9.11.2006 | 18:56
Afsakið laaaaaangt hlé!
31. okt Komið að októberlokum og regtíminn á að vera búinn en skyndilega hætti hann við að hætta svo það hefur rignt eldi og brennisteini nánast alla helgina. Frekar pirrandi. Ég var búin að pakka niður öllum stígvélum og pollagöllum því ég gerði ekkert ráð fyrir meiri rigningu en svona er víst alltaf eitthvað að breytast veðráttan í heminum. Þetta er verst fyrir bændurna hér, sérstaklega þá sem rækta teff sem er aðalkorntegundin sem notuð er í indjera sem er meginuppistaðan í fæðu fólks hér. Núna þurfa þeir vindinn og þurrkinn sem venjulega er á þessum árstíma því annars er uppskeran í hættu. Það hefur reyndar ekkert rignt í dag en það er voða dumbungslegt. Í gærmorgun þegar við vöknuðum var sól svo við ákváðum að taka áhættuna og fara á Sheraton hótelið í sund. Mamma og pabbi gáfu okkur pening í sumar til að fara en þá var bara aldrei nógu góður dagur. Í gær var frí á seminarinu svo við ákváðum að skella okkur. Við vorum bara nokkuð heppin með veður en vindurinn var kaldur og það getur verið blekkjandi í sólinni. Kristján og Jóel brunnu dáldið þrátt fyrir að við hefðum notað vel af sólavörn. En þetta var allvega voða gaman og krakkarnir skemmtu sér konunglega. 9. nóv.-06 Jæja, nú er nóg komið að leti. Ég hef bara ekki nennt að skrifa í langan tíma en nú skal ég reyna að bæta úr því. Við erum öll nokkuð hress nema hvað Jóel greyið hefur verið plagaður af sýkingum. Fyrst fékk hann sár á rassinn sem síðan blés út og síðan síðasta sunnudag hef ég borið á hann bakteríudrepandi kvölds og morgna. Hann hefur verið með umbúðir því það vessar svo úr þessu. Þetta er samt allt á góðri leið og að jafna sig. Honum finnst bara verst þegar taka þarf umbúðirnar af því það er svo sárt. Þetta er líka á dáldið stóru svæði og á viðkvæmum stað. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingur kristniboðsins hefur verið að fylgjast með þessu líka og það var hún sem lét mig fá smyrsl og umbúðir. En svo tók nú reyndar ekki betra við. Fyrir tveimur dögum fór hann að kvarta um verk í annarri stóru tánni, vildi hafa plástur á henni en ég sá ekkert sár eða neitt svo ég hélt þetta væri ekki neitt. Í gær fór svo táin að bólgna og í dag var komin stór blaðra og táin og hluti af fætinum rauður og stokkbólgin. Hann kemst ekki í skó og á erfitt með að ganga. Við sögðum við hann í gærkvöld að við yrðum að tala við Bjarte sem er norskur læknir og biðja hann að skoða tánna. Honum leist ekkert á það. Var eitthvað smeykur greyið. Hann vildi endilega fá að fara með pabba sínum að versla í morgun og svo þegar hann kom heim sagði hann að þeir hefðu hitt Bjarte í Bambis, sem er búðin og hann hefði skoðað tánna og nú væri allt í lagi! Ég vissi nú að það gat ekki verið því Bjarte er í málaskólanum á morgnana. Þetta var því bara tilraun til að losna við að fara til læknisins. Kristján sagði mér síðan að hann hefði verið að reyna að fá sig á leiðinni heim til að fresta þessari læknisheimsókn eitthvað. En í dag tókst mér svo að fá hann með mér til Bjarte. Hann var nú ekkert á því til að byrja með en svo fékk hann blöðru og varð sáttari. Þetta virðist vera einhver sýking, gæti tengst hinni sýkingunni en nú er hann kominn á sýklalyf svo vonandi fer þetta að lagast. Ég er bara hress. Fer ennþá í leikfimi á þriðjudagskvöldum með kristniboðakonunum en get nú ekki gert alveg allar æfingarnar. Svo er ég með meðgönguleikfimi á myndbandi sem ég reyni að gera reglulega. Ég finn samat að ég er farin að þreytast meira en áður. Húshjálpin mín skilur ekkert í því að ég skuli vera að sprikla svona á meðgöngunni og var alveg viss um að þetta væri stórhættulegt fyrir barnið. Ég held mér hafi tekist að sannfæra hana um að það þetta sé í fínu lagi og bara betra fyrir barnið. Það tíðkast ekki að ófrískar konur séu stunda í þróttir hér. Mér finnst stundum eins og það sé nánast litið á þær sem sjúklinga. Eftir fæðingu eiga þær líka að liggja fyrir í amk. Mánuð og ekki að ljáta sjá sig utan húss. Þær fá að fara á salerni kvölds og morgna en eiga annars að liggja og borða, næringarríkan, þ.e.a.s. feitan mat. Margar fitna því mikið á meðgöngu og eftir fæðingu. Þetta er kanski dálítið eins og það var áður fyrr í hinum vestræna heimi. Svona er menningin ólík en það er nú spurning hversu hollt þetta er fyrir konuna. Reyndar er þetta stundum ein fríið sem þessar konur fá og hér er fæðingrorlof aðeins þrír mánuðir. Margar hefja fæðingarorlofið mánuði fyrir fæðingu og eiga svo tvo mánuði eftir að barnið er fætt. Eftir það þurfa þær sem eru útivinnandi (sem á við um orðið flestar yngri konur hér í Addis) að fara að vinna og annað hvort ættingjar eða vinnufólk sjá um barnið á meðan. En nóg um það. Annars er ég stundum að verða vitlaus því mig langar svo í saltlakkrís en það er nokkuð sem ekki fæst hér frekar en nokkur lakkrís yfir höfuð! Það var betra meðan appelsínu og sítrónuæðið gekk yfir því það er nokkuð sem auðvelt er að ná í hér!Dagjartur Elí verður bara meira og meira krútt með hverjum deginum þótt ég segi sjálf frá. Hann talar orðið í heilum setningum bæði á amharísku og íslensku svo er hann ótrúlega fljótur að pikka upp orð og setningar á norsku líka þótt hann skili ekki mikla norsku að öðru leiti. Hann er sko alveg með á hreinu hver á að tala íslensku og hverjir amharísku. Honum finnst alveg fáránlegt þegar við segjum eitthvað við hann á amharísku. Raggi reyndi líka einhverntíma að segja eitthvað við hann en honum fannst það nú bara út í hött því hann vissi alveg að hann kann íslensku! Hann fer bara að skelli hlæja! Ragnhild má hinsvegar alveg tala við hann amharísku því hún kann ekki íslensku og hann skilur ekki alveg allt sem hún segir á norsku! Hann er algjör bókaormur og er lesandi allan daginn. Hann þykist líka kunna stafina og þegar Margrét Helga og Jóel eru að lesa eða skrifa eða leika með segulstafina sína tekur hann einn og einna staf eða bendir og segir: ess eða A osfrv. Hann er alveg hrikalega ákveðinn og getur tekið sig til og lamið bróður sinn eða bitið þegar hann fær ekki það sem hann vill. Jóel virðist vera auðveldari bráð en systir hans. Þau eru álíka hörð í horn að taka bæði tvö meðan Jóel er aðeins mýkri allur. Margrét Helga er núna farin að lesa aðeins en hún lærir með því að læra orðin utan að eins og myndir. Það virðist liggja betur fyrir henni en að læra eftir hljóðaaðferðinni svo ég reyni þá bara að fara meira þá leið þótt ég reyni líka að kenna henni að tengja saman hljóðin. Henni finnst skemmtilegast að lesa blaðsíðurnar í lestrarbókinni sem hún kann utanað en er ekki alveg eins til í að reyna á sig að lesa eitthvað nýtt. En þetta kemur allt saman. Jóel finnst gaman að læra stafina og skrifa þá en ég er ekkert að ýta á eftir honum við lesturinn . Það er nógur tími ennþá. Það er alltaf nóg að gera hjá okkur Kristjáni í kennslu. Ég er byrjuð á jólaundirbúningi í skólanum nú þegar því það er svo mikið um að vera. Áttunda des verða jóltónleikar þar sem nemendurinir verða með alls konar atriði. Ég ætla að láta tónmennta hópana flytja tvö jólalög. 1-4. bekkur syngur og 5. bekkkur leikur undir. Það þarf að æfa vel svo ekki seinna en vænna að byrja. Það kvöld verður líka Luciatåg að sænskum sið þar sem sænski skólinn tekur líka þátt. Krakkarnir þurfa að kunna allt utanað fyrir það og svo eiga þau seinna um kvöldið að syngja í sænska sendiráðinu. Barnakórinn syngur líka á tónleikunum. Svo er barnakórinn byrjaður að undirbúa aðfangadagskvöld því þau koma til með að vera í aðalhlutverki í guðsþjónustunni sem við verðum með þá. Ég ákvað að nota hugmyndina úr Hallgrímskirkju og við ætlum að nota textann út tölvubiblíu barnanna ( á norsku að sjálfsögðu) svo leika þau og syngja auk þess sem söfnuðurinn tekur að hluta til þátt í söngnum. Þau þurfa að læra svo mörgt lög utan að að við ákváðum að byrja í síðustu viku þannig að það er bara jólastemning. Það gengur líka bara vel á seminarinu nema hvað á mánudaginn mætti ég til vinnu en nemendurnir, allir nema þrír af 45 neituðu að mæta í tíma. Þau sátu bara fyrir utan og sögðust vera í verkfalli. Ástæðana er sú að ákveðið var að loka tónlistarhúsinu kl. 11 á kvöldin af ýmsum ástæðum. Þau vilja hinsvegar að það sé opið á nóttunni. Mér skildist nú samt að yfirmanni deildarinnar að það væri búið að ræða við nemendurna og komast að samkomulagi þannig að vonandi mæta þau í tíma á mánudaginn. Þau eru búin að missa þrjár kóræfingar í röð því hinir tveir mánudagarnir hafa verið frídagar. Það gegnur líka vel með kórinn í kirkjunni. Þetta er lítill hópur en góðir söngvarar svo það er bara gaman. Ég er svo búin að safna saman konum í skandinavískan kvennajólakór til að syngja á kristniboðssamkomu og á jólatónleikunum í skólanum. Þær ætla að koma á mánudaginn og við ætlum að æfa norræn eða allvega jólalög á skandinavískum tungum. Þannig að ég sit ekki auðum höndum. Svo eru allskyns nefndarfundir og hitt og þetta í gangi. Ég lenti í undirbúningsnefnd fyrir kristniboðaráðstefnuna í febrúar og höfum við verið að leggja drög að prógrammi og nefndum. Svo er ég í nefnd fyrir málaskólaíbúðirnar svo það er alltaf eitthvað. Kristján hefur líka nóg á sinni könnu. Hann komst að því að nokkrir nemenda hans hafa verið að svindla á prófum hjá honum og það tók á að takast á við það. Ekki skemmtilegt. Það fer líka ennþá mikil orka hjá honum í að útskýra allt því enskukunnátta nemendanna er svo takmörkuð. Þannig er þetta hér þrátt fyrir að öll kennsla í öllum skólum frá og með 5. bekk grunnskóla fari fram á ensku. Þið getið ímyndað ykkur hversu margir ná að læra eitthvað að viti. Fantanesh húshjálpin okkar sagði mér að hún hefði bara hætt í skólanum á sínum tíma þegar allt fór að vera á ensku því hún skildi ekki neitt! En ég má ekki gleyma aðalfréttinni. Ég er búin að fá píanó!!! Þvílíkur munur. Það bara er mikill sálarléttir að hafa loksins hljóðfæri heima eftir tvö ár án þess. Það er orðin dáldið löng saga á bak við þetta píanó og ekki allir hlutar hennar jafnskemmtilegir. Þannig var að Kristján minn fékk þá hugmynd að gefa mér píanó (stage piano) í þrítugs afmælisgjöf. Þetta er dýrt hljóðfæri svo hann bar þetta undir vini og ættingja og margir lögðu lið. Ástarþakkir öll sömul fyrir það ef ég var ekki búin að þakka almennilega fyrir mig. Það sem hins vegar gerðist var að píanóið var pantað frá Þýskalandi af er virtist traustu og árennilegu fyrirtæki og hafði Kristján kannað það allt saman eins vel og mögulegast var. Hins vegar reyndist maðkur í misunni. Náungarnir hirtu peningana en sendu okkur aldrei hljóðfærið. Núna ári seinna er enn verið að vinna í málinu með lögfræðiaðstoð. Við vorum auðvitað miður okkar og ég var svo reið þessum óprúttnu náungum. Ekki síst fannst mér þetta miður þar sem þetta var gjöf sem margir góðir vinir og fjölskyldur okkar höfðu lagt í auk þess sem við lögðum talsverða fjármuni í þetta sjálf. En stuttu eftir að elsku Didda frænka dó hringdi amma mín og sagði mér að hún vildi gefa mér píanó sem eiginlega væri gjöf frá Diddu. Ég fór bara að gráta í símann, mér fannst það allt of mikið en amma vildi fá að gera þetta svo pabbi keypti flottustu gerð af stage píanói heima á Íslandi og sendi það hingað með flugfrakt. Ég er svo ánægð og þakklát fyrir þetta hljóðfæri. Það tók nú tvo daga að ná því úr tollinum en allt gekk vel og við borguðum bara sanngjarnan toll held ég. Við ákváðum svo að hafa lofjörðarkvöld hér heima viku eftir að við fengum hljóðfærið og buðum nágrönnum og samstarfsfólki að koma og áttum við góða stund saman. Ég hugsa að við höfum fljótlega aftur svona kvöld því fólk var mjög ánægt með það. Ég bara bið að þetta hljóðfæri megi fyrst og fremst vera Guði til dýrðar og starfi mínu í hans ríki til framdráttar. Núna sitjum við oft á kvöldin fjölskyldan og syngjum saman. Jóel var voða þreyttur eitt kvöldið og lagðist í sófann og sagði; Mamma geturðu ekki spilað fyrir okkur þannig að þau njóta þess líka. Ég er líka farin að æfa mig aftur að spila klassík sem ég hef ekki gert síðan börnin fæddust og er meira að segja farin að kenna Kristjáni líka. Krakkarnir geta vonandi lært seinna. Þau eru enn ekki orðin mjög móttækileg fyrir því en finnst gaman að sitja og syngja saman. Talandi um söng fjölskyldunnar. Sl. laugardag grilluðum við úti í garði á litlu eldstæði sem er hér og kveiktum svo bál á eftir. Þá ætluðum við að syngja saman. Minnsti maðurinn vildi fá að stjórna söngstundinni algjörlega og það mátti bara syngja lög sem hann valdi. Ef við reyndum að syngja eitthvað annað þá gerði hann sér upp voða grátur. Hann er sko algjör gormur stundum og vill fá að stjórna öllu en það er nú eins gott að hann komist ekki upp með það. Ef ég syng eitthvað annað en hann vill tekur hann fyrir munninn á mér og segir: mamma, topp!! (mamma stopp!) Það vantar ekki ákveðnina í drenginn.Jæja þetta er að verða allt of langt. Mig langar samt að bæta einu við og biðja ykkur að biðja fyrir garðyrkjustráknum okkar sem heitir Molla. Hann kom ekki til vinnu í dag en kom svo eftir hádegi og þá kom í ljós að það hafði verið brotist inn hjá honum í nótt og hann barinn í höfuðið. Hann var búinn að fara í röntgenmyndatöku og allt virtist vera í lagi en Kristján sendi hann líka til Bjarte sem kítki líka á hann. Það er alltaf að aukast glæpir og innbrot hér eins og kanski annars staðar í heiminum. Annars er Addis Abeba friðsæl borg, ein friðsælasta stórborgon í Afríku held ég. Þið megið líka gjarnan muna eftir Fantanesh, húshjálpinni okkar en hún missti húsið sitt vegna rigninga í sumar. Hún er núna að byggja nýtt hús en það er mikil vinna og kostar mikla peninga. Hún hefur líka verið óheppin með verkafólk sem hefur svikist um að vinna á meðan hún er í burtu en vill svo fá full laun. Svo er mikið stapp og þref við yfirvöld því það þarf allskonar leyfi og stimpla til að geta byggt hús þrátt fyrir að hún eigi lóðina sjálf. Það voru margir sem lenntu í húsnæðisvandræðum í regntímanum því það rigndi svo stöðugt og flestir búa í moldarhúsum sem þurfa að fá að þorna á milli rigninganna eigi þau ekki að grotna alveg niður. Verðlag hefur hækkað mikið hér síðustu árin en laun kanski ekki alveg í samræmi við það alltaf svo margir hafa átt og eiga í erfiðleikum þess vegna hér í Addis a.m.k. Ætli ég fari þá ekki að segja þetta gott og athugi hvort ég komi þessu á netið. Þið megið svo endilega skrifa komment eða kveðjur í gestabókina, það hvetur mig áfram að skrifa ef ég sé að einhver nennir að lesa þetta. Ég fékk einmitt bréf frá Svövu vinkonu í dag sem var að kvarta undan bloggleysi og það hafði þessi líka góðu áhrif á skrifletina!Guð veri með ykkur!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað það var gaman að lesa þessa bloggfærslu, þó löng hafi verið :) Það er alveg ómissandi að fylgjast með ykkur. Guð veri með ykkur öllum!! Og ég bið fyrir ykkur ;) :*
Anna Lilja (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 21:53
Þökkum innilega fyrir að fá að fylgjast með ykkur. Hugsum daglega til ykkar í bænum okkar. Það er auðvelt að sjá fyrir sér þá atburði sem þú lýsir í skrifum þínum, Helga Vilborg Við skulum minnast hjálparfólks ykkar sem lentu í hremmingum. Gott og uppbyggilegt er að lesa oft og vandlega Jes. 12. kaflann
Ingibjörg og Sigursteinn
Sigursteinn H. Hersveinsson (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 22:38
Halló Helga og fjölskylda, ég kíki á ykkur hérna annars lagið að fylgjast með, gaman að sjá að ykkur gengur vel og greinilega nóg að gera hjá ykkur!! Til hamingju með óléttuna og bestu kveðjur af klakanum, Bryndís (úr kórnum :-))
Bryndís (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 11:45
Þetta var sko almennilegt blogg Helga Vilborg! Gaman að lesa og fylgjast með ykkur. Hafið það gott, kveðja Svava María.
Svava María (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 17:50
Já, alltaf gaman að lesa!!!
kv.
Hildur Sveins
hildurs (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 20:32
Til hamingju með nýja frænku. Indislegt að lesa um ykkur. Tárin runnu og mér fannst ég geta heyrt þig spila á píanóið allaleið hingað. Guð geymi ykkur. Kossar og knús frá pálmaströndinni....
Magga Salla og fjölskylda
Magga Salla (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.