Gelðilegt nýtt ár!!

Jæja þá er árið 2007 gengið í garð. Það var rétt svo að við hjónin héngum uppi fram yfir miðnætti til að geta sagt gleðilegt á við hvort annað!. Við vorum í gær í mat hjá danskri fjölskyldu sem er á málaskólanum. Það var mjög huggulegt. Við kveiktum í lítilli brennu en það var ekki hægt að fá flugelda enda ekki áramót hér í landinu núna eins og þeir sem hafa lesið bloggið vita. Margrét Helga og Jóel steinsofnuðu í sófanum hjá þeim en hnoðralingur dundaði sér við að leika sér að dótinu hennar Elisabetar vinkonu sinnar sem var líka sofnuð á meðan við fullorðnafólkið spiluðum Landnemana. Við vorum nú síðan komin heim um ellefeu enda hnoðralingur orðinn þreyttur en sofnar nú ekki hvar sem er! Við lásum svo fram til miðnættis, svona til að hafa vakað yfir áramótin en meiri urðu nú hátíðarhöldin ekki. - Nýja árið kom nú samt! Við vorum líka hálfuppgefin eftir laugardaginn. Það var mikið um dýrðir. Ragnhild gisti hjá okkur því húsið hennar var fullt af gestum frá Noregi. Við fórum svo eldsnemma á fætur á laugardagsmorguninn því Temesgen átti að sækja hana með sínu föruneyti kl. 10 og það þurfti að greiða brúðinni og mála og koma henni í kjólinn og taka fullt af myndum áður. Það kom í minn hlut að greiða henni og tókst bara nokkuð vel þótt ég segi sjálf frá. Það tók um einn og hálfan tíma þannig að ég rétt náði að klæða sjálfa mig og greiða mér áður en brúðguminn átti að koma. Fjölskylda hennar og vinir og myndatökumenn með video og ljósmyndavélar voru mættir á svæðið hálftíu svo það var fullt hús hér. Temesgen kom síðan reyndar klukkutíma of seint sem er nú bara nokkuð gott miðað við eþíópsk brúðkaup sem oftar en ekki byrja tveimur til þremur tímum seinna en áætlað er! Þegar vona var á honum hófst mikill söngur inni hjá okkur á meðan hann og hans fólk dansaði og söng í garðinum fyrir utan. Svo mætast brúðhjónin, hún færir honum blóm í barminn og hann færir henni vöndinn. Svo keyra þau saman til kirkju. Kirkjan er hér rétt hjá svo það gekk greiðlega að komast þangað. Kristján sá um að keyra fjölskyldu og vini Ragnhild frá Noregi en Asnakú og Fantanesh komu með mér og hjálpuðu mér með krakkana. Margrét Helga og Jóel voru í stóru hlutverki. Þau voru brúðarmær og brúðarsveinn en það er talsvert meiri vinna hér en heima. Um morguninn eru miklar myndatökur sem þau verða að vera með í svo eru þau auðvitað með í kirkjunni og ganga inn og út með brúðhjónunum. Í veislunni sitja brúðhjónin ásamt "svaramönnum" (hvort um sig hefur þrjá, hún þrjár konur, hann þrjá karla) blómastúlku og Margrét Helga og Jóel fengu líka hvort um sig sinn stólinn þar. Þau stóðu sig eins og hetjur og voru allir að tala um hvað þau væru dugleg. Auðvitað var mamman voðalega stolt enda var ég búin að vera pínu stressuð yfir þessu. Ég vissi sérstalgeg ekki hverju Jóel gæti tekið upp á. Hann hefði alveg geta orðið skyndilega hræddur og viljað hætta við allt saman en allt gekk eins og í sögu. Það var heilmikill veislu matur enda um 700 manns boðið, sem þykir nú bara í minna lagi þegar kemur að brúðkaupum hér í landi. Í veislunni var nú gefið svigrúm fyrir nokkrar ræður að norskum sið en það er ekki venjan hér. Svo var mikið dansað og sungið og heilmikið fjör. Þegar klukkan var orðin fimm var litli stubburinn minn allt í einu búinn að fá nóg. "Mamma ég vil ekki vera lengur þarna uppi" sagði hann. Uppahaflega var hugmyndin að við færum öll með í garð sem er hér rétt fyrir utan Addis þar sem átti að taka fleyri myndir en nú allt í einu þverneitaði litli brúðarsveinninn að taka þátt í meiru. Hann var alveg búinn og sömuleiðis bóðir hans sem hafði auðvitað neitað að sofa á meðan allt fjörið stóð yfir. Ég treysti mér heldur ekki til að keyra ein með börnin auk þess sem ég var alveg búin í bakinu eftir daginn þannig að það endaði með því að Margrét Helga fór bara með pabba sínum sem keyrði rútu með norsku gestunum og ég fór heim með þreyttu bræðurna sem voru sofnaði kl. hálf sjö! Ég sagði við Margréti Helgu að þetta hefði nú verið dáldið meiri vinna en að vera brúðarmær á Íslandi "Það tekur nú enga stund að gifta sig á Íslandi!"sagði hún þá, orðin veraldarvön daman!Þetta var nú samt frekar einföld útgáfa á eþíópsku brúðkaupi þar sem venjulega eru amk. tvær matarveislur en þau vildu reyna að fara einhvern milliveg og ekki hafa þetta allt of langt. Þetta var bara mjög gaman og mikið fjör bæði í kirkjunni og veislunni. En nú ætlum við að leggja upp í langferð á morgun. Ætlunin er að byrja á að fara til Awasa þar sem við fáum annan betri bíl og þar gistum við eina nótt. Svo ætlum við áfram til Arba Minch, verðum þar eina eða tvær nætur og höldum svo áfram til Ómó Rate til að heimsækja Kíu og fjölskyldu. Ég fékk grænt ljós frá ljósmóðurinni svo við ætlum bara að skella okkur þar sem það fer að verða síðasti séns fyrir okkur að heimsækja þau í Ómó rate. Þau eru svo að flytja til Íslands í sumar og það verður ekki auðvelt að koma þessu við eftir að barnið er fætt. Kristján er með jólafrí núna í janúar svo þá var bara að skella sér af stað. Þið megið gjarnan biðja fyrir að ferðin og allt saman gangi vel.Við vitum ekki alveg hversu lengi við verðum en það gætu orðið 10 dagar til tvær vikur. Ætlum kanski að stoppa nokkra daga í Awasa á bakaleiðinni.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskum ykkur gleðilegs árs og Guðs blessunar á nýju ári. Mætti ykkur farnast vel á ferðalagi ykkar og að þið komið heil og endurnærð aftur til starfa eftir fríið. Berið kveðjur frá fyrirbiðjendum til fjölskyldunnar í Ómó rate.

Bestu kveðju Ingibjörg og Sigursteinn

Sigursteinn Hersveinsson (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 21:04

2 identicon

Kæra fjölskylda. Takk fyrir jólabréfið. Gaman að lesa um brúðkaupið, 700 gestir, vá! Góða ferð og gangi ykkur vel. Hafið það gott í fríinu. Köbenkubbarnir :)

Svava María (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband