Færsluflokkur: Bloggar
21.9.2007 | 07:36
Nebbi litli
Ég er búin að vera voða löt að skrifa undanfarið en það er líka vegna þessa að ég er ekki búin að vera alveg frísk eins og gkemur fram í þessari færslu. Það er líka búið að vera erfitt að komast á netið undanfarið en hér kemur svona eitthvað smá sem ég er búin að vera að skrifa upp á síðkastið:
8.sept Þá er Trítill kominn með tönnslu númer tvö, hún skaut upp kollinum í gær. Stóra systir er hins vegar af og til farin af hafa orð á því að hún eigi kanski ekkert eftir að missa tennurnar en ég hef sagt henni að það komi að því. Pabbi henner missti víst líka seint tennurnar þótt hann hafi fengið þær snemma eins og hún (3. Mán) En þær virðast allavega endast. Ég er allavega búin að missa röddina eina ferðina enn hvað sem öllum tönnum líður. Á fimmtudagskvöldið var lofgjörðarkvöld hér heima og ég spilaði að sjálfsögðu og ætlaði að leiða sönginn. Ég fann bara við kvöldmatarborðið að röddin var að fara og ég komin með einhverja sýkingu í lungun. Ég var líka búin að undirbúa að syngja en það var alveg á mörkunum að ég gæti það. Þetta slapp samt með því að drekka hunang og engifer en daginn eftir var lítið eftir af röddinni og nú er hún alveg farin og ég get hvorki talað né sungið. Þetta er svipað og í vor nema að nú er ég ekki svona veik. Reyndar slöpp og drusluleg enda greinilega einhver padda í mér því ég hósta og hósta upp grefti. Ég veit ekki hvað þetta er, ég er náttúrulega með astma sem hjálpar ekki til og svo er bara svo kalt í regntímanum og húsið er eins og votur svampur, það er svo mikill raki hérna, svo er mengunin í umferðinni stundum alveg að kæfa mann og þegar þornar fýkur upp ryk af götunum sem enn eru sundurgrafnar. Ætli þetta leggist ekki bara allt á eitt. Þið megið gjarnan biðja fyrir heilsunni því þetta er frekar þreytandi og slitsomt eins og norðmennirnir segja, að vera aldrei almennilega frísk.17. sept 2007 (6. Meskerem 2000) Gleðilegt nýtt ár!Þá er komin ný öld samkvæt tímatali Eþíópa- þe. Svona almennt talað. Það eru eflaust einhverjir spjátrungar hér eins og í hinum vestræna heimi sem segja að aldamótin séu ekki fyrr en eftir eitt ár og er ég svo sem alveg sammála þeim, en það er óneitanlega flottara að fagna árinu 2000 sem aldamótum en árinu 2001.
20.sept.Nú er öll fjölskyldan, nema kanski Kristján, komin með kvef. Ég var að hugsa á sunnudaginn hvað ég var fegin að Davíð Ómar væri loksins laus við kvefið en þá vaknaði hann alveg stíflaður morguninn eftir. Vonandi fer nú að stytta upp bráðum því þá hlýnar aðeins í húsinu. Joel fékk smá hita um daginn er er nú orðinn alveg frískur. Ég er enn að berjast við þetta kvef og hósta en mér finnst ég nú eitthvað örlítið skárri þótt úthaldið sé ekki mikið.Annars er nú bara gott af okkur að frétta. Við fögnuðum nýju ári ásamt hinum kirstniboðunum á Mekanissa. Okkur hafði verið ráðlagt að fara ekkert í bæinn þar sem það er alltaf einhver hætta á látum þar sem margir safnast saman svo telur amk. Ríkisstjórnin. Þannig að við hérldum okkur bara hér á Mekanissa.Jóel heldur áfram að reyna að veiða sér gæludýr. Undanfarið er hann búinn að vera að reyna að ná í fugl en það hefur ekki gengið en svo tókst honum í gær að með hjálp vinkonu sinnar sem heitir Eden að ná í´frosk. Þvílik gleði og hamingja! En greyið litla þegar hann vaknaði í morgun o fór út að gá að Nebba litla (froskurinn fékk það nafn) Þá var hann horfinn. Það var mikil sorg svo nú er hann aftur farinn í leiðangur að leita að froski og ætlar að hafa búrið aðeins rammgerðara og kanski reyna að ná í allavega tvo froska svo þeir hafi félagsskap.Jæja nú er ég búin að vera svo lengi að koma þessu á netið. Því er bæði um að kenna andleysi mínu og netsambandsleysi að undanförnu. En ætli ég reyni ekki að koma þessu á síðunanúna.Vonandi förum við líka að geta bætt við myndum. Davíð Ómar hefur stækkað svo mikið og breyst og þroskast svo þið verðirð eignlega fljótlega að fá að sjá myndir af honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2007 | 06:38
Af dýrum og mönnum
Nú eru komnar fjórar vikur síðan við komum aftur til baka til Eþíópíu. Það verður að segjast eins og er að það tekur smá tíma að venjast lífinu hér aftur sem er um margt dáldið mikið öðruvísi en heima á Íslandi. Það var komið fram yfir miðnætti þegar við komum heim til okkar. Það var skelfilega kalt og rakt í húsinu þar sem nú er regntíminn í hámarki. Við erum með einn rafmagnsofn og næstu daga vorum við að færa hann á milli herbergja til að reyna að þurrka upp og hita húsið eins og hægt er. Við komum eignlega þegar kominnn var sunnudagur hér og sama dag var svokallað velkomstkaffe á norska skólanum. Á þessum samverum eru þeir formlega boðnir velkomnir sem eru nýkomnir út til starfa annað hvort í fyrsta sinn eða eftir einhverja fjarveru. Ásamt fleirum voru Anna Lilja og Kalli og Raggý boðin velkomin. Við stoppuðum nú ekki mjög lengi þar sem allir voru frekar þreyttir eftir ferðalagið ennþá og Margrét Helga átti að byrja í skólanum daginn eftir. Mánudaginn 13. Ágúst var svo skólasetning og fór ég með henni í skólann svona fyrsta daginn. Daginn eftir 14. Ágúst var svo afmælisdagurinn hennar og fyrsti venjulegi skóladagurinn. Hann byrjaði heldur harkalega! Skólabíllinn átti að sækja Margréti Helgu kl. 7:25 þannig að ég stillti vekjaraklukkuna á 6:20 til að vera alveg örugg um að vakan á réttum tíma. Klukkan hringdi og ég lá bara smá stund í rúminu svona rétt að jafna mig. Mér fannst nú reyndar sólin komin eitthvað óvenju hátt á loft en spáði ekkert meir í það. Þegar klukkan var hálfsjö- að ég hélt- hrukkum við upp við að það var bankað á útidyrnar. Það var þá skólabíllinn kominn. Ég varð alveg kexrugluð og skildi ekki hvað hann var snemma. Ég áttaði mig þó fljótt á því að eitthvað var vekjaraklukkan ekki alveg rétt og dreif Margréti Helgu á fætur. Kristján varð að keyr hann í skólann því við gátum ekki látið Selam (skólabílstjórann) bíða því hann átti eftir að sækja fleiri. Margrét Helga fékk bara nesti með sér í bílinn og brunuðu feðginin af stað! Asinn var svo mikill að ég gleymdi næstum að hún átti afmæli greyið litla! En þetta fór allt vel. Batteríið var ss. Búið í vekjaraklukkunni og af tilviljun var hún nákvæmlega klukkutíma of sein auk þess sem okkar líkamsklukka var ekki alveg orðin stillt á eþíópskan tíma. Um kvöldið fórum við svo með Önnu Lilju og Kalla og Raggý á Gíon hótelið og fengum okkur injera og wodd.
Það hefur sem betur fer ekki komið fyrir aftur að við höfum sofið yfir okkur en Margrét Helga var til að byrja með mjög þreytt og fannst erfitt að vakan svona snemma. Það er nú aðeins að lagast. Henni finns rosalega gaman í skólanum en það reynir heilmikið á hana þar sem allt (nema íslenskan auðvitað) er á norsku. Hún talar norskuna alveg reiprennandi en það er eitt að leika við krakkana og annað að sitja í skólanum og hlusta á langar sögur og flóknar útskýringar. Það eru líka mörg ný hugtök sem hún þarf að tileinka sér en þetta kemur allt og hún er mjög dugleg. Anna Lilja er með henni 7 tíma í viku í íslensku og er hún núna aðallega að æfa skrift og lestur og svo er hún búin að læra öll þrjú erindin í Ó blessuð vertu sumarsól!
Jóel og Dagbjartur Elí eru byrjaðir í mömmuskóla og fer svona eftir því hvað þeir nenna að vera oft í viku. Oft erum við í svona 40 mín. á morgnana áður en Asnakú kemur kl. hálfníu. Við erum að læra stafina og Jóel gerir ýmis forskóla og stærðfræðiverkefni. Dagbjartur Elí er líka með sína eigin skólabók og hermir eftir bróður sínum og segir reglulega:gaman mömmuskóla! Við höfum líka notast dáldið við myndlestrarbók og það finnst þeim báðum mjög gaman. Dagbjartur Elí er alveg ótrúlega duglegur að sitja og hlusta og lita í skólabókina og lesa í myndlestrarbókinni.
Það hefur ýmislegt gerst í gæludýramáum að undanförnu. Skjaldbökurnar tvær og stóra svarta kanínan eru hér sem fyrr en um stund reyndi Jóel fyrir sér í umönnun halakarta. Hann fór daglega í síðustu viku og veiddi halakörtur í polli hér á lóðinni og var kominn með heilan helling í skúringarfötu úti á verönd sem hann fóðraði með ungbarnagraut sem var runnin út á tíma. Þetta gekk bara vel í byrjun en ég var farin að velta fyrir mér hvernig þetta yrði þegar allar halkörturnar yrðu að skoppandi froskum (þær hafa örugglega verið a.mk. 50 stk!) En það náði ekki svo langt því allt í einu tóku þær upp á því að drepast hver af annarri og á tveimur dögum voru þær allar dauðar. Jóel sem var búinn að hugsa svo vel um þær. Hann tók meira að segja nokkrar inn og ætlaði að leyfa þeim að sofa á náttborðinu hjá sér því hann var viss um að þær væru veikar! Hann hefur ekkert reynt frekar með halakörtuuppfóstrun er núna farinn að safna ormum! Hann er algjör dýrakall, hann segist líka skilja dýramál og veit upp á hár hvað hýenurnar eru að spjalla um á kvöldin (að eigin sögn!) Í gær bættist svo nýr félagi í hópinn sem er hér allavega um stundarsakir. Það er risastór skjaldbaka sem Kristján gaf nafnið Halldór í höfuðið á litla bróður sínum (sem er yfir tveir metrar á hæð- Halldór mágur minn, ekki skjaldbakan)Við vitum ekki hvaðan hún kemur eða hvort einhver eigandi er að henni. Þessar skepnur eru lífsseigar og fara sínar eigin leiðir. Það getur vel verið að einhver hér hafi átt hana fyrir einhverjum árum en eins og er fær hún að dvelja með hinum skjaldbökunum okkar í skjaldbökugirðingunni.
Davíð Ómar vex og dafnar og er alltaf jafnbrosmildur. Hann er reyndar búninn að vera dáldið mikið kvefaður síðan við komum út en sem betur fer verið hress að öðru leyti. Við erum dáldið búin að vera að þreyfa fyrir okkur með mjólk handa honum þar sem hann þolir ekki venjulega ungbarnaþurrmjólk sem unnin er úr kúamjólk. Heima fékk hann soya SMA en það fæst ekki hér þótt það sé mikið úrval af ungbarnamjólk hér. Við erum komin niður á að gefa honum venjulega soyamjólk og svo fær hann með SMA mjólkina sem við komum með að heiman. Fyrst tókst okkur að fá lífræna soyamjólk sem hann var mjög sáttur við en núna síðast fannst ekkert nema soyamjólk með bragðefnum sem honum finnst ekkert voðalega góð á bragðið. Það gengur samt ef hún er blönduð með hinni mjólkinni. Svo angar hann eins og vanillubúðingur! Hann er orðinn voð duglegur að velta sér um allt á gólfinu og kvartar hástöfum ef hann lendir undir sófa! Honum finnst alveg rosalega gaman að láta lesa fyrir sig og syngja með sér og er eitt sólskinsbros þegar systkini hans eru að syngja. Þangað til núna á föstudaginn, 31. ágúst (brúðkaupsafmæli mömmu og pabba) hefur brosið verið alveg tannslaust en nú glittir í eina litla tönnslu. Hann er enn ósköp smár svona ef hann er borinn saman við bræður sína á sama aldri en margur er knár þótt hann sé smár- segir máltækið! Hann líkist ennþá BARA pabba sínum og elsta bróður. Ég hef nú alltaf séð einhvern svip úr báðum áttum í hinum börnunum en Davíð Ómar er bara eins og ljósrit af pabba sínum!
Kristján er kominn á fullt í kennslu. Hann er að kenna meira núna enn í fyrra og þetta er allt nýtt námsefni þar sem hann heldur áfram með sama hópinn og í fyrra. Hann stjórnar líka áfram íþrótta verkenfnu (Hope sport project) sem hefur verið í fríi núna í regntímanum en fer aðð fara á fullt aftur þegar stytta fer upp.
Ég er heima núna og nóg að gera við að sinna börnunum og heimilinu þó svo ég hafi góða hjálp. Litlu strákarnir eru allir heima á meðan Margrét Helga fer í skólann. Mér finnst gott að núna get ég fengið góðan tíma til að sinna Davíð Ómari og líka stóru strákunum mínum. Mér fannst erfitt að vera í fullu málanámi með Dagbjart Elí bara 6 mánaða og finnst ég eiginlega skulda honum dáldinn tíma. Ég aðstoða reyndar Önnu Lilju aðeins með undirbúning íslenskukennslunnar og svo þarf líka að aðstoða Margréti Helgu við heimanámið og fylgjast með að allt gangi vel í skólanum og að hún nái að fylgjast með öllu. Svo er alltaf eitthvað sem fellur til. Ég byrjaði í dag með tónlistarhóp fyrir yngstu kristniboðabörnin sem verður nk. tónlistarforskóli þar sem sem við syngjum mikið, vinnum með rytma, lærum um hljóðfæri og hlustum á tónlist svo eitthvað sé nefnt. Það var bara mjög gaman og ætlum við að hafa þetta hér heima hjá okkur annan hvern miðvikudag. Annaðkvöld verður svo misjonsforening hér heima hjá okkur með lofgjörðarþema.
Sl.sunnudag . sept, átti Jóel afmæli og varð loksins 5 ára. Hann var nú reyndar eitthvað búinn að tala um það við ömmu sína og afa að hann vildi ekki verða fimm ára því Margrét Helga segði að það væri svo leiðinlegt, það væri miklu skemmtilegra að vera 6 ára (hún er lengi búin að bíða spennt eftir að verða 6 ára) Einhvern morguninn var Dagbjartur Elí að tala um að fara með skólabílnum eins og Margrét Helga en ég sagði að hann væri nú aðeins of lítill. Núna fer Margrét Helga með skólabílnum en næsta ár fer svo Jóel líka með skólabílnum. Þá sagði Margrét Helga: Jóel, það tekur dáldinn tíma að vera fimm ára! En nú er hann orðinn fimm ára og hæstánægður með það. Ég var búin að hugsa að við gætum farið út að borða með honum líka en lá svo bara hundveik með einhverja skelfilega magakveisu allan sunnudaginn. Ég spurði Jóel um kvöldið hvort þetta hefði verið góður afmælisdagur og hann sagði að þetta hefði verið mjög skemmtilegur dagur. Hann fékk að fara í tölvuleik með Margréti Helgu m.a. (þau fengu playstation í afmælisgjöf á Íslandi). Ég sagði að mér hefði fundist svo leiðinlegt að vera veik á afmælisdaginn hans en þá svaraði þetta yndi: Já svona er þetta, maður verður stundum veikur á afmælisdögum
Ég er svona nokkunvegin orðin góð í maganum. Hef líklega bara borðað eitthvað sem maginn hefur ekki þolað.Þetta fylgir bara hér úti, allavega mér. Ég er með svo viðkvæman maga og fæ alltaf við og við einhverjar svona kveisur.En hvað sem öllum kveisum líður er Íslandsforðinn farinn að fjúka af okkur- veitti ekki af það var nú ekkert smá sem maður lifði í vellistingum þarna heima!
En nú held ég að ég sé búin að vinna upp allt sem ég átti eftir að skrifa um svo vonandi verða þetta ekki svona mikla langlokur á næstunni.
Bið að heilsa í bili og Guðs blessun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.9.2007 | 12:51
Myndir
Það er eitthvert sambandsleysi á myndatenglinum.'eg þarf eitthvað að ékka á þessu en það er allvega hægt að skoða mydirnar með því að fara á http://gallery.askur.org/fyrogflamme
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2007 | 08:57
Ferðasaga III hlutu (og sá síðasti)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 08:01
Ferðasaga II hluti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2007 | 10:21
Komin til Addis
Jæja þá erum við komin heilu og höldnu út aftur. Ferðin gekk vel þrátt fyrir að Dagbjartur Elí hafi verið með hita og slappur á leiðinni og því munaði miklu að hafa Önnu Lilju frænku með okkur.
Nú er lífið farið að ganga sinn vanagang og allir að komast í fasta rútínu á ný. Ég hef hugsað mér að reyna að skrifa smá útdrátt úr Íslandsferðinni en þar sem ég hef ekkert skrifað í sumar birtist ferðasagan í nokkrum hlutum á næstu dögum.
Hér kemur fyrsti hluti:
I hlutiVið vorum öll orðin mjög spennt að koma heim og hitta vini og ættingja. Því miður náðum við ekki að heimsækja all sem við hefðum viljað en við áttum margar góðar stundir með nánustu fjölskyldu og vinum og það var auðvitað mikilvægast fyrir börnin að fá að vera með ömmum og öfum. Við lögðum af stað eldsnemma á mánudagsmorgni kl. 5 að eþópskum tíma, 11. Júní. Raggi Schram keyrði okkur út á flugvöll og mér varð hugsað til þess þegar við komum fyrir tveimur árum. Þessi tvö ár hafa liðið ótrúlega hratt! Það gekk vel að bóka okkur inn, við vorum vel tímanlega og biðum því smá stund á flugvellinum. Við fengum okkur sæti hjá tveimur alríkislögreglumönnum sem fóru strax að leika við krakkana og fannst alveg frábært að þau töluðu amharísku. Það var mjög fámennt í British Airways flugvélinni sem við flugum með frá Addis til London með stuttu stoppi í Alexandríu í Egyptalandi. Margrét Helga og Jóel undu sér vel við aðhorfa á teiknimyndir og Davíð Ómar svaf bara og var voða rólegur. Við fengum auka sæti fyrir hann og hann var svo lítill að hann passaði akkúrat í sætið og svað þar vært! Dagbjartur Elí var hins vegar þreyttur og ef hann er ekki vel sofinn getur skapið verið eftir því. Eftir tvo tíma á flugi sagði hann:Beqqa hljújel og vildi bara far út. (beqqa=amh. = nóg) En það var víst ekki hægt. Við áttum eftir að vera tæpan sólarhring í viðbót á ferðinni!Jóel sat við gluggann við hliðina á mér þegar við vorum að fara á loft. Honum fannst þetta mjög spennandi en var einhverra hluta vegna eitthvað pínu smeykur og alltaf að tala um að flugvélar gætu sprungið. Jú ef það er bensín á flugvélum geta þær sprungið!, Friðrik segir það! ég reyndi að útskýra fyrir honum að flugvélin þyrfti bensín til að komast á loft og hún væri ekkert að fara að springa! Þegar við komum upp fyrir skýin hróðpaði hann svo upp yfir sig: Sjáðu mamma jörðin er snjóhvít! Það féllu mörg stórkostleg gullkornin af vörum Jóels í þessari ferð. Ég reyni að rifja upp nokkur þeirra. Við áttum að bíða sjö tíma í London eftir vélinni til Íslands. Það veitti ekkert af þessum tíma þar sem það er svo mikið að gera á Heathrow og allt tekur sinn tíma. Við gátum ekki bókað farangurinn alla leið og þurftum því að ná fyrst í hann til að fara með á næsta terminal. Fyrst þurftum við nú að bíða í klukkutíma eftir að farangurinn kæmu á bandið og síðan eitthvað í viðbót eftir að töskurnar okkar kæmu. Við vorum nú ekki með mikinn farangur á heimleiðinni þar sem við gerðum ráð fyrir að eitthvað myndi nú bætast við heima! Það tók síðan smá tíma að komast á næsta terminal og þar voru þá þegar Íslendingar farnir að standa í röð og bíða eftir að bóka inn í vélina. Við bara ákváðum að bíða líka og þremur tímum fyrir brottför voru töskurnar komnar inn í vél. Við höfðum því tíma til að fá okkur aðeins að borða en svo var bara að koma sér af stað að hliðinu. Þetta eru svoddan rangalar þarna og með fjögur lítil börn hleypur maður ekkert á milli. En nú fór að draga til tíðinda. Margrét Helga hafði lítið sofið og Jóel ekki neitt alla leiðina og því var kominn dáldill svefngalsi í mannskapinn. Við fórum eitthvað að spjalla við Íslendinga sem voru að fara með sömu vél og krakkarnir voru alveg undrandi á öllu þessu fólki sem talaði íslensku. Þau fóru að spjalla við fólkið og heldu uppi skemmtiatriðum og gengu á milli fólks og spurðu: Kannt þú íslensku? og Hvernig kannt þú íslensku? Jóel var alve orðinn hálfruglaður og söng og dansaði og upp úr honum ultu frasar úr hinum ýmsu teikni myndum fólki til skemmtunar. Ég held þau hafi haldið að við þekktum allt þetta fólk fyrst þetta voru Íslendingar! Margrét Helga spurði mig: Mamma er þetta íslensk flugvél? ég svaraði því játandi og er íslenskur flugmaður? Já, sagði ég .. og eru konurnar (flugfreyjurnar) líka íslenskar? já, svaraði ég. Þá getur maður bara sagt á ÍSLENSKU, get ég fengið vatn?. Þegar við vorum að bíða hittum við svo Mæju frænku og Snæja manninn hennar og Guðfinnu dóttur þeirra sem voru að koma úr ústskrift Daníels frænda sem starfar sem flugrekstrarfræðingur í London. Þau voru svo samferða okkur í vélinni.Vélin var nánast troðfull, aðallega Íslendingar. Við hliðina á okkur Jóel sat maður sem var einn á ferð og lét Jóel dæluna ganga við hann og spurði hann spjörunum úr, hvort hann kynni íslensku og af hverju og hvert hann væri að fara og hvar hann ætti heima. Ég útskýrði fyrir manninum að drengurinn hefði ekki momið til Íslands í tvö ár og væri ekki búinn að sofa neitt í 20 tíma. Hann fékk síðan annað sæti svo við gætum fengið sæti fyrir Davíð Ómar. Hann hefur kanski bara verið feginn að sleppa við frekari yfirheyrslu!! Jóel var fljótur að hóa í næstu flugfreyju sem hann sá og biðja um vatn (fyrst það var hægt að gera það á íslensku var nú um að gera að prófa!) en þegar vatnið kom, þegar vélin var komin á loft, var litli prófessorinn steinsofnaður! Þegar við lentum vaknaði svo drengurinn eiginlega með jafnmikinn svefngalsa og áður. Það fyrsta sem hann gerði var að snúa sér að konunum sem sátu fyrri aftan hann og segja"Voruð þið að tala um rauðan plastpoka?!! Eitthvað voru eyrun uppsperrt að reyna að fylgjast með öllu þeissu fólki sem var saman komið einni flugvél og nánast allir töluði íslensku!!
Það var heil móttökunefnd sem sem var mætt í Keflavík til að taka á móti okkur. Það var frábært að hitta alla. Dagbjartur Elí var að vonum dálítið feiminn, enda mundi hann ekkert eftir fólkinu. Margrét Helga og Jóel hlupu upp um hálsinn á öllum en Davíð Ómar steinsvaf í öllum látunum. Það var kalt að koma heim og mamma kom með flísteppi til að vefja utan um krakkana. Ég helt ég þyrfti að fara að redda okkur vetrargöllum en annað kom nú á daginn. Við notuðum ekki einu sinni regnfötin og stígvélin sem ég var búin að drösla með okkur alla leið frá Eþíópiu!To be continued..... (framhald)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 06:14
Rúm vika!
Já nú er bara rétt rúm vika þar til við birtumst áKlakanum!!
Við erum búin að vera netsambandslaus í tvær vikur sem er ástæðan fyrir bloggleysisnu. Það er líka mikið að gera við að undirbúa brottför og Kristján er á fullu að klára áður en við förum og vinnur frá morgni til kcölds. Við erum allavega orðin mjög spennt. Þessir tveir minnstu eru reyndar pollrólegir yfir öllu þessu enda vita þair ekkert hvað Ísland er !
Nú fer í sá tími í hönd að við þurfum að kveðja samstarfólk okkar sem er að flytja til sinna heimalanda. Flestir þeirra sem fara núna gera ekki ráð fyrir að koma aftur amk. í nánustu framtíð. Það er alltaf erfitt að kveðja sérstaklega þegar maður veit ekki hvort maður kemur til með að hitta fólkið aftur.
ég geri ekki ráð fyrir að blogga mikið áður en við komum heim. Hlökkum til að sjá ykkur!!
Þangað til- Guð veri með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2007 | 06:47
Skírn
Davíð Ómar Kristjánsson verður skírður í guðsþjónustu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 17. júní kl. 11. Ragnar afabróðir hans ætlar að skíra hann og ætla systkini hans að syngja! Í guðsþjónustunni verður sérstök áhersla á kristniboðið og m.a. tekin samskot til starfsins. Við viljum hvetja alla vini okkar og vandamenn og kristniboðsvini til að koma og taka þátt í þessari hátíð með okkur! Er ekki bara alveg kjörið að byrja daginn í Hallgrímskirkju áður en haldið er í bæinn?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 06:39
Det er Norge i rødt, hvidt og blått!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Lífið í Eþíópíu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar