4.10.2006 | 06:02
Tappi litli
2. október Tíminn flýgut áfram. Ég er búin að vera voða andlaus eitthvað og hef ekki funndist ég hafa neitt merkilegt að skrifa um. Allavega virðist regntíminn vera búinn. Það hefur ekkert rignt í fimm daga og í dag og í gær er alveg heiður himinn. Það munar mjög miklu þótt enn sé kalt inni í húsinu og þegar líður nær jólum verða næturnar mjög kaldar en þetta er allt annað líf. Annars gengur lífið sinn vanagang. Núna er reyndar haustfrí í norska skólanum þannig að ég fer ekkert að kenna þar á miðvikudaginn. Ég var hinsvegar að kenna á seminarinu í morgun og nú er ég búin að hafa tvær kennslustundir fyrir kórinn þar sem allt í lagi. 45 mínútur á viku er frekar lítið fyrir kór. Svo er ég að fara að byrjs með kór í ILC, kirkjunni sem við sækjum. Ég ætlaði að byrja í síðustu viku en þá mættu bara tveir þar sem það var Meskel hátíðin og mikið um að vera í bænum. Sjáum hvort ekki mæta einhverkir á morgun. Það ætla meira að segja nokkri af nemendum mínum hér að vera með. 3.okt. Jóel er búinn að eignast fósturbarn. Það er lítil skjaldbaka sem Kristján fann úti í gær og tilheyrir víst þessu húsi. Jóel er svo ánægður með hana. Gefur henni að borða og heldur á henni út um allt. Hann er mikill áhugamaður um dýr og á hverju kvöldi þegar hann er að fara að sofa fáum við ótal spurningar um lifnaðarhætti hinna ýmsu dýra. Það eru reyndar helst spurninngar um hver étur hvern. Hann er líka kominn með annað áhugamál og það er að safna töppum af gosflöskum. Pabbi hans drekkur mikið Ambo sem er náttúrulegt sódavatn selt í glerflöskum (eins og allt annað gos hér). Hann er því alltaf mættur um leið og pabbi opnar flösku og fær að hirða tappana. Systir hans styður hann einlæglega í þessari söfnun. Í gær benti Fantanesh, húshjálpin okkar mér á að það væru fimm opnar kókflöskur, með kókinu í, í kókkassa sem stendur í þvottahúsinu. Við skildum nú ekki alveg hvernig í þessu lá. Asnakú hafði ekki séð krakkana neitt vera að vesenast enda fannst okkur ólíklegt að svona lítil börn gætu opnað kókflöskur. Þegar ég fór hinsvegar að ræða málið við dóttur mína kom í ljós að hún var sökudólgurinn. Já, en Jóel langaði svo í tappana svo ég bara tók þá fyrir hann! Ég spurði hana hvernig hún hefði farið að því. Bara svona eins og þið gerið, svona.. og svo sýndi hún með látbragði hvernig hún hefði farið að. Já henni er ekki fisjað saman. Nú er Margrét Helga að mér virðist vera farin að hjóla. Hjálpadekkin á hjólinu voru svo léleg og eru núna bara beyglur sem standa út í loftið en hún hjólar samt alveg á fullum krafti. Það er ekki að sjá að þetta sé nýtt hjól. Allir aukhlutir dottnir af og afturhjólið orðið svo skakkt að það skröltir og ískrar í hjólinu þegar hún fer af stað. En áfram kemst hún og finnst þessi ólæti bara í fína lagi því þá er þetta eins og mótorhjól! Þetta eru bara kínversku gæðin sem boðið er uppá hér á landi.Í morgun vorum við með langan skóladag. Það er gaman að sjá hvað þau eru ólík systkinin. Jóel er svo nákvæmur og vandvirkur með öll sín verkefni. Passar vel að lita ekki útf yrir og lita jafnt og fallega meðan systir hans nennir eiginlega ekki að standa í þessu og hálfkrotar með blýanti það sem hún á að lita. Hún vill komast sem fyrst í næsta verkefni! Líkist kanski móður sinni þar! 4.okt. Jæja þá er nokkuð öruggt að regntíminn er búinn. Það er alveg yndislegt hér núna. Krakkarnir fóru meira að segja í buslulaugina í gær og nú getum við kanski farið að nota Sheraton ferðina sem mamma og pabbi gáfu okkur í sumar. En ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili og reyni að koma þessu á netið. Ég alltaf að vinna í því að koma fleiri myndum til hans bróður míns en það hefur gengið heldur treglega en þetta hefst allt að lokum.Guð blessi ykkur
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.