Gleðilegt sumar!

23. apríl

Það er farið að líða alltaf lengra og lengra á milli þess sem ég skrifa svo ég ætla ekkert að vera að afsaka neitt eða lofa neinu fögru. Það er bara svona. Mikið að gera og mikil ferðalög, lítið um netsamband og svo framvegis.

Ég vil byrja á að þakka fyrir góðar kveðjur á síðuna. Það er alltaf uppörfandi þótt það sé bara stutt kveðja að fá smá lífsmark frá vinum og vandamönnum. Það má líka alltaf senda okkur tölvupóst bara muna engin stór sköl eða viðhengi eða fjöldapóst því þá stíflast allt hjá okkur.

Það hefur gengið á ýmsu síðan ég skrifaði síðast. Það sem hefur kanski sett mestan svip á síðustu vikur er að við lentum í bílslysi. Þ.e. við lentum í að keyra á komu þegar við vorum á leiðinni til Woító eftir nokkra frídaga í Jinka. Ég hef oft hugsað að það sé eiginlega ekki spurning hvort heldur hvenær þetta myndi gerast því það er fólk allsstaðar og það er eins og fólkið hér skynji ekki hættuna sem stafara af bílum, hvort sem það er að keyra þá, sitja sem farþegi eða gangandi vegfarandi. Fyrstu viðbrögðin voru auðvitað að ahuga hvort það væri í lagi með konuna. Að sjálfsögðu fylktist fólk að úr öllum áttum og þegar svona gerist verða viðbrögð fólks svo ofsafengin hér. Ég held að það hafi sjokkerað krakkana mest hvað fólkið í kring var æst og reitt. M.a. var maður sem beindi boga að Kristjáni og margir voru tilbúnir með grjót í höndunum. Það er næstum eins og fólk skilji ekki að þetta var slys og ekki gert með ásetningi. En við tókum konuna upp í bílinn og keyrðum með hana beina leið aftur til Jinka á spítalann þar sem Sverrir Ólafsson (sonur Jóhannesar Ólafssonar kristniboðslæknis) læknir tók á móti okkur. Hann skoðaði konuna og í ljós kom að hún var algjörlega ósködduð, ekki ein skráma. Við lofum Guð fyrir það og lítum á það sem hreint kraftaverk. Við gistum svo bara aftur í Jinka. Kristján keyrði svo konuna heim ásamt Sverri og tveimur lögreglumönnum. Kristján þurfti auðvitað að gefa skýrslu um það sem gerðist. Ég var með krakkana á gestahúsinu í Jinka og þau voru dáldið óróleg, sérstaklega Margrét Helga sem hélt að einhver ætlaði að gera pabba eitthvað ill. Kristján kom svo loks til baka eftir að hafa farið með konuna heim til sín og sagði þá Margréti Helgu að hann hefði hitt aftur manninn sem beindi boganum að okkur og þeir höfðu faðmast. Þá róaðist hún aðeins. Þegar svona gerist hugsar maður ósjálfrátt um eigið skinn. Við höfum heyrt margar sögur af fangelsisvistunum og dómsmálum í kjölfar slysa sem þessa og það er ekkert grín að lenda í svoleiðis hér. En það er allt útlit fyrir að þetta mál sé búið og við lofum Guð og þökkum fyrir það. Áfallið kom síðan eiginlega ekki fyrr en nokkrum dögum seinna. Ég var mjög langt niðri um tíma en það hjálpaði að tala við mömmu og pabba og fleiri heima. Þetta var erfiður tími fyrir okkur bæði og ekki hjálpar að við erum farin að finna fyrir mikilli þreytu svona almennt. En við ákváðum síðan að fara nokkra daga til Awasa áður en við komum hingað til Addis núna til að aðeins slappa af og það var sko sannarlega gott. Bara daginn sem við komum til Awasa leið mér betur og er bara í góðu jafnvægi núna. Við erum líka farin að hlakka til að koma heim í frí í sumar. En við erum líka þakklát fyrir að fá að búa og starfa í Woító þó það sé langt frá því að vera auðvelt en við fáum svo sannarlega að finna og upplifa nærveru Guðs og varðveislu í stóru sem smáu. Við höfum fengið að upplifa bænasvör varðandi börnin okkar núna mjög áþreifanlega. Dagbjartur Elí sem átti svo erfitt í haust og alveg fram að jólum er eins og nýtt barn, hann er orðinn svo öruggur með sjálfan sig, svo duglegur í leikskólanum og sáttur heima í Woító. Asnakú er núna hjá okkur og passar Davíð Ómar þessar tvær vikur sem við verðum í Addis. Dagbjartur Elí fer í leikskólann á morgnana og hittir svo Asnakú þegar hann kemur heim. Það að hann fer glaður í leikskólann vitandi af Asnakú hér sýnir bara hvað hann er sáttur og öruggur. Svo hleypur hann fangið á Asnakú sinni þegar hann kemur heim! Ég var búin að hafa áhyggju af Margréti Helgu undanfarið því hún grét mikið og sagðist ekki vilja fara aftur á Bingham því hún ætti enga vini og allt væri svo erfitt og erfitt að skilja. En það hefur allt gengið eins og í sögu. Það er svo gaman hjá henni í skólanum og gaman að ver með hinum stelpunum og ekkert vandamál með námið. Það er mikill léttir fyrir okkur hvað þeim líður vel og gengur vel.

30. apríl

Jæja best að reyna að klára þetta áður en við förum aftur suðureftir. Netið lá niðri hér í næstum heila viku þannig að ég hef ekkert verið að flýta mér að skrifa.

Við höfum notið þess mjög vel að vera í Addis núna í þetta skipti. Allir nokkurnvegin frískir sem hefur aldrei gerst áður í Addis ferðum. Bara eitthvað smá kvef, svo er líka ekki eins kalt núna hér. Á mánudag förum við svo til Arba Minch og þaðan áfram til Voító þar sem við verðum í um 4 vikur áður en við komum svo heim á klakann.

Ég reyni að senda lífsmark frá okkur áður en af því verður en eins og ég sagði lofa ég engu...

„Því að þín vegna býður hann út englun sínum, til þess að gæta þín á öllum vegum þínum"                    Sálm. 91:11


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð og gleðilegt sumar. Til hamingju með væntanlegt afmæli Kristján minn  ég sendi þér glaðning inn á reikninginn þinn eftir helgi. Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kv Amma Kæja

Amma Kæja (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:22

2 identicon

Innilegar kveðjur og blessunaróskir. Fylgjumst með ykkur í Kristniboðsfréttur og lítum eftir hvort komið sé blogg frá ykkur. Biðjum daglega fyrir ykkur öllum.

Gott er að finna að handleiðsla Guð. er yfir og allt um kring.

Kveðjan er frá Ingibjörgu og Sigursteini Reykjavík

Sigursteinn H. Hersveinsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 21:09

3 identicon

Bestu kveðjur frá öllum í Skaftahlíðinni, og til hamingju með afmælið Kristján! Gott að sjá að allt gengur vel hjá krökkunum. Hlökkum mega til að sjá ykkur.

Sindri (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Já - ef það kom ekki fram nógu skýrt hjá honum Sindra þá hlökkum við ofboðslega til að fá ykkur heim!

Anna Pála Sverrisdóttir, 12.5.2009 kl. 01:31

5 identicon

Gott að fá fréttir af ykkur. Fylgist reglulega með síðunni ykkar.

Vona að við náum að hittast í sumar, fjölskyldan okkar stækkar í byrjun júlí og gaman væri ef þið næðuð að hitta krílið okkar

Guðs blessun á akrinum.

Kv. Nanna og Siggi.

Nanna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband