7.-18.maí

 

7.maí

Gullkorn:

Við Dagbjartur Elí vorum að skoða fjölskyldumyndirnar sem eru uppi á vegg hjá okkur og hann var að reyna að muna hvað allir hétu. Lengi vel kallaði hann Ernu Lilju litlu hennar Öglu Mörtu „Vatnalilju" og núna mundi hann ekki alveg hvað Dagbjört Rós frænka hét og sagði „Þyrnirós"  Hljómar mjög líkt!

Emilie er dóttir danskra kristniboðahjóna sem starfa með okkur. Jóel spurði mig einn daginn hvaða landi þau kæmu frá.  HV: „Danmörku" JK: „En þau eru jú dönsk"  HV:" Já vegna þess að þau koma frá Danmörku eru þau dönsk." Ég held samt þau hafi ekki alveg tengt þetta með að vera frá Danmörku og svo að vera dönsk, héldu að það væri eitthvað tvennt ólíkt því Margrét Helga spurði: „Mamma eru Emilie, Karoline og Kasper tekin að sér?" (Hún átti við ættleidd!).

Á leið í skólann eru þau mjög upptekin af að skoða allt fólkið sem þau sjá á götunni á leiðinni. Þau veit alltaf fallegum ungum stúlkum athygli sem eru margar hér og oft með fallegar hárgreiðslur. Einn morguninn komu þessi viðbrögð: MH: „Jóel sjáðu þetta er sko falleg dama" Jóel: „Þetta er prinsessa, halló Hafnafjörður!"

 

Rigningin er loksins komin og nú rignir eldi og brennisteini. Þetta er hálf öfugsnúið því maí á að vera heitasti mánuðurinn en apríl var meira eins og maí hefði átt að vera svo nú eru mestar líkur á að þetta verði bara einn langur regntími hér í Addis. Það veitir ekki af regninu. Kanski fer þá að vera sjaldnar rafmagnslaust. Við erum rafmagnslaus einn til tvo sólarhringa í viku núna.

Margrét Helga blómstrar alveg í skólanum. Hún nær góðu sambandi við krakkana og fer stöðugt fram., Hún er kát og glöð og maður sér líka vel á myndunum sem hún teiknar hvað hún er sátt. Það er mikil litagleði og kátína í myndnum hennar. Jóel gengur líka vel og er mjög afslappaður yfir þessu öllu saman. Honum finnst gaman að fara í fótbolta með strákunum og fer líka stöðugt fram í enskunni.  Davíð Ómar er loksins farinn að þyngjast eitthvað að ráði aftur og bætti á sig 400 g á sl þremur vikum. Þar á undan hafði hann ekki þyngst um nema 100g á rúmum tveimur mánnuðum. Á mánudaginn (5.maí) tók hann svo loksins 10 skref óstuddur! Hann hélt á leikfangi í sinhvorri hendi og gekk til mín. Hann hefur ekki endurtekið leikinn ennþá en þetta er allt í áttina. Dagbjartur Elí er alltaf sama krúttið og algjör grallaraspói. „Mamma þú ert svo mjúkur"  er setning sem ég heyrir oft og svo kemur hann og knúsar mig. Hann er svoddan bangsi. Hann getur verið alveg óttalega óþekkur en er svo góður og ljúfur þess á milli. Han getur setið tímunum saman og lesið bækur eða hlustað á geisladiska. Lína Langsokkur er í miklu uppáhaldi. Svo er Dimmalimm uppáhaldsbókin hans um þessar mundir og hana verður að lesa minnst tvisvar á dag.

18. maí

Í gær var mikið um dýrðir eins og alltaf í norska samfélaginu á 17. Maí. Hátíðarhöldin hér voru aðeins öðru vísi en verið hefur undanfarin ár þar sem sendiráðið tók að sér að bjóða upp á hádegismat og þar voru líka leikir og skrúðganga fyrir börnin. Ég spilaði bæði við fánhyllinguna og í guðsþjónustunni og söng og var með barnakórinn og fullorðinskórinn. Ég var eitthvað voða stressuð en þetta hafðist nú allt þrátt fyrir að allt hafi ekki verið alveg eins og ég æfði það, en þannig verður það kanski heldur aldrei. Okkur var sérstaklega boðið á sendiráðið í þetta sinn. Það var eitthvað á huldu fyrst hvort dagskráin þar ætti bara að vera fyrir Norðmenn en svo fengum við sérstök skilaboð um að við værum velkomin, það væri ekki hægt annað þar sem við tækjum svo mikinn þátt í dagskránni. Við vorum auðvitað glöð yfir því, ekki síst barnann vegna þar sem fyrir þeim 17. maí í sama flokki og jól og páskar! Þau voru meira að segja farin að spila jólalög um daginn og þegar ég ætlaði að stoppa þau sögðu þau: „Já en það er 17. maí á laugardaginn"! Við erum nú líka að reyna að vekja þau til vitundar um okkar þjóðhátíðardag og við höldum alltaf upp á hann. Syngjum og veifum fánum í lítilli fjölskylduskrúðgöngu og borðum góðan mat. Svo er næst á dagskránni að þau læri þjóðsönginn. Þau kunna núna Þorraþrælinn næstum allan sem er þvílíkur tungubrjótur ekki sýst fyrir fjöltyngd börn eins og þau, þannig að ég held að það verði lítið mál fyrir þau að læra þjóðsönginn.

Rigningarnar sem virtust ætla að koma af krafti fyrir tveimur vikum hafa aftur látið standa. Það er mjög heitt en það er meiri raki í loftinu. Nú er rafmagnið tekið af okku þrjá sólarhringa í viku og vatnið fer líka í kjölfarið. Þeir hafa verið að gefa út einhverjar dagsetningar hvenær rafmagnið fer af á ákveðnum svæðum en það hefur aldrei neitt staðist þannig að við erum hætt að spá í það. Maður bara fyllir tunnurnar í skúrnnum af vatni um leið og það kemur svo það sé alltaf nóg þegar vatnið fer.

Davíð Ómar er loksins farinn að ganga. Hann gengur nú ekkert lengra en hann nauðsynlega þarf og er óttalega valtur en hann tekur allavega svona tíu, fimmtán skref í einu. Hann er loksins farinn að þyngjast en það er bænarefni að það hann haldi áfram að vaxa og stækka eðlilega. Hann er svo mikið krútt. Jóel er alltaf á fullu að æfa íþróttir og er m.a. annars duglegur að taka armbeygjur. Litlu bræðrunum finnst auðvitað allt sem stóri bróðir gerir vera alveg stórkostlegt og reyna að herma eftir honum. Armbeygjurnar hans Davíðs Ómars eru sko örugglega þær krúttlegustu í heimi! Hann leggst á magann og lyftir höfðinu upp og niður! Svo er hann týndur og setur þá hendurnar fyrir eyrun og svo er hann sætastur að sýna hvað hann er sterkur. Það kemur skúffa á munninn og svo verður hann alveg bleikur í framan af áreynslu! Hann er sannkallaður gleðigjafi eins og þau öll krílin okkar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Albertsdóttir

Kveðja til ykkar allra.

Var að ráfa um bloggheima og rakst á bloggið þitt. Gaman að geta fylgst með ykkur þrátt fyrir að miklar vegalengdir skilji okkur að. Guð blessi starf ykkar á kristniboðsakrinum.

Kveðja, Árný og Gísli.

Árný Albertsdóttir, 19.5.2008 kl. 21:00

2 identicon

Mjög gott og gaman að fá að fylgjast með ykkur á þennan hátt

Blessunaróskir

kveðja Ingibjörg og Sigursteinn 

Sigursteinn H. Hersveinsson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:28

3 identicon

Yndislegt að heyra frá ykkur :* Sakna ykkar alveg óskaplega mikið! :) Ég sendi lítið bréf á litlu prinsessuna, vonandi fær hún það fljótlega...

Kærleikskveðjur á ykkur öll!

- Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband