27.12.2006 | 10:01
þriðji dagur jóla
Þá eru hátíðisdagarnir liðnir. Guðþjónustan gekk vel á aðfangadagskvöld. Hirðarnir og englarnir áttu reyndar dáldið erfitt með að halda einbeitingu. Skyndilega ákvað einn engillinn að fara og tala við mömmu sína sem var í fullorðinskórnum og þá fylgdu allir hinir á eftir. Hirðarnir æfðu sig að telja upp að tíu á ensku og skilmuðust aðeins með stöfunum sínum en að öðru leiti gekk allt vel! Þetta var bara krúttlegt. í þessum hlutverkum voru líka öll 4 ára börnin og ekki hægt að ætlast til að maður geri allt 100% í steikjandi hita á sjálft aðfangadagskvöld, vitandi af öllum pökkunum heima! Við komum svo heim og snæddumjólamatinn, hangikjöt en ísinn hálfmisheppnaðist. Spurning hvort það verði ekki eitthvað annað í eftirrétt næstu jól! á jóladag var okkur boðið í norskan jólamat hjá Thoresen fjölkyldunni sem býr á Casa inces (norska skólanum) Það var mjög huggulegt. Í gær varð svo ekkert úr neinu boði hér. Það var bara fínt að vera bara fjölskyldan heima. Krakkarnir voru upptekin af að leika með allt nýja dótið og svona. Í dag komu svo húsjálpirnar aftur til vinnu.
Svo fer að líða að brúðkaupinu. Ragnhild og Temesgen gifta sig núna á laugardag og húsið okkar verður hálfgerð miðstöð, allavega um morguninn og á ég von á talsvert af fólki. Fjölskyldan hennar kemur til með að bíða hér og brúðarmeyjarnar og svo kemur hann og sækir hana hingað til kirkju samkvækt eþíópskum sið. Það verður því líklega mikið dansað og sungið hér í garðinum á laugardagsmorgun.
Ætli ég segi þetta ekki gott í bili. ég vil nota tækifærið og þakka fyrir allar góðar gjafir og kveðjur sem okkur hafa borist. Það er ekki bara auðvelt, finnst mér allavega, að halda hátíð eins og jólin svona langt í burtu frá fjölskyldunni og heimahögum svo allar kveðjur og hlýhugur að heiman iljar manni um hjartarætur.
Ég bið Guð að gefa ykkur gleðileg áramót og blessa ykkur komandi ár.
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þökkum innilega jólakveðjurna frá ykkur, hún gladdi okkur mikið. Blessun og varðveisla Drottins sé yfir ykkur
Kveðj, Ingibjörg og Sigursteinn
Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 22:18
Sæl Helga og Kristján, Guð gefi ykkur gleðilega hátíð áframhaldandi og gleðilegt nýtt ár. Það var gaman að heyra viðtal við þig Helga Vilborg á Lindinni,takk fyrir það. Frábært að geta fylgst með ykkar starfi í gegnum þessa síðu og eins að fá allar fréttir af ykkur kristinboðunum í gegnum Kristniboðspóstinn. Megi Guðs blessun fylgja ykkur á hverjum degi. Bestu kveðjur,Pétur og Henna Hafnarfirði,peturasgeirsson@hotmail.com
Pétur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.