Aðfangadagur jóla er einmitt í dag...

Jæja það fór þá svo að ég skrifaði aftur áður en jólin ganga í garð.  Nú er allt tilbúið, hangikjötið soðið og allir pakkarnir komnir undir tré og þetta er enginn smá hellingur get ég sagt ykkur! Við erum með gamalt gervijólatré sem við erfðum frá Ragga og Kíu sem þau erfðu frá kristniboðahjónum (Dag Ottar og Silju) sem fóru heim í hitteðfyrra sem þau svo aftur erfðu frá foreldrum Silju. Það má helst ekki anda á það því þá hrynja af því greinarnaren þetta er bara í góðu lagi. Þegar ljósin og skrautið var komið á ber ekki á neinu. Það er dáldið erfitt fyrir lítinn hnoðraling að láta jólaskrautið í friði, hann er algjör fiktari. Ég man ekki að systkini hans hafi verið svona voðalega mikið að fikta. Kanski er hann bara svona ólíkur þeim, kanski er ég bara ´búin að gleyma! Þau voru orðin dáldið spennt í gær systkinin. Við fórum í gærmorgun þ.e. ég Jóel og Margrét Helga, á norska skólann að æfa  í síðasta skipti fyrir guðsþjónustuna sem verður kl. 4 í dag. Eftir það fórum við svo að kaupa síðustu jólagjafirnar. Þau fengu að velja gjafir handa hvort öðru og litla bróður sínum og svo keyptum við saman gjöf handa pabba. Það er ekki alveg það auðveldasta að mega ekki segja neitt en þau hafa staðið sig vel. Ágætt að gera þetta í gær því þá þurfa þau ekki að þegja svo voðalega lengi!

Ég var að lesa á mbl.is að væri ekki beint jólaveður heima á Íslandi, a.m.k. ekki í Reykjavík. Það er þá kansi bara jólalegra hér í sólinni og hitanum. allvega er þetta voða þægilegt. Ég gerði reyndar misheppnaða tilraun til  að kaupa snjósprey í gær. Kristján hafði komið auga á þetta í einni búð og datt í hug að það gæti verið gaman að skreyta gluggana með þessu. Við héldum sem sagt að þetta væri svona sprey sem maður getur spreyjað á gluggana og notað skapalón til að búa til stjörnur og svoleiðis. En nei, það hefði alveg eins mátt setja fullt af sápu í fötu og búa til froðu og skvetta á gluggana. Það var líka svo megn sápulykt af þessu að það eyðilagði næstum hangikjötslyktina.- það er ekki á allt kosið!

Annars er planið að borða góðan morgunverð, svo verður möndlugrautur í hádeginu. Í eftirmiðdaginn er svo guðsþjónustan á norska skólanum þar sem ég er er að spila og leiða barnakórinn sem Margrét Helga og Jóel syngja í. Svo ætlum við að borða hangikjöt, sem á síðan eflaust eftir að endast okkur alla jóladagana eins og í fyrra. Ég fékk reyndar ekkert rauðkál í ár og það voru bara til 3 stk. 250ml maltflöskur í bænum en það verður bara að duga eins og ég sagði, það er ekki á allt kosið! við höldum svo í hefðir að heiman eins og að syngja saman jólasálma áður en við opnum pakkana. Svo er ég auðvitað búin að búa til til ís sem verður spennandi að sjá hvernig bragðast. Ég á svo erfitt með að venjast bragðinu af rjómanum hérna að ég gerði mitt besta til að kæfa rjómabragðið með mismunandi tegundum af súkkulaði og vanilludropum, sjáum hvað setur. Svo er búið að baka nokkrar sortir af smákökum. Það er eitthvað eftir ennþá þótt ein sortin hafi klárast alveg áður en aðventan var liðin. Litlu mömmusarnir mínir (bræðurnir á bænum) eru hrifnastir af mömmukökunum á meðan faðirinn vill helst súkkulaðibita og hnetukökur eða hnetusmjörskökur. Við mæðgurnar borðum þetta allt saman. Lofkökurnar misheppnuðust reyndar herfilega. Þær bragðast alveg eins og þær eiga að gera (þökk sé hjartarsaltinu sem mamma og pabbi sendu í pósti) en þær fóru alveg í klessu. Verða fínar með ísnum (þ.e. ef það er í lagi með hann þá!)

Við s.s. verðum bara ein hér fjölskyldan eins og í fyrra, sem var reyndar mjög notalegt. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég sakna eiginlega ennþá meira fjölskyldunnar núna en í fyrra. Þá vorum við líka eiginlega bara nýkomin hingað. En allt hefur sinn tíma. Það er þroskandi og margt gott við að halda jólin hér. Við erum síðan reyndar að spá í að hafa opið hús, eða opinn garð á annan í jólum. Bjóða þeim sem eru hér í Addis af kristniboðum að koma í smá jólaboð þar sem allir leggja til eitthvað matarkyns og það er hægt að hafa garðveislu hér! Flestir reyndar fara til Awasa á milli jóla og nýjárs en einhverjir verðar þó hér. Við verðum hér vegna brúðkaupsins hennar Ragnhild sem er 30. des. Svo erum við reyndar að spá í að leggja upp í ferð til Ómó Rate eftir áramót en það er undir því komið að við fáum annan bíl og að gert verði við brúnna yfir Voitó ánna. Hún er ss. í lamasessi og óökufært af þeim sökum alla leið suðureftir.Við sjáum hvað setur.

Jæja ætli ég segi þetta ekki gott í bili. Ungarnir fara að vakna, aldrei þessu vant vaknaði ég á undan þeim! Ætli það sé ekki bara jólaspenningurinn í manni! Ég ætla að fara að hita ostabollur og skinkuhorn og búa til kakó.

Kveð ykkur að sinni og óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar í Jesú nafni með orðum Jesaja spámanns.

"Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað, Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband