3.11.2009 | 11:29
Fréttir af fjölskyldunni í Eþíópíu framhald...
Starfið í Gisma gengur vel og við höfum fengið að upplifa mikla blessun núna undanfarið. Nýlega var kosin ný safnaðarstjórn sem við erum mjög ánægð með. Einn daginn komu nokkur úr söfnuðnum að máli við Kristján því þau vildu reyna að ná með fagnaðarerindið til fleira fólks í Voítódalnum. Kristján fór svo með þeim einn sunnudag og heimsótti tvö þorp hinum megin við fjallið. Konurnar höfðu sett saman lítinn kór og svo fóru þau til að tala við fólkið, uppörva þá kristnu og til að reyna að ná til fleiri. Vikuna á undan hafði Aseffa sem er evangelistalærlingur í Gisma, dvalið á þessum stöðum og verið með fólkinu.
Filló og Aseffa eru tsemaimenn sem eru komnir tilbaka eftir nám. Sirpa er ein af kristnu konunum í Gisma. Þessi þrjú hefur Guð kallað til að starfa meðal barnanna í Gisma. Þau komu til mín og sögðust vilja vera með í barnastarfinu. Þau túlka fyrir mig þegar ég tala við börnin og þegar ég er í burtu sjá þau um starfið. Fyrir mér er þetta stórkostlegt bænasvar. Frá því að við komum fyrst til Voító hef ég beðið fyrir því að Guð kallaði fólk til starfa meðal barnanna í Gisma. Ég hafði miklar áhyggjur af að enginn myndi taka við starfinu þegar við færum heim næsta sumar en svo gaf Guð mér frið fyrir því að hann myndi sjá um þetta og nú hefur hann sent þetta fólk.
Meira má lesa um þetta í næsta tölublaði Kristniboðsfrétta sem allir geta gerst áskrifendur að án endurgjalds (sjá http://www.sik.is/)
Fleiri fréttir af krökkunum:
Jóel var ekki fyrr búinn að póstleggja ástarbréf með bónorði til Júlíu vinkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann skrifaði annað eins bréf til Sigrid Helene vinkonu Margrétar Helgu hér úti. Hún þurfti smá umhugsunartíma (svona hálftíma eða svo) en ákvað svo að slá til svo það var brúðkaup hér á laugardaginn!! Hann sagðist einu sinni ætla að eignast margar mömmur, átti við eiginkonur, svo hann fengi mörg börn! Það læra börnin það sem þau sjá í kringum sig. Í Voító eiga karlarnir jú fleiri en eina konu!
Eitt sinn þegar við sátum í bílnum komst eitthvað til tals þetta með Habesha (Eþíópa) og Ferenge (útlendiga) Ég spurði Jóel:"Hvort ert þú habesha eða ferenge?" Jóel:"Mamma þetta er allt of erfið spurning, ég get ekki svarað þessu."
Þetta er nú það sem er dæmigert fyrir mörk TCK (Third Cultural Kids) eins og það kallast þau vita ekki alveg hvar þau tilheyra, eru einhversstaðar mitt á milli. Dagbjartur Elí var hins vegar alveg með það á hreinu að hann væri habesha (Eþíópi) og Margrét Helga lagði áherslu á það að hún væri sko ferenge (útlendingur)! Þá vitið þið það!
Nú fer Addisdvöl að ljúka í bili. Við leggjum í hann til Arba Minch á laugardaginn og verðum svo koin til Voító á sunnudag.
Núna kemur með okkur kennari frá Bingham sem er yfir heimaskólanum (Homeschool coordinator) og ætlar að hjálpa mér aðeins með kennsluna. Hún verður hjá okkur í viku. Það verður gaman. Við komum svo aftur til Addis í kringum 6. des svo krakkarnir geti tekið þátt í jólaverkefnum í skólanum og Kristján klárar að kenna námskeiðið sem hann er að kenna á Seminarinu. Hvort við verðum svo i Addis eða í Awasa um jólin erum við ekki alveg búin að ákveða. Það verður ekkert frí ef við erum í Voító þannig að við verðum ekki þar um jólin en verðum þar um áramótin.
Það er því ekki við neinu bloggi að búast alveg næstu vikurnar en þangað til bið ég ykkur Guðs blessunar
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En yndislegt að lesa að Jóel sé að senda Júlíu bréf. Hún talar ekki um annað en kærastann sinn hann Jóel sem býr í Afríku og er búin að gera vinaarmband sem fer í póst á næstu dögum (ég stakk uppá því að hún myndi gera eitt handa Margréti Helgu líka, sem hún er að klára).
Knús og kossar til ykkra allra frá Svíþjóð
Guðrún Skúla (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 16:26
Takk fyrir bloggið Helga Vilborg. Guð blessi ykkur!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 4.11.2009 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.