Gleðileg jól!!!

 

22.des

 

Ætli það sé ekki kominn tími á smá jólakveðju. Égbiðst afsökunar á að hafa ekki uppfært neitt upp á síðkastið en ég hef mér til málsbótar að við vorum síma- og þ.a.l. netsambandslaus í þrjár vikur og svo hefur bara verið svo mikið að gera núna fyrir jólin. Það hefur verið heilmikið um að vera í norska skólanum, tónleikar, Lúsía á Sænska sendiráðinu þar sem skólabörnin sungu og fullorðinskórinn sem ég hóaði saman. Því hafa fylgt tilheyrandi æfingar. Svo var hið árlega Julespill hérna á Mekanissa þar sem jólaguðsðpjallið er sett upp úti undir berum himni með lifandi asna og öllu og allir taka þátt. Við Kristján fengum í ár þann heiður að vera María og Jósef, líklega vegna þess að við eigum yngsta barnið af kristniboðunum hér úti eins og er. Davíð Ómar var fékk ss. Hlutverk Jesúbarnsins. Margrét Helga var engill ásamt öllum hinum litlu stelpunum og Jóel og Dagbjartur Elí hirðar. Dagbjartur Elí svaf reyndar af sér mest allt í fanginu á Asnakú. Honum fannst þetta mjög merkilegt að mamma skildi vera María og Davíð Ómar Jesúbarnið og talar um það í hvert skipti sem jólasagan berst í tal eða hann sér mynd af fjárhúsinu! Sl. Þriðjudag var lokadagurinn í skólanum fyrir jól og þá léku m.a. Margrét Helga og Jóel í helgileik.  Svo var dansað í kringum jólatréð og borðaður jólamöndlugrautur.. Sl. Fimmtudag vorum við svo með jóla- "bönnemöte" Á hverjum fimmtudegi eru bænastundir alls staðar í öllum löndum og á öllum kristniboðsstöðvum NLM. Venjulega hittumst við á kvöldin og án barnanna en af og til höfum við börnin með, m.a. fyri jólin. Krakkarnir sungu og Margrét Helga sagði söguna af fæðingu Jesú. Svo sungum við og borðuðum saman og gengum kringum jólatréð og allir fengu einn pakka sem jólasveinninn Jóel kom með. Hann var alveg ákveðinn í að vera jólasveinn svo við fiffuðum búning úr raðum íþróttabuxum, rauðri flíspeysu af Margréti Helgu og húfan var svo gerð úr plastdúk og klósettpappír því það er ekki til ein einasta jólasveinahúfa hér á bæ! Skeggð var líka úr klósettpappír! Hann var allan daginn að spá í þetta og labbaði um lóðina í múderingunni með brúnan bréfpoka á bakinu og sagði "Hó, hó, ég er jólasveinninn!! Frekar krúttlegur! Margrét Helga var að eigin sögn "jólasveinadaman" í rauðum kjól með rauðan kinnalit!

Á morgun er svo fullorðinskórinn að fara að syngja í alþjóðlegu kirkjunni og svo á aðfangadag er guðsþjónusta á norska skólanum þar sem bæði börnin og fullorðnir syngja. Ég er búin að dusta rykið af þverflautunni og ætla eitthvað að reyna að blása í hana. Svo borðum við hangikjöt og "meððí" hérna heima fjölskyldan á eftir. (fengum meira að segja bæði rauðkál, reyndar bara einn lítinn haus, og maltöl) Annars er lítð um plön í jólafríinu. Bara njóta þess að vera saman og slappa af. Í dag skreyttum við jólatréð sem er úr garðinum hérna við hliðina, alveg rosa flott finnst mér. Það er ekki greni en minnir á það. Allt húsið er skreytt og í gær keyptum við líka snjó sprey svo þetta er allt orðið ægilega fínt. Við bjuggum líka til kofekt í dag og gormarnir komu inn og hjálpuuðu til á milli þess sem þeir busluðu útí í garði. Það var allvega alvöru kokkur án klæða í eldhúsinu í dag, frekar mikið krútt.

Svo hefur verið heilmikið að gera hjá okkur í rottuveiðum. Það bjó nefnilega stærðar rotta í eldhúsinu hjá okkur í næstum 2 mánuði! Við vorum búin að reyna allt, eitur, gildrur, bara nefna það. En hún var svo gáfuð að ekkert gekk í tæplega tvo mánuði. Við urðum fyrst vör við hana þannig að hlutir voru að detta á gólfið í eldhúsinu á nóttunni og svo var búið að narta í banana sem voru í körfu í búrinu! Frekar ógeðslegt. Svo einn daginn fór að lykta ekur óþyrmilega frá bakaraofninum og þá fannst þar ein dauð rotta. Við vonuðum auðvitað að þetta væri sökudólgurinn en þær voru ss. Tvær og það var ekki fyrr en núna á fimmtudaginn sem hún loksins át eitraðan banana sem var reyndar búinn að liggja bak við ofninn í þrjá daga. Fram að því hafði hún ekki snert það sem var með eitri og svo náði hún að éta ostinn úr gildrunni, gildran klemmdist saman en rottan slapp!! En allvega þá losnuðum við vð hana á fimmtudagskvöldið. Ég heyrði eitthað skrjáf á bak við ofninn og sá Kristján þá að hún hafði étið eitrið svo hann batt snögglega enda á þjáningar hennar þannig að nú get ég gengið um eldhúsið án þess að vera alltaf á nálum eða með klígju! Þetta var sko feit loðin rotta skal ég segja ykkur! En hún er farin og vonandi fara ekki fleiri að birtast. Allir sem þekkja mig vita hvað mér finnst um mýs og rottur og svoleiðis svo ég ætla ekkert að far neitt nánar út í það. Spurning hvaða dýr verða á vegi okkar næst!!

 

23. des

Þorláksmessa en engin skata! Ég sakna sko skötunnar. En nú er allvega hangikjötið komið í pottinn og þá kemur jólalyktin!!

Ætli ég fari þá ekki að ljúka þessari jólakveðju. Ég bið Guð að gefa öllum sem þetta lesa gleðilega jólahátíð og blessunarríkt komandi ár. Þökkum allan stuðning og fyrirbænir á liðnum árum.

Enda svo uppáhalds jólasálminum mínum sem er eftir Bjarna Eyjólfsson:

 

 

 

Nú titrar allt um himna og heim af helgri þakkargjörð

Og friðarboðskap fagnar þeim ,sem fluttur er á jörð.

"Með gleðiboð frá Guði eg kem" hinn góði engill tér

"sjá barn er fætt í Betlehem og barn það Kristur er.

 

Ég hrífst við engla ljóð og lag og ljómann er ég sé

er fagna þeir þeim Drottni í dag, í duft er niður sté.

Við englasöng ég gleðigjarn nú gleðst við sálarfrið.

Í dag er ég sem blessað barn og brosi englum við.

 

Ó syngið englar syng þú jörð og syng þú hjarta mitt.

Já syng þú Drottins hólpna hjörð um hjálpráð blessað þitt.

Ó, barnið smátt í Betlehem, þitt bros er söngsins lind.

Með gleðitár ég til þín kem sem tókst burt mína synd.

 

                                                            Bjarni Eyjólfsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sednum okkar bestu jólakveðjur héðan af Karló, og þeir sem smökkuðu Skötuna sögðu hana smakkast vel. Heyrumst betur á sjálfum jólunum.

Afi, pabbi og tengdapabbi. 

Sigurjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 16:51

2 identicon

Bestu óskirum gleðileg jól.

Guð blessi ykkur.

SJóh.

Siggi Jóh. (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:27

3 identicon

Elsku Helga, Kristján, Margrét Helga, Jóel, Dagbjartur Elí og Davíð Ómar. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Við söknum ykkar mikið. Vorum einmitt að skoða dvd-jólakveðjuna frá ykkur í gærkvöldi og höfðum mjög gaman af. Það hefði verið gaman að hafa ykkur með í skötuveislunni í gær. Hafið það sem allra best nú um hátíðarnar. kveðja, Agla Marta, Maggi og Erna Lilja.

Agla Marta Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:05

4 identicon

Elsku Helga, Kristján og litlu snúllurnar mínar. Ég var að lesa bloggið ykkar fyrir ættingjana sem sitja hér og spila saman. Helgi Hrafn hafði þá á orði að við treystum því augljóslega að allt gangi vel hjá ykkur þar sem fréttir af rottum í bökunarofninum, hýenum í garðinum o.fl væri orðið daglegt brauð. Vona samt að næstu fréttir verði ekki í sama dúr. Söknum ykkar :) 

Helena (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 00:37

5 identicon

Hér kemur önnur smá jólakveðja af því að núna eru komin jól ;D

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
og takk fyrir það liðna

Kveðja,
Halli,Inga,Andri,Óskar og Kristín Helga

Kristín Helga (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 17:01

6 identicon

Sæl verið þið kæra fjölskylda, við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum þau liðnu ;)

Með bestu kveðju,
Halldór, Tinna og loðdýrin á Bergþórugötunni

Halldór og Tinna (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 15:23

7 identicon

Kristján, Helga Vilborg og börn.

Gleðilegt nýtt ár og gaman að geta fylgst aðeins með ykkur.

Það eru aldeilis ævintýrin sem þið eruð að upplifa.

 Bið að heilsa og hafið það sem allra best :)

Kveðja

Eva Björk frænka :)

Eva Björk Ægisdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband