5.6.2008 | 09:02
3.-5.júní
Jóel: Hvaða land er millumst?" (Hvaða land í heiminum er miðlungs þegar kemur að fátækt og ríkidæmi, þ.e.a.s. hvorki mjög fátækt eins og Eþíópía né eins ríkt og Ísland)
3.júní
Þá er regntíminn byrjaður. Hann byrjaði á sunnudaginn og nú er aftur orðið kalt og grátt. Þegar ég var að keyra heim áðan rigndi svo mikið að göturnar voru eins og árfarvegir! Regnið hefur látið á sér standa eða þ.e.a segja litli regntíminn má segja að hafi brugðist. Nú er stóri regntíminn hinsvegar byrjaður. Allavega hér í Addis.
Davíð Ómar er alveg farinn að ganga og spila fótbolta þar að auki. Hann er alltaf annaðhvort haldandi á bolta eða sparkandi bolta á undan sér og segir bolt, bolt". Svo er hann líka algjör bílakall. Meðan hin systkinin sofna með dúkku eða bangsa í fanginu sofnar hann með bíl í sinhvorrri hendi! Hann fékk gömlu litlu grænu stígvélin hans Dagbjarts Elí í gær en hann er svo lítill og smáfættur að hann varð að vera í tvennum þykkum sokkum til að þau myndu tolla. Hann var alveg eins og lítill garðyrkjumaður! Það verður sko passað upp á þessi stígvél sem eru made in Ethiopia" og Dagbjartur Elí gekk helst ekki í öðru þar til hann óx upp úr þeim. Stundum og oftar en ekki í engu nema grænu stígvélunum!
Dagbjartur Elí er orðinn stutthærður! Fyrir rúmri viku síðan spurði ég hvort hann vildi vera eins og Jóel og pabbi og það fannst honum spennandi. En þegar ég var búin að reyna að klippa þykka mikla hárið hans í svona þrjár mínútur og enn var allt sítt öðru megin þá var hann búinn að fá nóg svo ég þurfti að klippa hann á hlaupum um garðinn. Hann fékkst til að setjast í nokkrar sekúndur í einu ef ég sagði sögu og svo fékk hann pespakka en þetta varð frekar skrautlegt. Ég varð að nota skæri því hárið á honum er svo þykkt og var of sítt til að ég gæti farið beint með vélina í það. Þetta lítur samt ágætlega út þótt það sé hægt að sjá skekkju ef maður rýnir í það! Það gengur því miður erfiðlega að senda myndir því netsambandið er svo slæmt núna. Þegar við komumst á netið varir tengingin venjulega ekki lengur en nokkrar mínútur og það dugir enganveginn til að senda myndir. Spurning hvort við verðum ekki bara að senda disk heim. Sjáum hvað við getum gert.
Það er ekki altaf auðvelt að vera Dagbjartur Elí Kristjánsson þessa dagana. Honum finnst frekar skítt að mamma þurfi að vera með stóru krökkunum í skólanum og skilur ekki hversvegna þau eru ekki bara ein í skólanum eins og þegar Margrét Helga byrjaði í norska skólanum í haust. Við vorum að skoða myndir frá því að Margrét Helga byrjaði í skóla og þá rifjaðist allt í eiu upp fyrir honum að þá hafði Margrét Helga bara farið ein í skólann! Hann veit að hann fær að byrja í kindergarden eftir jól og er mjög spenntur! Ég hugsa að hann verði eitthvað með okkur í skólanum næsta vetur, ég verð bara að reyna að hafa smá leiksóla fyrir hann. Sumt getur hann gert með krökkunum eins og tónmennt og myndmennt en svo verð ég bara að finna upp á einhverju öðru fyrir hann á meðan þau eru í bóklegu fögunum. Hann er óttalegur mömmukarl núna og kemur uppí til mín á hverri nóttu.
Margrét Helga og Jóel eru alsæl í skólanum. Um daginn komu Gídeon menn í heimsókn í skólann og þau fengu Nýja Testamentið að gjöf, að sjálsögðu á ensku. Jóel var svo glaður að eignast sína eigin Biblíu. Hann margspurði mig hvot hann mætti virkilega eiga hana og sagði:"Fyrsta Biblían mín, mín eigin Biblía!" Ég átti bágt með að halda aftur af tárunum!Þau eiga öll sitthvora Barnabiblíuna en þetta var alveg sérstakt fyrir hann.
Ég man ekki hvort ég var búin að minnast á að Margrét Helga er farin að æfa ballett í skólanum og núna á sunnudaginn verður sýning. Hún er lengi búin að láta sig dreyma um að æfa ballet og finnst þetta alveg æðislegt. Nú getur hún loksins notað ballettbúninginn sem amma og afi gáfu henni fyrir nokkuð löngu síðan. Hún getur síðan fengið að vera með þegar við verðum í Addis eftir að við erum flutt. Jóel er alltaf á fullu í karate og er bara orðinn nokkuð flinkur strákurinn. Þetta eru engar smá æfingar! Meira að segja Fantanesh hafði orð á því um daginn að hann væri orðinn eins og Misba (karatekennarinn) í vextinum!
5. júní
Nú fer í hönd sá tími sem er hvað erfiðastur hér á hverju ári. Það er að kveðja. Það eru mjög margir að fara í ár og engin þeirra sem fara núna með nein plön um að koma aftur. Svo eru flestir aðrir að fara heim í sumarfrí. Einhverjir fáir verða þó eftir. Það er ágætt að við erum að fytja því Addis á regntímanum getur verið voða eitthvað einmanalegt og kalt og óskemmtilegt! Ég væri alveg til í að skreppa aðeins heim en það er kanski ekki alveg á fjárlögunum! En við komum heim næsta sumar.
Við erum nú ekkert farin að pakka ennþá en það fer að líða að því. Kristján er núna búinn á seminarinu, bara útskrift eftir og krakkarnir eru búin í skólanum 13. Júní. Jóel sendi mig bara í burtu í gær og er núna bara einn í skólanum sem er ágætt, ég var orðin frekar lúin á að túlka og sitja á pínu litlum stólum. Það er líka fínt að hann verði einn síðustu vikuna svo hann hafi upplifað það áður en við förum.
En ætli ég segi þetta ekki gott í bili fyrst ég er nettengd og komin inn á síðuna..
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl, gaman að fá fréttir en Gunnar er búin að setja inn myndir á myndasíðuna sem við tókum þegar við vorum í heimsókn í mars og apríl. Annars vorum við í heimsókn í Gautaborg í viku og vorum í sannkölluðu Afró veðri 25-30°C og við syntum í Västra Longvatninu. Ég var að keppa í Keilu um helgina en við slóum þessu upp í stutta sumaraukaferð. Hafið það sem best og Guð geymi ykkur.
Afi Sissi og Amma Magga biður að heilsa
Sigurjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:35
Gaman að heyra frá þér elsku Helga mín, og gott að ykkur líður vel þarna í Afríku. Ég var að skoða myndir af yngsta syni þínum, og hann er algjör rúsínurjómabolla. Til hamingju (þótt seint sé).
Ég er reyndar sjálf að vinna með fjórum Afríkubúum í Kringlunni; Muhammed frá Eritreu (múslimi), Teshali frá Eþíópíu (orthodox), Doru frá Ghana (kaþólsk) og Mary frá Kenyu (líka kaþólsk). Svo var reyndar einn annar frá Eritreu, Paulos að nafni, að vinna með okkur um tíma. Sá er mótmælandi og kannski hefur þú heyrt hans getið; hann er góður vinur og skjólstæðingur Margrétar Hróbjartsdóttur. - Allt alveg yndislegt fólk, sérstaklega Mary - hún er algjör dúlla. Það er reyndar allt morandi af Afríkufólki á Íslandi um þessar mundir. Hefur stóraukist undanfarin ár.
Hlakka til að sjá þig og "stóðið" þitt á Íslandi að ári!
PS: Land sem er "miðlungs"... hmm, erfitt að segja. Kannski eitthvað land í Austur-Evrópu... Pólland eða Litháen? Allavega góð pæling hjá þeim stutta.
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.