Nýjar fréttir af fjölskyldunni í Eþíópíu 1

Hér koma smá fréttir

Við erum núna í netsambandi í Addis svo loksins, loksins kom ég mér í  að skrifa. Þetta kemur samt í allavega tveimur hlutum svo það verði ekki allt of mikið í einu. Njótið vel og endilega kvittið í gestabókina!

 

 

23. október 2009

 

Núna er ég loksins komin í sæmilegt bloggstuð svo það er best að koma sér að verki. Já þið verðið að fyrir gefa, ég hef verið eitthvað voðalega andlaus þessi fáu skipti sem ég hef verið í netsambandi og ekki fundist ég hafa um neitt skemmtilegt að skrifa. En nú er ég í Addis og því líkur léttir að koma í kaldara loftslag. Hitinn og rakinn í Woitó er búinn að vera alveg hræðilega erfið undanfarið svona eins og að búa í 40°heitu gróðurhúsi! Það hefur bara rétt og slétt verið erfitt að ná andanum stundum. Ég hef ekki upplifað akkúrat svona í Woító áður þótt ég geri ráð fyrir að þetta ´sé kanski ekkert óvenjulegt. Við erum búin að bíða eftir almennilegri rigningu LENGI en ekkert gerist bara þung ský sem bera með sér raka og kanski rignir pínulítið svo fer sólin aftur að skína og hitinn verður aftur óbærilegur. En kvöldið áður en við keyrðum núna til Addis rigndi aðeins meira en áður svo við biðjum og vonum að það sé komin almennileg rigning núna. Ef ekki fer að rigna almennilega getur ástandið orðið mjög erfitt. Uppskerubrestur og dýrin deyja,  sem hefur ekkert annað í för með sér en hungursneyð. Það er því bænarefni að það komi rigning í Gisma. Það hefur rignt í nágrannaþorpum og bæjum en ekki akkúrat í Gisma.

Best ég byrji á byrjuninni. Ferðin út eftir frábært sumarfrí heima. Gekk vonum framar. Ég á svo yndisleg og dugleg börn, þó ég segi sjálf frá. Það er ekki sjálfgefið að sólarhrings ferðalag milli heimsálfa með fjörgur börn á aldrinum 2- 8 ára gangi svona vel. En við vitum líka að við erum ekki ein, við erum allan tímann í hendi Drottins.

Fyrstu vikurnar í Addis voru hins vegar erfiðar af ýmsum sökum sem ég ætla ekki að tíunda hér, enda eru þær að baki og með Guðs hjálp vinnum við það verk sem Hann hefur ætlað okkur hér.

Reyndar eitt af því sem kom eins  og áfall var að Davíð Ómar veiktist fimm dögum eftir að við lentum í Addis. Hann kstaði stanslaust upp í heilan sólarhring og var svo alveg listar laus í marga daga. Svo sló út með því að hann var kominn með blóðugar hægðir daginn áður en við ætluðum suður til Woito. Það við frestuðum því ferðinni og fórum með prufur í ransókn. Ekker kom út úr þeim en daginn eftir var hann skyndilega frískur og hefur verið síðan. Er duglegur að borða og stækkar og dafnar. Fyrir okkur er þetta ekkert annað en blessun og stórt bænasvar.

Eins og ég sagði er loftslagið búið að vera erfitt eiginlega síðan við komum í byrjun sept. Stundum koma daga sem ég skil bara ekki hvernig ég á að fara að því að búa þarna og reyna að vera í fullri vinnu og óft langar mig met að gefast upp. En þá rífur Guð mig á fætur og hjálpar mér í gegnum þetta. Stundum hugsa ég, þetta er náttúrulega bilun, samtímis að kenna 3. Og 2. Bekk, forskóla og vera svo með 2 ára snúð sem heldur að hann geti allt og vill líka vera í skóla. Svo þarf líka að elda mat, baka, reyna að halda húsinu í horfinu og í viðbót við það að hafa stjórn á heimsóknum barnanna úr þorpinu. Að halda húsinu hreinu og í horfinu er nú bara kapítuli út af fyrir sig. Fyrir það fyrsta er það mjög opið til þess að allur sá litli andvari sem er í Voító komist örugglega inn en það hefur líka í för með sér að litlir sandstormar sem koma gjarnan sérstaklega í kirngum regntímann, fara beint í gegnum húsið sem þíði að allt inni verður loðið af ryki og sandi á tveimur mínútum. (Þetta gerist yfirleitt alltaf þegar ég er nýbúin að þrífa og skúra, eða allvega finnst mér það!) Svo á ég tvo litla gorma sem geta auðveldlega sett allt á hvolf á korteri. Málið er að þá fæ ég allavega smá frið til að kenna tveimur elstu svo þannig verður þetta bara að vera! Við ákváðum að færa skólann frá bílskúrnum og upp í húsið okkar, þannig að nú kenni ég bara í stofunni. Þá get ég líka sinnt einhverjum heimilisstörfum á meðan ef færi gefst og litlu strákarnir geta leikið sér inni í herbergi á meðan.

Ég þarf oft að minna mig að versið sem hangir í ramma yfir rúminu mínu sem ún systir mín gaf mér í kveðjugjöf þegar við fyrst fórum út:"Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir"

26.okt

Þá eru þau þrjú elstu farin í skólann, Kristján að kenna á Mekane Yesus seminarinu og við Davíð Ómar höfum það huggulegt hér saman. Ekki svo oft sem hann fær alla athygli mömmu sinnar óskerta.

En hvert var ég nú komin. Já ég er búin að lýsa svona nokkurnvegin aðstæðum okkar í Voító núna þótt það sé alltaf erfitt að gera það nákvæmlega með orðum. Það er sumsé allt gott að frétta af börnunum og okkur líka þótt hver dagur sé áskorun. Margrét Helga er alltaf sami lestrarhesturinn og ses oft tvær kaflabækur á einum degi. Hún hefur því miður kanski ekki mikið annað að gera þar sem það eru ekki margar stelpur sem hún getur leikið við í Gisma. Hún var í vor búin að eignast eina vinkonu en hún þarf oft að hjálpa mömmu sinni og vinna heima þannig að það er ekki oft sem þær geta leikið saman. Margrét Helga er reyndar mjög dugleg að hjálpa til heima líka. Henni finnst gaman að stússast með mér í eldhúsinu og er líka dugleg að passa minnsta bróður sinn. Hún kvartar ekki og virðist líða vel þrátt fyrir að það sé ekki mikið félagslegt umhverfi. Henni finnst gaman í skólanum og er íslenskan uppáhaldsfagið. Jóel hefur farið mikið fram í skólanum og er farinn að vera nokkuð sleipur í lestri og er meira að segja farinn að lesa líka á ensku. Annars finnst honum stærðfræðin skemmtilegust. Hann leikur mest við syni Dilló nágranna okkar og oft sjáum við hann ekkert frá hádegi og þar til komið er fram í myrkur. Ergama Dillóson er besti vinur hans og þeir bralla ýmislegt saman. Ergama býr til boga og örvar sem Jóel er að æfa sig í að skjóta af, svo eru þeir í því að búa til gildrur og reyna að lokka einhver dýr til sín sem ég kann ekki alveg nánari skil á. Stundum fær Jóel líka að fara með á kvöldin að sækja geiturnar upp í fjall. Dagbjartur Elí fær líka stundum að vera með þeim eða þá hann leikur við einhverja aðra strák sem koma í heimsókn. Margrét Helga og Jóel eru bæði farin að spila á blokkflautu og píanó og við reynum að æfa okkur saman reglulega. Um daginn héldu þau smá tónleika fyrir Hönnu sem er danskur kristniboði sem býr í Jinka. Dagbjartur Elí hefur mikinn áhuga á að læra stafi og tölur og vinnur í forskólabókunum sínum af kappi. Hann hefur líka sínar eigin lestrarbækur sem eru myndlestrarbækur. Það er mjög mikilvægt. Davíð Ómar vill líka vera í skóla og hefur sína eigin stílabók sem hann skrifar og litar í eins og hann vill. Þeir tveir yngstu eru orðnir voða duglegir að leika sér saman og reynda þau öll fjögur. Um daginn settu þau upp af eigin frumkvæði, leikrit um Dodda og félaga. Krúttlegasta leikrit sem ég hef séð held ég! Dagbjartur Elí sagði við mig um daginn:"Mamma, það er svo gaman að eiga svona marga krakka!" (Þar átti hann við systkini sín)

Framhald fljótlega.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Helga og takk fyrir síðast :)

Gaman að heyra af ykkur fjölskyldunni og það er greinilega nóg að gera hjá þér eins og þú varst svo sem búin að lýsa fyrir okkur stöllum. Gott að heyra að allir séu nokkuð frískir og ánægðir :)

Bestu kveðjur, Bryndís

Bryndís Sigtryggsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:43

2 identicon

Takk fyrir skrifin, alltaf jafn gaman að heyra frá ykkur. Vonandi halda allir góðri heilsu.

Kveðja

Guðrún Laufey og strákarnir

Guðrún Laufey (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Sæl og blessuð öll sömul. Mikið var gaman að fá fréttir af ykkur. Núna þegar við höfum kynnst ykkur aðeins finnst okkur við vera svo miklu nálægari ykkur. Það er gott að heyra að þið séuð frísk og við vonum að það fari að rigna í réttu magni hjá ykkur. Við höfum verið mest í Nairobi, en líka aðeins í Pokot. Fjölli er eftirlitsmaður í matvæladreyfingu í Pokot, vegna þurkanna, og það hefur gefið okkur einstakt tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Við erum mjög þakklát fyrir að fá að vera hér og hlökkum mikið til að fá að starfa hér.

Guð blessi ykkur kæra fjölskylda.... og munið.. ef þið eigið leið um Kapenguria er bara að kíkja í heimsókn.. nóg gistipláss! Knús frá Kenýu!

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 1.11.2009 kl. 19:08

4 identicon

Sæl elsku Helga o.fjsk.

Alltaf gaman að frétta af ævintýrum ykkar í Afríkunni. Vona að þið hafið það gott áfram.

Bestu kveðjur, Svava María.

Svava María (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 23:33

5 identicon

Thetta eru meiru rúsínubörnin sem thid eigid. Takk fyrir bloggin, Ofbodslega gaman ad lesa um ykkur. Kossar og knús frá Norge.

Magga Salla (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 33086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband