Bæjarferð

5.oktVið hjónin fórum í bæinn í gær sem er nú kanski ekki í frásögu færandi nema hvað að það sprakk á bílnum. Það er nú svo sem ekkert sjaldgæft þar sem dekkin á bílnum sem við höfum til umráða eru frekar léleg og vegirnir eru núna alveg hræðilegir eftir regntímann. Allvega þá komum við við á dekkjaverkstæði sem er bara hérna aðeins ofar í götunni. Þetta er alveg ákaflega frumstætt dekkjaverkstæði. Þeri voru ekki með neinar græjur aðrar en sleggjur til að ná dekkjunum af hjólkoppunum og svo handknúna litla tjakka, svona eins og maður hefur í bílnum. Til að finna göt á slöngum eru þeir með stórt baðkar fyrir utan, fullt af vatni. En þrátt fyrir allt tókst þeim að gera við dekkið og það kostaði heilar 80 íslenskar krónur!Svo fórum við í bæinn til að versla og til að láta gera við gleraugun mín og úrið mitt. Úrið mitt var í viðgerð fyrir tveimur vikum síðan en það hélt ekki nema nokkra daga svo við sjáum hversu lengi þessi viðgerð dugir. Gleraugun mín brotnuðu líka í annað skiptið fyrir nokkuð löngu síðan og þar sem ég er frekar slæm af ofnæmi er ekki mjög gáfulegt að vera alltaf með linsur. Þegar gelraugun brotnuðu í Noregi í fyrra fór ég bara inn í næstu gleraugnaverslun og gert var við þau, ekkert mál. Hér fór ég búð úr búð en hvergi hægt að gera við þau. Þannig að það endaði með að ég keypti nýja umgjörð og lét setja gömlu glerin í. Ég held að umgjörðin kosti svipað og viðgerðin kostaði í Noregi í fyrra. Þetta eru sko "lacoste" umgjarðir en líkurnar á að þær séu ekta eru engar! Allavega fær maður ekki sæmilegar umgjarðir heima fyrir 4000 kall svo ég er bara sátt. Vonandi að þetta endist eitthvað. Mig var nú farið að langa dáldið mikið í nýjar umgjarðir, hin var ég búin að eiga frá því að ég kom frá Eþíópíu fyrir 10 árum og geri aðrir betur! Þetta verður bara afmælisgjöfin mín í ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Helga Vilborg! Köbenkveðja, Svava María o.co.

Svava María (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 18:43

2 identicon

Til hamingju með afmælið og nýjasta verðandi fjölskyldumeðliminn. Gangi ykkur sem allra best.
Kveðja
Guðrún Laufey

Guðrún Laufey (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband