21.11.2007 | 14:15
Hér kemur svo sagan öll í rituðu máli:
Eins og þið sem fylgst hafið með blogginu vitið þá var hýena sem bjó í dreni sem liggur undir innkeyrslunni í gegnum garðinn okkar, nb að sandkassanum sem börnin leika sér í.Við héldum að hún væri farin en svo virtist nú ekki vera! Það er mjög óvenjulegt að hýenur séu einar á ferð svo það sem okkur datt í hug var að þetta væri kerling með unga. En svo héldum við að hún væri farin og hugsuðum ekki meira um það. En við virðumst hafa haft rétt fyrir okkur. Frá því á fimmtudainn síðasta sáum við þær á hverju kvöldi bara svona 10-15metra frá útidyrahurðinni okkar! Ungarnir voru greinilega orðnir vel stálpaðir og hún var greinilega að þjálfa þá. Ég var farin að vera verulega hrædd um börnin. Kristján fór og ræddi vð yfirmanninn hér á lóðinni og hann var sammála okkur um að hafandi hýenur í garðinum væri bókstaflega stórhættulegt!! Það voru smá vangaveltur í gær hvað ætti að gera: Kveikja eld og svæla þær út? Berja þær í hausinn þegar þær kæmu út um hinn endann? En á endanum fundu þeir út að best væri að kæfa þær með reyk. Hljómar kanski ekki fallegt en ef einhver heldur að þetta séu saklaus dýr þá er það langt í frá! Þær höfðu meira að segja farið í sandkassann og tekið plastleikföng og tuggið. Ég skyldi ekkert í því að ég sá leikföng barnanna í tætlum úti á götu en svo tók Kristján eftir tannaförum. En allvega..... allir voru orðnir sammála um að þetta gengi ekki lengur. Svona til fróðleiks þá eru hýenur með sterkustu kjálka allra spendýra og þær geta brutt og melt nautshorn! Þær geta orðið 2 metra langar og eins meters háar (upp að öxlum) og upp undir 90 kg að þyngd. Hjartað í þeim er þrisvar sinnum stærra en í ljóni og þær geta hlaupið á 65 km hraða og þannig drepið td. Sebrahest með því að þreyta hann til dauða!! Ég hef heyrt sögur frá fleiri en einum kristniboða um að þær hafi ráðisst á fólk, bæði börn og fullorðna og jafnvel drepið. Þetta eru sem sagt engin lömb að leika sér svið!!!
Eftir þessar vangaveltur var svo látið til skarar skríða, Kristján ásamt nokkrum garðyrkjumönnum og vaktmönnum kveiktu eld, fyrst við opið sem liggur við sandkassan okkar en svo hinumegin líka og lokuðu svo þær kæmust ekki út. Það mætti ætla að auðveldara hefði verið að skjót þær en það er ekki svo einfalt og hefði geta orðið mjög hættulegt, særð hýena með unga sem er ógnað....þið getið ímyndað ykkur. Það hefði verið ómögulegt að ná almennilegu færi þar sem þær voru þrjár inni í þröngu röri. Að kvöldlagi hefði heldur ekki verið hægt að ná á þeim færi auk þess sem þá eru þær verulega hættulegar og ráðast auðveldlega á fólk þannig að þetta virtist eina leiðin. Þær voru farnar að ógna öryggi okkar og allra annara sem búa hér. Ég þorði ekki einu sinni að leyfa börnunum að vera einum úti að leika sér í garði á daginn eða láta Davíð Ómar sofa úti sem hann gerir yfirleytt tvisvar á dag. Þótt þær séu næturdýr veit maður aldrei og það hefur komið hýena hingað að degi til. Ég held þetta hafi samt ekki verið svo skelfilegur dauðdagi fyrir þær og þetta tók ekki langan tíma.
Einu hræinu náðu þeir svo út með því að toga það en hin liggja enn í rörinu, of langt til að hægt sé að ná þeim.
Fljótlega fór fréttin að berast og fullt af fólki, nemendum starfsfólki og fleirum af lóðinni komu til að sjá. Flestir Addisbúar hafa aldrei séð hýenur, bara heyrt í þeim svo þeim fannst þetta spennandi. Nemendurnir sem búa hér á heimavistinni sögðust nú getað andað léttar því þeir vissu af hýenunum og þorðu ekki að ganga um lóðina eftir myrkur (eða eftir kl.18:00).
Þetta er nú sagan svona nokkurnveginn. Nú verður tekið til við að girða öll dren á lóðinni (þau eru nokkuð mörg og leiða vatn á regntímanum) svo við fáum ekki fleiri svona ógnvekjandi íbúa. Hýenur eru reyndar ekki einu dýrin sem ganga vilt hér því við höfum séð mongoosa, civet, serval kött og svo vorum við með mýs í eldhúsinu aftur í síðustu viku.... en það er önnur saga.....
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gott að þessi hætta er liðin hjá og sú ógn sem af þessum villidýrum stafaði. Kristján hefur sjálfsagt komist í veiðihug þegar hann vann að þessu þarfaverki.
Bestu óskir og kveðjur. Við biðjum altaf fyrir ykkur og gleðjumst við góða fréttir frá ykkur. Ingibjörg og Sigursteinn
Sigursteinn H. Hersveinsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:08
<>Úff, ekki vissi ég að hýenur væru svona skerí! Hýenan sem Whoopi Goldberg lék í Lion King var bara frekar krúttleg, ef ég man rétt. Vafasamt heimildagildi Disneyteiknimyndanna sannast hér enn og aftur.
<><>Annars þá segir hann Lwaki vinur minn frá Kenýa að góð leið til að drepa hýenur sé að leggja út steina (á stærð við epli) löðrandi í kúablóði. Hýenurnar gleypa steinana og eru svo ekki til frásagnar um framhaldið.
Frekar ógeðslegt - en betra að þær éti steina en fólk.
Bestu kveðjur - Ég lít oft á bloggið hjá þér, þótt ég sé arfaléleg í að skilja eftir kveðju.
Eyrún
Eyrún Hjörleifsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:08
Elsku börnin mín, þetta er hreint ótrúlegt !
Helena (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:19
sæl HELGA Vilborg ,
Lína var að segja mér frá hýenunum, guð sé lof að þið hafið getað svælt þær út ,
flottar myndir af krökkunum, og ég sé að hann dafnar aldeilis vel hann litli og er farinn
að hressast, guð blessi ykkur .
kveðja SOFFA.
soffia (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:55
Meira.
Mér fannst reyndar Lion King hýenurnar allt annað en huggulegar. En hélt ekki að þær væru svona stórar eins og myndin sýnir. Ótrúlega spes dýr.
Og ég er fegin að við getum verið áhyggjulaus með litlu mýsnar okkar í vagninum eða sandkassanum (er ekki að tala um eldhúsmýsnar!).
Njótiði nú desembermánaðar. Ég geri það vonandi líka - eftir prófin sem klárast 13. des :)
Anna Pála Sverrisdóttir, 30.11.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.