12.- 19. apríl

 

12. apríl

Helgin senn á enda. Ég lofaði að vera duglegri að skrifa en það er svona hipps um happs hvneær þetta kemst á netið....

Í gær hittum við aftur Svavar Gestsson ásamt Kalla og Raggý. Hann vildi gjarnan hitta okkur aftur og heyra meira um starfið okkar hér. Við hittumst því á Kasa inces, og fékk hann að skoða aðeins norska skólann og lóþ kristniboðsins. Svo bauð hann okkur öllum út að borða. Við órum á Family Restaurant sem er uppáhaldsstaður krakkanna því þar fá þau blöð og liti sem þau geta dundað sér með þar til maturinn kemur. Þetta er nýr staðru sem sérhæfir sig m.a. í mexíkönskum eða kóskum eða hvað maður á nú að segja- mat. Örugglega eini staðurinn í Addis sem ekki er hægt að fá eþíópskan mat!

Í dag tókum við því bara rólega hér heima og borðuðum graflax í hádeginu sem mamma og pabbi komu með með sér. Við fórum svo aftur á Kasa inces í kaffi. Jóel var mjög glaður að hitta Jóhannes vin sinn sem á heima í Jinka en verður núna í tvær vikur í Addis. Margrét Helga lék sé með stelpunum sem eiga heima á lóðinni og litlu gormarnir undu sér vel í rennibraut og rólum. Davíð Ómari finnst svo gaman í rennibautinni og verður hundfúll þegar hann þarf að fara heim. Hann getur sjálfur prílað upp stigann, ég held nú samt í buxnastrenginn á honum til öryggis. Þeir þurftu báðir ásamt pabba sínum að fá sprautur í dag. Davíð Ómar var líka viktaður og mældur. Ég var svo viss um að hann hefði þyngst alveg helling þar sem hann hefur verið svo duglegur að borða undanfarið en hann hafði ekki þyngst nema 100 g frá í febrúar. Hann hefur líka aðeins lækkað í lengdarkúrfunni og er mjög lítill eftir aldri. Hann þarf núna að fara á ormalyf því það getur verið að hann hafi fengið orma sem hægja á vextinum. Hann er enn innan eðlilegra marka í kúrfunni en alveg á neðstu línu og má ekki fara niðurfyrir hana. Þið megið gjarnan biðja fyrir því að hann fari að taka við sér. En annars er hann hress og kátur og er núna alltaf að sýna hvað hann er sterkur. Það er alveg hrikalega krúttlegt. Svo leikur hann að hann sé týndur og heldur þá fyrir eyrun á sér- algjör rófa! Svo er hann kominn með fjóra jaxla, eða þ.e.a.s. þeir eru hálfkomnir upp. Hann er bara svo mikill gleðigjafi og krúttulínus en líka alveg ótrúlega ákveðinn og lætur heyra í sér ef hlutirnir eru eitthvað öðruvísi en hann vill hafa þá.

18. apríl

Afmælisdagur mömmu- til hamingju mamma mín!

Svo er þetta líka brúðkaupsafmæli Gígju og Nonna- til hamingju líka kæru vinir!

Smá gullkorn:

HVS: Jóel manstu hvað kennarinn þinn heitir?

JK: Já hún heitir Yes Miss Oram

Ég sagði kennaranum hans frá þessu sem fannst þetta mjög sniðugt. Hann er ss búinn að læra að svara svona þegar lesið er upp á morgnanna!

Það gengur mjög vel hjá Jóel í kindagarðinum og Margrét Helga stendur sig eins og hetja að vera ein í skólanum núna. Ég var reyndar hjá henni á miðvikudaginn því hún var eitthvað þreytt. Hún er farin að lesa á ensku og skilur og talar alveg helling. Jóel er líka alltaf að koma mér á óvart, hann skilur miklu meiri ensku en ég hélt. Í gær voru þau svo systkinin á fullu að æfa sig að skrifa á amharísku með hjálp Asnakú! Ekki amalegt að vera 5/6 ára og geta talað, lesið  og skrifað  fjögur tungumál! (íslenska, norska, enska og amharíska) Þess má geta að amharískan er ekki skrifuð með latnesku letri heldur svokölluðum fídelum sem eru um 240 talsins að mig minnir og er ekki óskilt hebresku letri. Ég les eins og sex ára krakki þegar ég les amharísku! Kristján er miklu betri að lesa en ég, enda duglegri að æfa sig. Ég er samt orðin ágæt í að tala held ég, get allavega gert mig vel skiljanlega. Þetta er ekki akkúrat auðveldasta tungumál í heimi og lant í að við getum talist fullnuma í því!

19. apríl

Í dag var hið árlega Addishlaup norska skólans. Þá safna nemendurnir áheitum og reyna að hlaupa eins marga 500m hringi og þau geta á 1 og ½ tíma. Jóel hljóp heila 18 hringi Margrét Helga hljóp 11 (hennar markmið var að bæta metið sitt frá í fyrra og þegar því var náð nennti hún ekki meiru!) Dagbjartur Elí fór 2 hringi sjálfur en fór svo 11 til viðbótar í kerrunni sem ég hljóp með og nokkra hringi var Davíð Ómar líka í kerrunni svo ég fékk heilmikla hreyfingu út úr þessu. Miðstöðin var hér í garðinum hjá okkur og hlaupið hér á lóðinni. Svo var hægt að kaupa wodd í bollu á eftir og gos og Ambó. Þetta er alltaf hin besta skemmtun og svo renna peningarnir sem inn safnast til að hjálpa bágstöddum börnum hér í Eþíópíu.

Nú eru hins vegar allir hálfdasaðir og ég líka svo ég segi þetta gott í bili. ER meira að segja nettengd!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ. Bara að leggja inn smá kveðju hérna. . .
Hafið það gott í góða veðrinu í afríku.

Kveðja, Björgvin

Björgvin J (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:10

2 identicon

HÆ  ÖLLSÖMULL,

                 gaman að  heyra  hvað þau eru dugleg ,  í málinnu  og að hlaupa.

                  EN    bara vona  og bið að litli   kúturinn  lagist.

                                                kær kveðja  SOFFA.

soffia (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband