18.11.2006 | 06:31
Helga "móða"
17. nóv. 06Þá er ég líka orðin móðursystir! Agla Marta og Maggi eignuðust Ernu Lilju í gærdag. Það var búið að ákveða að Agla Marta færi í keisara 30. nóv en svo voru eitthvað litlar hreyfingar í gær, sú litla hafði flækt sig í naflastrengnum svo ákveðið var að gera keisara í gær. Hún er, miðað við mína hlunka allvega, bara lítil písl, 11 merkur og 50 cm. Við erum spennt að sjá myndir. Allavega innilega til hamingju með litlu prinsessuna kæra systir og mágur. Nafnið kom mér reyndar ekki á óvart, ég var bara svo viss um að þetta væri strákur! Erna er seinna nafn mömmu og mamma hans Magga heitir Lilja.Annars er bara allt fínt af okkur að frétta. Síðustu helgi fór ég ásamt hinum Addis- kristniboðakonunum til bæjar sem heitir Debrezeit á svokallað reatreat. Við gistum á frístað SIM kristniboðsins. Þetta var alveg frábær ferð. Staðurinn er við vatn svo við gátum legið í sólbaði og kælt okkur í vatninu. Á laugardagskvöldið höfðum við lofgörðar og vitnisburðarstund og á sunnudagsmorguninn höfðum við svo aftur samveru þar sem við meðal annars tókum góðan tíma í að biðja saman og hvor fyrir annari. Þetta var mjög uppbyggilegt auk þess sem það hristi hópinn vel saman. Karlarnir fara svo þessa helgi í útilegu og fjallgöngu.Sl. miðvikudag fengum við óvænta og ánægjulega heimsókn. Sr. Berharður Guðmundsson bankaði upp á hjá okkur en hann er hér í vinnuferð. Hann starfar með kristilegri fjölmiðlun sem er hér á næstu lóð og býr á finnska gestahúsinu hér. Hann kom færandi hendi með sælgæti og dagblöð frá ´Íslandi. Hann var svo með okkur á bænastund á fimmtud og borðaði með okkur í gær (föstud) Alltaf gaman að fá gesti frá Íslandi. Hann verður hér viku í viðbót svo við eigum eftir að hitta hann áður en hann fer. Við höfum reyndar hugsað okkur að fara til Awasa næsta miðvikudag og vera fram á sunnudag. Það er bara nauðsynlegt að komast af og til burt frá borginni og Awasa er bara frábær staður til að vera á með krakkana.Jóel er búinn að ná sér af sýkingunum, er reyndar enn að taka lyfin en þau virðast virka vel. Dagbjartur Elí er reyndar orðinn stútfullur af kvefi aftur en það er kanski ekki skrýtið því nú er farið að verða svo kalt á nóttunni allt að 20- 25° munur á nóttu og degi. Þá er það bara að láta hann sofa í flísgalla og sokkabuxum. Þetta er bara eins og í tjaldi! Jæja ætli ég láti þetta ekki duga í bili.
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.