22.-27.júní

 

22.júní

Þá erum við komin á fullt í að pakka. Ég er búin að vera að gefa helling af fötum og alls konar dóti. Þetta er það góða við að flytja oft, maður neyðist til að losa sig við hluti. Og það góða er að hér í Eþíópíu er alltaf einhver sem hefur not fyrir hlutina, jafnvel það sem flestir heima myndu telja ónothæft vill alltaf einhver eiga hér þannig að maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir að henda neinu. Við gerum ráð fyrir að flytja á norska gestahúsið eftir viku en ætlum svo að vera þar í eina viku svo við getum hitt Pétur frænda og þau öll aftur.

Það er bínn að vera mikill gestagangur hjá okkur að undanförnu og við líka mikið boðin. Í sæiðustu viku vorum við að kveðja marga af kristniboðunum, svo fengum við sendiherrahjónin í mat á fimmtudaginn. Í gær var svo útskrift hér á skólanum og Kristjáni auðvitað boðið í fullt af veislum. Hann fór fyrst einn til eins nemanda síns og svo fórum við öll saman heim til annars, fimm barna móður sem var í bekknum hans Kristján og var að útskrifast. Mer finnst hún ótgrúlega dugleg, á fimm börn sem eru fædd á 7 árum og er ein af bestu nemendum Kristjáns. Í dag erum við svo boðin til Mörtu vinkonu minnar og fjölskyldu. Næstu helgi er okkur boðið á tvo staði þannig að maður þarf varla nokkuð að hugsa um mat!Það verður skrýtið að flytja héðan og ýmislegt sem maður á eftir að sakna, sérstaklega vina okkar sem búa hér í Addis, en við komum nú til með að koma hingað reglulega og þá getum við heimsótt alla. Við verðum örugglega að koma eina ferð hingað út á Mekanissa í hverri Addisferð! Það verður án efa erfiðast að kveðja Asnakú og Fantanesh og skrýtið að hafa þær ekki hjá okkur á hverjum degi. Þær eru núna búnar að vinna hjá okkur í 3 ár og orðnar nánast eins og hluti af fjölskyldunni. Ég er að reyna að undirbúa Dagbjart Elí undir það að Asnakú verði ekki með okkur í Voito en ég hugsa að hann eigi ekki eftir að skilja það fyrr en við erum flutt. Það verður erfitt en svona er lífið. Við erum bara ótrúlega þakklát fyrir þær og hefðum örugglega ekki getað fengið betri húshjálpir. Nú bara biðjum við og vonum að þær fái vinnu eftir að við erum farin. Þær hafa núna unnið lengi hjá kristniboðum en nú fer þeim alltaf fækkandi og ég veit að sérstaklega Fantanesh er kvíðin. Ég hef verið að spyrjast fyrir hjá fólki fyrir hana en enn er allt óvíst. Þið megið gjarnan muna eftir þeim í bænum ykkar. Þetta er ekki auðvelt hér núna, vöruverð fer sífellt hækkandi og fleiri og fleiri sem ekki geta dregið björg í bú. Við finnum mjög fyrir þessum hækkunum og hvað þá Eþíóparnir. Það eru ekki bara innfluttar vörur sem hækka heldur líka vörur sem framleiddar eru hér og eru uppistaða í fæðu fólksins. Flestar vörur hafa tvöfaldast í verði sl. Árið og sumt jafnvel þre- eða fjórfaldast. Fólk er almennt svartsýnt þótt það reyni líka gera grín að ástandinu inn á milli. Það ganga ýmsir brandarar. Þar sem allt hefur hækkað þá belta ekki betlararnir í nafni heilagrar þrenningar heldur  hinna fimm heilögu! Ýmsar sögur í þessum dúr ganga manna á milli.

27. júní

Þá erum við búin að pakka og vörubíllinn kemur á morgun sem fer með dótð okkar til Voito. Við flytjum inn á norska gestahúsið og verðum þar í uþb viku áður en við förum suðsureftir. Við vildum gjarnan hitta Pétur frænda of föruneyti aftur og svo er líka ýmislegt sem við þurfum að st´ssat hér í Adis áður en við flytjum, svo sem að kaupa í matinn oþh. Við þurfim reyndar ekki að versla fyrir nema 6 vikur núna í fyrstu umferð þar sem við komum aftur til Addis í lok ágúst svo krakkarnir geti verið fyrstu þrjár vikurnar í skólanum. Annars gerum við ráð fyrir að koma til Addis uþb tvisvar á önn í tvær til þrjár vikur í senn.

Það komu niðurstöður úr blóðprufunum hans Davíðs Ómars í dag og allt var eðlilegt. Hann þarf bara að vera duglegur að borða! Við erum mjög þakklát fyrir það. Læknirinn vildi samt fá hann aftur í haust og mæla hann og vikta og fylgjast með honum.

Jæja ég segi það í bili. Hér eftir verð ég lílega að senda Gunnari bróður færslurnar með tölvupósti og hann sér svo um að koma þessu á netið fyrir mig. Í Voito er bara lágmarksnettenging þannig að við getum alls ekki tekið á móti neinum stórum skjölum og ekkert vafrað á netinu eða spjallað á msn. Það getum við hins vegar gert þegar við erum í Addis þannig að við erum ekki alveg úr öllu sambandi!

Þangað til næst:

Lifið heil og Guð blessi ykkur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 33140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband