24- 29. maí

24. maí  Ég byrja á 17. maí. Þá var nú mikið um dýrðir. Dagskráin hófst með fánahyllingu á norska skólanum þar sem norski og  eþíópski fáninn voru dregnir að húni. Svo var dagskrá fyrir útan heimavistina þar sem kennarar og nemendur komu fram auk norska sendiherrans. Leikskólabörnin marseruðu í takt við tónlist og spiluðu á mismunandi hljóðfæri með. Þetta er sú krúttlegasta skrúðganga sem ég hef á ævinni séð! Eftir dagskránna úti var fóru allir í skrúðgöngu á skólalóðinni og heimavistarlóðinni og síðan var guðsþjónusta í kirkjunni á skólanum. Eftir guðsþjónustuna var svo matur og hlaðið kaffiborð með allskonar góðgæti og ýmsir leikir fyrir bæði stóra og smáa. Krökkunum fannst skemmtilegast að fara í svampakast þar sem einn kennaranna hafði fórnað sér og leifði krökkunum að kasta blautum svömpum framan í sig. Klukkan fimm var svo farið í sendiráðið og viti menn okkur var boðið á endanum að koma. Við vorum mjög ánægð með það og vorum sko ekki svikin. Þetta var mjög huggulegt og fullt af góðum mat ma. Norskur lax, rækjur og pylsur og margt fleira gott. Maður var vel þreyttur eftir daginn en þetta var allt saman mjög vel heppnað og skemtilegt. Það var líka alveg frábært veður einhver besti dagurinn síðan við komum út held ég bara.  Nú er að líða að skólalokum. Bara þrír kennsludagar eftir. Á föstudaginn förum við í skólaferð til Debrezeit og svo eru próf á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Svo er skólinn bara búinn og ætli maður fari þá ekki bara beint í að pakka og undirbúa flutning (enn einu sinni!) Í fyrradag kom Þráinn Haraldsson sem er guðfræðinemi og ætlar að vera sjálfboðaliði í Omo Rate í sumar. Kristján sótti hann á flugvöllinni og aðstoðaði hann við matarinnkaup og þh. Hann flaug svo til Jinka í morgun og geri ég ráð fyrir að hann sé í þessum skrifuðum orðum á leiðinni til Omo Rate ásamt Ragga Schram.  Annars erum við öll  nokkur hress. Ég reyndar fékk heiftarlega í magann í fyrri nótt en ég held það hafi verið eitthvað sem ég borðaði. Þetta var einhver skelfilegasta magapína sem ég hef á æfinni fengið. En það gekk fljótt yfir þótt ég sé eiginlega enn hálf þreytt eftir átökin.  Krakkarnir eru spræk og eru farin að hlakka til að flytja. Ég finn samt fyrir streitu hjá þeim sérstaklega Margréti Helgu. Þótt það sé spennandi að flytja held ég að þau séu að átta sig á að það eru líka margir vinir þeirra að fara í burtu og það eru breytingar framundan. 29. maí Þá er ég komin með þessa nýju síðu sem virðist bara virka nokkuð vel hingað til. Nú veltur það bara á því hvort og hvenær maður kemst á netið sem er nú óttalegt hipsum happs eins og er. Nú er að styttast í lok málanámsins, þ.e.a.s. þann hlutann sem fram fer í skólanum, það er lant í frá að við seum fullnuma í málinu. Nú tekur við áskorun um að nýta það og læra sjálf. Þar sem við erum staðsett í Addis og komum ekki til með að nota amharísku mikið í vinnunni er þeim mun mikilvægara að halda athyglinni við að æfa málið hvenær sem tækifæri gefst. Á morgun er síðasti skóladagurinn og svo eru próf, munnlegt og skriflegt á miðvikudag og fimmtudag. Þessi próf virðast heldur þyngri en þau sem við höfum hingað til tekið, enda hafa þau verið frekar á léttum nótum. Við eigummeðal annars að lesa og endursegja fjórða kafla Jóhannesarguðspjallsins, sem reyndar er einn af mínum uppáhaldsköflum í Biblíunni en ekki kanski alveg það einfaldasta að segja frá á amharísku! En kennararnir reyna að undirbúa okkur svo vonandi gengur þetta allt vel. Munnlegu prófin er alltaf mín sterkasta hlið þannig að ég verð meira að einbeita mér að því að undirbúa skriflega prófið. Nú er ég komin á netið og ætla að nýta tækifærið og koma þessu áleiðis “Jesús svaraði: Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af því vatni er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs”  Jóh. 4:14

Flutt

Jæja þetta er þá nýja síðan okkar!

Þeir lokuðu á blogspot sem var svæðið sem við notuðum en ég vona bara að þetta eigi eftir að virka enn betur. A.m.k. er allt á íslensku þannig að kanski tekst mér að gera þessa síðu aðeins skemmtilegri en hina.

Fljótlega munu birtast ný dagbókarbrot alveg frá miðjum maí sem mér tókst ekki að koma til skila á hinni síðunni. Enn sem komið er virkar þessi mun betur.

Guð blessi ykkur

Helga Vilborg


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband