Gleðilegt nýtt ár!!

 

 Við komum heim frá Awasa í gær svo hér kemur færlan sem ekki komst inn áður en við fórum af stað:

2.janúar 2008

Jahérna mér tókst að muna að skrifa 8 en ekki 7! Ég man þegar ég var í skóla var maður alltaf skrifandi árið á undan langt fram í febrúar á glósurnar!

Ég vona að allir hafi átt góð og skemmtileg áramót og ég bið ykkur blessunar á nýju ári!

Jólin eru bara búin að vera fín hjá okkur. Við höfum haft það jög gott, kanski bara allt of gott! Á aðfangadag höfðum við jólagraut með möndlu í hádeginu. Kristján fékk möndluna. Ég held bara ég hafi aldrei á minni lífsfæddri ævi fengið möndluna. Mér hefur held ég einhverntíman verið sagt að einhverntíman þegar ég var lítil fékk Gunnar afi möndluna en gaf mér möndlugjöfina svo ég hef allvega fengið möndlugjöf! Kl. 4 var svo jólaguðsþjónusta á Norska skólanum. Við urðum að leggja af stað héðan kl. 3 því maður veit aldrei með umferðina. Þetta var bara venjulegur mánudagur hér því eþíópísku jólin eru ekki fyrr en núna nk. mánudag það sem þeir fylgja tímatali réttrúnaðarkirkjunnar, eins og ég hef minnst á áður. Þetta var hin fínasta guðsþjónusta. Litli barnakórnn minn söng og líka fullorðinskórinn og ég spilaði á þverflautuna og Siri Myklebust  á píanóið. Dagbjartur Elí vara frekar þreyttur og vildi undir lokin að ég héldi á sér. Það er auðveldara þegar ég er að spila á píanóið, þá get ég allavega haft hann í fanginu en með flautuna gengur það eiginlega ekki og hann var á góðri leið með að toga pilsið niður um mig. En Kirsti tók svo DavíðÓmar svo Kristján gæti tekið Dagbjart Elí svo þetta hafðist allt að lokum! Svo fórum við heim og fengum okkur hangikjötið sem við tókum með frá Íslandi í sumar. Krakkarnir voru orðnir frekar spenntir yfir pökkunum. Það er venja hjá okkur að syngja nokkra jólasálma saman áður en við opnum pakkana. Jóel spurði hvort við gætum ekki bara borðað ísinn og sungið sálmana á meðan þau opnuðu pakkana!  Við ákváðum nú að geyma ísinn aðeins en sungum smá áður en ráðist var á pakkafjallið sem var búið að berast frá Íslandi alla aðventuna. Það var mikil gleði og allt var :" einmitt það sem ég óskaði mér!" Þrjú elstu fengu hlaupahjól frá ömmu og afa á Karló. Dagbjartur Elí var fljótur að átta sig:" Ég er alveg eins og Pó!" Fyrir þá sem ekki vita er Pó fígúra úr stubbunum (teletubbies) og hann segir þetta með mjög breskum hreim þar sem þau hafa verið að horfa á upptökur úr BBC. Svo skottast hann um á hjólinu og sönglar „badíbadíbadí" af því að þannig gerir Pó! Ekkert lítið krútt get ég sagt ykkur. Við hjónin fengum líka margar góðar gjafir, heilan helling af bókum sem er bara alveg frábært. Við fengum líka Mýrina,kvikmyndina og höfðum gaman af. Við erum líka búin að fá mikið af kortum og kveðjum þó ég geri enn ráð fyrir einhverjum i viðbót sem ekki er komið, megnið kemur yfirleitt ekki til okkar fyrr en eftir áramót. En ég vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.

Á Jóladag fengum við gesti í kaffi, nágranna okkar. Það er dönsk fjölskyla sem starfar fyrir DEM, sem er danskt kristniboðsfélag. Þau eiga þrjár stelpur sem eru reyndar eldri en okkar krakkar en þær eru svo góðar við krakkana og duglegar að leika við þau. Sérstaklega Margréti Helgu finst svo gaman að hitta þær. Á annan í jólum var okkur boðið í norskan römmegröt heim til fjölskyldu Idu Mariu, bekkjasystur Margrétar Helgu þannig að það var nóg að gera hjá okkur. Við gáfum starfsfólkinu okkar frí yfir jóladagana en svo komu þau öll aftur á fimmtudeginum.  Á sunnudaginn fengum við svo góða gesti. Ragnhild vinkona okkar og Temesgen maðurinn hennar komu með litlu dóttur sína Ruth Bone sem fædist í Noregi í október. Þau komu frá Noregi sl.fimmtudag og við höfðum ekki hitt þau í hálft ár. Það var líka svo gaman að fá að sjá litlu prinsessuna þeirra.

Á gamlárskvöld vorum við svo hérna heima en buðum Sigurd og Melissu sem eru norsk/amerísk hjón sem kenna á Seminarinu, að koma til okkar. Mamma og pabbi sendu hamborgarhrygg með Almaz vinkonu mömmu sem er héðan og var að koma í frí hingað á föstudaginn. Hún hinsvegar fékk ekki farangurinn sinn með sér svo allt útlit var fyrir að við fengjum ekki áramótamatinn á tilsettum tíma. Kristján fór því og keypti sitt af hverju gott til að hafa í matinn en kl. 3  hringdi Almaz og var þá búin að fá farangurinn. Þetta rétt slapp því og náðist að elda hrygginn fyrir kvöldmat! Svo fylgdi líka Næturvaktin með í staðinn fyrir skaup. Við skutum svo upp smá flugeldum og svona en það eru nú yfirleitt allir orðnir frekar framlágir hér þegar nálgast fer miðnætti. Við hjónin náðum þó að hanga 20 mín fram yfir miðnætti, 19 mín lengur en í fyrra!!! Hérna fer maður bara á fætur um leið og sólin svona upp úr kl. 6- ekki það að maður gæti ekki sofið lengur en það eru fjórar litlar vekjaraklukkur á heimilinu!

Nýja árið hefur bara byrjað vel, það er enn frí í skólanum bæði hjá Margréti Helgu og Kristjáni. Við ætlum að biðja um smá auka frí fyrir Margréti Helgu svo við getum skroppið til Awasa á þriðjudaginn. Þar verðum við í viku. Nemendur Kristjáns koma ekki til baka fyrr en eftir tvær vikur svo hann getur stjórnað sínum vinnutíma sjálfur þangað til. Það verður gott að komast í aðeins heitara loftslag auk þess sem það er bara alveg frábært að vera með krakkana í Awasa.

16. jan. 08

 

Mér tókst nú ekki að koma neinu á netið áður en við fórum til Awasa en við komum heim í gær eftir 10 góða daga við sundlaugarbusl og sól.  Við lögðum af stað á sunnudeginum og ætluðum fyrst að tjalda í Langano en ákváðum síðan bara að tjalda í Awasa í staðinn þar sem ekkert var laust fyrr en á þriðjudeginum. En þegar við komum þangað var svo laust hús því einhverjir sem höfðu bókað mættu ekki á svæðið þannig að það var ekki verra. Það er alltaf jafnasflsappandi að ver þarna og krakkarnir nutu þess vel að busla og synda í lauginni. Minnsti maðurinn fékk líka að prófa nýja sundgallanna sem hann fékk í jólaggjöf frá ömmu og afa og fannst mjög gaman. Dagbjartur elí svaf eins og engill en hann er búinn að vera að vakna á nóttunni allataf eftir að við komum heim í sumar. Vonandi að hann haldi áfram að sofa svona vel. Við komum svo heim um hádegi í gær og fór Margrét Helga í skólann og Kristján að vinna í morgun.

Þetta er bara svona smá lífsmark- skrifa betur fljótlega...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ og gleðilegt nýtt ár!!
Hvað seigir fólkið ?
Ég seigi bara allt fínt og fjölskyldan líka
Mamma átti afmæli í gær (16.janúar 2008)
Svo verður pabbi 50 ára 11.febrúar !!
Nóg að gera...nei grín það er ekkert mikið að gera (kannski seinna)
En annars skila kveðju til allra í fjölskyldunni
Kveðja,Kristín Helga

Kristín Helga (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 17:37

2 identicon

Mikið er gaman að lesa þetta :) Þetta hljómar ótrúlega vel og gott að þið hafið átt góð jól! Ég sakna ykkar samt mjög mikið, sérstaklega litlu gormanna og ég bið svo innilega að heilsa þeim :) Ég er farin að hlakka til að fá bréfkorn frá prinsessunni á heimilinu ;) Vona að henni gangi vel í skólanum. En hafið það gott elskurnar mínar :*

Anna Lilja (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband