7.-10.des

7. des    Ég er farin að vera eins og köttur, vil helst bara sofa og borða! Barnið er allavega að vaxa því maginn stækkar og svo virðist mér sem þetta sé algjör orkubolti, þvílík spörk og læti nánast allan sólarhringinn!Það mætti halda að regntíminn væri byrjaður aftur, eða bara hefði aldrei almennilega klárast. Nú á samkvæmt öllu að vera þurrt og allaveg asmá sól öðru hverju en það bara rignir hressilega á nánast hverjum degi og annars er bara skíjað og rakt og kalt. Kía var meira að segja að segja mér að það er búið að vera óvenjukalt í Omó Rate vegni óvenjulegra rigninga þar líka. Svona er þetta. Það mætti halda að maður byggi í Bergen en ekki
Addis Abeba.
Systkinin elstu eru farin að æfa karate. Það kemur kennari tvisvar í viku hingað heim og kennir þeim úti í garði. Sérstaklega Jóel finnst þetta alveg æðislegt. Systir hans er stundum pínu löt og heldur ekki alveg út í fjörtíu mínútur en það kemur allt. Henni finnst þetta líka gaman. Kennarinn er einn af þjálfurunum í sportprosjektinu sem Kristján stjórnar. Hann er með svarta beltið í karate, mjög klár og það er gaman að fylgjast með honum kenna krökkunum. Hnoðralingurinn stendur bara og fylgist með, er aðeins og lítill fyrir þetta ennþá!------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 10.desInga frænka á Akureyri (Ingileif Jóhannesdóttir), systir hennar ömmu lést á föstudagsmorgun. Inga frænka var mikil kristniboðs og bænakona. Ég þakka Guði fyrir líf hennar og trúfastar bænir fyrir okkur og kristniboðinu.------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Ég er voða löt eitthvað í dag. Var bara heima með Margréti Helgu og Jóel en Kristján fór með Dagbjart Elí í kirkju.Á föstudaginn voru jólatónleikar og Lúsíukvöld í norska skólanum og gekk bara mjög vel. Margrét Helga og Jóel sungu með barnakórnum eftir að tónleikarnir höfðu hafist á því að leikskólabörnin gengu inn með luktir í englabúningum, eins og í fyrra. Þetta er ekkert smá sætt. Eftir tónleikana fór ég með skólakrakkana ásamt fleiri kennurum á sænska sendiráðið þar sem þau sungu Lúsíuprógrammið. Við konurnar sungum líka tvö jóaloög þar. Þetta heppnaðist allt mjög vel. Í gær komu svo Kía og krakkarnir hennar og við bökuðum saman piparkökur. Krakkarnir höfðu heldur meira úthald í ár en í fyrra, enda ári eldri en það sem koma mest á óvart var minnsti bakaradrengurinn sem sat lengst og undi sér alsæll með sama deigklumpinn allan tímann sem var orðinn vel útskorinn. Þetta var nú einhver sá krúttlegasti piparkökubakstur sem ég hef séð. Honum finnst líka svo mikið sport að vera með svuntu svo nú er ég farin að setja á hann svuntu þegar hann borðar því hann hefur alltaf neitað að vera með smekk.Það er ótrúlegt að það skuli bara vera tvær vikur til jóla, tíminn líður hratt. Það er líka mikið að gerast fram að jólum svo okkur leiðist nú ekki. Það verður samt gott að komast í jólafrí. Ég ætla að minnka mikið við mig vinnu eftir áramót, verð ekkert að kenna á norska skólanum en verð með barnakórinn svo lengi sem ég treysti mér til og svo geri ég ráð fyrir að ég þurfi að vera á seminarinu fram að fæðingu. Ég sagði þeima að þeir gætu ekki gert ráð fyrir mér lengur en út febrúar. Vona að þeir fari að leita að öðrum kennara. Það er ekki beint skipulaginu fyrir að fara á þeim bæ!--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Ef þið hafið áhuga þá verður viðtal við mig á Lindinni fimmtudagskvöldið 14. des kl. 20:50 að íslenskum tíma. Siggi Bjarni ætlar að hringja í mig og spjalla um jólahaldið hér. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Annars óska ég ykkur áfram góðrar og blessunarríkrar aðventu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum fyrir að fá að heyra svona glöggt frá ykkur. Drottinn varðveiti ykkur öll og blessi starf ykkar og láti ljós sitt og frið lýsa yfir ykkar daglega líf. Friður Guðs sé með ykkur yfir hátíðirnar.

Kveðja Ingibjörg og Sigursteinn 

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband