2.5.2008 | 12:05
23.apríl- 1. maí
23. apríl
Þá er ég orðin grasekkja, allvega fram á sunnudag. Kristján fór til Arba Minch með flugi í morgun og er svo væntanlega á leið til Voito eða kominn þangað í þessum orðum rituðum. Hann á flugmiða til baka frá Arba Minch á sunnudaginn en Osvald yfirmaðurinn okkar var að óska eftir því að hann yrði viku í viðbót. Kristján ætlaði nú samt að reyna að koma á sunnudaginn.
26. apríl
Kristján átti bókað flug í dag frá Arba Minch en svo er allt í einu ekki flogið af því að það eru eþíópskur páskadagur í dag! Dæmigert. Hann var meria að segja búinn að láta tékka á þessu sérstaklega. Hann ætlaði að sjá hvort ekki gengju rútur í dag, þá kemur hann heim seinnipartinn í dag. Það verður gott að fá hann heim. Ég veit ekki hvernig þetta verður ef ég þarf eitthvað mikið að vera ein í Addis með krakkana þegar við verðum flutt suðureftir. Jóel er búinn að gráta á hverju kvöldi því hann saknar svo pabba og Margrét Helga líka. Dagbjartur Elí botnar ekkert í þessu. Ég leifði Margréti Helgu og Jóel að vaka aðeis lengur í gær eftir að litlu strákarnir voru sofnaðir og við horfðum saman á Madagascar og borðuðum kókoskúlur sem við bjuggum til í gærdag. Það fannst þeim mikið sport.
Annars er þetta búið að ganga ágætlega hjá okkur. Ég var reyndar eitthvað slöpp og drusluleg í gær, hef nælt mér í eitthvert leiðinda kvef. Mér finnst ég nú eitthvað skárri í dag. Ég svaf reyndar ekkert allt of vel bæði vegna þess að það var eitthvert næturbrölt á Jóel og Dagbjarti Elí og svo er eins og ég sagði páskadagur hér í dag og orþodox prestarnir því alveg á blasti fram eftir nóttu. Ég hef nú aldrei heyrt svona mikið í þeim eftir að við fluttum hingað. Ég sef reyndar inni hjá krökkunum á meðan Kristján er í burtu og herbergið þeirra snýr í átt að næstu kirkju svo það getur verið ástæðan líka. Og það merkilega er líka að þótt rafmagnið fari af allstaðar í kring virðast þeir alltaf vera með feikinóg rafmagn! Eru líklega með rafgeymi- en þvílíkur háfaði. Ég er fegin að við búum ekki lengur á málaskólanum, það er ekki vært þar á nóttunni! Það er einhver ótrúleg árátta hér í landi að nota sem mest hátalara og gjallarhorn og hafa þar að auki allt svo hátt stillt að hátalarnarnir eru við það að springa. Þetta er líka vandmál í Mekane Yesus kirkjunni. Svo er það nýjasta að allir skólar eru komnir með hátalarakerfi og svo heyrir maður krakkana gaula í kerfið á morgnana. Við heyrum það hingað en skólinn er í kílómeters fjarlágð frá okkur. Ég skildi fyrst ekki hvað þetta var, hélt fyrst að prestarnir væru endanlega gengnir af göflunum en þá eru þetta ss. grunnskólabörn! En ég hugsa að þetta sé hvergi jafn slæmt og á kristniboðsstöðinni í Neghelli. Þar er skóli kirkja og fangelsi og gott ef ekki moska líka, alveg við stöðina og allir nota hátalara og gjallarhorn miskunnarlaust á hæsta styrk hvenær sem er sólarhrings. Þau sem búa þar núna, eldri hjón, eru alveg orðin uppgefin því þau fá aldrei nokkurn svefnfrið, hvorki á nóttunni né daginn. Manni finnst bara merkilegt að þetta skuli vera leyfilegt. Þannig að þeim sem finnst kirkjuklukkurnar heima háværar þá er það bara músartíst í samanburði við þetta allt saman!
- 1. Maí
Frídagur hér sem annarsstaðar. Í gær var tvíburadagur í skólanum hjá krökkunum. Þá eig allir að koma klæddir sem tvíburar, tveir og tveir eða jafnvel þríburar eða fjórburar. Skólanum er skipt í þrjá hópa sem hver ber nafn frægra kristniboða og alltaf þegar keppnir eru eða uppákomur sem þessar fá liðin stig fyrir þáttöku hvers og eins og auka stig ef einhver úr þeirra liði vinnur. Þetta var mjög skemmtilegt og litríkt og ótrúlegt hvað krakkarnir eru hugmyndaríkir. Það eru nokkrir svona dagar á ári m.a. crazy hair- day" og crazy hat- day" (brjálaður hárdagur og brjálaður hattadagur). Þau systkinin dressuðu sig upp í eins boli með íslenskum fána á maganum og eins derhúfur. Þau eru bæði hæstánægð í skólanum og gaman að sjá hvað Margrét Helga er farin að blandast vel inn í hópinn. Jóel er enn að kynnast krökkunum og læra málið enda styttra síðan hann byrjaði en honum finnst mjög gaman og virðist líka vera góður námsmaður. Hann er fljótur að átta sig td. á stærðfræðinni og er mjög vandvirkur og vinnusamur.
Kristján kom heim á sunnudaginn eftir velheppnaða ferð til Voito. Hann kom með rútu frá Arba Minch og var 13 tíma á leiðinni! Það tekur svona uþb 8 tíma ef maður keyrir sjálfur. Svo eru þessar rútur líka gjörsamlega troðfullar af fólki. Setið á ganginum líka! En hann kom heill heim og það var nú fyrir mestu. Hann tók dáldið af myndum af húsinu og lóðinni. Það þarf ýmislegt að gera við húsið, ss lagfæra net og mála og þess háttar en mér skildist að Mariann og Jens Espeland og Hanna Rassmusen sem búa í Jinka ætli að vinna eitthvað í því áður en við komum. Það verður mikill munur að þurfa ekki að byrja á svoleiðis stússi með alla krakkagormana og vera ein þannig að við erum þeim mjög þakklát fyrir það. Þetta verður heilmikil breyting og margar áskoranir en við erum spennt, spenna sem er blanin bæði tilhlökkun og kvíða en við vitum að við erum í hendi Guðs og við trúum því að hann hafi kallað okkur til að fara til Voito. Við vitum líka að það eru margir sem biðja fyrir okkur.
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Drottinn veri með ykkur. Við biðjum daglega fyrir ykkur og fylgjumst vel með fréttum af ykkur bæði á blogginu og skrifum frá SIK. Reyðum okkur á fyrirheit Drottins frelsara okkar.
Sigursteinn H. Hersveinsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.