Styttist í Eþíópíu á ný..

Nú er vika þar til við leggjum í hann á ný. Þetta er búið að vera frábært sumarfrí og gott að koma heim og fá að hvílast svona vel. Nú er ég eiginlega bara farin að hlakka til að fara út aftur. Planið er að við flytjum heim a.m.k í bili, næsta sumar svo nú er þetta ekki langur tími sem við verðum úti. Eitt ár líður alveg ótrúlega fljótt. Það er líka dýrmætt að fá að klára tímabilið með nýjum kröftum, ekki vera alveg búin á því á lokasprettinum. Við biðjum núna bara fyrir því að öll fjölskyldan fái gott ár í Eþíópíu og við meigum fara þaðan sátt og með góðar minningar. Við erum opin fyrir því að fara svo aftur út en það er ekki alveg ákveðið ennþá. allavega verðum við 1- 2 ár heima. Við erum líka alveg farin að vera tilbúin í það.

Nú er nóg að gera við að pakka, ég er búin að kaupa jólahangikjötið og ýmislegt fleira sem þarf að hafa með út. Dagurinn í dag fer í að undirbúa afmælisveislu. Margrét Helga verður 8 ára á morgun en hún leyfir bræðrum sínum líka að eiga afmælisveisluna með henni þar sem þeir eiga aldrei afmæli á Íslandi. Það verður svaka fjör!

Ett gullkorn í lokin:

Dagbjartur Elí er með mjög stóra hálskirtla og hrýtur því mjög mikið. Ég hef látið lækni kíkja á hann til að meta hvort taka þyrfti kirtlana sen það þarf nú vonandi ekki. Við vorum svo að lesa Tumi fer til læknis um daginn og þar skoðar læknirinn í hálsinn á Tuma, þá fékk ég þessa spurningu frá hnoðranum:" Mamma hrýtur hann?"

"Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hæðumst við eigi þótt jöðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins" Sálm.46:2-3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband