Hæ hó jibbí jeij!!

 

Gleðilega þjóðhátíð!

Við erm búin að reyna að gera daginn eins þjóðlegan og hægt er. Í hádeginu sungum við þjóðsönginn (sem Margét Helga og Jóel eru búin að læra!) og borðuðum svo hangikjöt með öllu tilheyrandi. Svo voru systkinin búin að skipuleggja dagskrá þar sem m.a. var sk´ruðganga. Þau bjuggu til stórt skilti sem á stenfur „17. Júní glaður" og fullt af brosandi andlitum af því að allir eru glaðir á 17. Júní. Svo þegar Gulli og Birna og Pétur og Guðrún og Katý og Óli komu í rjómapönnsur var farið í skrúðgöngu á lóðinni og „öxar við ána" og fleiri söngvar sungnir við raust. Dagbjartur Elí gekk fremstur með stóran íslenskan fána og svo komu tvö elstu með borðann sinn, eða skiltið. Og svo veifuðum við hin fánum og það var sko haðbannað að fara fram úr systkinunum!

Svo fór allt fullorðna fólkið í móttöku á Hilton hótelinu þar sem Svavar Gestson og Guðrún kona hans tóku á móti fólki. Þar var fullt af góðum mat og fullt af sendiherrum og öðru fyrirfólki. Svavar hélt ræðu þar sem hann minntist sérstaklega á Konsó og starf íslensku kristniboðanna í Eþíópíu og kynnti okkur svo sérstaklega.  Þetta var bara mjög huggulegt og gaman að vera boðin svona á þjóðhátíðardaginn.

Ég verð nú að segja frá einu atviki sem henti þarna. Allt í einu vék maður nokkur sér að mér og spurði mig hvort ég horfði á kvikmyndir. Jú, ég sagðist nú gera það. Þá spurði hann mig hvort ég hefði séð einhverja mynd sem ég hafði ekki séð og svo hvort ég hefði séð „Bourn identity" með Matt Damon. Jú mig rámaði eitthvað í að hafa séð hana. Hvað hét hún nú aftur leikkonan Styles eitthvað, sagði maðurinn þá. Já Julia Styles. „Are you her sister?" (ertu systir hennar) spurði hann. „You look just like her" (þú ert alveg eins og hún!)Hann hélt fyst að ég væri Julia Styles ss.Mér hefur nú einhverntíma verið líkt við Reese Wittherspoon og það af systur minni, en þetta var nú alveg nýtt, frekar fyndið. Kanski ég ætti að fara að reyna fyrir mér í Hollywood!!

Nú fer annars að líða að niðurpökkun og flutningum. Við gerum ráð fyrir að vera flutt inn á norska gestahúsið í lok mánaðarins. Það voru skólaslit á Bingham á föstudaginn og svo norska skólanum á laugardaginn. Við mættum þar líka aðallega til að kveðja alla sem voru að fara. Það var erfiður dagur. Margir sem við höfum umgengist mikið og kynnst vel sem við þurftum að kveðja. En sem betur fer eru nú einhverjir eftir þótt NLM kristniboðunum fækki núna næstum um helming.

Það hefur verið frábært að hafa heimsókn frá Íslandi. Eins og ég nefndi þá komu Pétur frændi og Guðrún hans og Gulli og Birna foreldrar Guðrúnar og Katý systir hennar og Óli maðurinn hennar til landsins í gær. Fyrir þá sem ekki vita voru Gulli og Birna kristniboðar hér í nokkur ár auk þess sem Gulli er alinn upp í Konsó. Kristján sótti þau á flugvöllinn í gær og þau borðuðu svo með okkur wodd og komu svo í þjóðhátíðarkaffi í dag. Þau fara svo á morgun suðureftir til Arba Minch, Konsó og Ómó Rate. Þau störfuðu fyrst í Konsó en tóku svo þátt í að byggja upp stöðina í Ómó Rate á sínum tíma. En nú starfa bróðir Gulla og mágkona (Kalli og Raggý) þar.

Það er komin spenna í mann að fara að flytja og dáldið skrítið að hugsa til þess. Ég fá nú alveg kvíðaköst inn á milli en aðallega erum við bara spennt og hlökkum til að takast á vð ný verkefni. Þett verður auðvitað mjög mikið öðruvísi en við vitum að Guð er með í öllu!

Annars eru allir hressir fyrir utan eitthvað slen í minnsta manni. Reyndar mæltu læknarnir okkar hér með því að við færum með hann á Sænska klíkinn til að láta rannsaka hann þar sem hann hefur fallið vo í vaxtarkúrfunni. Hún er eiginlega bara alveg sikk sakk. Hann er fæddur yfir meðallagi að stærð en féll svo jafnt og þétt fljótlega eftir fæðingu. En heima á Íslandi í fyrra rauk hann svo upp og fór yfir meðallag aftur en er núna kominn undir neðstu kúrfu. Þygndin er hins vegar allt í lagi en hann er stuttur. Hanner svipað stór núna 15 mán og bræður hans voru 10 mán. bæði að lengd og þyngd. Við vonum að það sé ekkert alvarlegt sem veldur þessu en þeir vildu að við athuguðum þetta til að útiloka að eitthvað annað en amöbur og ormar væru valdurinn. Hann er ekki duglegur að borða svona almennt. Þið meigið gjarnan biðja fyrir honum að hann meigi vera frískur og fara að stækka eðlilega. Að öðru leiti þroskast hann alveg eðlilega farinn að tala heilmikið og hleypur um allt. Hann á annars eins árs skírnarafmæli í dag!

Jæja, ég vona að þið eigið góðan þjóðhátíðardag, hef nú ekkert tékkað á veðrinu heima en Íslendingar láta það nú ekki á sig fá, eða hvað? Hér var sól allan fyrripartinn og svo kom smá þjóðhátíðarrigning rétt áður en við fórum í skrúðgönguna okkar!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Komdu nú við á Íslandi áður en þú ferð til Hollywood :* Hefði mikið verið til í að eyða sautjándanum með ykkur, JAFNVEL þótt veðrið hafi verið hið blíðasta hérna.

Anna Pála Sverrisdóttir, 22.6.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband