12.11.2007 | 07:11
Fegursta rósin
12. nóv
Ég ætla að byrja á að þakka fyrir öll komment og kveðjur. Það er mjög hvetjandi og uppörfandi að fá kveðjur þegar maður er að rembast við að halda þessari síðu úti, svo endilega verið dugleg að kvitta!!!
Ég var um helgina í alveg frábærri ferð með Addis konunum. Þ.e.a.s. öllum kvenkyns NLM kristniboðunum sem starfa í Addis. Á hverju ári er haldið svokallað "retreat" . Hvert starfssvæði hefur sína eigin samveru og í fyrra stakk Kristján upp á að hafa skipt karla og kvenna hér í Addis sem heppnaðist mjög vel svo ákveðið var að gera svipað aftur. Á föstudagskvöldið hittumst við öll á norska skólanum og borðuðum saman og höfðum samverustund með altarisgöngu og lofgjörðarstund. Krakkarnir fengu að gista hjá Önnu Lilju en Jóel þorði ekki alveg svo við tókum hann með okkur heim að dagskrá lokinni. Margrét Helga var þvílíkt spennt og sömuleiðis hinar fjórar stelpurnar sem fengu líka að gista. Það var svaka fjör hjá þeim en gekk bara mjög vel fannst mér á Önnu Lilju. Dagbjartur Elí og Davíð Ómar voru hér heima með Asnakú. Á laugardagsmorguninn fórum við konurnar svo til bæjar sem heitir Nazret á stað sem heitir Safari Lodge. Mjög huggulegt hótel með sundlaug og öllu og á þessa lands mælikvarða MJÖG flott! Það vantaði reyndar þrjár, tvær veikar og ein að kenna úti á landi. Við áttum mjög góða helgi, afslappandi og andlega og félagslega uppbyggjandi. Við höfðum smá samverustund á laugardagskvöldið og á sunnudagsmorgun, sungum og báðum saman og þetta var bara mjög frábært allt saman. Svo höfðum við líka góðan tíma til að liggja aðeins í sólinni svo við erum allar orðnar ægilega brúanar og sætar!! Karlarnir fara svo eftir tvær vikur en ég veit ekki hvort þeir verða yfir nótt eða taka bara einn dag. Þetta er bara alveg nauðsynlegt og það verður dálítið öðru vísi stemmning þegar það er svona kynjaskipt. Þá fáum við líka smá hvíld frá að hugsa um börnin sem gerir þetta enn meira afslappandi þó svo ég hafi nú skanað þess að geta ekki knúsað þau áður en ég fór að sofa! Ég er svoddan hænumamma eins og norðmennirnir segja! En allavega var þetta alveg frábært og alveg nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Það ver búið að vera dáldið slítandi með litla amöbukallinn en hann er núna búinn á lyfjakúrnum og farinn að borða vel og fer vonandi að komast í almennilega rútínu með svefninn aftur.
Svona af því ég er alltaf búin að vera að segja eitthvað frá dýra og náttúrulífinu hér þá verð ég nú bara að minnast á alveg ótrúlega rós sem stendur á stofuborðinu núna. Fantanesh, húshjálpin okkar fann hana úti í garðí í síðustu viku og ég get sko sagt að fallegri rós hef ég bara aldrei á æfinni séð! Hún er stór og rauð og ilmurinn af henni fyllir allt húsið og er mjög sérstakur. Ekkert of sterkur, bara mjög mildur og góður. Þetta er sko eitthvað allt annað og meira en fyrsta flokks rós!!
Þessi rós minnti mig á jólasálm þar sem frelsaranum er líkt við fegurstu rós heimsins og þótt enn sé ekki komin aðventa er kanski allt í lagi að ég láti fyrsta versð fylgja með. Er ekki hvort eð er farið að minna á jólin allsstaðar á Íslandi ? Þá er gott að muna strax eftir hvers vegna við höldum jólin:
Hin fegursta rósin er fundin
Og fagnaðarsæl komin stundin.
Er frelsarinn fæddist á jörðu,
Hún fannst meðal þyrnanna hörðu.
H.Hálfd.
E.s.
Það eru komnar nýjar myndir myndasíðuna. M.a. af bleiku köngulónni og blómaskreytingunum hans Jóels!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir bloggid. Alltaf gaman ad lesa.
Hlakka til ad heyra meira.
Knus Magga Salla
Magga Salla (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:41
Það er alveg ótrúlega yndislegt að lesa bloggið. Þá er maður á einhvern hátt nær ykkur. Þú ert svo dugleg og við svo þakklát fyrir það.
Helena (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:41
Hæhæ, frábært að sjá hvernig gengur og að þið hafið það gott.
Við óskum Davíð Ómari innilega góðs bata og gott að sjá að hann er allur að koma til.
Biðjum kærlega að heilsa öllum uppáhalds frændum og frænku okkar
Með bestu kveðju,
Halldór, Tinna, Rambó og Rúsína
Halldór og Tinna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 01:24
Hæ hæ kæra Helga Vilborg,
Ég kíki nú reglulega á ykkur hérna, mjög gaman að fylgjast með ykkur familíunni :-). Vonandi fer að ganga betur með litla kallinn, bestu kveðjur af skerinu, Bryndís
Bryndís Sigtryggsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:32
hæ hæ öll saman!
Ég fylgist alltaf vel með ykkur hér á blogginu! Gaman að fá innsýn inn í ykkar daglegalíf.
Gangi ykkur allt í haginn.
kv. Salóme
Salóme Huld (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:16
Við þökkum fyrir að fá að fylgjast með ykkur í þessum góðu skrifum þínum Helga Vilborg. Reglulegar lítum við eftir hvor nýr pistill sé kominn og daglega biðjum við fyrir ykkur.
Sendum ykkur okkar bestu óskir og kveðjur, Ingibjörg og Sigursteinn
Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.