Fjölgun

17. september Jæja, ætli það sé ekki tímabært að gera það opinbert hér að það er von á fjölgun í familien Sverrisson (það erum við sem sagt. Norðmennirnir eiga dáldið erfitt með að skilja að ég er ekki sonur Sverris, það er bara Kristján, en það kanski kemur með tímanum!)En allavega þá er ég bara spræk og komin 15 og ½ viku á leið. Á að eiga einhversstaðar í kringum 10 mars. Margrét Helga og Jóel eru hæst ánægð með þetta og eru bæði viss um að þetta sé stelpa. Jóel sagði einhverntíman við pabba sinn þegar þeir voru saman í bænum:“Þetta er annaðhvort strákur eða stelpa” Kristján spurði hvort hann héldi að þetta væri og þá sagði hann:” Ég veit að þetta er stelpa, bara ég og Guð vitum það”. En það kemur allt í ljós.Ég var að kenna annan tímann á seminarinu í morgun. Það mættu næstum allir nemendurnir í dag. Ég fékk síðan lista af nöfnum og frá og með næsta mánudegi verð ég að vera mjög stíf með mætingu. Þau eru ekkert voðalega dugleg að mæta á réttum tíma en það er verið að reyna að halda uppi einhverjum aga þarna. Þetta er dálítið spes kór. Af 47 nemendum eru 6 stelpur og svona 80% af strákahópnum eru bassar! Ég verð því bara að prófa mig áfram með raddskiptingu. Þetta verður spennandi, allt öðruvísi en allir aðrir kórar sem ég hef stjórnað. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé stödd í miðju atriði í kvikmyndinni “Sister act” svona sönglega séð en nemandurnir mínir eru yfirmáta hógværir og þora varla nokkuð að tjá sig. Þetta verður gaman að sjá hvernig þróast. Mér skilst að mér sé fyrst og fremst ætlað að láta þau syngja vestræna tónlist, gospel og þh. Sem þau mörg hver þekkja lítið sem ekkert. Eþíópsk tónlist er allt öðru vísi. Hún byggir á fimmtóna (pentatóníska) tónskalanum og líkist því oft arabískri og indverskri tónlist meira en því sem fólk almennt tengir við afríska tónlist. Þau eru ekki vön að syngja í röddum og svo eiga þau oft erfitt með að hitta á tónanna sem eru á milli þessara fimm sem þau þekkja. Þ.e.a.s að syngja allan áttundaskalann er ekki alveg það einfaldasta fyrir þau. Í gær hittum við Tsige og Haile og börnin þeirra Jóhönnu og Jónatan. Þau eru eþíópskir vinir okkar sem búa á Íslandi en eru núna hér í heimsókn í fyrsta skipti síðan þau giftu sig fyrir þremur árum. Börnin eru bæði fædd á Íslandi og Jóhanna sem er tveggja og hálfs árs talar eiginlega bara íslensku. Foreldrarnir tala alltaf amharísku við hana en hún svarar bara á íslensku. Krökkunum fannst voða gaman að hitta hana og ég held henni hafi þótt jafngaman að hitta þau. Annars gengur bara lífið sinn vanagang. Kristján er sáttur í kennslunni á seminarinu og krakkarnir vaxa og dafna og eru ánægð með lífið. Nú erum við farin að æfa lestur á hverjum degi og sérstaklega Margrét Helga er að ná tökum á þessu. Jóel er nú ekki nema fjögurra ára svo ég er ekkert að ýta á hann. Hann nennir ekki alltaf að lesa á hverjum degi svo hann bara les þegar hann langar til. En það er mikil framför hjá þeim báðum eftir að við þau eru farin að lesa bara pínulítið á hverjum degi. Við höfum svo skóladag einu sinni í viku en það er of lítið til að ná almennilegum tökum á stöfunum og lestri. Það er ennþá kalt hér og rignir oft mikið í eftirmiðdaginn en það fer vonndi að sjá fyrir endann á regntímanum. Þetta fer að verða gott! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju! Þorði ekki að kommenta neitt síðast um þetta en verð að viðurkenna að Agla Marta var búin að kjafta. Æðislegt. Rúmlega hálfnuð í fótboltalið á litlum velli. Vel af sér vikið.

Bestu kveðjur frá fam.Kjellingland ;o)

Magga (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 14:28

2 identicon

Til hamingju!!
Ég held líka að þetta sé stelpa ;)
kv.
Hildur Sveins.

hildurs (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 18:43

3 identicon

innilega til hamingju kæru vinir.
gangi ykkur vel og hafið það ofsa gott.
knús anna jóhannesdóttir.
:)

anna (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 09:08

4 identicon

Til hamingju með fjölgunina!
Kveðja, Svava María.

Svava María (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband