Brúðkaup ofl.

8. september Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en það sem átti að vera 2. september í síðustu færslu breyttist í fyrsta. Jóel á auðvitað afmæli 2. sept. Ég byrjaði að kenna á seminarinu sl. mánudag. Það mættu 20 af 47 nemendum! Næsta mánudag er svo frí því það er eþíópskur nýjársdagur. Hér er farið efir dagatali austurkirkjunnar svo nú er árið 1998 að líða og árið 1999 að ganga í garð. Spennandi að sjá hvort allir mæta eftir eina og hálfa viku.  12. septemberÞá er nýtt ár gengið í garð hér í Eþíópíu, árið 1999. Þannig að eiginlega er ég bara 24 ára! (hahaha) Þetta er ein af stærstu hátíðunum hér bara eins og þegar nýtt ár gengur í garð hjá okkur. Það eru brennd bál, skotið upp flugeldum og borðaður hátíðarmatur. Við fórum í bíltúr á laugardaginn sem við einnig gerðum fyrir ári síðan. Það er gaman að fylgjast með mannlífinu svona rétt fyrir gamlárskvöld. Allir eru að kaupa hátíðarmatinn og því er verslað með hæns, sauðfé og nautgripi hvarvetna á götum úti. Það má sjá vesalings dýrinn bundin föst niðurr á bíltoppana, vælandi af angist, (svona til þess að kjötið verði aðeins seigara!!) Fólkið kvartar mikið yfir verðhækkun sérstaklega á hænum. Hænur eru aðaluppstaðan í hátíðarmatnum. Um páskana voru þær hræódýrar, um 12 birr (uþb. 100 ísl. Kr) fyrir fyrstaflokks hænu, þar sem allir voru skíthræddir við fuglaflensu. Nú er ekkert talað um fuglaflensuna svo góð hæna kostaði fyrir nýja árið 90 birr. Í dag væri líklega hægt að fá eina á 30 birr. Svona til samanburðar þá eru laun daglaunamanns hér í Addis15 birr á dag og meðallaun verkamanns um 4- 500 birr á mánuði (um 4500 ísl.kr)Annars gengur lífið sinn vanagang hjá fjölskyldunni á Mekanissa. Það er reyndar í fréttum að Margrét Helga og Jóel eiga að verða brúðarmær og brúðarsveinn því Ragnhild vinkona okkar er að fara að gifta sig í lok árs (okkar árs 2006 sem sagt!) Þetta er búið að vera leyndarmál í dálítinn tíma bæði vegna stöðu hennar innan NLM og líka vegna þess að sá er siðurinn í þessu landi og tilvonandi eiginmaður hennar er eþíópskur. Hún þurfti að senda tilkynningu til NLM (norska kristniboðsins) um brúðkaupið og vildi ekki gera þetta opinbert fyrr en komið væri á hreint hver staða hennar yrði innan NLM áframhaldandi. Það var þannig áðurfyrr að ef starfsmaður kristniboðsins giftist innfæddum fékk hann ekki lengur að starfa úti fyrir kristniboðið, þá er ég að tala um norska lútherska kristniboðssambandið, NLM. Ekki veit ég hver rökin voru fyrir því en nú er þetta breytt svo Ragnhild heldur sinni stöðu áfram hér úti. Fyrst þegar hún sagði systkinunum frá því að hún ætlaði að gifta sig sögðust þau ekki ætla að koma í brúðkaupið. Ég held þeim hafi fundist þetta eitthvað fjarstæðukennt þar sem þau höfðu aldrei hitt Temesgen sem er unnusti Ragnhild. Jóel var samt fljótur að sættast á að verða brúðarsveinn. Það er þannig hérna að oft ganga tvö börn á undan brúðhjónunum með lifandi ljós. Einhverntíman vorum við að ræða þetta og hún sagðist sko ekki ætla að mæta þá sagði Jóel: “Ég get alveg borið tvö ljós!” Svo Komu Ragnhild og Temesgen í heimsókn síðustu helgi og þeim leist svona ljómandi vel á hann að um kvöldið sagði Margrét Helga: Ég gleður mig svo til brúðkaupið” (norsk/íslensk útgáfa af Ég hlakka svo til brúðkaupsins) Svo nú er hún voða spennt og alveg á því að hjálpa Ragnhild að gifta sig! Hún er nú líka með reynslu þar sem hún var brúðarmær þegar Agla Marta systir gifti sig. Það er til siðs hér að brúðguminn komi og sæki brúðina til kirkju heim til fjölskyldu hennar. Ragnhild ætlar að fá að vera hér heima hjá okkurað búa sig ásamt sínum brúðarmeyjum (eða forlovere eins og það heitir á norsku) Hún verður með þrjár brúðarmeyjar sem eru þá eiginlega svaramenn hennar og hann sömuleiðis með þrjá svaramenn. Hann kemur svo ásamt þeim að sækja hana hingað svo það verður eflaust sungið og dansað í garðinum! Þetta verður voða gaman.Nú er að síga á seinni hluta regntímans og í dag  (13. sept) hefur ekkert rignt. Krakkarnir voru meira að segja úti að busla í litlu lauginni sinni í fyrsta skipti í langan tíma. Hins vegar er erfitt að komast á netið sem getur verið regntímavandamál. Það eru allvega fáar mínútur á hverjum degi sem hægt er að komast inn. Ég reyni því bara að birta skrifin alltaf við fyrsta tækifæri.  

Loksins....

.....komumst við á netið. Það kom í ljós að modemið okkar var bilað  (erum búin að vera sambandslaus í rúmar tvær vikur) en nú er ss. búið að kaupa nýtt svo ég set hér inn dagbókarfærslur frá miðjum ágúst. Bæti svo fljótlega við meiru:

12. ágústÉg hélt ég væri bara að hressast í gær en þá tók þessi heiftarlega gubbupest við! Ætli ég hafi ekki smitast af Dagbjarti Elí sem var kastandi upp aðfaranótt föstudagsins og nú er bara spurning hvenær röðin kemur að hinum. Jóel var að kvarta um í maganum í kvöl. Hann sagði reyndar að honum væri svo illt í hjartanu og benti svo á þyndina. Þannig að það kæmi ekkert á óvart þótt hann kastaði upp í nótt. Ég vona bara að Margrét Helga verði ekki lasin á afmælisdaginn sinn. Það yrði nú frekar mikið svekkelsi. Þau spjölluðu aðeins við ömmu og afa á Karló í símann í dag. Það eru ekki beint hógværar kröfurnar sem gerðar eru við afa og ömmu: “þið verðið að senda...” og svo koma lýsingar á hve nauðsynlegt er að fá hitt og þetta, aðallega leikföng, sent! Jóel er reyndar alltaf í einhverjum fantasíuheimi. Hann, eða þau saman systkinin, bjuggu til músagildru út í garði úr garni sem strengt var á milli veggja og agnið er lítð fræ eða hneta, að þeirra sögn sem músin á að girnast. Þessu öllu lýsti hann fyrir ömmu og afa. Allt í einu sagði hann svo:” Það...er... köttur inni í húsinu! Kettir eru mýs, það segir mamma” Svo fór hann að telja upp orð sem Dagbjartur Elí væri farinn að segja:” Hann kann að segja pyslur og egg og laukur” Ég hef reyndar aldrei heyrt hann segja það, en hver veit hann reynir að segja ýmislegt og systkinin eru dugleg að túlka tungumál þessa litla manns! En svona er hann Jóel minn. Hann getur talað og talað, mest um dýr og hvað þau gera, hver éti hvern og þegar hann var lítill og hann og pabbi veiddu krókódíl á Íslandi osfrv. Það er stundum erfitt að fá hann til að borða við við matarborðið því hann er svo upptekinn í sínum eigin hugarheimi. Það getur verið alveg yndislegt að hlusta á þessar pælingar hans. Dagbjartur Elí sagði sína fyrstu þriggja orða setningu í dag og það ekki á íslensku eða amharísku heldur ensku: “ I love you” Lína litla dúkkan hennar Margrétar Helgu kann nefnilega að syngja og í hvert skipti sem hún hefur lokið söng sínum segir hún “I love you” (ég elska þig) og þetta greip litli hnoðrinn og tönnlaðist á í sífellu allan seinnipartinn í dag “ælojú”. Frekar krúttlegt. Mig minnir nú að systir hans hafi líka gert þetta á sínum tíma.  Jæja, tíminn líður. Í dag er 22 ágúst. Litla frökenin er orðin fimm ára og alsæl með það. Við Kristján sungum fyrir hana og færðum henni nokkrar gjafir. Ég hafði bakað súkkulaðiköku kvöldið áður sem þau fengu að skreyta systkinin og svo komu Kía og fjölskylda ásamt Þráni Haraldssyni sem hefur var sjálfboðaliði í Omo Rate í sumar, í kaffi. Krakkarnir voru auvðitað mjög ánægð að hittast. Dagjartur Elí var sko líka alveg sáttur við súkkulaðikökuna. Venjulega ef krakkarnir eru á undan honum að borða þá má hann ekki vera að því að klára og vill fara frá borðinu. En þarna sat hann einn eftir og gæddi sér á afmælistertunni. Ég spurði hann nokkrum sinnum hvort hann væri ekki saddur en alltaf hristi hann höfuðið og benti á kökuna! Frekar krúttlegur með súkkulaði út um allt andlit. Svo fórum við öll saman á Hótel Gihon og fengum okkur wodd, svona til að kveðja Þráin sem fór heim morguninn eftir. Ég byrjaði að kenna á norska skólanum sl. miðvikudag. Það var bara mjög gaman. Það er alvg frábært að hafa svona jákvæða og skemmtilega nemendur. Algjör draumur. Öllum finnst allt æðislega gaman og fimmti bekkur mátti varla vera að að fara út í frímínútur því það var svo gaman að syngja. Það er líka alveg frábært að geta gert áætlun og farið eftir henni. Það er nokkuð nýtt fyrir mér í kennslu. Ég veit ekki hvað ég þurfti oft að breyta áætlun á síðustu stundu þegar ég var að kenna heima aðallega út af einhverju veseni. Þannig að þetta verður bara gaman. Við notuðum þennan fyrsta tíma aðallega til að undirbúa söng fyrir skólaguðsþjónustu sem var svo á sunnudeginum. Krakkarnir fengu að vera með Friðriki Páli á meðan ég var að kenna. Þegar ég kom að sækja þau kl. 4 eftir að hafa verið allan morguninn að leika þá vildu þau ekki koma heim: “Þú sagðir að við mættum vera ALLAN daginn!” og þar sem enn var bjart gat ekki verið að þau hefðu verið allan daginn! Í bílnum á leiðinni hem byrjuðu þau strax að tala um að þau vildu hitta Friðrik Pál aftur á morgun. Þau eru svo góðir vinir öll þrjú og ótrúlegt hve vel gengur fyrir þau að vera þrjú saman. Það er svo sjaldan sem slettist upp á vinskapinn eða einn skilinn út undan þótt það hafi einstöku sinnum komið fyrir. Friðrik Páll er meira að segja búinn að bera upp bónorð við Margréti Helgu. Fyrst sagði hún þvert nei og sagðist ætla að giftast Jóel þegar hún yrði stór. Aumingja Friðrik Páll var alveg miður sín. En nú er hún búin að skipta um skoðun og játast vonbiðlinum honum til mikillar gleði! Þetta byrjar snemma! Í næstu viku bryjar svo kennslan á Seminarinu. Það er nóg að gera við undirbúning hjá okkur báðum. Osvald yfir maðurinn okkar hjá NLM skrifaði bréf til seminarsins um að ég gæti bara tekið kórinn. En þeir láta nú ekki þar við sitja og suða í mér að taka meiri kennslu. Ég reyndi að vera eins ákveðin og ég gat en það endaði með að ég varð að segjast ætla að hugsa málið til að sleppa út. Ég bara held ég geti ekki tekið meira. Það er nóg að gera á heimilinu með þrjú lítil börn og svo er alltaf eitthvað spilerí hér og kórstjórn þar sem fellur til þegar maður hefur eitthvað vit á tónlist. Ég ætla líka að reyna að halda því að hafa einn til tvo skóladaga fyrir krakkana í viku. Þau eru mjög áhugasöm. Í dag byrjuðum við á nýju efni sem Kía kom með að heiman og svo eru þau aðeins farin að tengja saman stafi. Þau ætluðu aldrei að vilja stoppa í morgun, vildu ekki einu sinni hafa frímínútur! Á föstudaginn kemur svo fullt af fólki því það verður sameiginleg afmælisveisla fyrir þau systkinin og þau vilja helst bjóða öllum. Við höfum allavega nóg pláss og vonandi verður gott veður svo hægt verði að vera úti í stóra fína garðinum okkar. Það er nú eitthvað að létta rigningunni. Sl. þrír dagar hafa verið mun heitari en verið hefur og sól hálfan daginn ímist fyrir eða eftir hádegi og þess á milli rignt svakalega. Svona meira eins og regntíminn á að sér að vera. Svo fer nú líka að styttast í annan endan á regntímanum, BARA einn mánuður eftir. Sl fimmtudag vorum við með tæplega fjörtíu manns hér á bænastund. Það var fyrsta formlega bænastund “vetrarins”. Á hverju fimmtudagskvöldi eru bænastundir á öllum starfstöðvum NLM allstaðar í heiminum. Venjulega höfum við þetta á kvöldin og bara fyrir fullorðna fólkið en svona fyrsta skiptið ákváðum við að hafa öll börnin með og borða saman kvöldmat. Það komu allir Mekanissabúarnir og svo nokkrir gestir sem venjulega búa úti á landi en eru hér í Addis vegna skólabarna. Þetta heppnasðist mjög vel. Við sungum dálítið og ég var með stutta hugleiðingu fyrri krakkana. Svo sungu Margrét Helga og Jóel tvö lög og Kristján var með hugleiðingu fyrir fullorðna fólkið. Svo höfðum við stutta bænastund og borðuðum saman kvöldmat og kaffi þar sem allir höfðu lagt eitthvað til. Við erum að hugsa um að hafa svona af og til þar sem allir eru með. Við fegnum myndir úr brúðkaupi Péturs frænda og Guðrúnar Birnu með Kíu og co. Það var voðalega gaman að fá að sjá þetta allt. Í dag skoðaði ég myndirnar með húshjálpunum mínum og Mörtu vinkonu minni en þær þekkja allar Guðrúnu og hennar fólk sem hefur verið hér úti. Þær minntust sérstaklega á hvað þeim fannst Gíslason bræðurnir orðnir miklir “shemagile” (gamlir menn!) Ætli gráu hárin eigi ekki sök á því.....(varð bara að láta þetta fylgja með!)É morgun er svo nýr kennsludagur. Ég, Margrét Helga og Jóel förum með skólabílnum og verðum allan daginn á skólanum því eftir hádegi verð ég með barnakór. Nú ætlum við að reyna að hafa sameiginlegan barnakór fyrir bæði leikskóla og skólakrakkana. Það eru svo fá börn hér þegar börnin sem búa út á landi fara að við ætlum að sjá hvernig þetta gengur. Við erum búin að ákvða að  senda krakkana bara einn dag í viku í leikskólann því okkur finnst tveggja tíma keyrsla þrisvar í viku í brjálæðislegri umferð og hrikalegri mengun dálítið mikið þegar leikskólinn er síðan bara þrír tímar í hvert skipti. Ég held þau séu alveg sátt með það allavega ennþá. Þau hafa líka alltaf hvort annað og svo höfum við skóladaga hér heima og svoleiðis. Það er ekki alveg víst hversu lengi það verður leikskóli því stelpan sem er sjálfboðaliði og sér um leikskólann verður send til Raitu (í Sómalilandi) til að aðstoða við heimakennslu í lok október. Það á bara eftir að koma í ljós. Er á meðan er og krakkarnir hafa gaman af að hittast og leika saman. Ætli ég fari þá ekki að taka til nesti og setja niður í töskur fyrir morgundaginn. Skólabíllinn kemur hálfátta og þá verðum við að vera tilbúin. 28. ágústNú erum við búin að vera algjörlega nestambandslaus í viku og er það frekar pirrandi. Það væri kanski allt í lagi ef maður byggi úti á landi og vissi að maður kæmist ekki á netið nema stöku sinnum en við búum í höfuðborginni og trystum á að komast á netið í sambandi við upplýsingar frá höfuðstöðvum og eins gera allir heima ráð fyrir að við séum nettengd. En svona er Eþíópía. Þetta virðist vera eitthvað meiriháttar vandamál hér á lóðinni því á málaskólalóðinni (þar sem við bjuggum í fyrra) er netsamband og ens á casa inces þar sem norski skólinn og skrifstofur kristniboðsins eru. Það verður bara að koma í ljós hvenær við komumst aftur á netið.Það var svaka veisla hér á föstudaginn. 22 börn og einhver slatti af fullorðnum. Húsið er svo stórt að maður finnur lítið fyrir fjöldanum. Margrét Helga og Jóel voru alsæl. Daginn áður höfðum við Fantanesh bakað 180 litlar pitsur, búið til fullan bala af pastasalati og stóra skál af ávaxtasalati! Ég bakaði svo afmæliskökur. Jóel fékk fótboltavöll og Margrét Helga dúkkuköku (svona köku sem dúkkunni er stungið í og kakan er kjóllinn) Hún vildi nú helst fá brúðartertu en ég sagði að það yrði að bíða betri tíma! Þá sagðist hún bara ætla að fá brúðartertu þegar hún yrði sex ára! Morguninn sem veislan var. Afhentum við systkinunum afmælisgjafirnar frá ömmu og afa á Karló. Mamma og pabbi sendu peninga sem við síðan keyptum hjól fyrir. Við skoðuðum hjól út um allan bæ og alls staðar var sama sagan að gæðin virðast ekki mikil. En Kristján fann hjól sem virtust sæmileg. Þau vildu auðvitað strax fara að hjóla en fljótlega slitnaði keðjan af hjólinu hennar Margrétar Helgu. Við vorum svo heppin að einn garðyrkjumaðurinn hér auk garðyrkjumannsins okkar gátu gert við hjólið og það virðist alveg halda. En það eru fjórir aukahlutir nú þegar brotnit af hjólunum. Það kanski gerir ekki til svo lengi sem hægt er að hjóla a´þeim. Amma og afi sendu líka hjálma. Nú hjóla þau og hjóla. Margrét Helga er orðin bísna flink á meðan Jóel þarf smá stuðning með kústskafti á hjólinu því hjálpadekkin fuga ekki til. Þau eru einhvernvegin ekki nógu breið eða eitthvað . En þetta kemur allt. Þau fengu síðan auðvitað fullt af gjöfum, litabækur og liti bíla, geisla disk með Lisu Börud sem er norsk kristin, barnastjarna sem þau hlustuðu mikið á í Noregi. Svo fékk daman litla pappa kommóðu sem hún geimir gjafirnar í, m.a. gloss og naglalakk svo nú getur hún verið “pen prinsessa” eins og hún segir sjálf. Hún er meira að segja búin að naglalakka bræður sína! Hún segist gera það því hana langar svo í systur. Á laugardaginn fórm við með Kíu og fjölskyldu út að borða og svo í velkomstpartý hér á seminarinu.  
  1. sept
Lítill stubbur (Jóel) er fjögurra ára í dag. Hann fékk auðvitað söng og pakka í morgun eins og systir hans fékk á afmælisdaginn sinn. Svo er ég að baka köku sem hann fær að skreyta. Hann er búinn að vera að telja niður og systir hans er líka búin að vera dugleg að gera honum ljóst að hann væri ekki orðin 4 ára fyrr en í dag. Hún hefur gengið um og sagt öllum að hún sé 5 ára en Jóel 3 ára! En nú er hann loksins orðinn 4. Hann fékk spil og playmo og ýmislegt fleira í morgun og nú eru þau systkinin á fullu að leika sér. Í dag er okkur svo boðið í útskriftarveislu hjá syni húshjálpar nággranna okkar. Við höfum aldrei séð hann en svona er þetta hér. Manni er ekki ósjaldan boðið í veislur, jafnvel brúðkaup hjá fólki sem maður þekkir ekkert og það er mikið til vegna þess að maður er útlendingur. Síðast þegar við fórum í útskriftarveislu þurftum við að vera með jubilantinum á öllum myndum. Við höfðum samt aldrei hitt hana áður! En þetta er voða gaman. Það er líka alltaf svo góður matur! Svo ætlum við að hafa smá kaffi bara fjölskyldan og Ragnhild ætlar að koma líka, fyrir fmælisbarnið.Ég fékk loksins að vita í gær að ég aá að byrja að kenna á Seminarinu á mánudag. Ég fór örugglega fimm ferðir þangað á fimmtudaginn til að reyna að hitta á yfirmann tónlistardeildarinnar en án árangurs. Það endaði með því að ég varð bara að skrifa honum bréf og biðja hann að hafa samban við mig. Ég hélt sem sagt að ég ætti að byrja að kenna á fimmtudaginn því hann var búinn að segja að kórinn ætti avera á fimmtudögum kl. 12. So komst ég að því að kórinn hafði verið settur á miðvikudaga en þá er ég að kenna í norska skólanum. Hann gat síðan breytt því og fært kórinn yfir á mánudagsmorgna sem hentar mér eiginlega bara betur. Það verður svo spennandi að sjá hversu margir verða mættir á mánudag. Mér skilst að tónlistarnemendurnir séu frekar kærulausir og mæti helst ekki fyrr en eftir eþíópska nýársdaginn sem er 11 september. Það vantar nú dáldið upp á skipulagið þarna og agann ,finnst meira segja mér sem er yfirleitt ekki að stressa mig of mikið á að allt sé 150%. Þetta reynir allvega dáldið á þolinmæðina stundum verð ég að segja. Þeir eru td. Með 50 nemendur sem þurfa að fá píanókennslu en aðeins einn kennara! Þeir voru að reyna að fá mig til að kenna meira en mér tókst að koma þeim í skilning um að ég bara gæti það ekki, hefði alveg nóg á minni könnu. Í apríl var ekkert farið að hugsa út í að finna kennara og enn vita þeir ekkert. Svona er þetta.  

 


Híena í heimsókn

10. ágústÞá er ég bara lögst í rúmið. Mér leið alvega skelfilega í gær. Alveg eins og ég væri með hita en er samt ekki með hita. Ég ákvað því bara að liggja í rúminu í dag. Rafmagnsofninn er kominn inn í herbergi til okkar svo nú reyni ég bara að hvíla mig og láta mér ekki verða kalt. Þetta hlýtur að ganga yfir, En ég bíð nú samt eftir að þessum regntíma ljúki. Það gætu nú alveg verið tveir mánuðir eftir. Þið megið gjarnan biðja fyrir því að ég hressist. Ég er búin að vera meira eða minna hálfslöpp frá því við fluttum hingað og nú er líkaminn bara að fá nóg af kulda og raka held ég. Annars er markvert að það kom híena í heimsókn til okkar í gær. Já, hún var bara hérna rétt fyrir utan girðinguna! Guði sé lof fyrir girðinguna! Þetta er eini garðurinn sem er girtur. Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum híenu hér í Addis en við höfum nokkrum sinnum heyrt í þeim á nóttunni. Híenan stóð alveg heillengi á sama stað og starði á okkur en þegar Kristján ætlaði að fara nær til að taka mynd, styggðist hún og hljóp inn í skóginn....Nú eru bara fjórir dagar í afmæli heimasætunnar og hún er orðin frekar spennt. Við vorum að fá tilkynningu frá skrifstofunni um að það væri kominn stór pakki, líklega frá ömmu og afa! Það er nú merkilegt að verða fimm ára. En nú verð ég að þjóta.....

Í kulda og trekki

8. ágúst Hér sit ég og berst við að halda á mér hita. Já haldið það sé nú. Maður er hér í Afríku að krókna úr kulda! Mér er bókstaflega stöðugt kalt á höndunum og fótunum með hroll inn að beini og illt í eyrunum í þokkabót, vegna kulda!  Fólkið hér segir að þessi regntími sé óvenjuslæmur. Það er ekki þessi venjulegu hitabeltisskúrar þar sem styttir upp á milli og jafnvel alveg regnlausir dagar inn á milli. Þetta er meira svona eins og íslensk rigning. Rignir stöðugt þótt ekki sé það endilega mikið í einu og sólin skín varla og það rignir líka á nánasthverjum degi. Annars ætti ég ekki að vera að kvarta. Þorri íbúa Addis borgar búa í svokölluðum “djigga” –húsum sem eru einskonar moldar eða leirhús. (eþíópska moldin eða djigga er mjög sérstök og líkist meira leir en venjulegri mold). Þessi hús þola ekki svona stöðuga rigningu. Húshjálpin okkar, Fantanesh, lenti í að húsið hennar eyðilagðist í vegna mikilla rigninga. Húna sem betur fer annað lítið hús á lóðinni sem hún getur búið í en þið getið trúað að þetta er heilmikið mál. Svo eru auðvitað ótal margir hér sem búa á götunni og ekki eru þeir öfundsverðir. Stundum er sagt að megnið af betlurunum þurfi ekkert að betla, þetta sé bara svo fín vinna og mikið upp úr því að hafa. Eflaust er þetta í einhverjum tilfellum rétt en mjög margir og flestir held ég geri þetta tilneyddir. A.m.k. eru margir svangir á götunum. Ég er farin að setja matarafganga, pasta, kjöt, hrísgrjón og hvað annað sem til fellur í niðursuðudósir og gefa betlurunum. Þegar fólkið sér að ég er með mat kemur það hlaupandi úr öllum áttum. Það sýnir bara að fólkið er svangt. Svona er veruleikinn hér.........Ég byrjaði að vinna í gær. Fyrsti kennarafundurinn í norska skólanum. Svo er ég að fara á fund á seminarinu á morgun. Kristján er búinn að vera á fullu við undirbúning fyrir kennsluna sína sem hefst í lok ágúst. Kennsla hefst á norska skólanum komandi mánudag. Þa er dáldið skrýtið að vera að fara að kenna aftur. Ég hlakka nú bara til að fara að kenna þessum krökkum en ég kvíði dáldið fyrir að fylgja þessum norsku lögum og námsskrá sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Það er líka dálítið sérstakt að kenna 1.- 4. bekk saman í einum hóp. Ég fer aftur á fund á föstudaginn og þá þarf ég að skoða betur norsku námsskránna og hvernig efnið hefur verið kennt undanfarin ár. Það er reyndar stór kostur að þeir eiga mjög gott námsefni í tónmennt, norðmennirnir, fyrir 1.- 10. bekk sem er meira en hægt er að segja um tónmenntina heima, því miður. Ég þarf bara að setja mig inn í þetta. Eitthvað get ég notað af því sem ég kann og hef í kollinum, leiki og dansa og svoleiðis en ég þarf að læra ný lög því ekki get ég notað íslenskt efni þar, amk ekki nema í litlu magni. Ég verð með norska, danska og sænska nemendur svo verður Harpa Vilborg með þegar hún er í Addis og einn finnskur nemandi! Á seminarinu fer svo kennslan öll fram á ensku þótt ég eigi nú eitthvað eftir að reyna að spreyta mig á amharískunni þar líka vonandi.........Nú erum við búin að hafa tvisvar sinnum skóladag hér heima. Ég stefni á að allavega Margrét Helga verði nokkurnvegin læs á íslensku í vor. Við vitum ekkert hvernig verður með íslensku kennslu næsta vetur svo mér finnst mikilvægt að þau læri amk að lesa á íslensku. Þeim finnst þetta mjög spennandi og eru mjög dugleg. Ég fékk lánað lestrarkennsluefni frá skólanum og þau sitja prúð og stillt og fylgjast með og vinna verkefnin sín. Ég ætla að reyna að hafa svona skóladag einu sinni til tvisvar í viku. Við sitjum ekki við meira en u.þ.b. klukkutíma í einu og höfum frímínútur þar inní. Það var mjög mikilvægt að hafa frímínútur og þá verður maður að fara út í boltaleik, segir Margrét Helga. Hún hefur fylgst með stóru krökkunum á norska skólanum þegar þau fara í frímínútur! Nú eru líka komin fleiri börn hingað á Mekanissa. Sl. fimmtudag komu læknishjón á málaskólan sem eiga tvö börn Julianne 7 ára og Johannes 3 ára. Þeim lindir mjög vel við Margréti Helgu og Jóel og það tók ekki langan tíma þar til þau höfðu náð vel saman. Í dag bauð Ragnhild þeim öllum fjórum með sér á Kaldi´s sem er vinsæll veitngastaður og gaf þeim hamborgara og mjólkurhristing. Það var auðvitað heilmikið fjör og svo voru þau allan eftirmiðdaginn heima hjá Ragnhild. Ragnhild er góð vinkona okkar sem var með Krstjáni í bekk á kristniboðsskólanum. Hún er eins og frænka fyrir krakkana og er mjög dugleg að bjóða þeim til sín og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Margrét Helga kom heim einhvern dagin og sagði: “ Mamma, Ragnhild ER frænka okkar!”. Þau eru mjög hrifin af henni öll þrjú.......Jæja, loksins er mér orðið sæmilega hlýtt! Ég veit ekki hvað marga tebolla og súpuskálaer ég er búin að innbyrða í dag!.....

Komin heim frá Awasa

31 júlí Þá erum við komin heim frá Awasa. Það var mjög afslappandi og gott að komast aðeins burt frá borginni þótt alltaf sé nú gott að kma aftur heim. Fyrri vikuna var sól á hverjum degi og við eyddum stærstum hluta dagsins í og við sundlaugarnar. Seinni vikuna rigndi hinsvegar meira og suma dagana var nú á mörkunum að hægt væri að fara í sund fyrir kulda en við létum okkur nú hafa það og uppskárum kvef fyrir vikið! Ég tek það fram að vatnið í laugunum er ískalt og ef sólin er ekki til staðar til að hita það aðeins eða til að ilja sundköppunum þá er MJÖG kalt! Þetta er ekki alveg eins og heima. Annars bara slöppuðum við af, fórum í gönguferðir, lásum , fórum út að borða (þrisvar sinnum- það kostar mjög lítið meira að segja borið saman við Addis) og gerðum annað sem maður gerir þegar maður er í sumarfríi. Hér í Addis rignir bara og rignir og maður þarf að hafa sig allan við að halda á sér hita. Við erum núna komin með rafmagnsofn í stofuna sem við fengum lánaðan frá gestahúsi NLM og það hjálpar aðeins. Það er allvega ekki alveg eins kalt að koma fram á morgnana. Núna sé ég ferlega eftir að hafa skilið öll vetrarfötin eftir heima. Síðast þegar ég var hér notaði ég þau ekkert, ég notaði ekki einu sinni sokka en þá líka bjó ég í öðru húsi þar sem eru ofnar á göngunum (heimavist norska skólans) og aðeins sólríkara. En þá er bara að klæða sig í fleiri plögg. Núna hefst svo hversdagurinn. Húshjálpirnar koma í dag og við förum smátt og smátt að byrja að vinna. Á laugardaginn kom dönsk fjölskylda sem við erum ábyrg fyrir fyrstu vikuna. Við keyptum inn fyrir þau mat og gerðum íbúðina klára fyrir þau og svo borðuðu þau hjá okkur í gær. Þetta eru hjón með eina 10 mánaða stelpu. Á fimmtudaginn koma svo tvær fjölskyldur til viðbótar sem við höfum nú ekki höfuðábyrgð á en aðstoðum aðeins við að taka á móti þeim.Nú vantar eiginlega bara herslumuninn að Dagbjartur Elí tali þannig að maður skilji! Hann hermir eftir öllu sem maður segir og er alltaf að bæta við orðum sem hann notar reglulega. Í Awasa lærði hann að segja “sund” og “kútar” og nú situr hann við matarborðið og bendir og segir “sona” (svona). Þetta er allt að koma. Nú fer að styttast í afmæli á bænum. Margrét Helga verður 5 ára eftir tvær vikur og Jóel 4 ára eftir mánuð. Ég held það verði bara sameiginlega veisla eins og verið hefur. Þau eiga sömu leikfélagana og þeim finnst heldur ekkert eðlilegra en að halda veilsu saman, það hafa þau alltaf gert. Mér finnst bara ótrúlegt hvað þau eru orðin stór! Það hefur tognað svo úr Jóel og Margrét Helga er orðin svo mikil dama. Mér finnst svo stutt síðan þau fæddust! Þau vildu helst bjóða ömmum og öfum og frændfólkinu og vinunum sem eru heima á Íslandi en það verður eitthvað erfitt. Núna fer skólinn að byrja hér svo þá eru flestir í Addis þannig að það verður eitthvað af börnum. Best er að Friðrik Páll verður í Addis, það er mjög mikilvægt að hann geti komið.Annars er lítið að frétta. Mýsnar eru alfarnar virðist vera en í staðin hafa kakkalakkarnir fjölgað sér til muna. Það voru kakkalakkar í frystinum þegar við komum heim! Þeir voru að vísu dauðir en þeir sem voru í ísskápnum voru bara nokkuð sprækir! Svona er þetta!Annars óska ég Pétri frænda og Guðrúnu Birnu til hamingju með að vera búin að játast hvort öðru og sömuleiðis Nönnu Guðnýju og Sigga. Bæði brúðkaupin voru á laugrdaginn. Það er á svona tímum sem maður fær pínu heimþrá, missa af brúðkaupum og sjá ekki litlu nýfæddu frænku og svoleiðis. Litla frænka mín heitir Sigrún Gunnarsdóttir og er alveg voðalega sæt. Mér finnst hún ekkert ólík mínum börnum af myndunum að dæma. Ætli ég segi þetta ekki gott í bili.Guð blessi ykkur.  

Tante Helga

13. júlí Ég er orðin föðursystir!!! Til hamingju elsku Gunnar og Úlla! Gunnar bróðir og Úlla hans eignuðust litla stelpu í gær eftirmiðdag. Ég vildi bara að ég gæti séð hana og fengið að knúsa en vonandi fáum við fljótlega myndir.Annars ætlaði ég bara að láta vita að við erum að fara til Awasa á morgun og verðum í tvær vikur. Það verður gott að komast úr rigningunni. Nú er sko regntíminn hafinn fyrir alvöru orlofsstaður NLM í Awasa er líka alveg frábær og við getum alveg slakað á þar með krakkana. Annars bara allt gott að frétta. Búin að koma okkur vel fyrir í nýja húsinu og ætlum því að njóta því sem eftir er sumarfrísins.Bara smá gullkorn í lokin: HVS: “Hvar er pabbi?” Jóel: “Hann er inni í bílskúr í fýlukast” (hann átti við Pílukast!)Eigið áfram góðan júlí á Íslandi, það rignir kanski líka heima? 

(Það sem átti að verða) Lúxus sumarfrí- stutt ferðasaga ofl.

6. júlí Það er alveg ótrúlega hljótt í húsinu núna. Margrét Helga er að horfa á íslenskan barnatína á vídeo, Jóel fór með Kristjáni út í búð og litli hnoðrinn sefur. Hann er með einhverja smá hálsbólgu og eitthvað hálfdruslulegur greyið svo það er ágætt að hann sefur. Hann er alltaf að braggast, talar nú ekki mikið enn svo við skiljum en það eru alltaf að koma ný og ný orð á stangli. Í gær sagði hann “Olla” tvisvar sinnum og átti þá við Jóel. Margréti Helgu kallar hann ýmist “mammakka” eða “makka” eða eitthvað annað sem erfitt er að átta sig á. Krisján er ýmist kallaður “mammist” eða þá að hann kallar “istá” og einstöku sinnum segir hann “babba”. Mamma er alveg á hreinu og hefur verið lengi!En hann skilur allt hvort sem það er á amharísku eða íslensku og svara og hlýðir eftir því sem talað er við hann. Honum finnst orðið svakalega skemmtilegt að láta lesa fyrir sig og er Einar Áskell hinn sænski í miklu uppáhaldi hjá honum. Ef hann er eitthvað ósáttur við að fara að hátta spyr ég hann bara hvort við eigum að lesa Einar Áskel og þá verður allt í fína lagi. Hann fer líka og nær í Einar Áskel sé hann beðinn um það.Margrét Helga er eins og lítil mamma á heimilinu. Iðulega vakna þau fyrst á morgnana. Í fyrstu byrjaði hún á því að hrópa, mamma fullum hálsi. Ég sagði henni að hún mætti ekki gera það því við hrykkjum upp og héldum að eitthvað væri að. Hún ætti frekar að koma inn til okkar. Núna heyrir maður stundum bara hlátur og hún sér bara um litla bróður. Um daginn tók hún hann upp í til sín og las fyrir hann Línu langsokk og fór svo bara með hann með sér á klósettið þegar hún þurfti að pissa. Munur að eiga svona litla dugnaðarkonu! Dagbjartur Elí er farinn að sofa miklu betur. Sefur yfirleitt alla nóttina, hefur kanski þrisvar vaknað um miðja nótt eftir að við fluttum og sefur líka betur á daginn. Mér finnst ég bara vera ný manneskja að fá svona góðan svefn. Jóel reyndar kemur uppí nánast á hverri nóttu með Diddu litlu sína og koddanna sinn en yfirleitt getum við samt sofið rólega. Didda litla gleymdist þegar við fórum í ferðalag í vikunni. Í gærkvöld þegar hann var alveg að sofna lagði ég hana í fangið á honum og þá færðist bros á litla þreytta andlitið. Didda litla hefur svo fylgt honum hvert fótmál í dag. Didda litla er sem sagt lítil dúkka sem Margrét Helga fékk upphaflega í afmælisgjöf frá ömmu Borgu og Diddu þegar hún var tveggja ára. Jóel hefur hins vegar ætleitt hana og það er á hreinu að þetta er dóttir hans, hann er svo mikill pabbi hennar Diddu litlu. Ég var um daginn að skoða myndir frá því þegar við vorum í Noregi og á öllum myndum af Jóel er Didda litla líka með, Jóel að kubba, með Diddu litlu, Jóel í bílaleik, með Diddu litlu, Jóel að teikna...enn með Diddu litlu..........................................................................Nú erum við í sumarfríi og húshjálpirnar líka. Það er að verða hálftómlegt hér í Addis því margir eru farnir heim til heimalandanna annðhvort í frí eða til lengri tíma, jafnvel alfarnir. Eftir viku verðum bara við og ein dönsk kennarafjölskylda eftir. Þetta er skrítinn tími, margar kveðjustundir og ekki auðvelt. Þó svp við höfum bara verið hér í tæpt ár höfum við kynnst mörgu góðu fólki sem við eigum eftir að sakna. Núna sl. sunnudag kvöddum við vinafjölskyldu okkar, Eli og Nils Andreas Loland ásamt börnum þeirra sem eru þrjú og á sama aldri og okkar. Þau fara heim ári á undan áætlun vegna erfiðleika sem upp komu á starfsstöð þeirra og ekki reyndist unnt að leysa á annan hátt. Ég þekki ekki málið til hlýtar en upp komu árekstrar milli þeirra og Mekane Yesus kirkjunnar(kirkjan sem við störfum fyrir hér úti). Þetta er hið leiðinlegasta mál og sárt að sjá á eftir þeim á þennan hátt. Auðvitað eru margar hliðar á málinu en þetta er duglegt fólk og Nissan skilur eftir sig mikið verk í Filtu þar sem þau störfuðu. (Við að byggja vatnsból). Þið megið gjarnan muna eftir þeim í bænum ykkar..............................................................................................................................................En þá er það ferðasagan. Systkinin voru eitthvað að kvarta yfir því að við værum ekkert almennilega í sumarfríi fyrst við værum bara heima svo við ákváðum til að byrja með að fara til bæjar sem heitir Nazret og tekur um einn og hálfan tíma að keyra þangað. Margir af kristniboðunum okkar hafa farið þangað á stað sem heitir Safari Lodge og talað um að þetta væri hreynasta paradís. Við ákváðum því að slpæsa á okkur þremur nóttum (þetta er sko ekki alveg ókeypis- allavega svona miðað við launin okkar), þetta átti bara að vera smá lúxus í sumarfríinu. Við vorum komin um hálfellefu leitið á þriðjudeginum en þá var okkur sagt að það væri ekki hæagt að fá herbergið fyrr en kl. 3 þrátt fyrir að Kristján hafi spurt hvort það væri ekki í lagi að við kæmum um hádegi. Jæja, Krsitján fór því í smá bíltúr til að láta Dagbjart Elí, sem var orðinn mjög þreyttur, sofna en ég ætlaði að kaupa eitthvað handa Margréti Helgu og Jóel að borða. Veitingastaðurinn var enn ekki opinn en við fundum lítið leiksvæði sem þau léku sér á í smá stund. Við fengum okkur svo að borða og stuttu seinna komu Kristján og “minnstemann”. Eftir matinn fengum við svo herbergið. Þetta var bara ósköp huggulegt og mjög fínt, sérstaklega ef  tekið er tillit til almenns standards í landin sem við búum í. Málið var bara það  að þegar við opnuðum dyrnar gaus á móti okkur megn flugnaeiturslykt sem var alveg skelfileg og mettaði loftið í herberginu. Þar sem Kristján hafði ekki verið fyllilega sáttur við móttökurnar í resepsjóninni var þetta nú ekki alveg til að bæta ástandið. En við ákváðum nú að reyna að láta þetta ekki eyðileggja fyrir okkur og skelltum okkur í sund. Laugin var alveg ís- jökulköld og frekar djúp, ss. ekki mjög barnvæn en við hentum okkur útí. Ég veit ekki alveg hvort það var meira magn af vatni eða klór í lauginni, en mikll var klórinn allavega. Við entumst í smástund en urðum svo að fara upp úr vegna kulda. Það var skýjað svo ekki iljaði sólin okkur heldur. Á þessari stundu vorum við farin að tala um að stytta dvölina niður í tvær nætur. Þetta er ósköp fínn staður, mangotré allt í kring og fuglasöngur og húsin hugguleg en ekki alveg það besta fyrir smábarnafjölskyldu. Á fyrsta auglýsingaskyltinu sem við sáum stóð að alls ekki mætti taka með sér neinn mat inn á hótelið og af öllum drykkjarföngum (þmt vatni) þyrfti að greiða 30% skatt. Á öðru spjaldi stóð að ef börn undir tólf ára aldri sæjust á svölum veitingastaðarins yrðu foreldrarnir krafnir um sekt upp á 1000 birr (eitthvað á milli níu og tíu þús. Ísl. Kr) Við sáum ekki alveg fyrir okkur að borða hverja einustu máltíð á veitingastaðnum með þrjá litla gríslinga (auk þess sem það yrði ekki mjög ódýrt) og hvað seinni reglunni viðkemur gerðum við okkar til að halda þeim frá svölunum (veitingastaðurinn var opinn upp á gátt ) en þjónarnir voru ekki stressaðir á þessari reglu og sögðu að þetta væri allt í lagi! Svo leið að kvöldi og börnin fengu nú bara brauð sem við höfðum laumast inn með í kæliboxi, fyrir svefninn.Það tók tíma sinn að koma þeim niður vegna hita og ólofts. Dagbjartur Elí ætlaði aldrei að sofna og þambaði mörg glös af vatni. Vegna flugnaeitursins var loftið mjög þurrt og óþægilegt go hann hóstaði alla nóttina svo við sváfum nánast ekki neitt. Strax um morgunin ákváðum við að næturnar yrðu ekki fleiri á þessum stað. Niðurstaðan var: Fínt hótel-fyrir fullorðna- burt séð frá öllu fluganeitrinu. Ekki staður fyrir fólk með lítil börn, kanski aðeins stálpaðri krakka! Ferðasögunni líkur þó ekki hér. Í stað þess að fara beinustu leið heim ákváðum við að keyra í Awash park sem er þjóðgarður í uþb tveggja tím akstursfjarlægð frá Nazret. Það er alveg ótrúlegt hversu stutt maður þarf að fara frá Addis til að allt verði öðruvísi, landslagið, veðrið og jafnvel tungumál fólksins. Það var mjög heitt í Awash, um 35°. Allt var þurrt og greinilegt að ekki hafði ringt lengi. Við komum að aðalhliðinu og greiddum aðgöngueyri og spurðum hvort eitthvert hótel væri í garðinum. Jú, í 12km fjarlægð var hótel, caravans (ens) sem allavega ég var ekki alveg viss hvað væri og nóttin kostaði 200 birr (uþb 2000kr ísl). Á ferðamannakorti sem við eigum stendur eftirfarandi: “A number of air- conditioned caravans.....serve as lodges” (Talsvert af loftkældum hjólhýsum...þjóna hlutverki sæluhúsa). Þegar við komum á staðinn val vel tekið á móti okkur, starfsfólið afskaplega elskulegt og hafði gaman af því að við skildum tala amharísku (amk. reyna!). Og sannarlega var nóg af hjólhýsum en loftkælingin var löngu hætt að virka!!! Flest hýsin litu út fyrir að vera að hruni komin og voru frekar fátækleg að sjá innandyra einnig, brotnir speglar oþh. En rúmfötin voru hrein. Ég verð að viðurkenna að ég hafði búist við meiru fyrir 200 birr. Við ákváðum að fá okkur hádegismat á veitingastaðnum og eitthvað að drekka sem var mjög kærkomið eftir aksturinn í hitanum (bílinn okkar er 18 ára gamall Landcruiser og eins og í hjólhýsunum er loftkælingin hætt að virka!). Eftir það ætæuðum við síðan að áveða hvort við myndum verja þarna nóttinni eða bara keyra til baka til Addis. Þegar þarna var komið sögu höfðum við ekki séð eitt einasta dýr, nema fáeinar geitur og svo eitt dýr úr mjög miklum fjarska sem við héldum að væri sebrahestur(það kom svo reyndar í ljós þegar við skoðuðum myndbandið sem við höfðum tekið að þetta var eitthvað allt annað!!). Eftir smá umhugsun og eftir að hafa notið útsýnis af svölum veitingastaðarins ákváðum við að keyra heim. Við vorum mjög þreytt eftir svefnlausa nótt og hugsuðum að það væri skemmtilegara að koma aftur seinna og jafnvel tjalda. Við kvöddum því þetta góða fólk og héldum afru í bílinn. Þar sem við höfðum ágætis tíma ákváðum við að keyra að tjaldstæðunum við ána til að skoða hvernig þar væri umhorfs. Það varð síðan hápunktur ferðarinnar því þar sáum við loksins dýr. Þarna voru dádýr (tvær tegundir sem ég ekki kann frekar skil á) apakettir sem á amharísku nefnast zinjero, ég veit ekki hvað þeir heita á íslensku en held þeir heiti bamboons á ensku. Svo voru þarna villisvín bara rétt hjá okkur og krókódíll sem svaf á hinum árbakkanum. Kristján reyndi nokkurnveginn án árangurs að vekja hann. Á meðan við vorum að skoða krókóldílinn drápum við á bílnum en þegar við ætluðum að starta aftur var eins og hann ætlaði ekki í gang aftur. Þetta var ekki beint þægileg tilfinning að vera lengst inni í skógi, með börnin, ekkert símasamband meðal villidýranna. Við vorum nú orðin nokkuð sveitt en svitnuðum enn meira við þessa upplifun. Við tókum okkur smá tíma og báðum Guð um hjálp og Kristján reyndi aftur fór bíllinn aftur í gang- Guði sé lof. Eftir þetta ákváðum við að keyra beint heim. Á leiðinni sáum við nokkur fleiri dýr og meðfram þjóðveginum  var talsvert af úlföldum og lamadýrum sem eru húsdýr fólksins á þessum slóðum. Við vorum nú mjög þakklát og ekki síst barnanna vegna að hafa séð öll þessi dýr. Ekki veit ég nú samt hvort við myndum leggja í að tjalda þarna amk ekki án þess að ráða vaktmann!. Við komum svo til Addis í gærkvöld, þreytt og sveitt og þá var nú gott að geta skellt sér í heitt bað. Í dag erum við svo bara búin að vera heima. Við erum að spá í að fara kanski til Awasa í næstu viku og vera í nokkra daga. Þar getum við slappað af með krakkana og vitum vel að hverju við göngum. Nú er þetta að verða allt of langt. Ég vil að lokum þakka fyrir allar góðar kveðjur í gestabókina. Það er gott að vita aðvið erum ekki alveg gleymd þrátt fyrir fjarlægðina og gott að vita að við erum borin á bænarörmum hvern dag. Og Matta, mikið var gaman að fá kveðju frá þér þú mátt endilega senda mér netfangið þitt. Okkar er missionaries@gmail.com. Og svona að endingu- mýsnar hafa ekki látið sjá sig í meira en viku!

26.- 28. júní: Enn af músum (og mönnum)

27. júní Jæja, ég sem hélt að við værum búin að losna við mýsnar í bili allavega, svo var músaskítur í búrinu í morgun. Í gær var líka ein á tröppunum fyrir framan aðaldyrnar á húsinu. Ég er alveg að verða taugaveikluð á þessu öllu saman. Þið megið sko vita (sem ekki vitið hvað ég er að tala um ) að það er alveg hrikalegt að vera með svona fóbíu. Í morgun gaf ég krökkunum bruð með lifrakæfu í morgunmat í staðin fyrir graut því ég þorði ekki aftur inn í búrið þar sem haframjölið (og músin) er. Kristján fór núna að kaupa gildrur. Við erum líka búin að prófa músalím ( úr Bambis) sem virkaði svosem en ekki mjög mannúðlegt (eða dýrúðlegt öllu heldur, þar sem dýrið bara hálfdrepst. Þá eru nú svona klemmugildrur betri. Ég tek það fram að það bara verður að drepa þær til að losna við þær, ef maður ætlar að vera góður og hleypa þeim út koma þær bara aftur og aftur og það vil ég EKKI!................................................................................................................................................................................................................................................................................................... Við erum enn að koma okkur fyrir. Ég fór á Merkato (stærsta markað í Afríku) um daginn og keypti efni í gardínur og ýmislegt fleira. Ég er búin að sauma fyrir alla glugga nema þvottahúsið. Krakkarnir fengu að taka þátt og fengu að teikna á gardínuefnið sem ég setti upp í leikherberginu. Þeim fannst það voða spennandi fyrst en nenntu svo eiginlega ekki að klára það. Það má bæta við myndum seinna. ....................................................................................................................................................... Það er annars skítkalt inni og við erum öll með kvef, nema Kristján. Sólin skín ekkert á húsið sem er ekki upphitað eins og húsin heima. Þvotturinn er þrjá til fjóra daga að þorna en við kvörtum ekki. Nóg er plássið og börnin eru sátt. Margrét Helga spurði meira að segja hvort við myndum ekki alltaf búa hérna. Hún er líka alltaf að tala um hvað hún sefur vel í nýju kojunni og þar sem hún er stærst og best í ölllu  (að eigin sögn) þá sefur hún sko betur en Jóel sem sefur niðri! Þau leika sér allan daginn og eru uppgefin á kvöldin. Nú eru þau búin að vera að æfa sig í snú snú og bara orðin nokkuð nösk bæði tvö. Margrét Helga segist sko vera miklu flinkari en Jóel en þá reyndi ég að benda henna á að hún hefði nú ekki getað hoppað svona þegar hún var þriggja ára. Hann er þrátt fyrir allt ári yngri. Hann getur samt alveg hoppað þrisvar fjórum sinnum í einu sem mér finnst nú bara nokkuð gott hjá honum. Það er ekki alltaf auðvelt að vera bæði litli bróðir og stóri bróðir með tvö frekar ákveðin sinhvoru megin við sig!........................................................................................................................................................................................................................................................................................................___________________________________________________________________________ 28. júní.....Meira af músum...Í gær fannst dauður músarungi á gólfinu í vinnuherberginu og í kjölfarið nokkrar holur í sama herbergi sem Asnakú fyllti með stálull. Ég er búin að læra af mér eldri og reyndari kristniboðum að það virkar vísk. Mýsnar geta ekki nagað stálullina. Eldhúsbekkurinn er líka laus frá veggnum og hann var dreginn fram í gær. Þar kom í ljós hellingur af músaskít (líklega ekki verið þrifið þar áður en við fluttum inn) en engar holur þannig að líklegast hafa þær, eða eiga öllu heldur, hreiður inni í vinnuherberginu og læðast svo út og inn í eldhús, í gegnum borðstofuna á nóttunni. Kirstján setti svo músalím í búrið og vinnuherbergið og notaði norskan brunost sem beitu. Annaðhvort vilja mýsnar ekki brunost eða þá þær komast ekki lengur út, sem ég vona að sé skýringin. Amk. Var enginn músaskítur í búrinu í morgun..............................................................................................................................................................................Húshjálpirnar fara í frí á föstudaginn og við erum að spá í að fara í stutta útilegu á mánudaginn. (Það er ekki hægt að fara neitt mjög langt þar sem HM í knattspyrnu er í´fullum gangi!) .............................................................................................................................................................................................................................................................................................................Kristján hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Hann hefur aðeins verið að byrja að skoða bækur og kennsluefni fyrir næsta skólaár og svo hefur hann yfirumsjón með “Hope sport project” Það er verkefni sem felst í því að fá börn og unglinga til þátttöku í hinum ýmsu íþróttagreinum og um leið að ná til þeirra með fagnaðarerindið. Kristján heldur utan um fjármálin og reynir að fylgjast með að þjálfararnir vinni vinnuna sína sem virðist nú vera nokkuð misjafnt. Þetta er krefjandi verkefni sem þið gjarnan megið biðja fyrir......................................................................................................................................................................................................................................................................................................Eigum við ekki að segja það í bili............................. 

1.- 20. júní: Fótbolti, flutningar, þjóðhátíð og mýs (eða kanski þjóðhátíðarmýs...)

  1. júní
 Bara kominn júní. Tíminn líður svo ótrúlega hratt. Allt í einu er málaskólinn bara búinn og við búin að vera hér í næstum ár. Mér finnst við vera nýkomin. Prófið gekk bara vel í dag. Var talsvert léttara en ég hafði búist við. En lofa skal dag að kveldi, níðurstöðurnar fáum við á morgun svo þá kemur í ljós hversu vel þetta í rauninni hefur gengið. Kristján er núna á landsleik Eþíópíu og Ítalíu (heismeistararnir frá ´92), fótbolta semsagt. Þeir spiluðu æfingaleik við áhugamenn á mánudaginn og skíttöpuðu, þeas. Ítalirnir, þannig að það verður fróðlegt að heyra hvernig þetta fer í kvöld. Þeir hafa kanski verið nýlentir og óvanir hæðinni og þunna loftinu svo kanski eru þeir í eitthvað betra formi í kvöld. 12. júní Þá er heimsmeistarakeppnin byrjuð og hér getum við séð alla leiki ólæsta!! Forréttindi ha?Annars er bara allt fínt að frétta. Við erum að vonast til að fá húsið á miðvikudaginn svo ég er byrjuð að undirbúa flutninga af miklum móð. Krakkarnir eru alsælir því Kía og fjölskylda eru í Addis svo nú hafa þau Friðrik til að leika við. Hann kom einmitt með þeim heim eftir leikskólann í dag svo þau eru búin að vera að leika sér saman í allan dag. Þau eru svo á leið heim til Íslands í frí á föstudaginn. Við fórum í tívolí um daginn. Þetta er skemmtigarður sem heitir “Vera´s Wonderland”  “Undraland Veru” eða eitthvað í þá áttina á áskæra ilhýra. Við fórum ásamt Craig og Allison og strákunum þeirra. Þau höfðu farið þarna áður og spurðu okkur hvort við vildum koma með þeim í þetta skiptið. Þetta var voða gaman. Reyndar engir sænskir öryggisstaðlar en engu að skemmtum við okkur vel. Þarna er parísarhjól, klessubílar, hringekjur, risarennibraut, svo eitthvað sé nefnt. Svo er hægt að kaupa skyndimat, þ.e.. pizzur, hamborgara og slíkt sem bragðaðist afbragðsvel. T.a.m. fengum við þær bestu franskar sem við höfum smakkað hér í Eþíópíu. Krakkarnir voru alsælir og vildu fara aftur daginn eftir, en við látum það nú aðeins bíða. Það er heilmikill léttir að vera búin með skólann þó ég hafi nú ekki eitt miklum tíma í heimanám þá er gott að þurfa ekki að vera að hugsa um að eiginlega ætti maður að vera að læra. Náminu er þó alls ekki lokið því skólinn er eiginlega bara til að koma manni af stað í málanáminu. Nú er bara að vera duglegur að tala, lesa og hlusta. Við erum ekkert búin að skipuleggja sumarfríið að öðru leiti en því að flytja. Júlí ætti nú samt að gefa okkur tækifæri til einhverra styttri ferða allavega. Ég held við leggjum ekki í neina svaka langferð þetta sumarið. Ég byrja svo að vinna í byrjun ágúst í norska skólanum og svo eitthvað seinna á seminarinu. Svo er alltaf verið að bjóða mér allskonar vinnu, píanókennslu,  söngkennslu, og allt mögulegt sem við kemur tónlistinni. Ég get auðvitað ekki sagt já við öllu. Ætla aðeins að skoða þetta betur. Ég er líka mikið að velta fyrir mér hvort ég á að bjóðast til að taka við yfirumsjón með tónlistinni í kirkjunni okkar. Eitthvað þarf að gera áður en ég fer yfir um á þessu tónlistarveseni þar. Mig langar að stofna kór og halda skipulega utan um þetta þannig að fólk læri söngvana sem eru sungnir og svoleiðis. Þið meigið gjarnan muna eftir þessu í bænum ykkar. Fyrst ég er farin að minnast á bænarefni megið þið líka halda áfram að biðja fyrir Mickiasi og einnig systur hans, Tesfanesh, sem er sex ára. Kristján fann líka skóla fyrir hana. Hún er mjög feimin svo við biðjum þess að henni megi líða vel í skólanum og eignast vini þar. Gabri er enn fyrir norðan með móður sinni. Þið megið líka muna eftir honum og fjölskyldu hans áfram. Ég vona að sumarið fari að láta sjá sig heima. Hér er regntímabilið hafið svo það er stundum kalt og hráslagalegt. Við kveikjum þá bara upp í arninum og reynum að ilja okkur. Hér eru húsin ekki upphituð svo oft er miklu kaldara inni en maður á að venjast að heiman. Sólin lætur þó alltaf eitthvað sjá sig og það er nú heitara hér en á venjulegum íslenskum sumardegi. Vonandi verðum við komin á nýja staðin næst þegar ég skrifa......þangað til, Guð geymi ykkur.  18. júní.Sökum sambandsleysis kom ég ekki þessari síðustu færslu á síðuna, en nú held ég áfram. Nýjustu fréttir eru þær að við erum flutt. Þetta væri alveg fullkomið ef ekki væri fyrir mýsnar sem ákváðu að flytja inn með okkur. Húsið er frábært, allavega nóg pláss, þó það sé komið til ára sinna. Músunum finnst við greinilega ekki þurfa á öllu þessu plássi að halda og ákváðu því að taka smá af eldhúsinu fyrir sig. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með skelfilega músafóbíu á talsvert háu stigi svo þetta var það versta sem komið gat fyrir. Fyrst héldum við að það væri bara ein og náðum að senda hana út í skóg í gær eftir að hafa fundið felustaðinn hennar, kassa á gólfinu í matarbúrinu. En í gærkvöld var ég að fá mér vatn í te úr vatnsfilternum sem er inni í búri og sá þá eitthvað hreyfast sem ekki gat annað verið en mús. Kristján gat síðan ekki betur séð en þær væru tvær! Hann kom svo fyrir eitri í búrinu en ekki virðist það hafa bitið á þær (amk. Ekki aðra þeirra) því þegar ég var að borða morgunmatinn með krökkunum í morgun gerði hún sér lítið fyrir og trítlaði í gegnum borðstofuna. Þrátt fyrir að hafa sagt við sjálfa mig að ég skildi reyna að halda ró minni við þessar aðstæður, barnanna vegna, tókst mér það ekki með nokkru móti og hljóðaði upp og rauk inn í svefnherbergi þar sem Kristján lá. Það er eins og öll skynsemi hverfi lönd og leið. Auðvitað VEIT ég að mýs eru ekkert hættulegar, það bara hjálpar ekkert, þessi viðbrögð og hræðsla eru svo gersamlega ósjálfráð að ég fæ engu stjórnað. Kristján og Jóel fóru svo að leita að músinni en fundu hana ekki svo vonandi hefur hún hypjað sig út. Nú þarf bara að smíða lista við báðar útidyrnar sem eru frekar gisnar og auðveldur inngangur fyrir mýs. Þegar ég var hér fyrir 10 árum síðan upplifði ég skelfilegan músagang á heimavistinni þar sem ég bjó sem var nú ekki til að minnka þessa hræðslu. Vinkonur muna eflaust eftir löngum bréfaskriftum frá því ævintýri. Ég held samt/VONA að þær vogi sér ekki inn í svefnherbergisálmuna (þetta er sko frekar stórt hús) þannig að ég sef nokkuð róleg. En nóg um mýsnar. Krakkarnir eru alsæl með að vera flutt. Nóg pláss til að leika bæði úti og inni. Þau sofa öll saman í herbergi (sem er m.a. tilraun til að sjá hvort minnsti maðurinn fari að sofa betur á nóttunni- hingað til hefur hann vaknað einu sinni en var reyndar með óttalegt vesen í nótt, við sjáum til) svo eru þau með sér leikherbergi sem þau eru ægilega ánægð með. Lóðin er líka mjög stór svo það er auðvelt að skreppa í stutta göngutúra án þess að þurfa að fara út á götu. Í gær héldum við upp á þjóðhátíðardaginn með því að borða saman góðan morgunverð, fara í litla skrúðgöngu í stofunni með fána og syngja “Öxar við ána” (stefnan að kenna þeim þjóðsönginn fyrir næsta ár), borðuðum pönnsur sem við Fantanesh bökuðum fyrr um daginn (ákvað að kenna henni að baka íslenskar pönnukökur sem bara gekk mjög vel) og enduðum svo daginn á að borða íslenskan lax með kartöflusalati og ristuðu brauði. Margrét Helga og Jóel voru ekkert yfir sig hrifin af laxinum en Dagbjartur Elí hakkaði hann í sig.  Ég er búin að vera hálflasin í gær og í dag þannig að við vorum heima í dag, fórum ekkert í kirkju eða neitt. Er reyndar á nálum yfir þessu músaveseni en vonandi fara þær að láta okkur í friði. Annars er fínt að ver akomin í frí. Nú þurfum við bara að koma okkur betur fyrir. Ég er búin að ganga frá mest öllu sem var í kössum og tunnum en nú þarf að finna efni í gardínur og fara að sauma. 16. júní voru skólaslit í norska skólanum . Þessi skólaslit eru dáldið öðruvísi en í öðrum skólum og stemmningin dálítið öðruvísi. Margir eru að fara og ósvíst hvort maður eigi nokkurntíma eftir að hitta allt þetta fólk aftur sem maður hefur umgengist svo mikið undanfarið. En svona er líf kristniboðans, fólk kemur og fólk fer. Getur verið slítandi , ekki síst fyrir börnin en Guð gefi okkur styrk til að takast einnig á við það. Segi það gott í bili... 20. júní Ekki tókst mér enn að komast á netið. Það virðist alltaf bregðast þegar ég ætla að koma færslum inn á síðuna. Ég held að inngönguleið músanna sé fundin. Það er allvega ekta svona teiknimyndamúsarhola á bak við ísskápinn. Ragnhild kom hér í gær og við fulltum holuna með kennaratyggjóinu dýrmæta sem við fengum frá Íslandi. Þetta er allvega bráðabyrgðalausn. Svo settum við kókkassa fyrir að auki svona til öryggis. Allavega komu engar mýs í gærkvöld og hafa heldur ekki sést í kvöld. Vona bara að vandamálið sé úr sögunni.Ég er annars að ná mér af kvefpestinni. Anda að mér seyði sem Fantanesh sauð fyrir mig úr sérstökum laufum af einu trénu í garðinum. Virkar bara nokkuð vel. Svo fer ég baraí heitt bað. Ekkert smá æðislegt að vera með baðkar. Já þetta er hálfgert kóngalíf. Allavega höfum við það mjög gott. Nú fara krakkarnir líka í bað á hverjum degi. Það er svo lítið mál að láta renna í baðið og skella þeim öllum ofaní í einu. Þeim finnst það ekki slæmt. Litli maðurinn hefur smitast af mér því hann er orðinn ferlega kvefaður. Þetta er líka frekar kalt hús þar sem mikið er af trjám og sólin nær ekki að hita það upp. Það er kostur á daginn því hann er farinn að sofa tvo til tvo og hálfan tíma um hádegisbilið. Er líka allt annað barn fyrir vikið. Hér er líka svo hljótt miðað við hinn staðinn. Hann er líka farinn að sofa mun betur á nóttunni. Vaknar bara einu sinni. Mikill munur fyrir móðurina. Jæja nú geri ég enn eina tilraun til nettengingar... “Lofið Drottin allar þjóðir, vegsamið hann allir lýðir, því að miskun hans er voldug yfir oss  og trúfesti Drottins varir að eilífu. Hallelúja”  Sálmur 117     

Próflestur og prakkarar

31. maí Þá er fyrra prófinu lokið. Það var munnlegt og gekk bara vel. Munnleg próf eru yfirleitt mín sterka hlið þannig að það versta er eftir enn. Ég geri nú samt ekki ráð fyrir að þetta verði neitt hrikalegt. Kristjáni gekk líka mjög vel, var allavega alsæll eftir prófið. Krakkarnir eru núna í leikskólanum og litli gormurinn hér niðri að leika við Asnakú. Hann er alltaf að bæta við sig orðum. Ég skrifaði niður að gamni öll orðin sem hann notar og ég skil (það getur vel verið að hann segi eitthvað á amharísku sem ég skil ekki). Þau fara að nálgast þriðja tuginn. Hann slær nú ekki út bróður sínum sem talaði í heilum setningum 18 mánaða en það er kanski ekki skrítið sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þau eru nokkuð mörg tungumálin og ólík sem hann er að læra. Meðal þess sem hann segir er “ist” (ostur) ísis (rúsínur) istist (setjast) lila (róla) gogo (gollo sem er eþíópískt snakk sem honm finnst mjög gott) bla (bless) og svo mætti lengi telja. Auðvitað er svo mamma á hreinu og nú heitir Asnakú (sem hann kallaði áður gú) nanna. Hann er líka orðinn duglegur að gera hreyfingar þegar við syngjum hreyfisöngva eins og “Hver hefur skapað blómin björt” og “Jesús er besti vinur barnanna” og svo reynir hann að syngja með. Hann syngur helst rólusönginn hans Lilla úr brúðubílnum og svo lag úr Karíusi og Baktusi sem systkini hans synga mikið þar sem er trallað í endan. Þá tekur hann undir fullum hálsi. Ég verð nú að segja frá dálítið skondnu atviki sem átti sér stað í gær. Margrét Helga er búin að vera dáldið öfugsnúin og á það til að vera hortug undanfarið. Við vorum því búnar að spjalla dálítið saman um þetta og ég sagði henni að hún gæti beðið Jesú að hjálpa sér að vera stillt því það væri ekkert svo auðvelt. Jafnvel fullorðnir ættu stundum erfitt með að tala fallega og hegða sé vel og þá er svo gott að biðja Jesú að hjálpa sér.Í gær var hún mikið að vanda sig við að vera prúð og kurteis en gleymdi sér samt pínulítið. Hún á lítil föndurskæri sem getur stundum verið ótrúlega freistandi að prófa á dúkkunum eða jafnvel sjálfri sér. Í gær klippti hún fyrst smá lokk úr hárinu á sér og fannst líka að Fantanesh, húshjálpin okkar, þyrfti smá klippingu. Hún notaði því tækifærið meðan Fantanesh beygði sig niður við vinnu og klippti smá lokk úr hárinu hennar líka. Þetta gerðist meðan við vorum í skólanum en Fantanesh sagði mér frá því þegar ég kom heim.Ég ræddi við Margréti Helgu og sagði að þetta mætti hún ekki gera. Fyrst vildi hún ekki viðurkenna neitt en sá svo að sér og sagði: “Ég gat ekki stöðvað mig, ég gat ekki stöðvað óþekktina. Guð hjálpaði mér ekkert. Hann hélt bara að ég ætlaði að klippa og það var rétt hjá honum.”Hún er alveg óttaleg skotta stundum. Ég átti mjög erfitt með að halda aftur af hlátrinum. Hún bað nú Fantanesh afsökunar, sem hafði nú bara tekið þessu létt. Það sást nú ekkert að hún hefði verið klippt þannig að þetta var í lagi. Jóel er alltaf jafnmikill knúsukall. Hann er orðinn voða duglegur og þau bæði að leika við litla bróður sinn og líta eftir honum úti í garði. Dagbjarti Elí finnst hann alveg æðislegur og allt sem Jóel gerir er alveg rosalega fyndið. Í gær fékk Jóel norskt ísbox til að leika sér með frá Ragnhild. Hann var búinn að vera að fylla það að vatni og fleira og svo spurði hann hvort við gætum búið til ís. Ég sagði að það væri nú ekki alveg hægt núna en þá sagði hann:” Það á alltaf að búa til ís á mánudögum. Það stendur hér (benti á boxið og þóttist lesa )alltaf að búa til ís á mánudögum. Mamma hvaða dagur er í dag?” “Þriðjudagur” sagði ég. Jóel: “ það stendur hér: það á alltaf að búa til ís á þriðjudögum”. Svona er lífið hér.Regntíminn er byrjaður svo nú eru fimm rigningarmánuðir framundan. Við höfum svosem nóg fyrir stafni og alltaf sýnir sólin sig nú eitthvað á hverjum degi. Við erum ekkert farin að plana sumarfríið en það kemur bara þegar það kemur.Takk fyrir kveðjur í gestabók og athugasemdir. Það verður að vera skráður notandi á blog.is til að geta gert athugasemdir en í gestabókina geta allir skrifað svo endilega ekki hika við að skrifa kveðjur. Alltaf jafn gaman að lesa þær og sjá hverjir lesa þetta.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband