19.8.2009 | 13:09
So long, farvel.....
Jæja, þá er þetta sumarfrí á enda. Við leggjum af stað héðan kl. 4:30 í fyrramálið, förum í loftið kl. 7:40, bíðum 10 tíma á Heathrow og lendum svo eftir næturflug, í Addis kl. 8:10 að staðartíma á föstudagsmorgun. (5:30 að íslenskum tíma). Þetta verður langt og strangt ferðalag en við vitum að englar Guðs vaka yfir okkur á leiðinni og margir sem biðja fyrir okkur. Þetta er búið að ver ayndilsegt sumar og hlökkum til að takast á við komandi ár. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar við að vera að fara, alltaf jafnerfitt að kveðja, en nú er þetta ekki langur tími, verðum komin heim aftur um mitt næsta sumar.
Það er búið að vera mikið að gera þessa síðustu viku. Við héldum afmælisveislu fyrir krakkana á föstudaginn, svaka fjör, í kristniboðssalnum því það er víst ekki hægt að stóla á veður hér á Íslandi. Þetta var afmælisdagur Margrétar Helgu en hún var svo elskuleg að leyfa bræðrunum að eiga veisluna með sér því þeir eiga aldrei afmæli á Íslandi. Á laugardaginn hittust svo systkini mömmu ásamt afkomendum og var það svaka fjör líka. Svona mætti lengi telja, alls kona hittingur með vinum og ættingjum.
En nú höldum við af stað til Eþíópíu á ný. Þið megið muna eftir okkur í bænum ykkar, ferðin, skólinn hjá krökkunum starfið í Woító, já allt sem er framundan.
Drottinn blessi ykkur!
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel kæru syskin í Kristi. Við vonum að ferðalagið gangi vel og að þið verðið hraust/með góða heilsu í Eþíópíu.
Takk fyrir góðar stundir í sumar. Það var mikil blessun fyrir okkur að fá að kynnast ykkur aðeins.
Klem frá okkur hér á lóðinni!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 19.8.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.