins út fyrir borgina.
Margrét Helga byrjaði í skólasundi í síðustu viku og var ekkert smá spennt. Skólasundið er sko á Sheraton hótelinu og þvílíkt sport! Jóel vildi nú elst fá að fara líka en hann verður víst að bíða til næsta árs.
Jóel er annars búinn að finna sér nýtt áhugamál, blómaskreytingar. Hann er í því að tína blóm og notar svo jógúrtdósir o.þ.h. til að búa til skreytingar og þær eru eiginlega bara mjög flottar hjá honum. Hann fékk að koma með mér aðeins á basarinn og að versla, einn, á laugardaginn og bílnum sagði hann mér að hann ætlaði að verða prins og blómaskreytingamaður þegar hann yrði stór! " Ég helt þú ætlaðir að verða dýralæknir" sagði ég" Þá sagði Jóel:" Maður getur ekki verið þrjú er það?" Við keyptum pottablóm á basarnum sem Jóel valdi og nú prýða þau stofuna.
Dagbjartur Elí fékk að fara einn í bæinn með mömmu og pabba á föstudaginn. Það er nauðsynlegt að leyfa þeim af og til að vera einum og sér og fá smá extra athygli. "Þetta er notalegt" heyrðist úr aftursætinu! Hann vekur altaf athygli hvar sem hann fer með þessar stóru mjúku kinnar, grallara bros og ekki síst þeta mikla ljósa hár. Ég gerði nú reyndar tilraun til að klippa vel af því um daginn en það vex svo svakalega hratt í sólinni.
Davíð Ómar var viktaður í gær og var orðinn 8,5 kg. Hann hafði hinsvegar ekkert lengst síðan síðast er ennþá 68 cm en það er kanski ekkert skrítið þar sem öll orkan hefur farið í að vinna upp tapaða þyngd. Hann er ss. núna nákvæmlega jafnstór og Jóel var 5 mánaða! Þótt hann sé smár skiptir mestu að hann er farinn að bæta aftur á sig og hann er alveg með allan þroska í lagi. Til samanburðar þá var hann fyrir mánuði síðan 7,9 kg og fyrir þremur vikum 7,7 kg þannig að hann hefur bætt á sig 700 g á þremur vikum sem er nú ekki slæmt. Nú eru tennurnar líka að verða komnar alveg niður og pirra hann ekki alveg eins mikið svo matarlystin er líka að verða betri. Hann er alltaf eitthvað að reyna að myndast við að setjast upp og einhverjar tilraunir til að fara upp á fjórar fætur. Hann vill nú samt helst bara sitja en maður verður víst að reyna að fá hann til að vera á maganum líka ef hann á einhverntíma a fara að skríða! Hann er reyndar duglegur að velta sé um. Ég gerði tilraun til að leyfa honum að leika sér úti í grasi með þeim afleiðingum að hann er allur útétinn af flóm svo það verður ekki gert meira í bráð. Hann fær blöðrur af bitunum og er allur þakinn á höndum fótum og bakinu. Ekki beint skemmtileg dýr!
Nú eru miklar hitabreytingar hér frá nóttu til dags. Það er steykjandi heitt í sólinni yfir daginn, allavega svona eftir hádegi, þótt reyndar sé oft köld gola. Næturnar eru hinsvegar ískaldaldar svo maður sefur bara í útilegugallanum. Við kveikjum nú upp í arninum kvölds og morgna og það hjálpar aðeins, ofnin er eitthvað farinn að stríða okkur og sló út rafmagninu svo hann er ekki í notkun í bili! Þetta er samt mun skárra en regntíminn þar sem við erum laus við rakann og nú er þurrkatíminn miklu greinilegri en í fyrra. Nú er bara þurrt.
Svo fer bara að líða að jólastússi! Ótrúlegt hvað tíminn líður. Ég þarf að byrja að æfa jólalög með tónlistarhópnum strax í næstu viku því við æfum bara aðrahverja viku og eigum að syngja í byrjnum des. Svo er það jólakveðjur og þ.h. sem maður verður að græja í tíma. Annars er sko jólaundirbúningurinn hér ekkert stress. Það eru allvega engar jólauglýsingar eða jólskreyttar verslunarmiðstöðvar í október!!
En ætli ég segi þetta ekki gott í bili. Ég ætla að reyna að vera aðeins duglegri við að skrifa á næstunni, ekki láta líða svona langt á milli. En það er bara nóg að gera og heldur ekki alltaf hægt að komast á netið eða þá að netið virkar ekki sem skildi þótt maður nái að tengjast, svona er þetta í Afrikunni!!
Bið ykkur vel að lifa og Guð blessi ykkur.
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl öllsömul!
Mikið er gott að heyra að Davíð Ómar er að jafna sig. Það er alltaf gaman að lesa pistlana þó svo þeir hafi ekki fyrirsögn :)
Já, maður fer að komast í jólaundirbúningsskap :)
Bestu kveðjur, Svava María o.co.
svava maría (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 08:02
Hææjj
Langt síðan ég kíkti á síðuna en jáá..
Jólaskapið er allveg komið í fólkið á Íslandi !!
Mjög margar búðir komnar með jólaskarautið..!
En annars allt gott að frétta af Klakanum [það er byrjað að snjóa]
En það væri rosa gaman ef þú myndir seigja hvað klukkan væri í Eþíópíu þegar þú bloggaðir og svo getur maður séð tíma-muninn á Íslandi og Eþíópíu!
En gangi ykkur bara vel með Davíð Ómar og bið að heilsa Margréti Helgu og Jóel og Dagbjarti Elí og Davíð Ómari
Kveðjaaa
Krístín Helga
Kristín Helga (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:39
Takk fyrir kveðjurnar Svava og Kristín Helga!
Alltaf jafngaman og uppörvandi að sjá að einhver les þetta..
Það er nákvæmlega 3 klukkustunda munur á Íslandi og Eþíópíu- Eþíópía er þremur tímum á undan Íslandi- Ég veit ekki hvort hægt er að stilla klukkuna á blogginu þannig, mér sýnist bara vera íslenskur tími, allavega á athugasemdunum en´nú getur þú reiknað út frænka mín! af því þú varst að spyrja um MSN- ið mitt um daginn, þá er það ethiopia2005@hotmail.com, ég gleymdi alltaf að láta þig vita. Sendu mér endilega þitt og þá getum við reynt að spjalla einhverntíman. Sambandið hér er misgott en gengur yfirleitt ágætlega.
B.kv
HVS
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, 30.10.2007 kl. 10:56
Hæ
Alltaf gaman að lesa færslunar og fylgjast með. Gott að lesa að Davíð Ómar er betri. Er hann ekki bara smár miðað við hina krakkana? Það virðist allavega mikill munur á Dagbjarti og Davíð ekki satt? Mínar stelpur voru báðar óttalegar píslur, hann er kanski bara eins og þær.
Gangi ykkur áfram vel í Afríkunni
kv.
Hildur Sveins.
Hildur Sveins (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:38
Hæbb!
Gott að sjá að Davíð Ómar er að braggast! Bið að heilsa öllum!
p.s. Menn eins og Jóel geta allavega alveg verið þrjú og farið létt með það!
Dr. Sindri (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:40
hæ, ég varð bara að segja ykkur frá svolitlu sniðugu. Ég er alltaf að nota eina ruslafötuna hérna á heimilinu sem trommu - en mömmu finnst það ekkert voðalega sniðugt (þar sem þetta er nú einu sinni ruslafata). Þannig að mamma náði í trommuna sem þið gáfuð mér í jólagjöf í fyrra og nú sit ég alsæl á gólfinu og tromma á þessa fallegu trommu. knús og kveðja, Erna Lilja ps. mamma biður að heilsa.
Erna Lilja (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:13
Smá öfund hér, hann Benedikt er ekki enn farinn að segja mamma af öryggi, hann segir eiginlega bara sem minnst nema þegar hann leikur ljón, hann væri örugglega til að koma í heimsókn til ykkar og sjá ljón.
Kveðja Guðrún Laufey og Benedikt.
Guðrún Laufey (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.