Færsluflokkur: Bloggar
17.6.2008 | 19:43
Hæ hó jibbí jeij!!
Gleðilega þjóðhátíð!
Við erm búin að reyna að gera daginn eins þjóðlegan og hægt er. Í hádeginu sungum við þjóðsönginn (sem Margét Helga og Jóel eru búin að læra!) og borðuðum svo hangikjöt með öllu tilheyrandi. Svo voru systkinin búin að skipuleggja dagskrá þar sem m.a. var sk´ruðganga. Þau bjuggu til stórt skilti sem á stenfur 17. Júní glaður" og fullt af brosandi andlitum af því að allir eru glaðir á 17. Júní. Svo þegar Gulli og Birna og Pétur og Guðrún og Katý og Óli komu í rjómapönnsur var farið í skrúðgöngu á lóðinni og öxar við ána" og fleiri söngvar sungnir við raust. Dagbjartur Elí gekk fremstur með stóran íslenskan fána og svo komu tvö elstu með borðann sinn, eða skiltið. Og svo veifuðum við hin fánum og það var sko haðbannað að fara fram úr systkinunum!
Svo fór allt fullorðna fólkið í móttöku á Hilton hótelinu þar sem Svavar Gestson og Guðrún kona hans tóku á móti fólki. Þar var fullt af góðum mat og fullt af sendiherrum og öðru fyrirfólki. Svavar hélt ræðu þar sem hann minntist sérstaklega á Konsó og starf íslensku kristniboðanna í Eþíópíu og kynnti okkur svo sérstaklega. Þetta var bara mjög huggulegt og gaman að vera boðin svona á þjóðhátíðardaginn.
Ég verð nú að segja frá einu atviki sem henti þarna. Allt í einu vék maður nokkur sér að mér og spurði mig hvort ég horfði á kvikmyndir. Jú, ég sagðist nú gera það. Þá spurði hann mig hvort ég hefði séð einhverja mynd sem ég hafði ekki séð og svo hvort ég hefði séð Bourn identity" með Matt Damon. Jú mig rámaði eitthvað í að hafa séð hana. Hvað hét hún nú aftur leikkonan Styles eitthvað, sagði maðurinn þá. Já Julia Styles. Are you her sister?" (ertu systir hennar) spurði hann. You look just like her" (þú ert alveg eins og hún!)Hann hélt fyst að ég væri Julia Styles ss.Mér hefur nú einhverntíma verið líkt við Reese Wittherspoon og það af systur minni, en þetta var nú alveg nýtt, frekar fyndið. Kanski ég ætti að fara að reyna fyrir mér í Hollywood!!
Nú fer annars að líða að niðurpökkun og flutningum. Við gerum ráð fyrir að vera flutt inn á norska gestahúsið í lok mánaðarins. Það voru skólaslit á Bingham á föstudaginn og svo norska skólanum á laugardaginn. Við mættum þar líka aðallega til að kveðja alla sem voru að fara. Það var erfiður dagur. Margir sem við höfum umgengist mikið og kynnst vel sem við þurftum að kveðja. En sem betur fer eru nú einhverjir eftir þótt NLM kristniboðunum fækki núna næstum um helming.
Það hefur verið frábært að hafa heimsókn frá Íslandi. Eins og ég nefndi þá komu Pétur frændi og Guðrún hans og Gulli og Birna foreldrar Guðrúnar og Katý systir hennar og Óli maðurinn hennar til landsins í gær. Fyrir þá sem ekki vita voru Gulli og Birna kristniboðar hér í nokkur ár auk þess sem Gulli er alinn upp í Konsó. Kristján sótti þau á flugvöllinn í gær og þau borðuðu svo með okkur wodd og komu svo í þjóðhátíðarkaffi í dag. Þau fara svo á morgun suðureftir til Arba Minch, Konsó og Ómó Rate. Þau störfuðu fyrst í Konsó en tóku svo þátt í að byggja upp stöðina í Ómó Rate á sínum tíma. En nú starfa bróðir Gulla og mágkona (Kalli og Raggý) þar.
Það er komin spenna í mann að fara að flytja og dáldið skrítið að hugsa til þess. Ég fá nú alveg kvíðaköst inn á milli en aðallega erum við bara spennt og hlökkum til að takast á vð ný verkefni. Þett verður auðvitað mjög mikið öðruvísi en við vitum að Guð er með í öllu!
Annars eru allir hressir fyrir utan eitthvað slen í minnsta manni. Reyndar mæltu læknarnir okkar hér með því að við færum með hann á Sænska klíkinn til að láta rannsaka hann þar sem hann hefur fallið vo í vaxtarkúrfunni. Hún er eiginlega bara alveg sikk sakk. Hann er fæddur yfir meðallagi að stærð en féll svo jafnt og þétt fljótlega eftir fæðingu. En heima á Íslandi í fyrra rauk hann svo upp og fór yfir meðallag aftur en er núna kominn undir neðstu kúrfu. Þygndin er hins vegar allt í lagi en hann er stuttur. Hanner svipað stór núna 15 mán og bræður hans voru 10 mán. bæði að lengd og þyngd. Við vonum að það sé ekkert alvarlegt sem veldur þessu en þeir vildu að við athuguðum þetta til að útiloka að eitthvað annað en amöbur og ormar væru valdurinn. Hann er ekki duglegur að borða svona almennt. Þið meigið gjarnan biðja fyrir honum að hann meigi vera frískur og fara að stækka eðlilega. Að öðru leiti þroskast hann alveg eðlilega farinn að tala heilmikið og hleypur um allt. Hann á annars eins árs skírnarafmæli í dag!
Jæja, ég vona að þið eigið góðan þjóðhátíðardag, hef nú ekkert tékkað á veðrinu heima en Íslendingar láta það nú ekki á sig fá, eða hvað? Hér var sól allan fyrripartinn og svo kom smá þjóðhátíðarrigning rétt áður en við fórum í skrúðgönguna okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 09:02
3.-5.júní
Jóel: Hvaða land er millumst?" (Hvaða land í heiminum er miðlungs þegar kemur að fátækt og ríkidæmi, þ.e.a.s. hvorki mjög fátækt eins og Eþíópía né eins ríkt og Ísland)
3.júní
Þá er regntíminn byrjaður. Hann byrjaði á sunnudaginn og nú er aftur orðið kalt og grátt. Þegar ég var að keyra heim áðan rigndi svo mikið að göturnar voru eins og árfarvegir! Regnið hefur látið á sér standa eða þ.e.a segja litli regntíminn má segja að hafi brugðist. Nú er stóri regntíminn hinsvegar byrjaður. Allavega hér í Addis.
Davíð Ómar er alveg farinn að ganga og spila fótbolta þar að auki. Hann er alltaf annaðhvort haldandi á bolta eða sparkandi bolta á undan sér og segir bolt, bolt". Svo er hann líka algjör bílakall. Meðan hin systkinin sofna með dúkku eða bangsa í fanginu sofnar hann með bíl í sinhvorrri hendi! Hann fékk gömlu litlu grænu stígvélin hans Dagbjarts Elí í gær en hann er svo lítill og smáfættur að hann varð að vera í tvennum þykkum sokkum til að þau myndu tolla. Hann var alveg eins og lítill garðyrkjumaður! Það verður sko passað upp á þessi stígvél sem eru made in Ethiopia" og Dagbjartur Elí gekk helst ekki í öðru þar til hann óx upp úr þeim. Stundum og oftar en ekki í engu nema grænu stígvélunum!
Dagbjartur Elí er orðinn stutthærður! Fyrir rúmri viku síðan spurði ég hvort hann vildi vera eins og Jóel og pabbi og það fannst honum spennandi. En þegar ég var búin að reyna að klippa þykka mikla hárið hans í svona þrjár mínútur og enn var allt sítt öðru megin þá var hann búinn að fá nóg svo ég þurfti að klippa hann á hlaupum um garðinn. Hann fékkst til að setjast í nokkrar sekúndur í einu ef ég sagði sögu og svo fékk hann pespakka en þetta varð frekar skrautlegt. Ég varð að nota skæri því hárið á honum er svo þykkt og var of sítt til að ég gæti farið beint með vélina í það. Þetta lítur samt ágætlega út þótt það sé hægt að sjá skekkju ef maður rýnir í það! Það gengur því miður erfiðlega að senda myndir því netsambandið er svo slæmt núna. Þegar við komumst á netið varir tengingin venjulega ekki lengur en nokkrar mínútur og það dugir enganveginn til að senda myndir. Spurning hvort við verðum ekki bara að senda disk heim. Sjáum hvað við getum gert.
Það er ekki altaf auðvelt að vera Dagbjartur Elí Kristjánsson þessa dagana. Honum finnst frekar skítt að mamma þurfi að vera með stóru krökkunum í skólanum og skilur ekki hversvegna þau eru ekki bara ein í skólanum eins og þegar Margrét Helga byrjaði í norska skólanum í haust. Við vorum að skoða myndir frá því að Margrét Helga byrjaði í skóla og þá rifjaðist allt í eiu upp fyrir honum að þá hafði Margrét Helga bara farið ein í skólann! Hann veit að hann fær að byrja í kindergarden eftir jól og er mjög spenntur! Ég hugsa að hann verði eitthvað með okkur í skólanum næsta vetur, ég verð bara að reyna að hafa smá leiksóla fyrir hann. Sumt getur hann gert með krökkunum eins og tónmennt og myndmennt en svo verð ég bara að finna upp á einhverju öðru fyrir hann á meðan þau eru í bóklegu fögunum. Hann er óttalegur mömmukarl núna og kemur uppí til mín á hverri nóttu.
Margrét Helga og Jóel eru alsæl í skólanum. Um daginn komu Gídeon menn í heimsókn í skólann og þau fengu Nýja Testamentið að gjöf, að sjálsögðu á ensku. Jóel var svo glaður að eignast sína eigin Biblíu. Hann margspurði mig hvot hann mætti virkilega eiga hana og sagði:"Fyrsta Biblían mín, mín eigin Biblía!" Ég átti bágt með að halda aftur af tárunum!Þau eiga öll sitthvora Barnabiblíuna en þetta var alveg sérstakt fyrir hann.
Ég man ekki hvort ég var búin að minnast á að Margrét Helga er farin að æfa ballett í skólanum og núna á sunnudaginn verður sýning. Hún er lengi búin að láta sig dreyma um að æfa ballet og finnst þetta alveg æðislegt. Nú getur hún loksins notað ballettbúninginn sem amma og afi gáfu henni fyrir nokkuð löngu síðan. Hún getur síðan fengið að vera með þegar við verðum í Addis eftir að við erum flutt. Jóel er alltaf á fullu í karate og er bara orðinn nokkuð flinkur strákurinn. Þetta eru engar smá æfingar! Meira að segja Fantanesh hafði orð á því um daginn að hann væri orðinn eins og Misba (karatekennarinn) í vextinum!
5. júní
Nú fer í hönd sá tími sem er hvað erfiðastur hér á hverju ári. Það er að kveðja. Það eru mjög margir að fara í ár og engin þeirra sem fara núna með nein plön um að koma aftur. Svo eru flestir aðrir að fara heim í sumarfrí. Einhverjir fáir verða þó eftir. Það er ágætt að við erum að fytja því Addis á regntímanum getur verið voða eitthvað einmanalegt og kalt og óskemmtilegt! Ég væri alveg til í að skreppa aðeins heim en það er kanski ekki alveg á fjárlögunum! En við komum heim næsta sumar.
Við erum nú ekkert farin að pakka ennþá en það fer að líða að því. Kristján er núna búinn á seminarinu, bara útskrift eftir og krakkarnir eru búin í skólanum 13. Júní. Jóel sendi mig bara í burtu í gær og er núna bara einn í skólanum sem er ágætt, ég var orðin frekar lúin á að túlka og sitja á pínu litlum stólum. Það er líka fínt að hann verði einn síðustu vikuna svo hann hafi upplifað það áður en við förum.
En ætli ég segi þetta ekki gott í bili fyrst ég er nettengd og komin inn á síðuna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2008 | 10:25
7.-18.maí
7.maí
Gullkorn:
Við Dagbjartur Elí vorum að skoða fjölskyldumyndirnar sem eru uppi á vegg hjá okkur og hann var að reyna að muna hvað allir hétu. Lengi vel kallaði hann Ernu Lilju litlu hennar Öglu Mörtu Vatnalilju" og núna mundi hann ekki alveg hvað Dagbjört Rós frænka hét og sagði Þyrnirós" Hljómar mjög líkt!
Emilie er dóttir danskra kristniboðahjóna sem starfa með okkur. Jóel spurði mig einn daginn hvaða landi þau kæmu frá. HV: Danmörku" JK: En þau eru jú dönsk" HV:" Já vegna þess að þau koma frá Danmörku eru þau dönsk." Ég held samt þau hafi ekki alveg tengt þetta með að vera frá Danmörku og svo að vera dönsk, héldu að það væri eitthvað tvennt ólíkt því Margrét Helga spurði: Mamma eru Emilie, Karoline og Kasper tekin að sér?" (Hún átti við ættleidd!).
Á leið í skólann eru þau mjög upptekin af að skoða allt fólkið sem þau sjá á götunni á leiðinni. Þau veit alltaf fallegum ungum stúlkum athygli sem eru margar hér og oft með fallegar hárgreiðslur. Einn morguninn komu þessi viðbrögð: MH: Jóel sjáðu þetta er sko falleg dama" Jóel: Þetta er prinsessa, halló Hafnafjörður!"
Rigningin er loksins komin og nú rignir eldi og brennisteini. Þetta er hálf öfugsnúið því maí á að vera heitasti mánuðurinn en apríl var meira eins og maí hefði átt að vera svo nú eru mestar líkur á að þetta verði bara einn langur regntími hér í Addis. Það veitir ekki af regninu. Kanski fer þá að vera sjaldnar rafmagnslaust. Við erum rafmagnslaus einn til tvo sólarhringa í viku núna.
Margrét Helga blómstrar alveg í skólanum. Hún nær góðu sambandi við krakkana og fer stöðugt fram., Hún er kát og glöð og maður sér líka vel á myndunum sem hún teiknar hvað hún er sátt. Það er mikil litagleði og kátína í myndnum hennar. Jóel gengur líka vel og er mjög afslappaður yfir þessu öllu saman. Honum finnst gaman að fara í fótbolta með strákunum og fer líka stöðugt fram í enskunni. Davíð Ómar er loksins farinn að þyngjast eitthvað að ráði aftur og bætti á sig 400 g á sl þremur vikum. Þar á undan hafði hann ekki þyngst um nema 100g á rúmum tveimur mánnuðum. Á mánudaginn (5.maí) tók hann svo loksins 10 skref óstuddur! Hann hélt á leikfangi í sinhvorri hendi og gekk til mín. Hann hefur ekki endurtekið leikinn ennþá en þetta er allt í áttina. Dagbjartur Elí er alltaf sama krúttið og algjör grallaraspói. Mamma þú ert svo mjúkur" er setning sem ég heyrir oft og svo kemur hann og knúsar mig. Hann er svoddan bangsi. Hann getur verið alveg óttalega óþekkur en er svo góður og ljúfur þess á milli. Han getur setið tímunum saman og lesið bækur eða hlustað á geisladiska. Lína Langsokkur er í miklu uppáhaldi. Svo er Dimmalimm uppáhaldsbókin hans um þessar mundir og hana verður að lesa minnst tvisvar á dag.
18. maí
Í gær var mikið um dýrðir eins og alltaf í norska samfélaginu á 17. Maí. Hátíðarhöldin hér voru aðeins öðru vísi en verið hefur undanfarin ár þar sem sendiráðið tók að sér að bjóða upp á hádegismat og þar voru líka leikir og skrúðganga fyrir börnin. Ég spilaði bæði við fánhyllinguna og í guðsþjónustunni og söng og var með barnakórinn og fullorðinskórinn. Ég var eitthvað voða stressuð en þetta hafðist nú allt þrátt fyrir að allt hafi ekki verið alveg eins og ég æfði það, en þannig verður það kanski heldur aldrei. Okkur var sérstaklega boðið á sendiráðið í þetta sinn. Það var eitthvað á huldu fyrst hvort dagskráin þar ætti bara að vera fyrir Norðmenn en svo fengum við sérstök skilaboð um að við værum velkomin, það væri ekki hægt annað þar sem við tækjum svo mikinn þátt í dagskránni. Við vorum auðvitað glöð yfir því, ekki síst barnann vegna þar sem fyrir þeim 17. maí í sama flokki og jól og páskar! Þau voru meira að segja farin að spila jólalög um daginn og þegar ég ætlaði að stoppa þau sögðu þau: Já en það er 17. maí á laugardaginn"! Við erum nú líka að reyna að vekja þau til vitundar um okkar þjóðhátíðardag og við höldum alltaf upp á hann. Syngjum og veifum fánum í lítilli fjölskylduskrúðgöngu og borðum góðan mat. Svo er næst á dagskránni að þau læri þjóðsönginn. Þau kunna núna Þorraþrælinn næstum allan sem er þvílíkur tungubrjótur ekki sýst fyrir fjöltyngd börn eins og þau, þannig að ég held að það verði lítið mál fyrir þau að læra þjóðsönginn.
Rigningarnar sem virtust ætla að koma af krafti fyrir tveimur vikum hafa aftur látið standa. Það er mjög heitt en það er meiri raki í loftinu. Nú er rafmagnið tekið af okku þrjá sólarhringa í viku og vatnið fer líka í kjölfarið. Þeir hafa verið að gefa út einhverjar dagsetningar hvenær rafmagnið fer af á ákveðnum svæðum en það hefur aldrei neitt staðist þannig að við erum hætt að spá í það. Maður bara fyllir tunnurnar í skúrnnum af vatni um leið og það kemur svo það sé alltaf nóg þegar vatnið fer.
Davíð Ómar er loksins farinn að ganga. Hann gengur nú ekkert lengra en hann nauðsynlega þarf og er óttalega valtur en hann tekur allavega svona tíu, fimmtán skref í einu. Hann er loksins farinn að þyngjast en það er bænarefni að það hann haldi áfram að vaxa og stækka eðlilega. Hann er svo mikið krútt. Jóel er alltaf á fullu að æfa íþróttir og er m.a. annars duglegur að taka armbeygjur. Litlu bræðrunum finnst auðvitað allt sem stóri bróðir gerir vera alveg stórkostlegt og reyna að herma eftir honum. Armbeygjurnar hans Davíðs Ómars eru sko örugglega þær krúttlegustu í heimi! Hann leggst á magann og lyftir höfðinu upp og niður! Svo er hann týndur og setur þá hendurnar fyrir eyrun og svo er hann sætastur að sýna hvað hann er sterkur. Það kemur skúffa á munninn og svo verður hann alveg bleikur í framan af áreynslu! Hann er sannkallaður gleðigjafi eins og þau öll krílin okkar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2008 | 12:05
23.apríl- 1. maí
23. apríl
Þá er ég orðin grasekkja, allvega fram á sunnudag. Kristján fór til Arba Minch með flugi í morgun og er svo væntanlega á leið til Voito eða kominn þangað í þessum orðum rituðum. Hann á flugmiða til baka frá Arba Minch á sunnudaginn en Osvald yfirmaðurinn okkar var að óska eftir því að hann yrði viku í viðbót. Kristján ætlaði nú samt að reyna að koma á sunnudaginn.
26. apríl
Kristján átti bókað flug í dag frá Arba Minch en svo er allt í einu ekki flogið af því að það eru eþíópskur páskadagur í dag! Dæmigert. Hann var meria að segja búinn að láta tékka á þessu sérstaklega. Hann ætlaði að sjá hvort ekki gengju rútur í dag, þá kemur hann heim seinnipartinn í dag. Það verður gott að fá hann heim. Ég veit ekki hvernig þetta verður ef ég þarf eitthvað mikið að vera ein í Addis með krakkana þegar við verðum flutt suðureftir. Jóel er búinn að gráta á hverju kvöldi því hann saknar svo pabba og Margrét Helga líka. Dagbjartur Elí botnar ekkert í þessu. Ég leifði Margréti Helgu og Jóel að vaka aðeis lengur í gær eftir að litlu strákarnir voru sofnaðir og við horfðum saman á Madagascar og borðuðum kókoskúlur sem við bjuggum til í gærdag. Það fannst þeim mikið sport.
Annars er þetta búið að ganga ágætlega hjá okkur. Ég var reyndar eitthvað slöpp og drusluleg í gær, hef nælt mér í eitthvert leiðinda kvef. Mér finnst ég nú eitthvað skárri í dag. Ég svaf reyndar ekkert allt of vel bæði vegna þess að það var eitthvert næturbrölt á Jóel og Dagbjarti Elí og svo er eins og ég sagði páskadagur hér í dag og orþodox prestarnir því alveg á blasti fram eftir nóttu. Ég hef nú aldrei heyrt svona mikið í þeim eftir að við fluttum hingað. Ég sef reyndar inni hjá krökkunum á meðan Kristján er í burtu og herbergið þeirra snýr í átt að næstu kirkju svo það getur verið ástæðan líka. Og það merkilega er líka að þótt rafmagnið fari af allstaðar í kring virðast þeir alltaf vera með feikinóg rafmagn! Eru líklega með rafgeymi- en þvílíkur háfaði. Ég er fegin að við búum ekki lengur á málaskólanum, það er ekki vært þar á nóttunni! Það er einhver ótrúleg árátta hér í landi að nota sem mest hátalara og gjallarhorn og hafa þar að auki allt svo hátt stillt að hátalarnarnir eru við það að springa. Þetta er líka vandmál í Mekane Yesus kirkjunni. Svo er það nýjasta að allir skólar eru komnir með hátalarakerfi og svo heyrir maður krakkana gaula í kerfið á morgnana. Við heyrum það hingað en skólinn er í kílómeters fjarlágð frá okkur. Ég skildi fyrst ekki hvað þetta var, hélt fyrst að prestarnir væru endanlega gengnir af göflunum en þá eru þetta ss. grunnskólabörn! En ég hugsa að þetta sé hvergi jafn slæmt og á kristniboðsstöðinni í Neghelli. Þar er skóli kirkja og fangelsi og gott ef ekki moska líka, alveg við stöðina og allir nota hátalara og gjallarhorn miskunnarlaust á hæsta styrk hvenær sem er sólarhrings. Þau sem búa þar núna, eldri hjón, eru alveg orðin uppgefin því þau fá aldrei nokkurn svefnfrið, hvorki á nóttunni né daginn. Manni finnst bara merkilegt að þetta skuli vera leyfilegt. Þannig að þeim sem finnst kirkjuklukkurnar heima háværar þá er það bara músartíst í samanburði við þetta allt saman!
- 1. Maí
Frídagur hér sem annarsstaðar. Í gær var tvíburadagur í skólanum hjá krökkunum. Þá eig allir að koma klæddir sem tvíburar, tveir og tveir eða jafnvel þríburar eða fjórburar. Skólanum er skipt í þrjá hópa sem hver ber nafn frægra kristniboða og alltaf þegar keppnir eru eða uppákomur sem þessar fá liðin stig fyrir þáttöku hvers og eins og auka stig ef einhver úr þeirra liði vinnur. Þetta var mjög skemmtilegt og litríkt og ótrúlegt hvað krakkarnir eru hugmyndaríkir. Það eru nokkrir svona dagar á ári m.a. crazy hair- day" og crazy hat- day" (brjálaður hárdagur og brjálaður hattadagur). Þau systkinin dressuðu sig upp í eins boli með íslenskum fána á maganum og eins derhúfur. Þau eru bæði hæstánægð í skólanum og gaman að sjá hvað Margrét Helga er farin að blandast vel inn í hópinn. Jóel er enn að kynnast krökkunum og læra málið enda styttra síðan hann byrjaði en honum finnst mjög gaman og virðist líka vera góður námsmaður. Hann er fljótur að átta sig td. á stærðfræðinni og er mjög vandvirkur og vinnusamur.
Kristján kom heim á sunnudaginn eftir velheppnaða ferð til Voito. Hann kom með rútu frá Arba Minch og var 13 tíma á leiðinni! Það tekur svona uþb 8 tíma ef maður keyrir sjálfur. Svo eru þessar rútur líka gjörsamlega troðfullar af fólki. Setið á ganginum líka! En hann kom heill heim og það var nú fyrir mestu. Hann tók dáldið af myndum af húsinu og lóðinni. Það þarf ýmislegt að gera við húsið, ss lagfæra net og mála og þess háttar en mér skildist að Mariann og Jens Espeland og Hanna Rassmusen sem búa í Jinka ætli að vinna eitthvað í því áður en við komum. Það verður mikill munur að þurfa ekki að byrja á svoleiðis stússi með alla krakkagormana og vera ein þannig að við erum þeim mjög þakklát fyrir það. Þetta verður heilmikil breyting og margar áskoranir en við erum spennt, spenna sem er blanin bæði tilhlökkun og kvíða en við vitum að við erum í hendi Guðs og við trúum því að hann hafi kallað okkur til að fara til Voito. Við vitum líka að það eru margir sem biðja fyrir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 12:54
12.- 19. apríl
12. apríl
Helgin senn á enda. Ég lofaði að vera duglegri að skrifa en það er svona hipps um happs hvneær þetta kemst á netið....
Í gær hittum við aftur Svavar Gestsson ásamt Kalla og Raggý. Hann vildi gjarnan hitta okkur aftur og heyra meira um starfið okkar hér. Við hittumst því á Kasa inces, og fékk hann að skoða aðeins norska skólann og lóþ kristniboðsins. Svo bauð hann okkur öllum út að borða. Við órum á Family Restaurant sem er uppáhaldsstaður krakkanna því þar fá þau blöð og liti sem þau geta dundað sér með þar til maturinn kemur. Þetta er nýr staðru sem sérhæfir sig m.a. í mexíkönskum eða kóskum eða hvað maður á nú að segja- mat. Örugglega eini staðurinn í Addis sem ekki er hægt að fá eþíópskan mat!
Í dag tókum við því bara rólega hér heima og borðuðum graflax í hádeginu sem mamma og pabbi komu með með sér. Við fórum svo aftur á Kasa inces í kaffi. Jóel var mjög glaður að hitta Jóhannes vin sinn sem á heima í Jinka en verður núna í tvær vikur í Addis. Margrét Helga lék sé með stelpunum sem eiga heima á lóðinni og litlu gormarnir undu sér vel í rennibraut og rólum. Davíð Ómari finnst svo gaman í rennibautinni og verður hundfúll þegar hann þarf að fara heim. Hann getur sjálfur prílað upp stigann, ég held nú samt í buxnastrenginn á honum til öryggis. Þeir þurftu báðir ásamt pabba sínum að fá sprautur í dag. Davíð Ómar var líka viktaður og mældur. Ég var svo viss um að hann hefði þyngst alveg helling þar sem hann hefur verið svo duglegur að borða undanfarið en hann hafði ekki þyngst nema 100 g frá í febrúar. Hann hefur líka aðeins lækkað í lengdarkúrfunni og er mjög lítill eftir aldri. Hann þarf núna að fara á ormalyf því það getur verið að hann hafi fengið orma sem hægja á vextinum. Hann er enn innan eðlilegra marka í kúrfunni en alveg á neðstu línu og má ekki fara niðurfyrir hana. Þið megið gjarnan biðja fyrir því að hann fari að taka við sér. En annars er hann hress og kátur og er núna alltaf að sýna hvað hann er sterkur. Það er alveg hrikalega krúttlegt. Svo leikur hann að hann sé týndur og heldur þá fyrir eyrun á sér- algjör rófa! Svo er hann kominn með fjóra jaxla, eða þ.e.a.s. þeir eru hálfkomnir upp. Hann er bara svo mikill gleðigjafi og krúttulínus en líka alveg ótrúlega ákveðinn og lætur heyra í sér ef hlutirnir eru eitthvað öðruvísi en hann vill hafa þá.
18. apríl
Afmælisdagur mömmu- til hamingju mamma mín!
Svo er þetta líka brúðkaupsafmæli Gígju og Nonna- til hamingju líka kæru vinir!
Smá gullkorn:
HVS: Jóel manstu hvað kennarinn þinn heitir?
JK: Já hún heitir Yes Miss Oram
Ég sagði kennaranum hans frá þessu sem fannst þetta mjög sniðugt. Hann er ss búinn að læra að svara svona þegar lesið er upp á morgnanna!
Það gengur mjög vel hjá Jóel í kindagarðinum og Margrét Helga stendur sig eins og hetja að vera ein í skólanum núna. Ég var reyndar hjá henni á miðvikudaginn því hún var eitthvað þreytt. Hún er farin að lesa á ensku og skilur og talar alveg helling. Jóel er líka alltaf að koma mér á óvart, hann skilur miklu meiri ensku en ég hélt. Í gær voru þau svo systkinin á fullu að æfa sig að skrifa á amharísku með hjálp Asnakú! Ekki amalegt að vera 5/6 ára og geta talað, lesið og skrifað fjögur tungumál! (íslenska, norska, enska og amharíska) Þess má geta að amharískan er ekki skrifuð með latnesku letri heldur svokölluðum fídelum sem eru um 240 talsins að mig minnir og er ekki óskilt hebresku letri. Ég les eins og sex ára krakki þegar ég les amharísku! Kristján er miklu betri að lesa en ég, enda duglegri að æfa sig. Ég er samt orðin ágæt í að tala held ég, get allavega gert mig vel skiljanlega. Þetta er ekki akkúrat auðveldasta tungumál í heimi og lant í að við getum talist fullnuma í því!
19. apríl
Í dag var hið árlega Addishlaup norska skólans. Þá safna nemendurnir áheitum og reyna að hlaupa eins marga 500m hringi og þau geta á 1 og ½ tíma. Jóel hljóp heila 18 hringi Margrét Helga hljóp 11 (hennar markmið var að bæta metið sitt frá í fyrra og þegar því var náð nennti hún ekki meiru!) Dagbjartur Elí fór 2 hringi sjálfur en fór svo 11 til viðbótar í kerrunni sem ég hljóp með og nokkra hringi var Davíð Ómar líka í kerrunni svo ég fékk heilmikla hreyfingu út úr þessu. Miðstöðin var hér í garðinum hjá okkur og hlaupið hér á lóðinni. Svo var hægt að kaupa wodd í bollu á eftir og gos og Ambó. Þetta er alltaf hin besta skemmtun og svo renna peningarnir sem inn safnast til að hjálpa bágstöddum börnum hér í Eþíópíu.
Nú eru hins vegar allir hálfdasaðir og ég líka svo ég segi þetta gott í bili. ER meira að segja nettengd!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 20:21
Já ég er hér enn...
10. apríl
Vegna vatnsskorts í landinu er allt í frekar miklum lamasessi þar á meðal nettenging og símasamband. En ég held ég hafi loks náð að tengjast þannig að nú kemur þetta vonandi....
Hér kemur því loksins lífsmark frá okkur:
7.apríl
Jæja, ætli allir séu ekki búnir að gefast upp á að tékka a þessu bloggi. Ég var bara komin með eitthvað svo mikið leið á þessu að ég varð að taka smá pásu. Það var bara líka búið að vera svo mikið að gera. Ég hef verið að fylgja Margréti Helgu í skólann þrjá daga í viku og kenna henni tvo daga og svo þarf líka að sinna drengjunum. Mamma og pabbi eru líka búin að vera hjá okkur núna í rúmar þrjár vikur og voru að fara núna áðan. Mér finnst alltaf erfiðara og erfiðara að kveðja, það verður allavega ekkert auðveldara og venst ekki neitt. En það er auðvitað frábært að þau gátu komið og verið með okkur þennan tíma. Við erum búin að gera margt skemmtilegt. Margrét Helga fékk frí frá skólanum, þ.e.a.s við vorum bara með skóla heima á meðan amma og afi voru hjá okkur svo hún gæti verið meira með þeim. Við vorum mest hér í Addis en vorum eina viku í Awasa. Það var farið tvisvar á Sheraton í sund, tvisvar í tívolí. Svo fórum við í lautarferð og svo var mikið leikið og sungið hér í garðinum og amma og afi voru endalaust beðin um að segja sögur. Kristján útbjó grill í garðinum áður en þau komu svo afi gat grillað lambalærið á páskadag. Það var sko íslenskt lambalæri kjöt sem hægt er að tyggja" eins og Jóel orðaði svo skemmtilega. Krakkarnir fengu páskaegg sem við földum í stofunni. Þau fengu tvö páskaegg hvert, eitt frá ömmu og afa og eitt frá Ragga og Rósu en það ætlum við að geyma til eþíópsku páskanna sem eru eftir tvær vikur. Hér eru nefnilega alltaf tvenn jól, tvennir páskar og tvenn áramót! Þ.e.a.s. okkar og svo eþíópsk.
Amma og afi komu auðvitað færandi hendi með allskonar góðgæti og skemmtilegt dót. Karkkarnir fengu m.a. Latabæjarbúninga sem þau höfðu óskað sér. En það er nú aldeilis saga á bak við búningana. Fyrst var nú útlit fyrir að aðeins fengist einn íþróttaálfsbúningur á Jóel. Það var leitað um allt af búning á Dagbjart Elí og Sollu stirðu búning á Margréti Helgu. Það voru ekki bara amma og afi sem leituðu heldur tóku vinnufélagar ömmu þátt í þessu og líka Helena og Anna Pála. Það var hringt í allar Hagkaupsverslanir á landinu,auglýsing sett í Moggann þar sem auglýst var eftir jafnvel notuðum búningum og Helena auglýsti í skólanum hjá sér. Þetta endai með því að Margrét Helga fékk tvo Sollu búninga einn frá stelpu í skólanum hennar Helenu sem heitir líka Margrét og ætlar að skrifast á við Margréti Helgu. Svo var það þannig að vikona vinnufélaga mömmu er tengdadóttir Magnúsar Scheving svo amma og afi fóru heim til þeirra til að fá búing á Dagbjart Elí og fengu þá annan Sollubúning líka aðeins stærri en hinn reyndar. Íþróttaálfurinn sjálfur sendi þeim svo allskonar Latabæjardót, geisladisk, myndir og blöð sem þau voru auðvitað hæstánægð með. Þetta er auðvitað dæmigert fyrir litla Ísland og ég hef mjög gaman af að segja útlendingum svona sögur frá Íslandi, það er alltaf einhver sem þekkir einhvern!Þau fóru varla úr búningunum fyrstu dagana en nú þarf að fara að þvo þá! Daginn sem amma og afi komu var haldin afmælisveisla fyrir litla trítil sem varð eins árs 11. mars. Við biðum með afmælisveisluna svo amma og afi gætu verið með. Hann var mjög krúttlegur í skyrtu með afmælishatt. Hann fékk allskonar gjafir frá Íslandi og var bara mjög sáttur. Hann er búin að borða eins og hestur sl. Mánuðinn og hefur blásið út og stækkað. Það er eins og hann sé að bæta sér upp allt tapið eftir veikindin þegar hann var lítill. Hann er enn frekar lítill eftir aldri en hefur tekið svakalega við sér. Hann er farinn að standa upp sjálfur á miðju gólfi. Byrjaði á því rétt eftir að mamma og pabbi komu, en er ekki farinn að taka skref. Hann príla hins vegar upp um allt og allsstaðar og er ægilega ánægður með sig. Hann er alltaf að bæta við sig orðum, bæði íslensku og amharísku og tönnunum fjölgar jafnt og þétt. Hann er ekki sá eini sem er að taka tennur því Kristján er að fá endajaxlana og fékk sýkingu í síðustu viku í kjölfarið á því. Hann talaði við vin okkar sem er læknir sem setti hann á sýklalyf svo það er allt komið í samt lag. Hann var eins og hamstur um tíma, hann var svo bólginn. Margrét Helga er líka loksins að missa fyrstu tennurnar. Framtennurnar niðri eru komnar upp á bak við barnatennurnar en þær eru orðnar laflausar og fara sjálfsagt baráðum að detta. Það er lengi búið að bíða eftir þessu. Hún var þriggja mánaða þegar hún fékk þessar tennur svo þær eru vel nýttar. Jóel er alltaf sami íþróttaálfurinn, æfir karate af fullu krafti og gerir svo armbegjur og hangir á stöng þess á milli. Honum finnst líka mjög gaman í fótbolta og að hlaupa. Hann er svo að fara að byrja í Kindergarten á Bingham á morgun. Hann verður bara tvo daga í viku, fyrst og fremst til að læra að skilja og tala enskuna. Ég hef litlar áhyggjur af honum, hann er alveg ótrúlegur málamaður, fljótur að læra ný tungumál. Dagbjartur Elí er alltaf sami krúttkallinn og bræðir alla með krúttstandinu sínu. Hann var svo krúttlegur áðan þegar mamma og pabbi voru að fara og ég var grátandi þá kom hann til mín og sagði mamma ertu leirur (leiður, hann segir ekki ð"), þú mátt fá koddann minn, hann er svo mjúkur" Svo náði hann í koddann sinn svo ég gæti knúsað hann og sagði Það er gott að þurrka í koddann" þá var hann að meina að það væri svo gott að gráta í koddann og þurrka tárin- ekkert smá sætur!
Kisurnar sem voru hjá okkur eru búnar að finna sér nýjan samastað. Fyrst hvarf einn kettlingurinn og erfitt að vita hvað um hann hefur orðið, garðyrkju strákurinn okkar fékk einn en hinir tveir voru orðnir svo sjálfstæðir og miklir villikettir að það var ekki nokkur leið að taka þá inn á heimili. Það var kona sem vinnur hér á skólanum sem vildi fá þá en hún gafst upp, það var ekki nokkur leið að ná þeim svo þeir voru hér úti með mömmu sinni þangað til við fórum til Awasa. Þá gáfust þeir upp, þrátt fyrir að Molla hafi gefið þeim þegar hann kom en svona eru kettir, fara sínar eigin leiðir og eru þar sem þeir fá mat. En ég hef nú litlar áhyggjur af þeim, þeir bjarga sér. Pabbinn er hins vegar alltaf hér af og til að sniglast. Hann er ekkert smá stór og þvílíka vöðva á ketti hef ég aldrei séð áður! Maður saknar þeirra nú pínulítið en við meigum ekki vera með gæludýr eins og hunda og ketti samkvæmt reglum NLM vegna hættu á hundaæði þannig að það var aldrei inni í myndinni fyrir okkur að taka þá inn auk þss sem við erum að fara að flytja til Voitó. En þeir bjarga sér.
Jæja nú fer lífið aftur að ganga sinn vanagang. Ég fer aftur að fylgja krökkunum eftir í skólanum og svo þarf ég að fara að undirbúa flutninga enn og aftur. Það er reyndar ágætt að flytja svona oft því þá neyðist maður til að taka til og grisja. Kristján fer til Voitó núna í lok apríl til að skoða aðstæður og spjalla við Jens Espeland sem býr í Jinka en hefur starfað í Voito í nokkur ár og þekkir því vel aðstæður og starfið þar. Við gerum svo ráð fyrir að flytja um mánaðarmótin júní/júlí þegar Krsitján verður búinn að útskrifa nemendur sína hér á Seminarinu.
9. apríl
Það fór loksins að rigna hér í Addis í gær eftir næstum 7 mánaða þurrkatímabil. Ástandið er víða orðið erfitt vegna regnskorts, uppskeran bregst ef ekki rignir og þar með er fótunum kippt undan tilveru flestra hér í landi. Við finnum líka verulega fyrir þessu þar sem rafmagnið fer oftar af og í lengri tíma. Tvo til þrjá daga í viku er rafmagnslaust í 12- 13 tíma og eins og er er algjörlega vatnslaust. Við höfum alltaf tvær tunnur fullar af vatni í bíslkúrnum því vatnið er mjög óstöðugt hér en nú er farið að ganga verulega á byrgðarnar og í dag þurftum við að kaupa flöskuvatn til drykkjar því ekki setjum við vatn sem búið er að standa lengi í plasttunnu í filterinn til drykkjar. Síminn, þ.e. landlínan liggur líka niðri og þar með netið líka þannig að ég veit ekkert hvenær þessi skrif birtast. Við höfum þó gemsasamband. En það fór sem sagt að rigna hressilega í gær og vonandi verður þetta almennilegt þannig að allt komist í samt lag. Mikilvægast er þó fyrir bændurna að fá regnið því annars verður uppskerubrestur sem getur leitt af sér hungursneyð og haft aðrar alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þegar fór að rigna í gær vildi Dagbjartur Elí strax fara út í rigninguna. 7 mánuðir er langur tími í lífi 3 ára barns svo hann var mjög spenntur og vissi fyrst ekki alveg hvernig hann átti að haga sér. Hann var frekar hikandi í fyrstu, kominn í regngalla og stígvél en hoppaði svo í pollunum af mikilli ákefð ásamt stóra bróður sem fylgdi í kjölfarið. Davíð Ómari sem hefur nánast aldrei upplifað regn síðan hann fæddist þar sem við vorum heima á Íslandi í sumar í þurrkinum þar þegar regntíminn stóð sem hæst hér, leist hins vegar ekkert á blikuna og háskældi yfir háfaðanum í rigningunni. Enda er þetta engin smá rigning, miklu öflugri og meiri en mestu rigningar heima á Fróni. En hann á eftir að venjast þessu. Hann fær kanski að sulla í pollunum í litli grænu stígvélunum sem Dagbjartur Elí er vaxinn upp úr.
Ég gleymdi að segja frá því að við hittum sendiherra Íslands í Danmörku, Svavar Gestson og konu hans Guðrúnu á laugardaginn var. Hann hafði samband við Jónas Þórisson formann Kristniboðssambandsins og vildi gjarnan hitta okkur. Við fórum með þeim í smá sýnisferð um borgina, upp á Entotto fjallið og keyrðum svo fram hjá Merkato, stærsta markaði í Afríku. Svo fórum við saman og fengum okkur að borða. Það var mjög gaman að hitta þau og spjalla. Svavar verður mikið hér næstu mánuðina að vinna í samnorrænu framboði í öryggisráð Sameinuði þjóðanna þannig að við eigum kanski eftir að hitta hann aftur. Það er alltaf gaman að hitta Íslendinga. Talandi um það þá hittum við fyrir nokkru Íslending alveg fyrir tilviljun á veitingastað í bænum. Hann heyrði að við vorum að tala íslensku og kom og heilsaði okkur á því ástkæra ilhýra. Han heitir Dagur Vilhjálmsson og er loftskeytamaður hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann er búinn að búa út um allan heim og hefur búið sl. 4 ár hér í Addis. Einhvernveginn hélt maður alltaf að maður myndi vita af öllum Íslendingum búandi hér.
Jóel var fyrsta daginn sinn á Binham Academy í gær og gekk svona líka vel. Hann er svo afslappaður yfir þessu og fannst bara alveg rosa gaman . Hann var kominn í fótbolta við strákana og allt í lagi þótt ég skryppi aðeins frá af og til. Mamma þú varst ekki hér í smá stund og ég fór samt ekkert að gráta!" sagði hann svo við mig. Þetta virðist vera auðveldara fyrir hann en systur hans. Hún getur verið svo nákvæm og vill að ég sé helst alltaf með henni til að túlka hvert einasta orð en ég er að reyna að segja henni að það sé barasta allt í fína lagi þótt hún skilji ekki allt. En hún er líka búin að vera mjög dugleg að vera ein bæði í allan gærdag og svo megnið af deginum í gær. Þau eru orðin svo ákafir námsmenn að eftir skólann í dag heltu þau sér út í stærðfæðiverkefni og ætluðu aldrei að vilja stoppa! Bandaríkjamenn og Bretar eru talsvert langt á undan okkur og hinum Norðurlöndunum í stærðfræði svo það er gott að þau sýna þessu svona mikinn áhuga því við þurfum dáldið að vinna í því að þau nái hinum. Strax í Kindergarten er farið að vinna með tölur upp í 100! Þetta er auðvitað heilmikil vinna fyrir mig, bæði að fylgja þeim eftir í skólanum og vera túlkur og svo undirbúa alla kennsluna hérna heima og reyna að samræma og gera þetta á sem skynsamlegastan máta en mér finnst það mjög gaman. Næsta vetur þarf ég sjálf að setja saman stundatöfluna þeirra og mun ég kenna þeim að hluta til út frá íslensku aðalnámskránni og að hluta eftir þeirri bresku sem kennd er á Bingham. Svo verð ég nú líka að reyna að hafa einhverja orku til að sinna litlu krúttköllunum tveimur! Skóladagurinn er mjög langur á Bingham eða frá 8:20 - 15:20 plús 40 mín keyrslu hvora leið alla daga en Margrét Helga er bara þrjá daga í viku og Jóel tvo. Hina dagana kenni ég þeim hér heima. Þetta fyrirkomulag virkar mjög vel finnst mér. Þetta er svona vegna þess að þau eru skráð í heimaskólaprógramm en ekki með venjulegri skráningu í skólann þar sem við komum til með að vera með heimaskóla í Voító.
Es.
Ég skal reyna að vera aðeisn duglegri að skrifa en það er undir tengingunni komið hversu oft færslur birtast (gott að hafa afsökun!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 17:35
21.-27.feb
21. feb
Þá er vika síðan við komum heim frá Awasa. Við erum öll búin að vera kvefuð og voða þreytt eitthvað. Það er lýjandi að vera viku í tjaldi en þetta er nú bestu tjaldaðstæður sem hugsast getur. Það var dáldið kalt á morgnana en annars alveg fullkomið hitastig og sem betur fer rigndi ekki dropa. Í fyrra var svo mikil rigning og við vorum því fegin að vera í húsi þá. Mér finnst samt skemmtilegra að vera í tjaldi á ráðstefnunni, meiri stemmning. Í fyrra var ég svo kasólétt að ég lagði ekki í tjaldbúskap. Núna komu bæði Asnakú og Fantanesh með okkur sem var bara alveg frábært. Það var gott fyrir krakkana og svo gátum við líka aðeins notið þessa stutta frítíma sem er á milli fundarseta. Áður hefur nánast allur tíminn farið í að elda mat og vaska upp en nú gerði Fantanesh þetta fyrir mig svo það var bara algjör lúxus. Þá hfði maður aðeins meiri tíma með krökkunum. Núna voru líka allir fundirnir búnir á réttum tíma. Áður hefur það oftast verið þannig að það hefur farið korter til hálftíma framyfir sem er mjög þreytandi. Þannig að þetta var bara mjög afslappað og fínt.
Það komu krakkar frá Fjellhaug einnig í ár til að sjá um barnadagskrá og stóðu þau sig alveg frábærlega. Krökkunum fannst svo gaman og Dagbjartur Elí var líka með og tók þátt í öllu. Þau gerðu þetta alveg snilldar vel og höfðu tekið allt mögulegt með sér frá Noregi, andlitsmálningu, taumálningu, perlur, trúðablöðrur og þetta var bara allt svo vel skipulagt og vel gert hjá þeim Það munar öllu þar sem það eru langar fundarsetur hjá fullorðna fólkinu og í fyrra voru krakkarnir mjög leið. Núna var allt annað hljóð í strokknum.
Það var ýmilegt rætt en það sem fyrst og fremst var til umræðu var markmiðssetning fyrir starfið næstu árin. Þetta er skoðað á fimm ára fresti. Það var mikið talað um að það vantar fólk. Það er orðið erfitt að fá fólk sérstaklega til að starfa úti á landi á afskekktum stöðum og erfitt að fá fólk til lengri tíma. Stór hluti kristniboðanna kemur aðeins til tveggja ára. Það kom líka fram að það vantar sárlega lækna, helst þá skurðlækna. Það var rætt hvernig hægt væri að bregðast við þessum áskorunum. Það er margt sem breyst hefur í starfinu á síðustu árum en enn er stór óplægður akur svo ég noti Biblíumál. Við vorum minnt á að við verðum að biðja fyrir því að fleiri svari kallinu til að koma út til starfa því það er svo sannarlega þörf.
Einn af mikilvægu hlutum ráðstefnunnar er líka að hitta alla hina sem vinna úti á landi og heyra frá starfinu á hverjum stað. Lesnar eru upp skýrslur frá hverju starfssvæði en einnig er mikið spjallað á milli funda og fólk deilir því sem á dagana hefur drifið.
Það var kanski ekki mikið nýtt sem kom fram á ráðstefnunni en mér fannst þetta mjög góður tími. Fyrir mig var þetta mjög andlega uppörvandi vika.
26. feb.
Nú er maður loksins að skríða almennilega saman. Ég er búin að vera slæm af kvefi en það er að lagast. Davíð Ómar er líka búinn að vera alveg hrikalega kvefaður og hefur sofið illa á nóttunni af þeim sökum. Hann er nú loksins eitthvað að skána og svaf í alla nótt í fyrsta skipti í langan tíma. Dagbjartur Elí var eitthvað slappur í maganum í gær, kastaði upp í gærmorgun en hresstist í eftirmiðdaginn. Hann hefur líklega bara borðað eitthvað á sunnudaginn sem maginn hefur ekki þolað.
Það er nóg að gera í skólanum hjá Margréti Helgu. Nú eru þau að æfa leikrit sem á að sýna á morgun í fyrsta skipti og síðan tvisvar á föstudag. Hún er í danshópi og þarf því ekkert að tala. En hún er búin að læra alla söngvana. Ég bauðst til að spila undir á píanóið þar sem ég sat þarna og fylgdist með allan tímann. Þetta gengur bara vel hjá henni og hún er farin að kynnast stelpunum í bekknum. Hún er mjög vinsæl og allar stelpurnar vilja helst alltaf sitja hjá henni! Hún er líka farin að skilja heilmikla ensku og farin að geta tjáð sig dálítið. Þetta kemur allt en tekur tíma. Við stefnum svo á að Jóel byrji eftir páska í kindagarðinum eins og þau systkinin kalla kindergarten!
Það er alltaf jafnlíflegt dýralífið hjá okkur og nú er læða með fjóra kettlinga sest að í garðinum. Maður er alltaf á varðbergi með villiketti hér því það er erfitt að vita hvaða sjúkdóma þeir geta borið. En þeir eru svo hrikalega sætir og mamman er svo ljúf. Við freistuðumst til að gefa þeim aðeins að borða til að hæna þá að húsinu og halda músum og rottum frá. Það er reyndar mús í eldhúsinu núna sem virðist eitthvað ætla að taka tíma að losna við en það hlýtur að takast á endanum. Sem betur fer hafa mýsnar ( og rotturnar) bara haldið sig við eldhúsið, eru ekkert að fara lengra inn í húsið. Á meðan svo er get ég verið nokkurnvegin róleg þótt þetta séu ekki beint uppáhaldsdýrin mín!!!
Ég verð að segja ykkur krúttlega sögu af Dagbjarti Elí. Hann er mjög mikið að spá í snjó þessa dagana. Líklega vegna þess að hann var að skoða myndir af Ernu Lilju frænku sinni að leika í snjónum á Íslandi. Eitt kvöldið þegar hann var að fara að sofa þurfti hann mikið að spjalla og sagði mér að hann hefði einu sinni verið að leika í snjónum (NB barnið hefur búið í Afríku síðan hann var 6 mán! Það var reyndar snjór í Noregi þegar hann fæddist en þá var hann ekki kanski alveg að leika sér í snjónum!) hann ætti gul snjóföt og gula vettlingasnjó" og gula húfusnjó" og gulan brettasnjó" (það er allt gult núna). Ég spurði hann hvort það hefði snjóað hér í Eþíópíu, Nei, bara í Kenýju" sagði sá stutti"Hefur þú verið í Kenýju" spurði ég Já , ég fæddist í Kenýju!" svaraði hann þá. Hann líka mikið að tala um Kenýju, hefur heyrt mikið um Kenýju upp á síðkastið og finnst það eitthvað spennandi. Hann er svoddan ofurkrútt, hann er núna á fullu að einbeita sér að því að læra norsku og fékk góða æfingu á ráðstefnunni í Awasa þar sem hann var að leika með norskum og dönskum krökkum allan tímann. Hann er mjög áhugasamur um að læra norsku og er orðinn mjög duglegur, skilur nánast allt sem sagt er við hann og reynir heilmikið að tala. Ég hugsa að íslenskan og amharískan sú nokkuð jöfn fyrir honum. Hann talar mikið miðað við aldur og ég held að þetta fjöltyngi tefji ekkert málþroskan hjá honum þannig en það er sumt sem maður tekur eftir eins og það að hann man ekki alveg alltaf hvað er kýr, hvað hestur og hvað kind og ég held að það stafi fyrst og fremst af öllum þessum tungumálum sem hann er að læra samtímis. En hann talar mjög skýrt og hefur nokkuð góðan orðaforða held ég.
Davíð Ómar er líka alltaf að bæta við sig orðum, mest amharísku en svo er eitt og eitt á íslensku eins og datt" og etta" (þetta) dó" (stór). Svo er hann loksins farinn að klappa saman lófunum!
27. feb.
Í dag var mjög góður dagur í skólanum hjá Margréti Helgu. Það var fyrsta sýning á leikritinu og hún var svo glöð og kát allan daginn. Sagði meira að segja að hún gæti kanski verið smá ein í skólanum á morgun! Það bætist við enskuna á hverjum degi og hún skilur alltaf meira og meira. Ótrúlegt að fylgjast með krökkunum læra þessi tungumál!
Dagar músarinnar eru taldir...
Jóel sagði mér reyndar þegar ég kom heim í gær að hann og pabbi hefðu veitt músina, pabbi var með net og hann með háf- en hún slapp síðan aftur! En ein sagan úr hugarheimi Jóels!
Það er alltaf nóg að gera hjá Kristjáni. Hann er núna að kenna kúrs á tölvur og eru nemendurnir vægast sagt áhugasamir. Þau fara ekki út í frímínútur og eru helst lengur en tíminn á að vera! Þau eru ss. Að læra á reiningshalds forrit sem ég kann ekki nánair skil á en Kristjáni finnst alveg frábært.
Sem sagt bara allt gott af okkur að frétta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2008 | 17:31
Loksins....
Jæja, þetta varð síðan ekkert mjög fljótlega, þið verðið að afsaka bloggletina í mér. Ég lá reyndar í rúminu alla síðustu viku með einhverja ferlega magapest og er enn ekki orðin alveg góð. Kem litlu af mat oní mig sem erir að verkum að amaður er hálf eitthvað slappur. En þetta er allt í áttina. Það er reynar alveg nóg af okkur að frétta. Fyrir það fyrsta þá er búið að ákveða að við flytjum í sumar til Voito í suðvestur Eþíópíu. Fyrir að verða 20 árum hóf Guðlaugur föðurbróðir minn ásamt fjölskyldu sinni og norskum hjúkrunarfræðingi, starfið þar. Sl. 1 og ½ hafa ekki verið neinir kristniboðar þar en full þörf á. Við vorum beðin um þetta í desember og svöruðum því játandi þar sem við vorum búin að segja að við værum tilbúin að fara út á land ef þörf væri á fólki og hægt væri að nota okkur. Nú í byrjun janúar var þetta svo staðfest. Þetta verður auðvitað mikil breyting. Þarna er mjög heitt og eiginlega alveg lenst útí í buskanum. En við erum mjög spennt og vonum að við komum að gagni. Vegna þessara flutninga framlengjum við tímabilið um eitt ár eða til ársins 2010. Annað er svo að Margrét Helga er búin að skipta um skóla. Það kemur m.a. til af flutningunum sem hún skiptir núna. Eins og staðan er í dag verður enginn norskur skóli starfandi í Addis frá og með næsta hausti. Margrét Helga og Jóel koma til með að vera í heimaskóla í Voito en þær vikur sem við verðum í addis fara þau á Bingham Academy sem er skóli rekin af stórum alþjóðlegum kristniboðssamtökum (SIM) sem starfa hér. Það var síður en svo auðveld ákvörðun að taka hana úr norska skólanum núna. Norski skólinn er mjög góður og metnaðarfullur skóli og frábærir kennarar en því miður eru börnin orðin svo fá að það fullnægir ekki félagslegum þörfum. NLM kemur áfram til með að skipulegjja heimaskóla en við sjáum ekki ástæðu til þess að fylgja norskri námskrá í heimaskóla þar sem krakkarnir koma aldrei til með að ganga í norskan skóla. Það er ákveðið að allir krakkarnir frá og með 5. Bekk fari á Bingham og sömuleiðis þau sem búsett verða í Addis af yngra stiginu. Þess vegna eftir miklar pælingar og viðræður fundum við út að þetta væri réttast. Þarna fá þau tækifæri til að eignast vini og vera í alvöru skóla. Þar sem skólinn er á ensku og krakkarnir okkar kunna voða litla ensku þá ákváðum við að láta þau byrja núna strax til að undirbúa þau fyrir haustið. Við skráðum þau í heimaskólaprógrammið þannig að Margrét Helga verður bara þrjá daga í viku og svo verðum við með íslenskutíma hér heima hina tvo dagana. Þetta eru langir og massífir skóladagar svo þetta er meira en nóg fyrir hana. Hún var fyrsta daginn í dag og gekk bara mjög vel. Hún hefur verið mjög spennt fyrir þessu sjálf og greinilegt að hún þarf aðeins stærra félagslegt umhverfi. Ég fylgi henni alveg til að byrja með og svo þegar hún verður komin í gang byrjar Jóel í Kindergarten en þá líklega bara tvo daga í viku. Okkur lýst vel á þetta og trúum að við höfum tekið rétta ákvörðun. Við höfum líka mikið beðið fyrir þessu og finnst að þetta sé rétt. Í Voíto komum við svo til með að fylgja íslenskri námskrá að hluta og beskri að hluta. Þau eru ótrúlega liðleg þarna í skólanum og vilja allt fyrir okkur gera til að þetta gangi sem best. En við erum líka þakklát fyrir tímann sem Margrét Helga hefur fengið í norska skólanum og þakklát fyrir að fólkið þar sýnir þessari ákvörðun okkar svo mikinn skilning.
Ragnar frændi kom út til okkar á sunnudagsmorguninn. Hann var drifinn beint á karatesýningu og ústskrift á vegum Misba, karateþjálfarans hans Jóels. Jóel var líka að sýna fyrir fullum sal af fólki eins og ekkert væri eðlilegara. Ég varð að vera heima með litlu strákana en hefði svo gjarnan viljað sjá þetta. Kristján tók þetta upp á video svo ég fæ að sjá þetta þannig. Svo höfðum við boðið Kusse frá Konso í mat til að hitta Ragnar en þeir hittust á Íslandi þegar Kusse fór þangað í ferð á vegum SÍK og Hjálparstofnunnar Kirkjunnar. Á mánudaginn heilsaði hann svo upp á fólkið hér á Seminarinu og fór í bíltúr með Kristjáni. Svo var okkur öllum boðið í hádegismat til Osvald og frú, sem er yfirmaður okkar hér. Ég þurfti svo að flýta mér heim að undirbúa afmælsiveislu fyrir þriggja ára hnoðraling. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann fattar almennilega að hann á afmæli. Við buðum nokkrum gestum í afmælis og bollukaffi. Hann var eitthvað voða þreyttur um morguninn litli kallinn og steinsvaf þegar við reyndum að syngja fyrir hann kl. 7 um morguninn! En hann var alsæll með daginn. Aðalgesturinn var Feni vinkona hans sem er dóttir Tiblets sem vinnur á skrifstofu NLM. Þau knúsast og kyssast í hvert skipti sem þau hittast og í afmælinu var hann alltaf að gefa henni eitthvað. Hún er skilst mér á mömmu hennar líka alltaf að tala um Abúte Kía (það er nafnið sem Dagbjartur Elí hefur fengið hér úti og eþíóparnir þekkja hann ekki undir öðru nafni!).
Það voru gerðir bolluvendir og bakaðar bollur hér á laugardaginn til að halda í íslenskar hefðir. Jóel vildi reyndar hafa spítuna af sínum vendi tóma því þ´gæti hann slegið hraðar!! Hann er allur í að æfa sig og þjálfa og að spá i hvort vöðvarnir séu að stækka. Helstu fyrirmyndirnar eru Jón Páll og íþróttaálfurinn auk Misba karatekennara. Við eigum heimildarmyndina um Jón Pál sem annaðhvort Margrét Helga eða Jóel sáu með pabba sínum eitthvert kvöldið og þau gjörsamlega heilluðust!
Svo erum við að fara aftur til Awasa á föstudaginn. Þá er ráðstefna kristniboðanna að byrja og verður Ragnar með okkur þar. Hann fór í morgun með flugi til Omo Rate og kemur svo upp með Kalla og Raggý.
Það er ss. Nóg að gera hjá okkur og alltaf eitthvað spennandi. Bráðum koma svo mamma og pabbi í heimsókn og þá verður eins árs afmæli fyrir Davíð Ómar. Hann er farinn að reyn að tala og segir etta"(þetta)og bendi rút um allt og na" sem er amharíska og þýðir komdu (2.p.kk) svo segir hann líka mamma og baba. Maður verður nú aðeins að fá að monta sig pínu!
Jæja við erum allvega eldspræk og og frísk þrátt fyrir magapestir við og við en það tilheyrir nú bara hér. Á meðan það er ekkert verra erum við þakklát.
Bið ykkur Guðs blessunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2008 | 08:10
Gleðilegt nýtt ár!!
Við komum heim frá Awasa í gær svo hér kemur færlan sem ekki komst inn áður en við fórum af stað:
2.janúar 2008
Jahérna mér tókst að muna að skrifa 8 en ekki 7! Ég man þegar ég var í skóla var maður alltaf skrifandi árið á undan langt fram í febrúar á glósurnar!
Ég vona að allir hafi átt góð og skemmtileg áramót og ég bið ykkur blessunar á nýju ári!
Jólin eru bara búin að vera fín hjá okkur. Við höfum haft það jög gott, kanski bara allt of gott! Á aðfangadag höfðum við jólagraut með möndlu í hádeginu. Kristján fékk möndluna. Ég held bara ég hafi aldrei á minni lífsfæddri ævi fengið möndluna. Mér hefur held ég einhverntíman verið sagt að einhverntíman þegar ég var lítil fékk Gunnar afi möndluna en gaf mér möndlugjöfina svo ég hef allvega fengið möndlugjöf! Kl. 4 var svo jólaguðsþjónusta á Norska skólanum. Við urðum að leggja af stað héðan kl. 3 því maður veit aldrei með umferðina. Þetta var bara venjulegur mánudagur hér því eþíópísku jólin eru ekki fyrr en núna nk. mánudag það sem þeir fylgja tímatali réttrúnaðarkirkjunnar, eins og ég hef minnst á áður. Þetta var hin fínasta guðsþjónusta. Litli barnakórnn minn söng og líka fullorðinskórinn og ég spilaði á þverflautuna og Siri Myklebust á píanóið. Dagbjartur Elí vara frekar þreyttur og vildi undir lokin að ég héldi á sér. Það er auðveldara þegar ég er að spila á píanóið, þá get ég allavega haft hann í fanginu en með flautuna gengur það eiginlega ekki og hann var á góðri leið með að toga pilsið niður um mig. En Kirsti tók svo DavíðÓmar svo Kristján gæti tekið Dagbjart Elí svo þetta hafðist allt að lokum! Svo fórum við heim og fengum okkur hangikjötið sem við tókum með frá Íslandi í sumar. Krakkarnir voru orðnir frekar spenntir yfir pökkunum. Það er venja hjá okkur að syngja nokkra jólasálma saman áður en við opnum pakkana. Jóel spurði hvort við gætum ekki bara borðað ísinn og sungið sálmana á meðan þau opnuðu pakkana! Við ákváðum nú að geyma ísinn aðeins en sungum smá áður en ráðist var á pakkafjallið sem var búið að berast frá Íslandi alla aðventuna. Það var mikil gleði og allt var :" einmitt það sem ég óskaði mér!" Þrjú elstu fengu hlaupahjól frá ömmu og afa á Karló. Dagbjartur Elí var fljótur að átta sig:" Ég er alveg eins og Pó!" Fyrir þá sem ekki vita er Pó fígúra úr stubbunum (teletubbies) og hann segir þetta með mjög breskum hreim þar sem þau hafa verið að horfa á upptökur úr BBC. Svo skottast hann um á hjólinu og sönglar badíbadíbadí" af því að þannig gerir Pó! Ekkert lítið krútt get ég sagt ykkur. Við hjónin fengum líka margar góðar gjafir, heilan helling af bókum sem er bara alveg frábært. Við fengum líka Mýrina,kvikmyndina og höfðum gaman af. Við erum líka búin að fá mikið af kortum og kveðjum þó ég geri enn ráð fyrir einhverjum i viðbót sem ekki er komið, megnið kemur yfirleitt ekki til okkar fyrr en eftir áramót. En ég vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.
Á Jóladag fengum við gesti í kaffi, nágranna okkar. Það er dönsk fjölskyla sem starfar fyrir DEM, sem er danskt kristniboðsfélag. Þau eiga þrjár stelpur sem eru reyndar eldri en okkar krakkar en þær eru svo góðar við krakkana og duglegar að leika við þau. Sérstaklega Margréti Helgu finst svo gaman að hitta þær. Á annan í jólum var okkur boðið í norskan römmegröt heim til fjölskyldu Idu Mariu, bekkjasystur Margrétar Helgu þannig að það var nóg að gera hjá okkur. Við gáfum starfsfólkinu okkar frí yfir jóladagana en svo komu þau öll aftur á fimmtudeginum. Á sunnudaginn fengum við svo góða gesti. Ragnhild vinkona okkar og Temesgen maðurinn hennar komu með litlu dóttur sína Ruth Bone sem fædist í Noregi í október. Þau komu frá Noregi sl.fimmtudag og við höfðum ekki hitt þau í hálft ár. Það var líka svo gaman að fá að sjá litlu prinsessuna þeirra.
Á gamlárskvöld vorum við svo hérna heima en buðum Sigurd og Melissu sem eru norsk/amerísk hjón sem kenna á Seminarinu, að koma til okkar. Mamma og pabbi sendu hamborgarhrygg með Almaz vinkonu mömmu sem er héðan og var að koma í frí hingað á föstudaginn. Hún hinsvegar fékk ekki farangurinn sinn með sér svo allt útlit var fyrir að við fengjum ekki áramótamatinn á tilsettum tíma. Kristján fór því og keypti sitt af hverju gott til að hafa í matinn en kl. 3 hringdi Almaz og var þá búin að fá farangurinn. Þetta rétt slapp því og náðist að elda hrygginn fyrir kvöldmat! Svo fylgdi líka Næturvaktin með í staðinn fyrir skaup. Við skutum svo upp smá flugeldum og svona en það eru nú yfirleitt allir orðnir frekar framlágir hér þegar nálgast fer miðnætti. Við hjónin náðum þó að hanga 20 mín fram yfir miðnætti, 19 mín lengur en í fyrra!!! Hérna fer maður bara á fætur um leið og sólin svona upp úr kl. 6- ekki það að maður gæti ekki sofið lengur en það eru fjórar litlar vekjaraklukkur á heimilinu!
Nýja árið hefur bara byrjað vel, það er enn frí í skólanum bæði hjá Margréti Helgu og Kristjáni. Við ætlum að biðja um smá auka frí fyrir Margréti Helgu svo við getum skroppið til Awasa á þriðjudaginn. Þar verðum við í viku. Nemendur Kristjáns koma ekki til baka fyrr en eftir tvær vikur svo hann getur stjórnað sínum vinnutíma sjálfur þangað til. Það verður gott að komast í aðeins heitara loftslag auk þess sem það er bara alveg frábært að vera með krakkana í Awasa.
16. jan. 08
Mér tókst nú ekki að koma neinu á netið áður en við fórum til Awasa en við komum heim í gær eftir 10 góða daga við sundlaugarbusl og sól. Við lögðum af stað á sunnudeginum og ætluðum fyrst að tjalda í Langano en ákváðum síðan bara að tjalda í Awasa í staðinn þar sem ekkert var laust fyrr en á þriðjudeginum. En þegar við komum þangað var svo laust hús því einhverjir sem höfðu bókað mættu ekki á svæðið þannig að það var ekki verra. Það er alltaf jafnasflsappandi að ver þarna og krakkarnir nutu þess vel að busla og synda í lauginni. Minnsti maðurinn fékk líka að prófa nýja sundgallanna sem hann fékk í jólaggjöf frá ömmu og afa og fannst mjög gaman. Dagbjartur elí svaf eins og engill en hann er búinn að vera að vakna á nóttunni allataf eftir að við komum heim í sumar. Vonandi að hann haldi áfram að sofa svona vel. Við komum svo heim um hádegi í gær og fór Margrét Helga í skólann og Kristján að vinna í morgun.
Þetta er bara svona smá lífsmark- skrifa betur fljótlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007 | 13:56
Gleðileg jól!!!
22.des
Ætli það sé ekki kominn tími á smá jólakveðju. Égbiðst afsökunar á að hafa ekki uppfært neitt upp á síðkastið en ég hef mér til málsbótar að við vorum síma- og þ.a.l. netsambandslaus í þrjár vikur og svo hefur bara verið svo mikið að gera núna fyrir jólin. Það hefur verið heilmikið um að vera í norska skólanum, tónleikar, Lúsía á Sænska sendiráðinu þar sem skólabörnin sungu og fullorðinskórinn sem ég hóaði saman. Því hafa fylgt tilheyrandi æfingar. Svo var hið árlega Julespill hérna á Mekanissa þar sem jólaguðsðpjallið er sett upp úti undir berum himni með lifandi asna og öllu og allir taka þátt. Við Kristján fengum í ár þann heiður að vera María og Jósef, líklega vegna þess að við eigum yngsta barnið af kristniboðunum hér úti eins og er. Davíð Ómar var fékk ss. Hlutverk Jesúbarnsins. Margrét Helga var engill ásamt öllum hinum litlu stelpunum og Jóel og Dagbjartur Elí hirðar. Dagbjartur Elí svaf reyndar af sér mest allt í fanginu á Asnakú. Honum fannst þetta mjög merkilegt að mamma skildi vera María og Davíð Ómar Jesúbarnið og talar um það í hvert skipti sem jólasagan berst í tal eða hann sér mynd af fjárhúsinu! Sl. Þriðjudag var lokadagurinn í skólanum fyrir jól og þá léku m.a. Margrét Helga og Jóel í helgileik. Svo var dansað í kringum jólatréð og borðaður jólamöndlugrautur.. Sl. Fimmtudag vorum við svo með jóla- "bönnemöte" Á hverjum fimmtudegi eru bænastundir alls staðar í öllum löndum og á öllum kristniboðsstöðvum NLM. Venjulega hittumst við á kvöldin og án barnanna en af og til höfum við börnin með, m.a. fyri jólin. Krakkarnir sungu og Margrét Helga sagði söguna af fæðingu Jesú. Svo sungum við og borðuðum saman og gengum kringum jólatréð og allir fengu einn pakka sem jólasveinninn Jóel kom með. Hann var alveg ákveðinn í að vera jólasveinn svo við fiffuðum búning úr raðum íþróttabuxum, rauðri flíspeysu af Margréti Helgu og húfan var svo gerð úr plastdúk og klósettpappír því það er ekki til ein einasta jólasveinahúfa hér á bæ! Skeggð var líka úr klósettpappír! Hann var allan daginn að spá í þetta og labbaði um lóðina í múderingunni með brúnan bréfpoka á bakinu og sagði "Hó, hó, ég er jólasveinninn!! Frekar krúttlegur! Margrét Helga var að eigin sögn "jólasveinadaman" í rauðum kjól með rauðan kinnalit!
Á morgun er svo fullorðinskórinn að fara að syngja í alþjóðlegu kirkjunni og svo á aðfangadag er guðsþjónusta á norska skólanum þar sem bæði börnin og fullorðnir syngja. Ég er búin að dusta rykið af þverflautunni og ætla eitthvað að reyna að blása í hana. Svo borðum við hangikjöt og "meððí" hérna heima fjölskyldan á eftir. (fengum meira að segja bæði rauðkál, reyndar bara einn lítinn haus, og maltöl) Annars er lítð um plön í jólafríinu. Bara njóta þess að vera saman og slappa af. Í dag skreyttum við jólatréð sem er úr garðinum hérna við hliðina, alveg rosa flott finnst mér. Það er ekki greni en minnir á það. Allt húsið er skreytt og í gær keyptum við líka snjó sprey svo þetta er allt orðið ægilega fínt. Við bjuggum líka til kofekt í dag og gormarnir komu inn og hjálpuuðu til á milli þess sem þeir busluðu útí í garði. Það var allvega alvöru kokkur án klæða í eldhúsinu í dag, frekar mikið krútt.
Svo hefur verið heilmikið að gera hjá okkur í rottuveiðum. Það bjó nefnilega stærðar rotta í eldhúsinu hjá okkur í næstum 2 mánuði! Við vorum búin að reyna allt, eitur, gildrur, bara nefna það. En hún var svo gáfuð að ekkert gekk í tæplega tvo mánuði. Við urðum fyrst vör við hana þannig að hlutir voru að detta á gólfið í eldhúsinu á nóttunni og svo var búið að narta í banana sem voru í körfu í búrinu! Frekar ógeðslegt. Svo einn daginn fór að lykta ekur óþyrmilega frá bakaraofninum og þá fannst þar ein dauð rotta. Við vonuðum auðvitað að þetta væri sökudólgurinn en þær voru ss. Tvær og það var ekki fyrr en núna á fimmtudaginn sem hún loksins át eitraðan banana sem var reyndar búinn að liggja bak við ofninn í þrjá daga. Fram að því hafði hún ekki snert það sem var með eitri og svo náði hún að éta ostinn úr gildrunni, gildran klemmdist saman en rottan slapp!! En allvega þá losnuðum við vð hana á fimmtudagskvöldið. Ég heyrði eitthað skrjáf á bak við ofninn og sá Kristján þá að hún hafði étið eitrið svo hann batt snögglega enda á þjáningar hennar þannig að nú get ég gengið um eldhúsið án þess að vera alltaf á nálum eða með klígju! Þetta var sko feit loðin rotta skal ég segja ykkur! En hún er farin og vonandi fara ekki fleiri að birtast. Allir sem þekkja mig vita hvað mér finnst um mýs og rottur og svoleiðis svo ég ætla ekkert að far neitt nánar út í það. Spurning hvaða dýr verða á vegi okkar næst!!
23. des
Þorláksmessa en engin skata! Ég sakna sko skötunnar. En nú er allvega hangikjötið komið í pottinn og þá kemur jólalyktin!!
Ætli ég fari þá ekki að ljúka þessari jólakveðju. Ég bið Guð að gefa öllum sem þetta lesa gleðilega jólahátíð og blessunarríkt komandi ár. Þökkum allan stuðning og fyrirbænir á liðnum árum.
Enda svo uppáhalds jólasálminum mínum sem er eftir Bjarna Eyjólfsson:
Nú titrar allt um himna og heim af helgri þakkargjörð
Og friðarboðskap fagnar þeim ,sem fluttur er á jörð.
"Með gleðiboð frá Guði eg kem" hinn góði engill tér
"sjá barn er fætt í Betlehem og barn það Kristur er.
Ég hrífst við engla ljóð og lag og ljómann er ég sé
er fagna þeir þeim Drottni í dag, í duft er niður sté.
Við englasöng ég gleðigjarn nú gleðst við sálarfrið.
Í dag er ég sem blessað barn og brosi englum við.
Ó syngið englar syng þú jörð og syng þú hjarta mitt.
Já syng þú Drottins hólpna hjörð um hjálpráð blessað þitt.
Ó, barnið smátt í Betlehem, þitt bros er söngsins lind.
Með gleðitár ég til þín kem sem tókst burt mína synd.
Bjarni Eyjólfsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar