14.5.2007 | 17:58
Allt og ekkert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 08:20
Meiri fréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 12:43
Smá lífsmark
Halló öll! Það fer nú að koma að almennilegu bloggi en ástæðan fyrir þessu bloggleysi er skelfileg flensa sem við lágum í öll fjölskyldan í upp undir tvær vikur. Til að ná okkur almennilega fórum við svo í viku til Awasa sem var bara frábært svo nú erum við öll orðin frísk nema ég er enn hálfraddlaus. Það koma sem sagt betri fréttir fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 13:11
Nýjar myndir
Bara að láta vita að það eru komnar inn nýjar myndir. Annars allt gott að frétta. Núna er bara kalt og rigning(ég var í tveimur flíspeysum í morgun!!) en smáfólkið dafnar og unir sér vel.
Kveðja úr kuldanum í Addis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2007 | 08:01
gleðilega páska!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2007 | 06:21
Dýrin út´í Afríku....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2007 | 13:53
Lítið ljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2007 | 10:43
Fæðingarsaga
Á föstudaginn hringdi mamma til að athuga hvernig gengi. Einmitt þegar hún hringdi vorum við Kristján í smá bíltúr. Jóel tilkynnti hins vegar ömmu sinni að barnið væri fætt og lægi inni í rúmi og það væri lítill drengur en við værum ekki búin að ákveða nafn á hann. Ömmu brá nú dáldið og vissi ekki alveg hvort hún átti að trúa þessu en drengurinn hljómaði nokkuð sannfærandi. En hvar er mamma? spurði amma þá hún er úti í göngutúr svaraði snáðinn. Ömmu fannst það nú dáldið undarlegt en spurði svo Jóel hverjum litli drengurinn líktist Hann er alveg eins og ég! Og það fyndna er að Davíð Ómar er bara glettilega líkur honum!
Nafnið Davíð Ómar:
Davíð er nafn Davíð konungs úr Biblíunni og merkir hinn elskaði. Allir drengirnir okkar hafa eitt Biblíunafn þótt það hafi ekki verið neitt systematískt ákveðið!
Ómar kemur úr Kristjáns fjölskyldu en móðurbróðir hans sem lést ungur hét Ómar. Samkvæmt mannanofn.com er nafnið ungt í íslensku kom til landsins á fjórða áratug síðustu aldar en þó nokkuð margir heita nafninu bæði sem fyrsta og öðru nafni. Nafnið kemur fyrir í Biblíunni en er þó talið eiga uppruna sinn í Arabíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2007 | 18:17
Davíð Ómar fæddist í morgun
Segja má að fæðingin hafi verið löng og erfið en samt gengið vel. Móður og barni heilsast vel og við erum innilega þakklát öllum þeim sem hafa hugsað til okkar og beðið fyrir okkur.
Fæðingarþyngd var 0,6 breskir steinar og lengdin mældist 0,29 breskir faðmar.
Smellið á myndasíðutengilinn til að sjá myndir af nýjasta fjölskyldumeðliminum.
Lofið Drottin, ákallið nafn hans, gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna! Syngið fyrir honum, leikið fyrir honum, talið um öll hans dásemdarverk. Hrósið yður af hans helga nafni, hjarta þeirra, er leita Drottins, gleðjist. Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans. 1Kro.16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.2.2007 | 06:05
sól sól skín á mig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar