Loksins....

 

Jæja, þetta varð síðan ekkert mjög fljótlega, þið verðið að afsaka bloggletina í mér. Ég lá reyndar í rúminu alla síðustu viku með einhverja ferlega magapest og er enn ekki orðin alveg góð. Kem litlu af mat oní mig sem erir að verkum að amaður er hálf eitthvað slappur. En þetta er allt í áttina. Það er reynar alveg nóg af okkur að frétta. Fyrir það fyrsta þá er búið að ákveða að við flytjum í sumar til Voito í suðvestur Eþíópíu. Fyrir að verða 20 árum hóf Guðlaugur föðurbróðir minn ásamt fjölskyldu sinni og norskum hjúkrunarfræðingi, starfið þar. Sl. 1 og ½ hafa ekki verið neinir kristniboðar þar en full þörf á. Við vorum beðin um þetta í desember og svöruðum því játandi þar sem við vorum búin að segja að við værum tilbúin að fara út á land ef þörf væri á fólki og hægt væri að nota okkur. Nú í byrjun janúar var þetta svo staðfest. Þetta verður auðvitað mikil breyting. Þarna er mjög heitt og eiginlega alveg lenst útí í buskanum. En við erum mjög spennt og vonum að við komum að gagni. Vegna þessara flutninga framlengjum við tímabilið um eitt ár eða til ársins 2010. Annað er svo að Margrét Helga er búin að skipta um skóla. Það kemur m.a. til af flutningunum sem hún skiptir núna. Eins og staðan er í dag verður enginn norskur skóli starfandi í Addis frá og með næsta hausti. Margrét Helga og Jóel koma til með að vera í heimaskóla í Voito en þær vikur sem við verðum í addis fara þau á Bingham Academy sem er skóli rekin af stórum alþjóðlegum kristniboðssamtökum (SIM) sem starfa hér. Það var síður en svo auðveld ákvörðun að taka hana úr norska skólanum núna. Norski skólinn er mjög góður og metnaðarfullur skóli og frábærir kennarar en því miður eru börnin orðin svo fá að það fullnægir ekki félagslegum þörfum. NLM kemur áfram til með að skipulegjja heimaskóla en við sjáum ekki ástæðu til þess að fylgja norskri námskrá í heimaskóla þar sem krakkarnir koma aldrei til með að ganga í norskan skóla. Það er ákveðið að allir krakkarnir frá og með 5. Bekk fari á Bingham og sömuleiðis þau sem búsett verða í Addis af yngra stiginu. Þess vegna eftir miklar pælingar og viðræður fundum við út að þetta væri réttast. Þarna fá þau tækifæri til að eignast vini og vera í alvöru skóla. Þar sem skólinn er á ensku og krakkarnir okkar kunna voða litla ensku þá ákváðum við að láta þau byrja núna strax til að undirbúa þau fyrir haustið. Við skráðum þau í heimaskólaprógrammið þannig að Margrét Helga verður bara þrjá daga í viku og svo verðum við með íslenskutíma hér heima hina tvo dagana. Þetta eru langir og massífir skóladagar svo þetta er meira en nóg fyrir hana. Hún var fyrsta daginn í dag og gekk bara mjög vel. Hún hefur verið mjög spennt fyrir þessu sjálf og greinilegt að hún þarf aðeins stærra félagslegt umhverfi. Ég fylgi henni alveg til að byrja með og svo þegar hún verður komin í gang byrjar Jóel í Kindergarten en þá líklega bara tvo daga í viku. Okkur lýst vel á þetta og trúum að við höfum tekið rétta ákvörðun. Við höfum líka mikið beðið fyrir þessu og finnst að þetta sé rétt. Í Voíto komum við svo til með að fylgja íslenskri námskrá að hluta og beskri að hluta. Þau eru ótrúlega liðleg þarna í skólanum og vilja allt fyrir okkur gera til að þetta gangi sem best. En við erum líka þakklát fyrir tímann sem Margrét Helga hefur fengið í norska skólanum og þakklát fyrir að fólkið þar sýnir þessari ákvörðun okkar svo mikinn skilning.

Ragnar frændi kom út til okkar á sunnudagsmorguninn. Hann var drifinn beint á karatesýningu og ústskrift á vegum Misba, karateþjálfarans hans Jóels. Jóel var líka að sýna fyrir fullum sal af fólki eins og ekkert væri eðlilegara. Ég varð að vera heima með litlu strákana en hefði svo gjarnan viljað sjá þetta. Kristján tók þetta upp á video svo ég fæ að sjá þetta þannig. Svo höfðum við boðið Kusse frá Konso í mat til að hitta Ragnar en þeir hittust á Íslandi þegar Kusse fór þangað í ferð á vegum SÍK og Hjálparstofnunnar Kirkjunnar. Á mánudaginn heilsaði hann svo upp á fólkið hér á Seminarinu og fór í bíltúr með Kristjáni. Svo var okkur öllum boðið í hádegismat til Osvald og frú, sem er yfirmaður okkar hér. Ég þurfti svo að flýta mér heim að undirbúa afmælsiveislu fyrir þriggja ára hnoðraling. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann fattar almennilega að hann á afmæli. Við buðum nokkrum gestum í afmælis og bollukaffi. Hann var eitthvað voða þreyttur um morguninn litli kallinn og steinsvaf þegar við reyndum að syngja fyrir hann kl. 7 um morguninn! En hann var alsæll með daginn. Aðalgesturinn var Feni vinkona hans sem er dóttir Tiblets sem vinnur á skrifstofu NLM. Þau knúsast og kyssast í hvert skipti sem þau hittast og í afmælinu var hann alltaf að gefa henni eitthvað. Hún er skilst mér á mömmu hennar líka alltaf að tala um Abúte Kía (það er nafnið sem Dagbjartur Elí hefur fengið hér úti og eþíóparnir þekkja hann ekki undir öðru nafni!).

Það voru gerðir bolluvendir og bakaðar bollur hér á laugardaginn til að halda í íslenskar hefðir. Jóel vildi reyndar hafa spítuna af sínum vendi tóma því þ´gæti hann slegið hraðar!! Hann er allur í að æfa sig og þjálfa og að spá i hvort vöðvarnir séu að stækka. Helstu fyrirmyndirnar eru Jón Páll og íþróttaálfurinn auk Misba karatekennara. Við eigum heimildarmyndina um Jón Pál sem annaðhvort Margrét Helga eða Jóel sáu með pabba sínum eitthvert kvöldið og þau gjörsamlega heilluðust!

Svo erum við að fara aftur til Awasa á föstudaginn. Þá er ráðstefna kristniboðanna að byrja og verður Ragnar með okkur þar. Hann fór í morgun með flugi til Omo Rate og kemur svo upp með Kalla og Raggý.

Það er ss. Nóg að gera hjá okkur og alltaf eitthvað spennandi. Bráðum koma svo mamma og pabbi í heimsókn og þá verður eins árs afmæli fyrir Davíð Ómar. Hann er farinn að reyn að tala og segir „etta"(þetta)og bendi rút um allt og „na" sem er amharíska og þýðir komdu (2.p.kk) svo segir hann líka mamma og baba. Maður verður nú aðeins að fá að monta sig pínu!

Jæja við erum allvega eldspræk og og frísk þrátt fyrir magapestir við og við en það tilheyrir nú bara hér. Á meðan það er ekkert verra erum við þakklát.

Bið ykkur Guðs blessunar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af ykkur.  Langaði til að senda síðbúna afmæliskveðju á litla guttan.  Knúsið hann frá okkur.

 Bestu kveðjur,

Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:43

2 identicon

Yndislegt að fá smá fréttir af ykkur :* og heyra að allt gengur vel. Sakna ykkar allra :*

Kærleikskveðjur,

Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 08:35

3 identicon

Hamingjuóskir með þriggja ára gæjann! Alltaf gaman að lesa um hvað á daga ykkar drífur. Hafið það gott áfram.

Svava María o.co.

Svava María (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:39

4 identicon

Til hamingju með Dagbjart Elí (knúsaðu hann frá mér )
Biða að heilsa,
Kristín Helga

Kristín Helga (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband