5.8.2009 | 12:53
Frónið fagra!
Bara smá fréttir af okkur.
Við erum búin að eiga alveg yndislegt sumarfrí hér heima og höfum náð að slaka vel á og uppbyggjast bæði andlega og líkamlega. Nú fer að styttast í brottför á ný og eigum við bókað flug út 20. ágúst og erum bara farin að verða tilbúin að takast á við þetta síðasta ár í bili.
Það sem stendur upp úr hjá mér eftir þetta sumar að ég hef fengið að uppbyggjast og uppörvast í trúnni, eitthvað sem ég þurfti mjög á að halda. Við áttum góða daga á Löngumýri með kristniboðsvinum og svo fékk ég gott tækifæri til að syngja með Gospelkór Reykjavíkur, æfingar, brúðkaupið hans Sigga Bjarna og síðast en ekki síst tónleikar með André Crouch í Kirkjulækjarkoti núna um verslunarmannahelgina- stórkostlegt hreint út sagt og ég á eiginlega bara ekki orð tið að lýsa því!
Við höfum líka haft góðan tíma með vinum og fjölskyldu þó svo að margir hafi verið á flakki vegna sumarfría og enn einhverjir sem við höfum ekki náð að hitta. En nú er ekki svo langt þangað til við komum aftur til að vera og þá verður tími til að endurnýja gömul kynni.
Við erum búin að fara í sumarbústað tvisvar, skruppum í Skóginn um verslunarmannahelgina þar sem ég (meðal annarra) hljóp í skarðið fyrir Keith Reed, sá um barnakór sem var bara mjög gaman, fórum eins og áður sagði á Löngumýraramót og bara margt fleira. Krakkarnir hafa unað sér vel, notið þess að fá að vera með ömmum og öfum og frændsystkinum, farið í bíó, leikhús, Húsdýragarðinn og svo mætti áfram telja.
Veðrið er búið að vera frábært, gott fyrir okkur Afríkubúa sem erum vön hitanum, það á eftir að verða spennandi að upplifa vetur hér aftur!
Verið Guði falin!
"Verið ávalt glaðir í Drottni, ég segi aftur, verið glaðir!" Fil.4:4
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð og takk fyrir kveðjuna. Gott að heyra að þið hafið átt góðann tíma á Íslandi með fjölskyldu og vinum. Við vonum að ferðin gangi vel hjá ykkur. Við hugsuðum til ykkar þegar við vorum í fluginu, hvernig þetta hefði verið hjá ykkur með 4 öll undir 8 ára aldri..
Kærar kveðjur frá okkur hér á lóðinni í húsi númer 7.
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 5.8.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.