4.12.2006 | 08:23
Aðventa
26. nóv Þá erum við komin heim frá Awasa. Það var alveg frábært að komast út úr bænum í smá tíma. Við höfðum staðinn út af fyrir okkur og gátum alveg notið þess að slaka á. Það er líka viss afslöppun í að tala nánast bara íslensku í fjóra daga. Á leiðinni suðureftir þá sprakk á bílnum sem er nú kanski ekki ífrásögu færandi nema hað dekkin eru orðin hræðilega léleg svo þetta fer að verða nokkuð algengt. Við sem búum í Addis nýtum upp restarnar af dekkjum sem ekki lengur duga úti á landi. En allvega þá stoppuðum við til að skipta um dekk, dekkið var alveg hvellsprungið og handónýtt. Eins og venjulega þegar maður stoppar og þá sérstaklega þegar komið er út fyrir Addis, flykkjast að áhorfendur úr öllum áttum. Einn maðurinn í hópnum kunni amharísku en annars virtist fólkið tala aðallega órómómálið sem er allt annað tungumál. Hann var heilmikið að spyrja mig og næstum óþarflega forvitinn fannst mér en það fyndnasta var að þeir voru heillengi að býsnast yfir og furða sig á því að börnin okkar kynnu ekki ensku (hann kunni einhverja pínu litla ensku sjálfur) og eins á að enska skyldi ekki vera móðurmálið okkar þar sem við vorum nú hvít! Ég reyndi að útskýra að við værum frá landi sem héti Ísland og þar væri bara talað allt annað tungumál en að börnin töluðu reyndar amharísku að auki. Hann spurði þá hvort íslenska væri svona eins og enska en ég sagði að svo væri nú ekki, það væri allt annað tungumál. Þetta fannst þeim voða furðulegt. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem fólk verður hvumsa yfir því að börnin okkar skuli ekki tala ensku. Nær undantekningalaust í búðum og úti á götu reynir fólk að tala við þau á ensku sem þau kunna nú ekki meira en nokkur orð í. Svo verður það mjög hissa þegar ég segi; en þau skilja og tala amharísku. Þeim finnst nær óhugsandi að hvít börn skuli geta tjáð sig á þeirra máli. Reyndar er það svo hér í Addis að flest börn útlendinga ganga í alþjóðlega skóla þar sem kennt er á ensku og fæst þeirra kunna mikla amharísku þannig að þetta eru kanski ekkert undarleg viðbrögð. Ég held líka að okkar krakkar kunni óvenju mikla amharísku miðað við flest börn útlendiga sem búa í Addis og það er fyrst og fremst barnapíunni okkar henni Asnakú að þakka. Hún er mjög dugleg að tala við þau og beinlínis kenna þeim málið. Endurtekur þegar þau segir vitlaust og og ég hef heyrt hana útskýra fyrir þeim hvernig maður talar í karlkyni og kvenkyni osfrv. Það er auðvitað bara frábært. Svo eru þau eins og er mest í amharísku og íslensku málumhverfi á daginn þar sem þau fara ekki nema einu sinni í viku í leikskólann. 4. des.-06Ætlli maður reyni þá ekki að halda áfram. Þá er bara aðventan byrjuð. Ótrúlega líður tíminn hratt. Það var nóg að gera hjá mér um helgina og ég var alveg uppgefin þar sem krakkarnir sváfu heldur ekkert allt of vel. Á laugardaginn heimsótti ég tvo barnakóra. Annar kórinn erí kirkju sem er hér rétt hjá og sá sem stjórnar honum vinnur á prantstofunni hér á Seminarinu. Hann hefur sjálfur enga tónlistarmenntum svo ég hef verið að hálpa honum með því að spila inn fyrir hann raddir og söngva á kassettu. Þau voru voða æst og spennt krakkarni þegar við komum, alltaf spennandi að fá útlendinga í heimsókn. Margrét Helga og Jóel komu með mér. Þau voru fyrst voða feimin efóru svo smátt og smátt að tala við krakkana. Stelpurnar voru ekki lengi að taka Margréti Helgu að sér en strákarnir voru dáldið aðgangsharðir við Jóel og klipu hann í handleggina og toguðu í hárið á honum. Hann sagði samt að sér hefði fundist gaman þótt hann hefði nú grátið undan móttökunum!. Eftir hádegi heimsótti ég svo barnakór sem ein af nemendum mínum stjórnar í Kalihiwot kirkjunni. Það var bara alveg stórkostleg upplifun. Þetta var bara einhver besti barankór sem ég hef heyrt í. Þau sungu svo vel og frá hjartanu og það var svo greinilegt að söngurinn var fylltur heilögum anda. Ég sat bara með gæsahúð og tárin í augunum. Ég held ég hafi aldrei heyrt börn á aldrinum 10- 15 ára syngja af jafnmikilli sannfæringu um frelsara sinn. Ég vildi bara að ég hefði verið með myndbandstökuvélina. Hún ætlar að láta mig vita þegar þau hafa tónleika. Þá kanski fæ ég að taka þau upp. Þau stefna á að gefa út geisladisk svo þið megið gjarnan biðja fyrir því verkefni þeirra. Það var allaveg alveg stórkostleg blessun fyrir mig að hlusta á þau. Í gær spilaði ég í messu og kórinn allru söng í fyrsta skipti. Það gekk bara mjög vel þrátt fyrir að báðir tenórarnir væru fjarstaddir og við værum með lánstenór og annar af bössunum væri veikur af malaríu. Hann mætti samt og þetta gekk allt vel. Við fengum allavega mikið hrós. Þá er sá kór kominn í jólafrí en það er en hellingsvinna eftir hjá mér fyrir jól. Kórinn á seminarinu á að syngja á tónleikum 22. des. Og ég er að rembast við að berja inn í þau raddir, getur stundum tekið á! Barnakórinn er með heilmikið prógram, tónleikar í skólanum og syngja í Sænska sendiráðinu nk. Föstudag, syngja í ILC 17. des og svo sjáum við um jólaguðsþjónustuna á aðfangadag. Svo er ég líka með jólakór, nokkrar kristniboðskonur sem hittumst einu sinni í viku til að syngja jólalög. Við eigum líka að sygja á nokkrum stöðum fram að jólum. En kl.6 á aðfangadag ætti ég að vera komin í frí. Ég finn að ég er farin að þreytast og verð að passa mig að reyna að hvíla mig á daginn. Þið megið gjarnan muna eftir öllu þessu í bænum ykkar. Við erum líka farin að undirbúa jólin aðeins. Það er lítið utanaðkomandi áreiti hér. Þá a´ég við það eru eingar skreytingar á götunum eða í búðum, nema kanski einstaka útlenskum súpermörkuðum. Engar jólagjafaauglýsingar eða þh. Að mörgu leiti finnst mér það gera það að verkum að sjálft innihald jólanna skilar sér betur til barnanna og okkar líka. Við kveiktum auðvitað á aðventukransinum í gær og tókum Maríu og engilinn út úr fjárhúsinu. Svo er ég að reyna að kenna börnunum að syngja íslensk jólalög og jólasálma. Þeim finnst gaman að syngja svo það er í rauninni lítið mál. Við erum búin að baka eina smákökusort saman og svo ætlum við að baka piparkökur með Kíu og krökkunum þegar þau koma. Þau fengu sendar nýjar svuntur frá ömmu og afa og voru frekar krúttleg með þær, sérstaklega minnsti maðurinn sem fannst þetta alveg æðislegt. Svuntan er líka skósíða á honum en það gerir ekkert til. Svo dundar maður séra bara við að baka aðeins og föndra fram að jólum. Í gær eftir messu fórum við á árlegan jólabasar þýsku kirkjunnar. Þar var hægt að fá keyptar þýskar pylsur grillaðar, fleira góðgæti og ýmsan varning. Fyrir utan jólaskreytingarnar sem voru til sölu minnti þetta eiginlga meira á sumarfestival, þó svo það rigndi talsvert í gær. Það var heitt og ekki beint jólaveður eins og maður á að venjast en þetta var mjög gaman. Svo fórum við heim og fengum okkur heitt kakó og smákökur og svo komu Ragnhild og Temesgen í mat í gærkvöldi. Það fer nú að styttast í brúðkaupið þeirra og gestirnir óðum að streyma frá Noregi svo við vorum glöð að þau gátu komið í smá heimsókn áður en allt skellur á. Þau flytja svo til Jinka eftir áramót. Vonandi að við getum einhverntíma heimsótt þau þangað. Að lokum við ég óska Guðrúnu Laufeyju vinkonu minni og Þóri sambýslimanni hennar til hamingju með Benedikt sem fæddist 17. nóv. Þau gengu í gegnum miklar hrakningar en allt er á góðri leið samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið. Guð blessi ykkur aðventuna! Gullkorn: Jóel að syngja borðsálminn Öll góð og öll fullkomin:Öll góð og öll fullkomin gjöf er frá mér (á að vera þér)Þú gjafarinn eilífi fyrir mér sérð Ég meðtek sem ástgjöf hvern einasta völl (á að vera verð)Með auðmýkt og hjarta míns þakklætisgerð. Eitt kvöldið voru dálítil læti í þeim tveimur elstu en þegar ég sagði:Jæja nú skulum við biðja bænirnar Var minnsti maðurinn ekki lengi að spenna greipar og lúta höfði og svo bað hann fyrir allri fjölskyldunni: blessa Lóel (Jóel), blessa Gagga (Margrét Helga), blessa mamma,blessa pabba, Amen.Þetta var bara alveg ótrúlega fallegt.
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir kveðjuna. Ég sá að Agla Marta eignaðist stúlku með bráðakeisara nokkrum tímum á undan mér og það voru sömu læknar sem skáru hana. Benedikt er orðinn mjög hress og dafnar vel og ég er að jafna mig og fá aukinn kraft, það hefur mætt mikið á Þóri þessar vikur en hann hefur staðið sig rosalega vel og þeir feðgar orðnir mestu mátar. Bestu kveðjur til fjölskyldunnar og passaðu að hvíla þig vel.
Guðrún Laufey, Þórir og Benedikt
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.