19.12.2006 | 03:24
Brói litli
18. desBara tæp vika til jóla. Þetta líður hratt. Á laugardaginn bættist við fjölskylduna lítill kanínuungi sem gengur undir nafninu Brói. Við vitum samt ekki enn hvort það er karl eða kerling en svo mikið vitum við að hann er þrífættur greyið. Við tókum reyndar ekki eftir því fyrr en við vorum búin að hafa hann í nokkra tíma. Hann virðist samt spjara sig ágætlega og krakkarnir eru voða ánægð með hann. Við verðum að minna þau á að gefa honum að borða og svoleiðis. Þau vilja helst taka hann með hvert sem þau fara en það gengur nú ekki. Jóel vildi leyfa honum að horfa á sjónvarpið en kom svo og kvartaði undan því að hann vildi ekkert horfa, hann væri bara að gera eitthvað annað! Enn sem komið er er hann inni. Kanínur eiga víst að vera góð innigæludæyr en þær skíta hrikalega mikið og éta heil ósköp þegar þær stækka. Við erum með eina fullorðna sem er í búri úti í garði, hún fylgdi með húsinu og er ekki mikið fyrir að láta klappa sér og svoleiðis. Þess vegna ákváðum við að leyfa krökkunum á fá eina sem þau gætu hugsað um frá byrjun. Hann fær ss. að vera inni núna en svo hugsa ég að hann flytji allavega út á verönd þegar hann stækkar. Veðráttan hér leyfir a.m.k að hafa þær úti án vandræða.Í gær voru krakkarnir að syngja í kirkjunni og ég reyndar líka. Sunnudagaskólinn í kirkjunni sá um guðsþjónustuna og barnakórinn á norska skólanum söng sem hluti af prógramminu og einni skandinavíski jólakórinn. Ég var alveg búin aftir þetta því ég var bæði að spila heilmikið og syngja og stjórna barnakórnum. Í dag var svo síðasti tíminn á seminarinu fyrir jólin þaðeru svo tónleikar á föstudaginn þar sem kórinn á að syngja. Það verður gott að komast í frí þó það sé samt alltaf gaman að stússast fyrir jólin. Ég ætla síðan að minnka mikið við mig vinnu eftir jól. Á föstudaginn bökuðum við þetta líka fína piparkökuhús. Þetta er í fyrsta skipti sem húsið er ekki rammskakkt hjá mér svo ég var ægilega ánægð en einhverra hluta vegna þá varð húsið voðalega mjúkt svo það endaði með því að það hrundi. Það er nú ekki beint rakt núna svo ég veit ekki alveg hversvagna þetta gerðist. Venjulega þornar það við að standa. Krakkarnir voru nú ekkert ósátt við að fá að borða það strax en það hefí nú verið skemmtilegra hefði það staðið fram yfir jól. En svo er nú það, ekki er á allt kosið. Það er nú kominn smá jólaspenningur í litla fólkið, aðallega held ég það sé í tengslum við að jólapakkarnir eru að berast í hús. Allavega eru það ekki jólaljós í búðargluggum, jólasveinar, jólaverslun eða jólaauglýsingar í sjónvarpinu sem valda því. Annars eru þau nújna svo upptekin af dýrunum sínum að þau spá lítið í hvenær jólin eru. Jóel spurði reyndar í gær hve margir dagar væru þar til jólar! Hann er allur í að telja og leggja saman. Hann hefur þann áhuga ekki frá móður sinni, það er alveg á hreinu! Dagbjartur Elí er alltaf að reyna að siða til systkini sín og kallar á þau ef þau eru með einhver læti:Tiggolóel,hættusu, skilið! (Margrét Helga og Jóel, hættið þessu, skilið!) Margrét Helga er farin að lesa dáldið núna en hún lærir orðin sem myndir, hún nennir ekki að standa í að hljóða. Það kemur kanski seinna og ég reyni að kenna henni það líka en enn sem komið gengur henni nokkuð vel að lesa. Hún les bæði í við lesum og svo litla bækur sem notaðar eru held ég í sérkennslu heima en eru mjög góðar til lestrarkennslu finnst mér, þar sem ákveðnir stafir eru þjálfaðir. Þetta kemur allt. Ég hef ekkert verið að pressa Jóel í lestrinum enda er hann ekki nema fjögurra ára og hefur nógan tíma.Ef ég næ ekki að skrifa aftur fyrir jól þá bið ég Guð að gefa ykkur gleðilega jólahátíð!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð gefi ykkur gleðileg jól, farsælt og blessunarríkt komandi ár. kveðja Ingibjörg og Sigursteinn
Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 21:35
Kæra fjölskylda.
Jólakortið okkar er ekki lagt af stað í ferðina miklu, þannig að við sendum ykkur hér með kveðju um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Guðs blessun.
Nanna Guðný og Sigurður
Nanna Guðný (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.